fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Nú er ég komin aftur með streptakokkasýkingu...

og mér finnst það mjög svo leiðinlegt og pirrandi, sér í lagi í ljósi þess að ég er að fara til Cambridge á sunnudaginn en ég er komin á pensilín sem ætti nú að slá fljótt á þetta. Ég sé fyrir mér að þetta endi á því að ég þurfi að fara í hálskirtlatöku en við skulum nú vona ekki.

Við Ára heimsóttum leikskólann í gær og henni fannst mjög skemmtilegt, hljóp út um víðan völl og lék við krakkana, tjékkaði samt alveg á því hvort ég væri ekki alveg á staðnum. Nú vonum við bara að hún geti byrjað sem fyrst en amma Rut ætlar að vera svo góð að hjálpa okkur fyrst um sinn.

Síðan dreymdi mig alveg svakalega mikinn kúk í nótt, alveg fullt klósett og fulla ruslatunnu og með mér í draumnum var engin önnur en marghugan mín þannig að nú spái ég því að önnur hvor okkar sé að fara að detta í sjöfalda pottinn um helgina! Ég mun í það minnsta splæsa í miða.

Væri nú ekki fínt að vinna svona nokkrar millur...

Engin ummæli: