Lyf til að lifa?
Ára snillingur er búin að vera með einhvern ljótan hósta í vikunni en sagði sjálf í nótt að hún væri samt mjög hraust:) og hún má nú alveg eiga það því síðustu tvo vetur hefur hún verið stálhraust eftir að hafa tekið einn brjálaðan veikindavetur. Í nótt var hún samt alveg með hita og illt í eyrunum sínum líka, mér fannst þetta byrja um leið og loftið varð verra út af gosinu en maður veit svo sem ekki.Í morgun þurfti ég að tala hana inn á það að vera heima því henni finnst svo ótrúlega gaman í leikskólanum að hún vill alls ekki missa dag úr og reyndi hvað hún gat til þess að fá að fara, það var ekki fyrr en ég sýndi henni útbrotin í andlitinu (sem ég hugsa að hafi komið út af áreynslu við að hósta) að hún sættist á það að vera heima með mér. Núna situr hún og horfir á Fíusól uppáhaldið sitt og fræðir mig um ýmislegt skemmtilegt. Rétt áðan sagði hún t.d að hún hefði einu sinni tekið meðal en svo hefði hún verið rosalega veik og þá hefði hún fengið lyf og svo bætti hún við: "En hvað er eiginlega lyf, er það til þess að lifa":) hahaha!
Vonandi nær hún sér í dag því á morgun er fótboltamót! Og hún og Brynja vinkona hennar ætla mæta galvaskar, ég á nú alveg að sjá þær keppa!