laugardagur, september 09, 2006

Við hjúin tókum smá kaupa kaupa kaupa trylling í dag..

svona eins og okkur einum er lagið. Það var auðvitað bráðnauðsynlegt þar sem kennaralaunin reyndust vera töluvert hærri en við var að búast og svo var Andri auðvitað að fá svo frábært verkefni þar sem hann fær borgað fyrir að lesa! Takk fyrir ekki svo slæmt fyrir mann sem kemst ekki út í bíl án þess að vera með bók við hönd.

Allaveganna...við keyptum okkur nettar græjur í stofuna því við erum orðin ansi þreytt á að hlusta á allt í dvd með kveikt á sjónvarpinu og sjálflýsandi bláan skjá, auðvitað þurftum við einhverja jack (bauer, ég veit ég er smá fyndin) snúru með til að geta tengt ipodinn. Síðan héldum við í Kringluna þar sem ég fann mér eina fína peysu og einn góðan síðan bol, skrýtið hvað ég á bara voða stutta og þrönga boli! Ég þarf nauðsynlega að fara að leggja pening inn á vinkonur mínar í H&M landi og biðja þær að senda mér fallega boli í pósti:)

Síðan þegar allt safnaðist saman var komin góð hrúga af dóti, diskur með Mahler, Erikur í stóra pottinn út á tröppum, þurrkað blóm, salatsett, þvottapokar, sokkar, ilmkerti (nokkrar týpur), einn rammi og svo auðvitað nóg af mat...svona er þetta bara þegar maður missir sig í kaupa kaupa!

Lottó og Ruth komu svo í mat til okkar og ég skellti í amerískar pönnslur í eftirrétt, með sírópi og öllu tilheyrandi!

Til að toppa daginn þá er uppþvottavélin komin í gagnið aftur og starfar nú betur en nokkru sinni fyrr.

Ansi góður laugardagur að baki en á morgun tekur við smá vinna, það fylgir þegar maður getur leyft sér að fara heim klukkan tvö á föstudögum.

Þar til næst...ciaoooo

Engin ummæli: