þriðjudagur, júní 02, 2009

Ég hef lúmskan grun um að einhverjir séu að fylgjast með brúðkaupsundirbúningi og bíði spenntir eftir nýjustu fregnum;)

Í gær var ég gæs og yndislegu og frábæru vinkonur mínar og systir voru búnar að skipuleggja snilldardag frá byrjun til enda, hefði sko ekki getað verið betra og ég öfunda ekki hana sem verður á eftir mér svo frábær og skemmtileg dagskrá var í gangi, alveg eins og ég hefði viljað hafa þetta. Þrjú þúsund þakkir fyrir allt!

Næstu dagar verða þéttskipulagðir og af nógu að taka, samt er einhvern veginn allt alveg klárt en samt ekki klárt, fáránlega mikið af litlum hlutum og lausum endum sem þarf að ganga frá.

Síðan er náttúrulega nauðsynlegt að muna eftir að ná í hringana á morgun! MUNA MUNA

Áðan fór ég í litun og plokkun, fótsnyrtingu og prufuförðun og er afar ánægð með útkomuna, ég verð ekkert to much en samt alveg voða voða fín:)

Á morgun er planið að tjékka aðeins á hárinu og á fimmtudaginn er litun.

Föstudagurinn er þéttskipaður frá morgni til kvölds, gera og græja salinn, koma öllu á staðinn og koma öllu fyrir, setja upp altarið og fleira og fleira og fleira.....

....og við sem ætlum bara að hafa þetta alveg látlaust;)

kveðja frá soon to be frú Ottósson:)

Engin ummæli: