
Valkvíðakastið mikla...
Ég er búin að þjást af miklum valkvíða undanfarna daga en í dag komst ég yfir hann. Ég tók ákvarðanir. Í stað þess að skrifa bók í sumar eins og upphaflega planið kvað á um verð ég að vinna á siglinganámskeiði í Nauthólsvík. Þar verður einnig góðvinur minn hann Borko en það var einmitt hann sem kom valkvíðanum af stað. Ég held að þetta verði afar skemmtilegt sumar:) En kann ég að sigla...syngjandi sæll og glaður til síldveiða nú ég held...sjómannslíf sjómannslíf...ójá!
Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til, hvað er betra en að vera á kajak út á sjó í rjómablíðu og safna brúnku fyrir veturinn!
Á þriðjudaginn fáum við skötuhjúin síðan afhenta íbúðina okkar á Kambsveginum eða Kambó eins og afi kallar hann. Þar munum við dvelja næstu 13-14 mánuðina eða þangað til við flytjum af landi brott. Ég ætla því að leggja bílnum í sumar og hjóla eins og brjálæðingur út um allan bæ, síðan tekur enga stund að labba í nýju vinnuna mína sem hefst þann 15. ágúst...nú vantar mig bara ipod og þá er ég fær í flestan sjó;)
Í dag skilaði ég einnig lokaverkefninu mínu við Kennaraháskóla Íslands en það var unnið með góðvinkonu minni henni Láru Valdísi sem er alveg frábær samstarfsfélagi og á endalausar þakkir skilið fyrir að koma mér í gegnum þetta allt saman og þola allt stússið í mér:)
Ég er því aldeilis á miklum tímamótum í mínu lífi...
Góða helgi!