miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Stuð á árshátíðinni

Úff erfiður dagur eftir svona jamm.....þvílíkt stuð á árshátíðinni...tók sko alveg einhverjar 90 myndir!!
Byrjuðum í suðrænum salsafíling í Baðó og allir dönsuðu tryllings afró....ekkert smá gaman. Fórum svo í pottinn og gufuna og fengum okkur freyðivín og slöppuðum af. Allir drifu sig svo heim til að sjæna sig nema ég og dæsí vorum bara góðar á því og fundum okkur til í Baðó og lét alveg farða mig og alles...ekkert smá sætar!! Næst var haldið í partý til Jóhönnu.....þar bjargaði ég heimilinu hennar úr stórbruna þar sem kviknað hafði í bréfpoka á einu borði og ég kallaði bara á skátana og þeir voru viðbúnir og redduðu þessu!!!Heppilegt það.....loks var haldið á Broddarann....og ég var sem betur fer búin að fá mér megaviku áður því maturinn var eins og við var að búast...ekkert spes.....var samt næstum hætt við pizzuna eftir að hafa fengið eitthvað skot á mig um að hafa STÆKKAÐ....síðan ég útskrifaðist....hvað er það....hver segir svona..tja einhver!!!

Nóg var drukkið, dansað og djammað hehe....fyndast þegar Amalía kennari vippaði mér upp og hélt á mér í einhvers konar bóndabeygju eða svo segir mag...kannski aðeins búin að krydda!! Ég var líka í svaka tjútti með Ellu gellu, Gumma syni hennar og fleiri hressum. Var svo orðin yfir mig þreytt um tvöleytið og doktorinn náði í mig.....tókum smá bíltúr á BSÍ og héldum svo bara hjem.....vaknaði í morgun og hélt að ég væri svaka hress en skjátlaðist.....dreif mig samt á Listasafn Reykjavíkur með leikrænni tjáningu og sé ekki eftir því ekkert smá flott sýning....þurfti svo að fara að kenna sem reddaðist og nú er ég aftur að fara að kenna úff...hlakka til að hvíla mig vel um helgina.....en annars lítur út fyrir að lærdómurinn þurfi að vera efst á baugi næstu daga......koma svo!!!
Later.....

Engin ummæli: