Febrúarmánuður er í óðaönn að hlaðast inn á myndasíðuna:)
Undirbúningur fyrir the BIG 3 stendur í hámarki, DORU þemað kom frá Ameríku í gær og mér skilst að daman fái Doru kjól í afmælisgjöf sem mun vekja mjög svo mikla lukku.
Ég, Sía og Ára bökuðum tæplega 100 mini cup cakes á föstudaginn og í kvöld er það Rice Crispies og eplakökurnar á morgun ásamt fleiru og fleiru. Síðan er ég svo heppin að hafa heilan haug af fólki í kringum mig sem er til í að gera ýmislegt fyrir mig:)
Hún á síðan alveg golden moment inn á milli eins og t.d. þetta þegar hún var að horfa á Stundina okkar:
Ára: Mamma, er stærðfræði nokkuð leiðinleg?
Ég stærðfræðikennarinn sjálfur svara: Nei auðvitað ekki, hún er mjög skemmtileg, hver er að segja að stærðfræði sé leiðinleg? (furða mig á því hver sé að innræta barnið slíkri endemis viltleysu)
Ára: Björgvin Franz er að segja að stærðfræði sé leiðinlegt!
Kommentakerfið hefur breyst eilítið en er langt því frá að vera hætt að taka við kommentum þannig að endilega kvitta fyrir komu og kíkja á febrúarmyndir
aðíós
Engin ummæli:
Skrifa ummæli