mánudagur, júlí 30, 2007Í tilefni af góðum Frágangi ákvað Ágústa Rut að klæðast þessu í dag!

Uppáhalds lagið hennar á plötunni er lagið þar sem þarf aðeins eina pillu og öll þraut er á braut!

sunnudagur, júlí 29, 2007


Hangsi hangs...

Ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í allan dag! Sem verður að teljast nýlunda á mínum mælikvarða. Ég er einnig búin að vera á náttfötunum í allan dag og nýta hverja einustu mínútu í að knúsa litla dýrið og stóra þegar það vaknaði....

Þetta er svo sem alveg ágætt, að hangsa svona heima en mikið lifandi skelfingar ósköp yrði ég þreytt á því til lengdar!

Það er samt ekkert eins og ég sé ekki búin að gera neitt. Ég er búin að henda í nokkrar vélar, skúra gólf, ganga frá leikföngum, búa til mat og fleira sem heimavinnandi húsmæður gera.

Síðan fylgdist ég með fréttunum og þeim ósköpum. Fyrst hugsaði maður auðvitað dóp og aftur dóp en svo var það ástin og afbrýðisemin sem getur farið svona með fólk. Ótrúlegt alveg hreint.

Ég eyddi líka smá tíma í að hugsa um hvar við litla fjölskylda verðum stödd að ári liðnu, það er ólíkt mér að vita ekki slíka hluti en það er víst ekki alltaf hægt. Eitt er víst að við verðum stödd...einhvers staðar!
Læt eina fylgja af monsunni...

föstudagur, júlí 27, 2007

Klofinn í herðar niður...
Planið!
Í ár verður aðalkvöldið á laugardeginum og boltinn því á sunnudagsmorgni. Á laugardagskvöldinu verður einmitt hin margrómaða brenna og fleira skemmtilegt. Margir eru þó búnir að skrá sig frá föstudegi og verðum við fjölskyldan mætt þá.
Það væri náttúrulega algjör klofaskapur að mæta ekki á "Klofinn í herðar niður" svo ég vitni í góðan mann!

miðvikudagur, júlí 25, 2007

-Blessuð sé minning hennar-

-Tara litla mágkona mín var svæfð í gær-
-Hún á eftir að hvíla í friði-

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Þið getið byrjað að heita á mig! Smellið hér

Ég ákvað að þessu sinni að styrkja Geðhjálp og áheitin renna því til samtakanna.

Ég hins vegar þarf nauðsynlega að fara út að hlaupa á morgun. Stefnan er sett á 6 km og síðan 8 km á föstdaginn!

lælælælælæ...

Jæja þá...


ég sé að aðdáendur mínir eru orðnir áhyggjufullir yfir fréttaleysi;) Og hafa jafnvel borist símtöl utan úr heimi til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi! Og það er sko allt í góðu lagi, við erum bara dáldið þreytt því ÁRA litla er alveg brjáluð í gómnum sínum og sýgur allt sem nálægt henni kemst og er með varirnar á fullu...


það er því ekki búið að vera mikið um svefn undanfarið á þessu heimili og bonjela gelið er besti vinur okkar;) Ef það verður ekki komin tönn fyrir Klofa þá verð ég mjög hissa!


Hins vegar erum við alveg búin að bralla ýmislegt, bíó, brúðkaup, afmæli og fleira.


En eins og AFO segir þá þarf dóttir okkar alveg sérlega mikla ást og umhyggju þessa dagana og þá er maður minna í tölvunni!
Ég er að hugsa um að skrá mig í hlaupið góða á eftir....og þá er ekki aftur snúið!


þriðjudagur, júlí 17, 2007

Æj það er svo gaman að lesa bloggið sitt aftur í tímann...

 • þegar maður var í hlaupa hlaupa tryllingnum...
 • robo Linda sem var alltaf á milljón og slappaði aldrei af...
 • kambó flutningar...
 • dökk hárlitun
 • klofahátíðir
 • barnapanikið og milljón sónarheimsóknir
 • kennarastelpan
 • þjófabjöllurnar
 • barnalánið
 • myglusveppurinn
 • hvarfafólkið
 • mamman mikla...

Ef ég væri ekki með þetta blogg væri ég pottþétt búin að gleyma öllu sem ég hef gert! Eða svona mestmegnis. Stundum er ég alveg ha? hvað var þetta aftur...

og hér er ekki brjóstaþoku eða svoleiðis álíka bulli um að kenna, ég þjáist ekki af því annars myndi ég ekki muna allt sem ég man eftir...

Á þessum degi fyrir nákvæmlega ári síðan...

fengum við fyrst að heyra og sjá hjartað slá í Ágústu Rut. Þá var hún bara 7 vikna fóstur! Núna er hún orðin 20 vikna stelpuskotta. Magnað alveg hreint:)

Í dag á líka góðvinkona okkar hún Auður Agla afmæli og fyllir 25 ár. Við sendum henni hamingjuóskir til Austurríkis:)

Það var ekki fleira í bili...

sunnudagur, júlí 15, 2007

Þegar AFO er á næturvöktum...

breytist hans helmingur af rúminu í hálfgerða geymslu. Þar má finna bleyjur (hreinar), blautklúta, handklæði, bækur, þvott og þar fram eftir grösunum...ég veit ekki alveg hvað honum finnst um þetta því þegar við bjuggum í 14 fm breytti ég alltaf "til fóta" í rúminu okkar í hálfgerða skrifstofu fyrir mig, þar var tölvan, skóladót og fleira sneddí sem ég þurfti að hafa við höndina enda er ég líka ansi stutt í annan endann en honum fannst þetta nú ekki spes...

talaði stundum um hvort við ættum ekki að fara að færa skrifstofuna!
og já ég skil ekki hvernig við fórum að í þessum 14 fm...

en af hverju drullast ég ekki úr tölvunni og fer að gera eitthvað uppbyggilegt?
Jæja ég hef verið klukkuð í einum af þessum frábæru klukkleikjum sem virðast poppa upp annað slagið í bloggheimum!

Hér koma því 8 mjög svo merkilegar staðreyndir um mig og væntanlega eitthvað sem flestir ekki vita;) Einmitt!

1. Ég er skipulagsfrík með meiru og því fylgja óteljandi margir listar og skipulagsplön, mér finnst alltaf best að gera lista ef ég er að fara að gera eitthvað og því er alltaf allt út í listum og svo elska ég að gera svona "tjékk" og strika yfir...klikkuð með meiru ójá...

2. Hins vegar er ég mjög svo sveigjanleg þegar kemur að því að breyta plönum eða hagræða..

3. Ég elska pizzu og hef verið þekkt fyrir það að vera með sérstakt "pizzahólf" og get því borðað meira en margur hver í mínum stærðarflokki þegar kemur að pizzaáti!

4. Mér finnst ég alveg óendanlega heppin að eiga svona yndislega og heilbrigða dóttur sem er sko gleðigjafi nr. 1 og ekki skemmir fyrir að pabbi hennar er ekki sem verstur.

5. Ég er alltaf með valkvíða á hæsta stigi og á skelfilega erfitt stundum með að taka ákvarðanir, vogin sjáiði til! Síðan ætla ég mér stundum að gera eitthvað en geri þá bara eitthvað allt annað og skil ekki hvað ég var að pæla...

6. Var einu sinni happatalan mín...

7. En svo varð 7 eiginlega meira happa...

8. Ég á það til að borða hor...en það er þá alveg í laumi;)

Ég klukka síðan Svövu litlu sys, afa wonder, Síu og Marghugu!

föstudagur, júlí 13, 2007

Kaupa kaupa kaupa...

jei ég var að fá nýja tölvu! Er að dunda mér að setja allt upp í henni. Ég er svo mikið tölvunörd. Fékk mér nýjustu týpuna af Toshiba en ég er búin að eiga mína gömlu í 5 ár takk fyrir! Mæli með Toshiba:)

Góða helgi!

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Haldiði að það sé hressleiki í familíunni, sjá hér

...100 ára langamma mín tekur lagið eins og ekkert sé;)
Verslunarmannahelgin...

2005: Gin og klofaveikin!
2006: Geðklofi!
2007: Klofinn í herðar niður!

Hverjir eru geim?

mánudagur, júlí 09, 2007

Dansnámskeið...

Ágústa Rut var eitthvað að segja að hana langaði svo að við foreldrarnir færum á dansnámskeið í haust! Sér í lagi út af So you think you can dance...

...ég er að reyna að plata AFO í þetta;) Hann virtist dáldið heitur eftir endursýningu á þættinum í gærkvöldi;)
Menningarleg með meiru...

Það má segja að við höfum verið ansi menningarleg þessa helgina. Störtuðum henni með ferð á Gljúfrastein og föstudaginn sem var alveg frábært en við höfðum ekki komið þarna áður. Ágústu Rut fannst ekki síður skemmtilegt og innbyrgði mikinn fróðleik sem AFO vill meina að setjist í dulvitundina! Því næst heimsóttum við langalangömmuna hana Ágústu sem var glöð að sjá nöfnu sína...

Á laugardaginn tókum við almennt bæjarrölt og ég fann mér alltof mikið af fötum en splæsti í einar gallabuxur og peysu!

Í gær fórum við síðan upp í Hallgrímskirkju og í tilefni af safnadeginum skelltum við okkur líka á Listasafn Einars Jónssonar. ÁRA alltaf í pokanum sínum og skoðar og skoðar og skoðar. Við gætum hreinlega verið með hana allan daginn í svona skoðunarferðum, svo gaman finnst henni!

Enduðum ferðina síðan á góðu kakói og vöfflu á Mokka og við bæjarrotturnar erum bara orðin nokkuð spennt að flytja í miðbæinn sem er næsti áfangastaður!

Góð menningarhelgi að baki og myndir eru komnar inn 123.is/agustarut!

laugardagur, júlí 07, 2007


Jæja þá er ég loksins búin að ákveða "þema" í herbergi dótturinnar...


en hún hafði sem sagt vinninginn í baráttunni við föður sinn um aukaherbergið þegar við flytjum í miðbæinn...


en já þemað verður eftir miklar pælingar "Barbapabbaþema" og núna á hún stóran barbapabba á vegginn og tvo minni úr familiunni! Og já ég gæti svona sama sem keypt allt í Liggaliggalá en ég lét nægja eitt skiptitöskukit sem er mjög handhægt og fyrirferðalítið og sérstaklega hannað fyrir modern parenting sem er jú við!


Erum búin að bralla margt skemmtilegt um helgina, meira um það á morgun og auðvitað fullt af myndum frá myndaglöðu mömmunni...


Dottin í spólu...

föstudagur, júlí 06, 2007

Hún er orðin 4 mánaða!
- Augasteinn foreldra sinna-
Nývöknuð að prófa nýja Hókus Pókus stólinn sinn!
Sjá meira á síðunni hennar: www.123.is/agustarut

mánudagur, júlí 02, 2007

Í gær fór ég tvennt án þess að vera með viðhengið á mér...

1. Kíkti á útsölur með Sóleyju en það er svo hentugt því við erum með sömu stefnu í fatakaupum og erum ekkert að peppa hvor aðra upp í eitt né neitt. Í okkar ferðum er bara keypt eitthvað sem er nauðsynlegt og nothæft. Ég fann jakkann sem ég var búin að leita af lengi og skellti mér á hann, um leið skipti ég auðvitað út einni flík samkvæmt reglunum og arfleiddi Svövu að einni peysu...
2. Fór út að hlaupa í annað skipti eftir barnsburð því nú er ekki seinna vænna en að fara að æfa sig fyrir 10 km þann 18. ágúst, er búin að lofa mér í þetta á tveimur vígstöðvum! Svava fór með mér sem betur fer því annars hefði ég væntanlega gefist upp. Keppnisskapið hefur nefnilega ekki farið langt en annað má segja um úthaldið, það var eitthvað að fela sig. Við hlupum tæpa 4 km sem er ágætt til að byrja með.

Í morgun auðglýsti ég hins vegar eftir nýjum líkama, rifbeinin voru að gefa sig og ég þurfti að láta teyma mig fram út rúminu, nei ég segi svona en ég var með harðar sperrur!

Fyrir 10 árum síðan fór ég nefnilega létt með svona 10 km hlaup eins sjá má hér og ég er ekki frá því að fyrir 11 árum hafi ég gert mitt besta: 46 mín en í ár verða ekki slegin nein met heldur er stefnan sett á innan við klukkutíma. Er það ekki fair?

Að lokum: var að henda inn nokkrum nýjum myndum inn á síðuna hennar Ágústu Rutar, nokkrar þar sem hún er sláandi lík móður sinni...eða já svona um það bil!

sunnudagur, júlí 01, 2007

Rosalega verður maður eitthvað þreyttur....

...í svona góðu veðri!
Ekki það að ég sé að kvarta en maður er bara svo óvanur þessu svona í seinni tíð. Í minningunni var alltaf gott veður á sumrin þegar ég var yngri. Núna fær maður samviskubit ef maður nýtir ekki veðrið alveg til hins ítrasta!

Ég er ekki frá því að ég sé bara smá fegin því að það er skýjað i dag en svo má koma sól aftur á morgun!