miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Núna nenni ég þessari hvíld ekki lengur, er að ég held búin að þvo hvert einasta stykki hérna á heimilinu, tók til í nærfataskúffunni í gær og það endar með að ég fer að litaraða í fataskápinn okkar!
Gekk síðan Borgartúnið endilangt inn í Laugarnesið og sé fram á fleiri æfingar á næstu dögum:)
Já ég er bara orðin of spennt...er maður ekki smá klikkaður að hlakka til að horfa á Fyrstu skrefin á eftir, að vísu verða Hanna, Sara og Camilla sem ég þekki í þættinum þannig að ég hef ástæðu!
Ég þarf samt nauðsynlega að komast á Tapas á morgun, það má ekki klikka!
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Gaman að þessu:)
mánudagur, febrúar 26, 2007
sunnudagur, febrúar 25, 2007
Skrýtið að hafa búið þarna og maður þekkir varla íbúðina aftur. Baðherbergið þar sem eldhúsið var, eldhús þar sem svefnherbergið var og búið að umturna loftinu okkar Andra...
Framkvæmdirnar hans Lottós hafa greinilega komið af stað enn meiri framkvæmdum. Það gekk nú á ýmsu þegar þakið var rifið af og allt hækkað upp og ég og Lottó "hjálpuðumst" að við það að flísaleggja, Mappinn þræddi rafmagnið og svo var boðið í áramótapartý og það rétt náðist að koma sófa og stólum fyrir haha...
Ágætis prís á þessu...
föstudagur, febrúar 23, 2007
Það var aldeilis margt um manninn á Kambó í gær, Bronsbumban og frú, Rex og Keðjan og parið góða. Trúmál og heimsmálin ásamt ýmsu öðru voru rædd og við erum svona nokkurn vegin komin með lausnina á því hvernig má bjarga heiminum...
Mæðró gekk vel að vanda og barnið fastskorðað og tilbúið í fæðingu whenever, ljósan mín ótrúlega ánægð með hvað allt er búið að ganga vel og hún studdi það heilshugar að fara upp á Skaga. Ég er allaveganna búin að melda mig þangað ef það gengur upp. Hún vildi meina að krílið væri orðið svona 13-14 merkur. Bara meðalljón ef það reynist rétt...nú er bara að bíða og sjá hvenær það ákveður að hefja ferðalagið mikla!
Það er aldeilis prógram á mér svona í orlofi, var að koma úr fótsnyrtingu, litun og plokkun og síðan er ég aðeins að fara að stússast út af vöggunni sem við verðum með. Í kvöld er dinner a la Hjalti og co, dansjóga í hádeginu á morgun, flakkarafundur með HDW og RÓ og útskrift hjá Viðari um kvöldið...mjög skrýtið að vera bara svona að dúlla sér í ýmsu og hafa engum þannig skyldum að gegna.
Tók strætó heim frá Hlemmi núna rétt í þessu og mikið er nú þægilegt að sitja í srætó og hlusta á góða tónlist og horfa út um gluggann. Þetta er hægt þegar maður er ekki í neinu stressi og er auðvitað miðsvæðis...
Góða helgi kæru vinir.
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Ég er búin að fá mér tvisvar að borða í dag, í fyrra skiptið hálft múslírúnstykki og kókoskúlu úr jóa, skolað niður með kókómjólk, núna í annað skiptið, hinn helming af múslístykkinu og önnur kókoskúla, skolað niður með kóki! Hollustan í fyrirrúmi...
Og vorið er komið, ætla að skella mér í kraftgöngu til langömmu með ipodinn í botni og skella mér síðan í jóga. Það er alveg fáránlega skrýtið að vera ekki að gera nokkurn skapaðan hlut..
Njótið veðurblíðunnar!

Myndin er síðan ég fór með henni á mót í Birmingham sem Team Manager from Iceland. Þarna lékum við á alls oddi og ég að sjálfsögðu sem þjálfari á hliðarlínunni. Við gerðumst meira að segja svo grófar að skella okkur í klippingu þar sem ég tók pönkarann á þetta...
Annars vaknaði ég í morgun með rosa skrýtna verki, hugsaði strax með mér nei ég er ekki búin að hvíla mig neitt! Fór fram og settist á bláa boltann og tók smá jógatakta...þetta var samt greinilega bara smá æfing en góð engu að síður. Núna er ég bara heimavinnandi húsmóðir í vetrarfríi:)
Lilly
þriðjudagur, febrúar 20, 2007

föstudagur, febrúar 16, 2007
á Skaganum, haha fenguð þið sjokk:) Við skelltum okkur upp á Skaga að heimsækja afa hans Andra og konuna hans en hún er einmitt ljósmóðir á Skaganum og var svo elskuleg að sýna okkur deildina í díteils og ég er að segja ykkur það ég tel að það séu svona 80% líkur á að ég fari þangað...
Mikið svakalega var þetta huggulegt og elskulegt allt saman. Og Sigurðarsvítan, ég ætla ekki einu sinni að lýsa henni:) Og þarna getur maður tekið sængurleguna alveg eins lengi og maður vill í ró og næði. Eina fyrirstaðan er náttúrulega að maður þarf að keyra dáldinn spöl en ég er alvarlega að velta þessu fyrir mér, þarf ekkert að ákveða núna en þetta er mjög góður kostur held ég.
Farin í bæli með örlítinn bjúg og lasinn húsbónda mér við hlið!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Ég er að fá alla strákana úr umsjónarbekknum mínum hingað heim á eftir. Við ætlum að horfa á spólu saman, en fyrst förum við á Pizza Hut. Ég er búin að plata Andra til að vera heima ef allt fer úr böndunum en ég held að þetta reddist! 13, 13 ára guttar:)
Foreldradagur á morgun og kennslustofan orðin spikk and span...
4 vinnudagar eftir koma svooooo
Þannig að ég er farin í jóga til að ná smá slökun fyrir þetta!
Lilly
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Annars er ég alveg hrikalega spræk þessa dagana og ekki bilbug á mér að finna, smá fyrirvaraverkir á nóttinni en ekkert til að tala um. Kannski af því að ég veit að ég á bara eftir að vinna í 6 daga, fáránlega lítið alveg!
mánudagur, febrúar 12, 2007
sunnudagur, febrúar 11, 2007
Við vorum að skoða gamlar myndir af okkur þegar við vorum yngri og veltum í leiðinni fyrir okkur hvernig barnið gæti mögulega litið út. Á þessum myndum erum við að vísu orðin frekar stór en af þeim að dæma vorum við bæði frekar miklir grallarar!
Ég með prump og kúkabrandara...eins og enn þann dag í dag!
Vegna mikilla eftirspurnar...36 vikur 4 dagar
Og ein hressandi af okkur sem erum bara orðin þónokkuð spennt fyrir þessu öllu saman!
Verð með fleiri óborganlegar glansmyndir á næstu dögum:)
föstudagur, febrúar 09, 2007
Ég og stelpurnar í bekknum mínum erum að fara saman út að borða á eftir og síðan ætla ég að bjóða þeim heim og við ætlum að horfa saman á The Sentinel eða The Break Up, ógeðslega gaman hjá okkur. Maður er svona að vinna sér inn nokkur stig fyrir orlof:)
Selma kom í dag og auðvitað leist henni vel á krakkana mína og þeim á hana. Algjör snilld að geta valið svona hver tekur við umsjóninni, manni er einhvern veginn ekki alveg sama...
Ljúf helgi framundan með tilheyrandi slökun og þægilegheitum, ekkert sérstakt planað nema kannski að kíkja á opnun á snyrtistofu og melding í lit og plokk og annað slíkt fínerí. Held að það sé ágætt að reyna að líta sem best út fyrir átökin!
Góða helgi kæru vinir!
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
borðlappirnar eru komnar í hús, ójá, keyptar í Gentofte af Jakobi hinum mikla! Mikið er ég glöð:) Vika Byske varð það svo...
Endalaust af gleðitíðindum berast í hús, greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði kom virkilega vel út, lítur út fyrir að ég haldi mínum himinháu kennaralaunum í átta mánuði með sumarfríi. AFO fór í bankann í dag með lítinn miða með nokkrum erindum frá fjármálastjóra heimilisins, það er því allt klappað og klárt og hann stóð sig með eindæmum vel að sögn þjónustufulltrúans en hann er ekki vanur að þurfa að stússast í þessum málum. Ótrúlegt en satt þá sá ég ekki fyrir endann á þessu stússi fyrir svona mánuði síðan, einingar, námslán, fæðingarorlof, fæðingarstyrkur...púsli púsl og þetta er allt að skýrast!
Og 10 vinnudagar eftir, believe it og not, það er ekki neitt. Síðan panta ég lágmark tvær vikur eftir það í hvíld og slökun. Minna má það nú varla vera ekki satt?
Jæja, sit hérna með 10 afar skemmtilegar bókmenntaritgerðir fyrir framan mig sem ég á eftir að gefa einkunn fyrir. Hvað segiði 9 á línuna og málið er dautt? haha djók...
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
en ég og "Don Junior" eða Sóley gerðum okkur ferð í IKEA í dag og byrjuðum á því að taka aumingjann á þetta og reyna að láta vorkenna okkur, t.d. með því að segja að ég ætti von á barni eftir nokkrar vikur og væri búin að kaupa borðplötu fyrir þessar fætur og láta hanna þetta allt og ekkert annað myndi passa o.frv. Síðan sáum við að það gekk ekki og skiptum þá yfir í frekjuna og sögðum nokkur vel valin orð. Þá bakkaði svæðisstjórinn aðeins og tók niður nafn og síma en lofaði engu...þannig að ekki miklar líkur á að VIKA KAJ lappirnar verði úr íslensku IKEA, kannski dönsku eða einhvers staðar annars staðar frá. Þetta mál er allt í vinnslu en Don Ruth lendir einmitt annað kvöld og þá fara línur væntanlega að skýrast.
Ég hins vegar er komin með túrkís þema í eldhúsið, motta, diskamottur, uppþvottabursti, kertastjaki og viskustykki. Nú vantar bara einn Marimekko ofnhanska og þetta verður eins og klippt út úr Hús og híbýli...nje segi svona, allaveganna komið smá þema og hreiðurgerð greinilega á öllum vígstöðvum.
Og að lokum þá er við hæfi að segja frá því að ég fór í mæðró í dag og allt enn í toppstandi, barn búið að skorða sig og skýrir það mörgæsagöngulag mitt enda með haus í klofinu eins og maður segir. Þetta er því bara allt að verða ready. Nú er bara spurning hvort að krílið verði á punktlich þýskum tíma eða taki Italiano style á þetta og mæti tveimur vikum eftir settan dag!
Eitt er víst að nú er klukkan orðin alltof margt fyrir vanfærar konur eins og mig...
Góða nótt!
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Einmitt að ég hefði haldið það út að horfa bara á þetta á ruv oh sei sei!
Hver á fleiri þætti og hvað eru komnir margir! Einhver?
Við AFO erum líka búin að átta okkur á því að það er mikil fylgni á milli þess að ég liggi og horfi á þessa þætti og svefnvenja minna. Ég sef eins og ungabarn þegar ég hef legið uppi í sófa og horft á svona 5-6 þætti í röð...við erum að tala um að vakna kannski bara einu sinni og kasta þvagi
Þannig að ef ég á að vera geðgóð næstu 4-6 vikurnar...
laugardagur, febrúar 03, 2007
Það er svona aðeins byrjað að undirbúa komu frumburðarins. Búið að breyta lítillega í svefnherberginu, húrra upp annarri hillu og færa til kommóðu og setja annað náttborð og síðan keypti ég afskaplega krúttlegt körfusett í Glugg-inn fyrir helgina, alveg eins og ég hafði séð þetta fyrir mér í hillunum og eina svona stærri körfu á hjólum til að hafa ýmislegt dótarí í.
Síðan erum við pabbi farin að stússast í borðinu sem við ætlum að setja upp inni á baði og vorum búin að finna fullkomnar borðfætur á það í IKEA en þá eru þær uppseldar og getur verið að þær komi ekki aftur fyrr en í júní...og það er sko alltof alltof seint þannig að eftir helgina fer ég aftur í búðina og ræði við einhvern yfirmann og kría út 4 lappir úr sýnishornum. Og ég SKAL fá þessar fjórar...annars bið ég Don Ruth að ganga í málið!
Annars er það bara Desperate III undir sæng uppi í sófa...
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Var að horfa á fyrsta þáttinn á ruv af III seríu í Desperate og vá hversu spennandi getur þetta orðið? Ég held að ég verði að ná mér í alla seríuna sem allra fyrst *hóst* Harpa, Haukur, Ragna...
Held að ég meiki ekki að bíða vikuna eftir næsta þætti.
Er loksins að hressast og stefni á að fara í vinnuna í það minnsta um tíu-ellefu leytið á morgun og þá ætla ég að vona að hálsbólga, kvebbi og meltingin verði komin í samt lag.
Annars var ég að telja og ég á eftir að vinna 14 vinnudaga þangað til ég hætti. Það er nú alveg óskaplega lítið finnst mér.
Kveðja
Þessi sem er öll að hressast:)