Barnasprengja...
Ég var ekki fyrr búin að sleppa orðinu um að næsta got yrði þann 22. apríl þegar ég fékk sms um að sá drengur væri bara mættur í heiminn! Og ég sem hafði spjallað heillengi við Ingibjörgu í hádeginu sama dag. Hamingjuóskir fara því til Ings og Adda sem eignuðust prins númer tvö á annan í páskum.
Sama dag og LA-gengið tryggði sér þennan bikar sem ég fékk að handleika síðar um kvöldið. Sannkallaður hamingjudagur á annan í páskum en fyrr um daginn fórum við líka í skírn hjá litlum frænda, Guðmundi Oliver.
Ég er búin að hitta þrjú af þessum nýjustu börnum og þau eru hvert öðru yndislegra. Ég á auðvitað myndir af mér með öllum og þær fara fljótlega inn á Árusíðu.
Það leit út fyrir að það yrði lítið um plön þessa helgina en eins og staðan er núna er ýmislegt byrja að hrúgast inn:
Huggulegheit á Laugarnesveginum í kvöld
Stelpustuð með Sóley og fleirum
Barnaafmæli og ýmislegt fleira.
Eigið góða helgi kæru vinir:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli