miðvikudagur, október 31, 2007
Þar með líkur 8 mánaða fæðingarorlofi mínu. Mér finnst svona eiginlega eins og ég hafi byrjað í fyrradag en svona er nú tíminn endemis fljótur að líða.
Það hittir hins vegar svo skemmtilega á að akkúrat á morgun, föstudaginn og mánudaginn er vetrarfrí í skólanum þannig að ég byrja á því að fara í frí. Ekki svo slæmt það. Ég ætla reyndar að mæta á morgun og skipuleggja mig, finnst dáldið gott að koma vel skipulögð til vinnu á fyrsta vinnudegi. Núna eru 3 skipulagsbækur komnar í gagnið og gamla góða Linda er að detta í gírinn.
Ég á eftir að sakna þess að vera heima með Áru allan daginn, lúranna okkar, gönguferðanna, heimsóknanna og tjillsins að vera bara heima og dúllast eitthvað. Hún verður hins vegar í svo góðum höndum að ég hef ekki nokkrar áhyggjur af henni, fyrir utan það hvað hún er mikil pabbastelpa en ég ætla nú samt að vona að hún sakni mín eitthvað.
Ég hlakka líka til að takast á við ný verkefni í vinnunni, yfir 100 nemendur og stærðfræði alla daga.
Þetta verður bara alveg ljómandi fínt allt saman, aðeins minni svefn kannski og aðeins meiri skipulagning, það ætti nú að reddast...
Síðan eru ekki nema rúmar sex vikur þangað til ég fer síðan í jólafrí!
sunnudagur, október 28, 2007
Staðurinn fer algjörlega í flokk með BA verkefni fyrrnefnds heimspekings og hlýtur fyrstu einkunn.
Ég er ekki hissa á að þotuliðið taki einkaþotur til að bragða á exotic:)
Á morgun: Klipp og lit + fundur í skólanum...vinnan að fara að kikka inn!
laugardagur, október 27, 2007
fimmtudagur, október 25, 2007
Hittum köttinn Snotru í dag og Ára elskaði hann og skreið á methraða á eftir kisu litlu...nú vill AFO að dóttirin fái kött í jólagjöf...vægast sagt dræmar undirtektir móður og hún ekki alveg eins spennt;)
En eigum við að ræða það eitthvað hvað ég er með miklar harðsperrur eftir extrað sem var tekið eftir hjólatímann! Á bágt með að þurrka af borðum, klæða mig, halda á barni og já bara svona beisiklí hreyfa handleggina yfir höfuð!
miðvikudagur, október 24, 2007
ég skundaði í hjólatíma áðan hjá henni Ingibjörgu minni, mikið var það nú hressandi og ÁTAKANLEGT! Hef engu gleymt nema kannski pínu þoli og já armbeygjum:)
Núna er ég líka rosa þreytt í líkamanum og AFO farinn á næturvakt þannig að ég stend svefnvaktina á þessum bænum...við erum nefnilega búin að vera soldið lin og löt undanfarið, ekki nennt á fætur snemma og keypt okkur svefn með brjóstunum á mér...sem er ekki sniðugt, sér í lagi þegar maður er að fara að vinna eftir minna en tvær vikur!
Þannig að núna algjört bann á brjóst og harkan sjö. Maður þarf líklega sinn svefn þegar verður tekist á við ungdóminn í LA...
ble...
mánudagur, október 22, 2007
Knúsa litlu áruna mína og njóta þess að vera ekki að fara að vinna fyrr en eftir tvær vikur - já einungis tvær!!!
Skreppa í nudd
Máta ný Flóródress á litlu skottu
Að ógleymdri Krónuferð um eftirmiðdaginn...
og já var ég búin að gleyma að segja njóta þess að vera í orlofi aðeins lengur
Þeir eru ljúfir þessir orlofsdagar
laugardagur, október 20, 2007
Ég er búin að komast að því að ég er algjör "sætindasökker"! Það er svo sem engin nýlunda, hef alla tíð verið veik fyrir sætindum. Hins vegar stjórna ég allri óhollustu í sambandi okkar AFO, því komumst við að þegar við vorum að fara yfir sælgætis - og skyndibitaát okkar síðastliðna viku. Undantekningalaust er það ég sem sting upp á einhverjum óskunda, til að mynda (við í göngutúr í bænum): L:"Vá hvað ég væri til í bæjarins núna", A: "Já það er spurning", L: "Ég meina það er ekki eins og 560 sé mikið, við getum bara haft kjötfarsið á morgun, ég frysti það bara", A: "Já ok við getum gert það".
Ok Andri er ekki sá besti til að stöðva svona þróun en hann stingur aldrei upp á neinu svona, hann sættir sig bara við hvað sem er (liggur við).
Í gærkvöldi var hann sendur út á Aðalvideoleigu til að kaupa Flipper höfrunga og smá bland, og það er ekki í fyrsta skipti sem sú staða kemur upp. Svo ég tali nú ekki um Hagamelsferðir, pizzuát, Jóamat og annað slíkt...ég veit ekki hvaðan ég hef þetta eiginlega!
Skyndilinda er því algjört réttnefni...og ég veit líka að vinkonur mínar taka undir það að þegar þær hanga með mér þá borða þær aldrei meira af pizzum og bragðaref!
En nú skal verða bót á máli!
föstudagur, október 19, 2007
miðvikudagur, október 17, 2007
...ég veit samt ekki alveg hvort það er meira svakalegt eða bara drepfyndið!
Þannig var mál með vexti að Ára litla var búin að vera að vakna heldur óhress um nóttina og foreldrarnir hálf ráðþrota með hvað ætti að gera fyrir barnið, oft svo erfitt að vita hvað amar að. Síðan um fjögurleytið þegar hún hafði fengið að drekka sem er náttúrulega algjörtt bann bann hef ég greinilega rotast alveg og veit ekki fyrr ég vakna við það að ég er gjörsamlega að hrynja út úr rúminu með tilheyrandi dynk, skall með mjöðmina og höfuðið í gólfið og Andri vaknar upp við öll þessi læti. Og meiddi ég mig??? Já mjög mikið, svo mikið að ég er með kúlu á höfðinu en oft og tíðum læknar hlátur öll sár og hláturskastið sem ég fékk þarna um morguninn var ekkert lítið! Ég er síðan búin að vera að hlæja að þessu svona meira og minna síðan. Það er ekki eins og við sofum í litlu rúmi!
Góð saga...
Styttist í vinnu hjá mér, ekki nema 3 vikur þar til ég verð farin að siða þorra unglinga LA til. Og þá skipti ég enn og aftur um handrit og smelli mér í handritið....já ertu bara farin að vinna, hvernig leggst það í þig;)
Tengdasonur minn dafnar vel í Köben og er kominn með nafn: Eldur Egilsson, mætti ekki minna vera fyrir þennan flotta mann!
Vona að dagurinn verði okkur öllum góður
mánudagur, október 15, 2007
þangað sem allar heimavinnandi húsmæður í Vesturbænum flykkjast á degi hverjum!
Og vá hvað ég skil að þær flykkist þangað, ég gæti farið þarna daglega og AFO talaði um að hann hefði séð geðsýkisglampa í augunum á mér þegar ég stormaði um alla búð leitandi að einhverju sem ég vissi ekki hvað var, svo mikið var úrvalið og í þokkabót ódýrt!
Við komumst þó út svona nokkurn veginn með það sem við ætluðum að kaupa, maður dettur nefnilega soldið í þann pakka að kaupa allskyns óþarfa þegar svona mikið er í boði.
Annað gleðiefni dagsins var að ég fór niður í geymslu og náði í alla gömlu haldarana mína. Þar sem dóttir mín sýgur einungis úr mér snemma á morgnana ákvað ég að það væri kannski aðeins hugglegra að vera í einhverju öðru en gjafahöldurunum. Ég átti alveg eins von á að ég "fyrrverandi stórbrjóstakonan" (eða hitt þó heldur) myndi ekki passa í neinn af mínum gömlu þar sem eftir sitja tveir litlir tepokar sökum sogsins góða! En viti menn þeir pössuðu bara svona ljómandi vel og ég var því greinilega ekki eins brjóstgóð og í minningunni!
Ég sparaði mér því dágóðan skildinginn og get farið að leggja fyrir í sílikonaðgerðina;) Sem er pottþétt jólagjöfin í ár...djók
Góðar stundir!
sunnudagur, október 14, 2007
laugardagur, október 13, 2007


Haldiði að þau verði ekki fallegasta parið í heiminum???
þriðjudagur, október 09, 2007
mánudagur, október 08, 2007
föstudagur, október 05, 2007
Spurning um að Ríkisstjórnin ætti að gefa því smá gaum og um leið skoða hvað þeir ætli að gera í því að ég fái 161.000 kr. útborgað fyrir 100% vinnu!
Í augnablikinu vantar 49 starfsmenn í skólana þannig að skólastjórar telji sig vera með fullmannað.
Með þessu áframhaldi er skólastarf á Íslandi á hraðri niðurleið.
Og ég minni kennaravini mína á að þeir geta fengið álagsgreiðslur sbr. gr. 1.3.2 fyrir m.a:
- skerta stoðþjónustu, eða ef hún fór seint af stað eða er ekki fyrir hendi
- kennarar eru að kenna í mörgum árgöngum/bekkjum margar námsgreinar
- ef tveir eða fleiri kennarar eru sameiginlega með umsjón árgangs = aukið samstarf
- erfiða bekki/nemendur ef þeir eru í samstarfi við leiðbeinendur
- ef þeir eru í samstarfi við kennara sem fer t.d. alltaf á hádegi, vegna þess að hann er að fara í hina vinnuna sína og réð sig upp á að þurfa ekki að sinna annarri viðveru.
- ef kennarar vinna mikla yfirvinnu sem þeir tóku að sér til að redda málum
Þessar upplýsingar eru fengnar frá formanni Kennarafélags Reykjavíkur.
Vona að þið eigið góðar stundir um helgina
mánudagur, október 01, 2007
ÁRA tók upp á því að skríða þegar hún var í pössun hjá ömmu sinni í dag á meðan móðir hennar reyndi að sofa flensuna úr sér! Hún gefst greinilega ekki upp ef hún ætlar sér eitthvað.
Myndasmiðurinn var með vélina á ská þannig að þið þurfið bara að halla aðeins undir flatt eða snúa tölvunni!
Annars er það helst að frétta af flensunni að hún vill ekki burt en lætur sig vonandi hverfa í nótt!