Ára litla sushibarn
Dásamlegt þetta barn það verður ekki af henni tekið ef við horfum á þetta hlutlausum augum!
Þessa dagana þýðir ekkert annað en að vera í kjól eða pilsi og í morgun gekk hún meira að segja svo langt að fara í kjól og pilsi í leikskólann! Núna er líka mjög vinsælt að segja okkur að "mamma sé best" eða "pabbi sé bestur" og núna rétt fyrir svefninn tók hún utan um okkur og sagði: "mamma er best, pabbi er bestur og ég er best, við öll þrjú erum best" Krúttleg með meiru...
Sumarfríið rúllar vel af stað hvað varðar bjölluæfingar, hlaup og hádegishittinga en það fer eitthvað minna fyrir tiltekt og öðru sem átti að framkvæma en þetta er nú bara rétt að byrja þannig ég hef engar áhyggjur af því að ég verði ekki búin að litaraða í fataskápinn og flokka í eldhússkápana að fríi loknu.
Þessa vikuna og næstu verð ég að kenna uppi í dansskóla milli 16-20 á daginn, ekki besti vinnutíminn í heimi þegar maður er með barn en gengur upp þegar pabbinn er kominn heim. Reyndar erum við með megapúsluspil til að allt gangi upp og í dag hjólaði AFO í vinnuna á hjólinu með barnastólnum, ég náði í Áru rúmlega þrjú og skutlaði henni vestur í bæ til pabba síns svo hún gæti klárað vinnudaginn með honum og þau síðan hjólað saman heim og ég farið á bílnum upp á Bíldshöfða - gott plan og virkaði vel þannig ég geri ráð fyrir að það verði notað aftur:)
Lofa nýjum myndum af ferð okkar á Árbæjarsafnið um helgina - eyddum ekki nema tæpum þremur tímum þar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli