fimmtudagur, september 30, 2004

Í gær fór ég út á lífið sem var mjög gaman og ekki nóg með það þá hef ég sjaldan komið jafn seint heim til mín, ég gekk upp 120 tröppurnar á sama tíma og kvensurnar mínar heima voru að mæta í pumpið!! Ástæðan fyrir þessari löngu dvöl minni var sú að eftir að hafa farið á Grigua (þar sem Lisa vinnur) fórum við á stað sem heitir Mjólk eða Latte á máli innfæddra, nafnið var samt MILK.

Þarna var án efa spiluð skemmtilegasta tónlist sem ég hef heyrt síðan ég kom hingað. Einmitt svona tónlist sem ég elska að dansa við. Og ég sló ekki slöku við á dansgólfinu heldur tók allt sem ég kann, latin, hip hop, afró, stepp, flamengo, tjútt, rock´n role (enda gamall Íslandsmeistari frá 1990), það má segja að ég hafi gjörsamlega verið óstöðvandi þarna enda voru svitakirtlarnir í essinu sínu og líkaminn hreinlega öskraði á sturtu þegar heim kom. Eftir að hafa skellt í mig special K (enda kominn morgun) lagðist ég örmagna upp í rúm og svaf til hádegis. Þá tók ítalskan við. Í dag vorum við að læra að vísa veginn, aldrei þessu vant gat ég svarað öllu sem ég var spurð um, kennarinn á það nefnilega til að leggja nemendur í einelti sem svara einu sinni rangt. Eitt skiptið gat ég ekki svarað honum rétt hvað klukkan væri, (ég tók svona panic eins og maður tekur stundum þegar maður er tekinn upp) hann spurði mig þess vegna 7 sinnum í sama tímanum hvað klukkan væri, svona til ég myndi nú örugglega ná þessu! Che ora é? Sono le undici meno ventidue!

Í gær fékk ég líka óstöðvandi hláturskast inni á klósettinu á Grigua. Þar stóð ég í röð ásamt tveimur strákum og þetta var eitthvað svo óþægilegt og mér fannst þetta allt í einu svo fyndið, engin talaði og eitthvað, ég veit ekki af hverju.....þannig að ég snéri mér svona undan og fór að hlæja, ég fattaði samt ekki að það var spegill svona ská í bakið á mér og gaurarnir sáu að ég var skellihlæjandi, æj þetta eru eitthvað svo fyndnar aðstæður. Ég veit að Álfrún veit alveg hvað ég er að fara.......ég stökk síðan inn á baðið og tók eitt stykki partýprump, það var fyndið en ég held samt að engin hafi heyrt það:)

Í kvöld er enn eitt Erasmus kvöldið á bar Puorto Banana, ég ætla hins vegar að halda mig heima og glápa á vinkonur mínar í kynlífi og borginni.

p.s. búin að setja inn nýjar myndir...hey fyndið p.s. er einmitt að lesa Da Vinci lykilinn, hann bara spennandi

Þangað til næst lifið heil
Ciao Bella (n)

miðvikudagur, september 29, 2004

Ciao amicos....

I nott fekk eg i fyrsta sinn i magann sidan eg kom hingad, fyrir utan fyrsta daginn sem var bara spennufall. Eg held eg viti astaeduna, eg er farin ad nota hvitlaukinn ospart i allt sem eg geri og eg hika ekki vid ad baeta einu rifi vid. Thad liggur vid ad eg se farin ad skella honum i special K id mitt!!! Er hvitlaukur jafn slaemur i magann og venjulegur laukur. Hvad segja magavinir minir?

Annars er eg ad fara ut ad skemmta mer i kvold a Grigua thar sem Lisa irska vinnnur. Thar verda kokteilar a 3,5 evrur, gefins og hentugt fyrir fataekar piccolinur:)

A presto
Linda
Ciao i tutti!!

Ég elska að segja brandara......

Í gær sagði ég brandara í tíma, reyndar á ensku en allir hlógu (hugsið ykkur Linda Heiðars farin að segja brandara á ensku, hver hefði getað ímyndað sér það? Maður er ekkert lengur í setningum eins og “I came with a fish” eins og ég sagði svo eftirminnilega í Köben fyrir tveimur árum þegar ég var að segja frændfólki mínu frá því að ég hefði komið með harðfisk með mér). Brandarinn í tímanum var hins vegar stuttur og hnitmiðaður og beint til kennarans sem hugsaði örugglega, góður húmor hjá þessum Íslendingum en hefði mátt vera á ítölsku. Ég hugsaði hins vegar eins og sannur Ítali myndi gera, bravisimo, fantastico, splendido, það eru allir að hlæja að brandaranum mínum, mikið lifandi skelfingar ósköp hlýt ég að vera fyndin (sem ég er). En svo fór ég að hugsa hvort þetta væri kannski bara gervihláturinn því ég sjálf er með ansi góðan gervihlátur þó ég segi sjálf frá. Eins og t.d. þegar ég tala við Sami frá Finnlandi (hann talar mjög óskýrt og þegar hann endar hverja setningu opnar hann kjaftinn á sér eins mikið og hann getur, þannig að maður sér hvern einasta innkirtil, og hlær sínum mongóhlátri eins og hann eigi lífið að leysa. Um leið og ég sé hann opna kjaftinn byrja ég á mínum gervi og ég hlæ lengi lengi þannig ég þurfi pottþétt ekki að ræða þetta mál meira því ég skil hvort eð er ekkert sem hann segir. Stundum tek ég meira að segja óperuhláturinn hennar mömmu og hann er nú ekkert lamb að leika sér við og klikkar aldrei. Þess vegna fór ég að velta fyrir mér hvort fólk sé almennt að nota gervihláturinn, ég veit að húsfélagar mínir gera það ekki því þeim finnst ég endalaust fyndin!! En hvað haldið þið?

Múhahahahahahahahahahahah:)

Í morgun kom stökkmús inn um gluggann hjá okkur og ég fann tvo kakkalakka í baðkarinu, einn var hins vegar dauður og hinn skreið um eins og lítið sætt gæludýr. Nei, nú er ég að ljúga, ég var að ímynda mér að eitthvað svona myndi gerast því norsku tvibbarnir Túr og Pal eru með kakkalakka í íbúðinni sinni og þeir eru ekki auðveld bráð. Þess vegna þakka ég guði og öllum englunum fyrir það að búa á 7. hæð og þurfa að labba 120 þrep til að komast í íbúðina mína, því lyftan er alltaf á leiðinni í þessa byggingu, nú er stefnan sett á janúar en þá verð ég komin til ykkar aftur:)

Ég fæ endalaus hrós fyrir eldamennskuna mína hérna, sem er mjög fyndið þar sem að þetta er í fyrsta skiptið sem ég elda fyrir utan eitt stykki kjúkling sem ég eldaði einu sinni fyrir systur mínar með aðstoð mömmu!! Þú manst nú eftir því Harpa, til myndir og allar græjur. Anyway.....í gær spurði írska stelpan hún Lísa mig ráða við að sjóða eitthvað pasta sem hún var með, mér fannst það mikið hrós að hún leitaði til mín en ekki til einhvers annars í íbúðinni!! Sara og Martina gjörsamlega elska PASTA el PESTO sem ég geri og þegar þær smakka segja þær alltaf: “It never taste like this when I make it” hehe ekki samt búast við miklu þegar ég kem heim því kannski er þetta bara ítalska hliðin á Lindunni því hér hefur hún allan tímann í heiminum til að dunda sér í eldamennskunni, annan en heima þegar hún er á fartinu allan daginn.

A presto!
Piccolina

þriðjudagur, september 28, 2004

HI gott folk.

Nu er eg stodd a fornaldarbokasafni i haskolagotunni Via Balbi. Eg er i tolvu fra steinold og kemst ekki inn a heimabankann minn thvi hann hefur adsetur a of fullkomnu vefsvaedi fyrir thessa tolvu!!

Adan forum vid Krunka ad skoda nyju bygginguna sem skolinn okkar er ad flytja i. Vid forum med Chiara Bassi sem var erasmus nemi a Islandi i fyrra. Thetta var mjog fin bygging en Chiara var ekki viss um hvort thad yrdi eitthvad tolvuver tharna. Italir eru ekki tilbunir fyrir tolvurnar, thad er nokkud ljost:) Vid fengum okkur lika gongutur um gamla baeinn sem er geggjadur, fullt af litlum kruttlegm budum med alls konar doti i. Fundum lika otrulega flotta bud sem het einhverju indversku nafni eins og Natasma sem thydir vist velkominn a indversku. Thar fann eg an efa fallegustu ulpu sem eg hef sed, en hun kostadi 223 evrur og er dyrasta flikin sem eg hef sed herna. Thetta var samt svona merkjabud thannig ad kannski er thetta ekki mikid. Allaveganna frjals framlog vel thegin!!

I gaer pantadi eg hotel fyrir mig og Andra i Florens. Vod kruttlegt odyrt hotel i midbaenum. Ef einhver veit meilid hja Brandi, endilega lata mig vita. Annars er eg a leid i tima nuna thannig ad eg aetla publisha thessu adur en tolvan deyr:)

Ciao,
Bella Blonde:)

laugardagur, september 25, 2004

Á ferðalagi til Frakklands

Um helgina skelltum við okkur 10 saman til Nice (Frakklandi) og Mónaco-Monte Carlo. Ferðahópurinn (The group di Genova) samanstóð af þessum:
Finnska mafían: Sami, Marikka, Annukka og Anu.
Sveittu Svíarnir: Frederik, Martina og Sara.
Íslensku beyglurnar: Krunka og Lindsey Hunt
Einn outsider: Þjóðverjinn Ines Schneider

Föstudagurinn
8:30
Haldið út á lestarstöð og við tók þriggja tíma ferðalag til borgarinnar Nice í Frakklandi. Í okkar klefa var sofið og lesið, meiri læti í klefanum sem Svíarnir, tveir Finnar og Þjóðverjinn voru í , Þjóðverjinn eiginlega lagður í einelti og ákvað því að flytja til okkar.....
12:00 Komið til Nice og 1 stjörnu hótelið Baccarat, fundið í næstu götu við lestarstöðina. 19 evrur nóttin í hálfgerðum beddakojum og 6 saman í bleiku herbergi með engu loftljósi, smá interail fílingur! Nema að ég trillaði litlu ferðatöskunni minni út um allt, ekki kannski eitthvað sem maður gerir á interraili, aðrir voru með ekta bakpoka en prinsessan þarf nú að hafa almennilega flugfreyjutösku. Ekki satt afi minn?
13:00 Haldið á ströndina en því miður var veðrið ekki nógu gott til sólbaðs og því var tekið á það ráð að ganga um borgina og skoða fallegar byggingar sem prýða hana. Settumst á sætt kaffihús og ég borgaði 2, 80 evrur fyrir lítinn skitinn kreistan ávaxtasafa, já það er ekki tekið út með sældinni að vera á vinsælum ferðamannstöðum.
16:00 Fundum H&M og ég fékk hnút í magann, á ekki pening fyrir fötum og hugsaði að það yrði of hættulegt fyrir mig að fara þarna inn. Sleppti mér samt í deildina með teygjunum og spennunum því það er eitthvað sem hver stelpa getur ekki verið án. Greip eina eyrnalokka á 150 kall með og eitt blóm í hárið. Ekki mikið eytt þarna enda ekta fátækur námsmaður á ferð!!
20:00 Eftir að hafa sötrað rauðvín eins og sannur Frakki röltum við yfir á kínverskt veitingahús í nágrenninu og fengum frábæran mat þar, ágætis tilbreyting frá pastanu og pizzunum. Þá fór að hellirigna með þrumum og öllu tilheyrandi svo við ákváðum bara að halda smá partý inni á herberginu okkar. Þar voru saman komnir Finnar, Íslendingar, Svíar, Þjóðverji, Kanadabúar, Ástralíubúar og seinna um kvöldið hittum við stelpu frá Mexico og strák frá Spáni og að sjálfsögðu Frakka. Aldeilis alþjóðleg blanda þarna á ferð!!!
Eftir partýið var haldið á einhvern franskan dansstað sem spilaði án efa leiðinlegustu tónlist sem ég hef heyrt, búið að setja svona techno takt á öll vinsæl lög sem gerði það að verkum að ef þú vildir dansa þurftirðu að hrista líkamannn til þangað til þér leið eins og hausinn á þér væri að springa. Ég og Annukka ákváðum að stinga af um hálf tvö leytið og fórum bara inn á herbergi að kjafta þangað til hin komu. Þau voru nú ekki alveg á þeim brókunum að fara að sofa og héldu í annað herbergi og voru entust til hálf átta um morguninn!!!
Eins og sannir túristar fórum við á fætur upp úr níu og héldum í súpermarkaðinn til að kaupa morgunmat. Á leiðinni í súpermarkaðinn lét ég langþráðan draum okkar Andra rætast og fór og bað um Croussant með ekta frönskum hreim!! Lágum síðan á flottustu strönd sem ég hef komið á til að ganga þrjú en veðrið var alveg geggjað. Þar borgaði ég 35 cent til að gera nr 2, eins gott að maður sé nú alveg viss um að maður þurfi virkilega á klósettið þarna!
Síðan lá leið okkar til Mónacó í spilavítið Monte Carlo. Frábært að sjá allt þarna í Mónacó, fólkið þar er sko ekkert að kvarta yfir peningaleysi. Tók fullt af myndum sem ég set inn við tækifæri og ég HDW ég tók eina skemmtilega fyrir þig, fattar um leið og þú sérð hana!! Við röltum þarna um í tæpa tvo tíma áður en við tókum svo lestina aftur til Genova. Frábær helgi í alla staði en auðvitað kostar að ferðast svona og verður því bara hafragrautur út næstu viku........

Nokkrar merkilegar staðreyndir sem ég komst að um helgina:
  • Svíar halda að ef þeir setja –ur fyrir aftan öll sænsk orð séu þau orðin íslensk.......þeir gátu ekki hætt að setja –ur endingar á sín orð, fannst þetta svo fyndið.
  • Fólk spyr: Where are you from? Iceland Really (með mjög mikilli áherslu) Its freezing there right?????
  • Iceland, Bjork is from Iceland??
  • Frakkar tala mun meiri ensku en Ítalir og svara manni á ensku ef maður spyr á frönsku, mjög stoltir af máli sínu.
  • Kuk þýðir annað á sænsku en á íslensku varð góður misskilningur þegar Svíarnir settu bara –ur fyrir aftan sitt kuk orð!!
  • Spurning frá Þjóðverjanum: So you have books in Icelandic (þegar ég var að lesa Da Vinci lykilinn á íslensku) NEI VIÐ LESUM EINUNGIS ENSKAR BÆKUR Á ÍSLANDI DÖÖÖÖÖÖÖÖ HEHE. Þegar ég útskýrði að við ættum fullt af bókum á íslensku varð hún mjög hissa og sagði en þið eruð bara ca 300000, ég útskýrði þá að meðal þessara 300000 væri til fólk sem væri þýðendur, þá varð hún enn meira hissa!!!
  • Ég myndi vilja gifta mig í salnum í Monte Carlo spilavítinu.
  • Keypti mér CARRIE hálsmen en ákvað samt bara að hafa nafnið Linda á því þar sem það er alþjóðlegt og allir eru voða glaðir þegar maður segist heita Linda, annað með Hrafnhildi, þegar hún kynnir sig verður fólk kjaftstopp!
  • Spurning frá Kanadagaurnum: So you are from Iceland, do you have your own language or? Þá tók ég bara eina sígilda spurningu: Humm Celine Dion, she´s Canadian/French right? Fellur alltaf í gramið hjá Kanadabúum og Frökkum!

Annað man ég nú ekki bili enda komið nóg, bið að heilsa og munið að setja allar merkilegar fréttir inn, eins og t.d. hvernig er staðan á kvótakerfinu eða kennaraverkfallið, hvað er að frétta úr stjórnmálunum, Kárahnjúkum, neh ekki alveg, er samt til í að vita endanlega launahækkun kennara ef samningar nást á þessu ári!!

Knús og kossar frá Lindunni ykkar:)

fimmtudagur, september 23, 2004

Now its just another lonely day.........nei segi svona er að hlusta á Ben Harper, þetta eru hans orð ekki mín!!

Í gær fór ég á leikinn Sampdoria-Juventus í stadiumið hérna sem er huge, skrýtið Valtýr hafði ekkert samband við mig, getur verið að hann hafi ekki vitað ítalska númerið. Mar spyr sig!!

Þetta var svona svipað og að horfa á FRAM-og kr nema í þetta skiptið vann kr 0-3, skrýtið hvað þetta eltir mig að liðin mín byrja illa, Sampdoriumenn eru búnir að tapa fyrstu þremur leikjunum og fá þrjú rauð spjöld. Eitt þótti mér samt merkilegt, sama hversu illa þeim gekk í leiknum, stuðningsmennirnir héldu alltaf áfram að hvetja......eitthvað sem sumir bláir mættu taka sér til fyrirmyndar.........

Ég er alltaf að finna meira og meira sem ég kann vel við hérna á Ítalíu eins og t.d.
Þeir hafa eiginlega bara 3. daga vinnuviku eða venjulega daga, því sunnudagur er algjör frídagur, þú getur gjörsamlega ekki gert neitt, nema ef þú ert alveg desperat þá er hægt að fara í Fiumara mollið en það er opið alla daga frá 9-21. Mánudagar eru einhverja hluta vegna einnig frídagar, afar hentugt fyrir mig því mér finnst mánudagar ekki það skemmtilegir, síðan kemur þri, mið og fim sem eru svona normal dagar og þá er komin föstudagur sem er afar tjillaður dagur og harla ólíklegt að það verði skóli á föstudögum því þeir einfaldlega nenna ekki svoleiðis. Og svo er það laugardagur sem er náttúrulega alltaf frídagur hjá mér en samt eru allar búðir opnar því þetta er ekki frídagur hjá þeim en þar sem ég blanda saman íslenskum og ítölskum siðum er þetta afar hentugt fyrir mig!!!!

Þeir loka öllu fyrir níu og þá er ég að tala um öllu nema kannski börum og svoleiðis, þannig að þegar mér dettur í hug að fá mér eitthvað nasl, sem gerist mjög mjög oft á kvöldin, allir sem þekkja mig geta staðfest það, þá get ég bara alls ekki farið neitt að fá mér eitthvað, engar sjoppur eða pizzastaðir til að stökkva á. Og þegar ég fer í supermarkaðinn þarf ég virkilega að leita að nammihillunni, svo lítið er úrvalið. Þetta er ástæðan fyrir því að ég sit núna og borða brennt örbylgjupopp því ég var með ofninn stilltan á afþýða í margar margar mínútur og gleymdi svo poppinu þegar ég var búin að breyta........en þetta er ok ég bið mömmu og ömmu að koma með nóg af íslensku nammi nammi nammi namm....

Annars er ég að fara í ferðalag á morgun til Nice (Frakklandi sem ég hef aldrei komið) og Monakó og hitta ríka fólkið. Þetta verður án efa skemmtilegt, við ætlum að fara átta saman. Allt um þetta á sunnudaginn, hafið það nú sem allra best um helgina elskurnar mínar og munið að Linda slúður hatar ekki að heyra slúður frá Fróninu, til þess eru commenta dálkarnir, hef t.d. ekkert heyrt í HDW, Regínu, Auði, Sóley, Rexinu og fleirum og fleirum..........í langan tíma

Arrivederci
Lindsey Hunt

þriðjudagur, september 21, 2004

Er að fara að sofa enda langur og strangur dagur á ströndinni á morgun....bara svona til að láta ykkur vita, það er ekki auðvelt fyrir ofvirkar Piccolinur að liggja svona lengi:) Hvernig er veðrið annars á klakanum, hef heyrt að það sé bongó, eða ekki!!

Ég lenti í mótmælagöngu í dag á Via Balbi gegn Berlusconi, mér þætti vænt um ef maður nokkuð nefndur Stiftamtmaðurinn myndi henda inn smá upplýsingum um þennan mann, svo ég geti nú aðeins tekið þá í umræðum og svona........

Annars fann ég Þráinn skóara hérna í dag þar sem Fendi taskann mín þurfti bráðnauðsynlega að komast í viðgerð sökum mikillar notkunar, þessi Þráinn talar hins vegar ítölsku og Piccolinan lenti í spjalli við hann á ítölsku að sjálfsögðu, við getum sagt að það hafi gengið vonum framar!!

Annars bara í sól og sumaryl ég sat einn fagran dag..........
Lindan
Io sono henda myndum herna inn, af ibudinni og svona, ytid a myndir fyrir ofan teljarann og nyja albumid heitir Genova 2. Svo er eg buin ad skrifa undir sumar af hinum. Njotid vel, rumid mitt er thetta med blau saengurfotunum med hringjum a!!

Ciao Bellan

mánudagur, september 20, 2004

Ég hoppaði næstum hæð mína í dag (sem er reyndar ekki erfitt) en H&M eru að fara að opna búð hérna í Genova.......en hvað gerist, jafn skyndilega og andlit mitt ljómaði af gleði var ég farin að gráta...þetta er ekki fyrr en í janúar og þá verð ég farin, spurning um að framlengja dvölinni eða sem er mun betri lausn fara og tala við aðstandendur búðarinnar og óska eftir því skriflega að allt verði gert til þess að búðin opni fyrir jól. Ég meina af hverju ekki, það eru alveg fleiri hérna en ég sem gætu misst sig í H&M fyrir jólin!! Annars held ég að foreldrar mínir séu fengir að þetta sé ekki fyrir jólin, svona upp á fjárhaginn að gera:)

Ég var að koma úr gymminu og vá ég var eiginlega búin að gleyma hvað er gott að hreyfa sig, það jafnast fátt á við það. Manni líður eitthvað svo ótrúlega vel á eftir eins og ekkert geti bugað mann. Ég var sem sagt í prufutíma í gymmi sem heitir PUMP og var í tíma sem heitir PUMP og er eiginlega alveg eins og body pump heima, alveg eins upp byggt nema að það er ítalskt, meira að segja mörg sömu lögin. Ég prófaði líka tíma sem heitir step tone (ákvað sko að taka þetta með trompi þar sem ég var mætt á svæðið). Ég er að hugsa um að kaupa mér kort þarna á morgun, get ekki haldið áfram í þessu letilífi, það er bara ekki minn stíll. Ég verð sem sagt ekki í vandræðum með það að telja á ítölsku eftir nokkra tíma þarna!!

Fyndið samt að gellan sem var með pumpið kom alveg til mín í einu laginu og sagði þetta er nú allt of þungt fyrir svona piccolinu, vissi ekki alveg að ég er að kenna heima og allan heila tíma þá þýddi hún allt yfir á ensku fyrir mig og útskýrði alveg í deteils, frekar fyndið en eftir tímann spjallaði ég aðeins við hana og sagði henni að ég væri að kenna svipaðan tíma heima og hún þekkti alveg les mills og svona, voða næs af henni að koma svona vel fram við algjöran BYRJANDA!!

Einnig er fæddur nýr réttur hérna í kökkened, það eru kjúklingabringur skornar niður og settar í svona Sacla paprikublöndu og hrísgrjón með, agalega gott ef ykkur vantar hugmyndir. Þær eru sko að fæðast hérna á Via Bianchetti.

Annars er ég bara að hlusta hérna á lagið Hurricane með Bob Dylan en það er nú engin hurricane hérna í blíðunni........

Ciao
Picco

sunnudagur, september 19, 2004

Það er ekki nokkur, ekki nokkur, ekki nokkur leið að fella okkur........

Er FRAM eina liðið á Íslandi sem ekki er hægt að fella?
Er það orðin þjóðsaga að FRAMARAR geta ekki fallið?
Getur það virkilega verið að liðið FRAM hafi bjargað sér frá falli 6. árið í röð?

Tja maður spyr sig!

Í gær fór ég á eyjuna margnefndu, Portofino, þarna dvelur ríka fólkið öllum stundum og gerir ekkert annað en að sigla um á bátunum sínum, drekkandi bjór og reykjandi vindla. Ég fór inn í Lúí Vitton búð ( veit að það er ekki skrifað svona) og skoðaði litlar pungbuddur fyrir 300 evrur, af hverju að kaupa sér ekta þegar maður getur fengið alveg eins feik fyrir 15 evrur?

Í dag var tekið barbecue á ströndinni í Bogliasco og Piccolinan er komin með góða sólarbrúnku, þetta hefur hún frá afa sínum en hann hatar ekki að grilla sig á Kanarí og öðrum sólarströndum.

Í dag var einnig minn dagur í þrifum hérna á Via Bianchetti 2/21 og það var sko tekið á því. Við skiptumst á að þrífa stofuna, eldhúsið, tölvuherbergið og baðherbergin, mjög gott skipulag þar á bæ eins og núna er mánuður þangað til að röðin er aftur komin að mér, úff get ekki beðið!!

Á morgun verð ég að fara á bókasafnið og læra, það er bara ekkert voðalega auðvelt þegar veðrið er svona geggjað.

Nýjasta nýtt úr kjaftinum á mér er það að ég er að byrja að fá jaxlinn sem á að taka í neðri góm, ég skil þetta ekki, ég sem fór til tannlæknis áður en ég fór út og þá bólaði ekkert á þessum nýja meðlim. Spurning hvorn einhvern þarna heima (mamma kannski) geti spurt Bigga tannsa hvort þetta sé í lagi, á ekki bara allur neðri gómurinn eftir að skekkjast??

Afi minn maður segir þinn afi:tuo nonno (tuo:þinn og nonno:afi), leigusalinn okkar skyldi ekkert í því hvernig nonnan mín (nonna:amma) gæti verið að ferðast alla leiðina hingað og myndi ekki vera í vandræðum með að ganga 120 þrep til að komast í íbúðina! Þangað til að ég sagði að hún væri bara 59 ára, þá varð hann mjög hissa, ég á eftir að segja honum frá afa mínum sem hjólar 50 km á dag, þá verð ég örugglega rekin á dyr fyrir að ljúga:)

Annars sendi einn góður maður (minn uppáhalds) mér sms og sagði: I will walk 120 step to be the men that wakes up next.......góð breyting á góðu lagi, I will walk 500 miles.......


Þangað til næst farið vel með ykkur.

Linda

föstudagur, september 17, 2004

Ég ætla hylla ákveðna persónu í dag sem er mér mjög kær!!

Þessa manneskju er ég búin að þekkja í 5 ár og hún er af karlkyninu. Þessi maður er afar duglegur og vinnusamur og veit í rauninni ekkert betra en að þræla sér út og er því aldrei kallaður annað en VINNUMAURINN. Hann vaknar yfirleitt fyrir 7 á morgnana og ef heppnin er með okkur fáum við að sjá hann fyrir miðnætti á kvöldin. Þá finnst honum afar gott að setjast niður og láta yndislegu konuna sína færa sér einhvern góðan mat. Eftir það er hann gjarnan mjög þreyttur og hallar sér aftur og býr til afar sérkennileg hljóð með nefinu. Eitthvað í líkingu við það að hrjóta en þó mun öflugra og innilegra. Þá taka ýmsir menn sig til og pikka í hann til þess að fæla ekki allt hverfið burtu. Honum finnst líka fátt betra en að sitja með einn kaldan í bláa náttsloppnum sínum og horfa á formúluna. Hann kann líka að blanda kokteila og þeir eru sko ekki fyrir neinar kæfur!! Kannski kannast einhverjir við þessa lýsingu en ef ekki þá er þetta hann tengdafaðir minn hann Ottó Vilhelm Simonsen en hann á einmitt afmæli í dag og fagnar sínu 43. aldursári í góðra vina hópi á Benedorm. Til hamingju með daginn elsku Ottó og njóttu þess að vera í fríi:)

Ég var einmitt að gæla við þá hugmynd í dag að fara til Benedorm í nokkra daga og vera með þeim ef ég fengi ódýrt flug en því miður var ekkert laust í mínum verðflokki svo ég verð því að sleppa því. Annars hefði verið frábært að hitta alla frá Skelfingsstöðum (það er Magga systir Rutar og fjölskyldan hennar) og svo auðvitað Rut og Ottó.

Annars var frábært veður hérna í dag og við lágum bara á ströndinni í bænum Bogliasco sem mjög krúttlegur lítill bær rétt fyrir utan Genova. Þar þuldi ég upp ýmsar óreglulegar sagnir á ítölsku öðrum strandargestum til mikillar hamingju.

Og elsku afi minn það hafa nú ekki margir kvartað yfir letrinu og hvaðan heyrðir þú þetta með það að þú værir litblindur!! Annars skal ég leggja það fyrir nefndina að breyta letrinu fyrir þig, þó það nú væri, minn dyggasti lesandi:)

Hafið það nú gott á fróninu og gangið hægt inn um gleðinnar dyr
Bella símamær:)

fimmtudagur, september 16, 2004

Ég sit ein í íbúðinni minni og horfi á sex and the city, hvað er betra en það eftir að hafa borðað yndislegan rétt sem ég og krunka elduðum, kjúklingur sem lá í rosemary leaves og hvítlauk og steiktur á pönnu með grænmeti og hvítvíni. Já mamma mín þú þarft sko ekki að hafa áhyggjur af eldamennskunni þegar ég kem heim, alltaf eitthvað nýtt á hverju kvöldi:) Stelpurnar fóru út á djammið en ég nennti ekki partý pooper en ég er náttúrulega eina sem er harðgift og nenni kannski ekki með þeim út að skoða stráka á hverju kvöldi!! Fékk sms frá kæfunni minni í dag og það var agalega skemmtilegt ásamt því að lesa meil frá henni og ferðasögu, góð samlíkingin með að þurfa ekki mark og bolta til að skora.

Í dag keypti ég mér líka miða á leik með liðinu mínu hérna á Ítalíu, Sampdoria, þeir spila eins og ég hef áður sagt í bláu, þessi leikur en á móti Juventus, spurning hvort að Valtýr á Skonrokk vill hafa mig í beinni á meðan leiknum stendur, nei maður spyr sig? Ég fjárfesti líka í búning liðsins, hárkollu, pennaveski, plakati, barnafötum merktum liðinu og ýmsu fleiru handhægu merktu Sampdoria, nei ég er að grínast ég keypti bara miðann fyrir 36 evrur og það var alveg meira en nóg!!

Í dag fór ég líka í ítölskutíma og lærði hvernig maður á að ávarpa fallega, eins og Sie í þýsku. Buongiorno Signora Schneidar (en Ines Schneidar er stelpa sem er með mér í tímum, við ímynduðum okkur að hún væri gömul kona og mér finnst mjög fyndið að heita Schneider, Margrét Hugadóttir Schneider, nei bara hugmynd?
Dove abita?
Quanti anni ha?
Cosa studia?
Da dove vieni?

Já svona er ég nú orðin klár í ítölsku, ef ég fer í búð þá tek ég upp orðabókina og bið um það sem ég ætla að kaupa á ítölsku (því að sjálfsögðu skilur engin ensku hér og ég er ekki að fara með fleypur þegar ég segi það.
Eins og í gær vantaði mig strokleður og ég sagði:
Vorrei una gomma, per farvore og konan var agalega ánægð og seldi mér fallegt ítalskt strokleður og eitt enn vissuð þið það að súkkulaðið NUTELLA sem er svo gott að setja á brauð er ítalskt að sjálfsögðu, Ítalir dýrka að segja frá því hvað allt er æðilegt í landinu þeirra.
Eina sem ég kann ekki við hérna er hundakúkurinn á götunum, maður þarf að hafa sig allan við að stíga ekki í hann en í dag komst ég að því að það boðar lukku að stíga á einn slíkan samkvæmt ítölskum hefðum þannig að þegar ég fór út að hlaupa áðan ákvað ég að reyna að hitta á eins marga og ég gat, endaði með að ég skemmdi skóna mína!!

Ciao
Carrie
og thad heldur afram ad rigna i Genova......

og vid thad baetast thrumur, leist ekkert a thad thegar kennarinn minn sagdi ad svona gaeti thetta ordid ut september...ekki nogu gott thar sem piccolinan elskar strondina, hun fann lika seriur af sex and the city i dag og fjarfesti i 1. og 3. seriu asamt herbergisfelaganum Krunkhilde. Bid ad heilsa i bili:)

miðvikudagur, september 15, 2004


Dagurinn sem Bellan svaf í 100 ár!!

Í dag er ég eiginlega bara búin að sofa. Við skelltum okkur á frábæran stað í gær sem heitir XO. Þar er hægt að kaupa sér ýmsa góða kokteila á 5 evrur og þá fær maður líka að borða eins mikið og maður vill af hlaðborði sem er þarna. Virkilega góður matur og drykkir, eiginlega of góðir, ég fékk mér þrjár mismunandi týpur í gær og þær voru hver annarri betri. Eftir það fórum við á festival sem er hérna í bænum. Þarna eru saman komnar ýmsar artífartí týpur að selja alls kyns second hand vörur. Einnig eru tónleikar og diskótek út um allt. Hægt fara að velja um Bob Marley svæði, Latin dansa (ég tók að sjálfsögðu sveiflu þar), svona cover band og að lokum ítalski Hverfisbarinn (reyndar með svona lögum sem voru vinsæl í fyrra, enda allt nokkrum árum á eftir hérna). Það voru ófá danssporin tekin í gær og það eru ófáir plástrarnir á bólgnu fótunum mínum!! Til tilbreytingar tók ég ekki týpuna “Linda í ADIDAS búðinni”.

Mér fannst því alveg eins og það væri sunnudagur í dag og ákvað bara að sofa endalaust enda varla búin að hvíla mig neitt síðan ég kom hingað. Alltaf eitthvað að gera. Á mánudaginn fórum við í matinn hjá prófessornum okkar og ég hef ekki smakkað jafngóðan mat og við fengum þar í lengri tíma. Ég hef náttúrulega alltaf verið mikið fyrir eldamennskuna og ekki þekkt fyrir annað en góða rétti og fékk því uppskriftina af pasta el pesto sem er voða gott og ef maður borðar það ekki getur maður alveg eins farið aftur heim til Íslands, eða svo er sagt. Ég var einmitt að enda við að elda það og þetta heppnaðist svona líka vel. Ég er ótrúleg í eldhúsinu þegar reynir á!! Núna er ég bara að dunda mér hérna í ítölskunni, maður er aftur komin í sama gamla pakkann og maður var í í grunnskóla, þylja upp endalaust af sögnum í öllum persónum, afar fróðlegt og skemmtilegt. Annars gengur bara ágætlega á ítölsku námskeiðinu en kennarinn hatar ekki að taka fólk upp í tímum og spyrja fólk spjörunum úr. Ég var einmitt tekin fyrir í gær og átti mjög erfitt með að skilja það sem ég átti að gera og þá var ekkert gefist upp og ég var bara látin svara þangað til ég gat þetta rétt. Ég var ekki bara orðin sveitt á efri vörinni heldur lak úr hverri einustu holu líkamans!!

Mamma og amma eru búnar að staðfesta flug hingað þann 5. okt – 11. okt. og Andri er að hugsa um að koma þann 26. okt, þannig að það verður nóg af gestum í næsta mánuði. En ég minni á að það eru þrjár vikur akkúrat í dag í afmæli mitt, ef einhver var búin að gleyma!

Ástarkveðjur,
Senjorina Linda

sunnudagur, september 12, 2004

Buin ad setja inn fullt af myndum!!

Hi elskurnar minar, loksins fann eg netkaffi thar sem eg get sett cd i tolvuna og sett myndir inn a siduna mina. Thid klikkid a myndir sem er beint fyrir ofan teljarann, thar komid thid inn a mynda siduna, eitt albumid heitir Genova og thar er fyrsta hollid af myndum. Ef einhver lendir i vandraedum, latid mig vita.

I dag er voda litil sol og eg for bara ut ad hlaupa i morgun thegar eg vaknadi, mjog svo hressandi, reyndar gongum vid alveg rosalega mikid herna en eg var komin med thvilik frahvarseinkenni ut af eg hef ekkert getad aeft herna. Eg er samt ad hugsa um ad bida med ad kaupa likamsraektarkortid thar til i okt thvi thad er svo gott vedur herna og svo aetla amma og mamma ad koma ad heimsaekja mig 5. okt og verda i taepa viku, eg hlakka ekkert sma til ef thetta gengur upp hja theim.

I kvold erum vid ad fara i mat med professor Sergio og einhverjum tveimur islendingum sem eru i heimsokn hja honum. Hann er ekkert sma almennilegur vid okkur thessi madur. Hann er svo vodalega hrifinn af Islandi. Eg var ad hugsa um ef mamma gaeti komid med einhvern islenskan mat tha vaeri gaman ad bjoda honum i mat til okkar.

Munid ad skrifa eitthvad snidugt i komment, alltaf gaman ad heyra fra ykkur.

Kvedjur fra Genova
Piccolinan

laugardagur, september 11, 2004

Bellan skrifar nýjar fréttir frá landinu þar sem engin er að stressa sig!!

Jæja ég hef ekki náð að henda inn neinu nýju því loksins þegar maður kemst á netið er ég alltaf svo upptekin að tala við einhverja á msn! En það er sko margt búið að gerast hérna, gat nú ekki verið að allt gengi eins og smurt.

Sænsku stelpurnar fengu tvær stelpur í heimsókn sem voru skiptinemar hérna í fyrra, ein sænsk og ein frönsk og við leyfðum þeim að sjálfsögðu að gista hjá okkur í þessari risaíbúð sem við erum í. En hvað haldið þið, leigusalinn hann Cutri Cucinotta er pottþétt einhver mafíósi frá suður-Ítalíu! Hann kom hérna og var alveg brjálaður yfir því að það væru 7 manneskjur að gista hérna en við náðum að telja honum trú um að við værum bara fimm og hinar tvær væru bara vinkonur okkar úr skólanum og við héldum að hann hefði fallið fyrir því. Um kvöldið kom svo systir hans Veronika sem býr hérna fyrir ofan okkur og sagði að það væri eitthvað að, við værum að ljúga að þeim og ég veit ekki hvað og hvað. Við þurftum að fela hinar stelpurnar inni í skáp og lauma þeim út seint um kvöldið því þær ætluðu að gista einhvers staðar annars staðar. Cutri tilkynnti okkur það síðan að ef einhver myndi gista hérna þá væri það 15 E nóttin og ef við segðum ekki frá því myndi hann rukka okkur um 45 E. Hann er alveg klikkaður. Við fengum síðan samning í hendurnar sem var mjög vafasamur þannig að við töluðum við konu sem hjálpaði okkur að finna hina íbúðina sem okkur bauðst og hún sagði að þessi samningur væri ekki í gildi, hann hefði kannski verið í gildi árið 1970 og eitthvað en ekki núna. Núna er Lísa írska stelpan búin að sitja á fullt af fundum með Cutri og Danielu á skrifstofunni og hún sagði að það væri náttúrulega fáránlegt að fólk mætti ekki gista hérna en Cutri kom með endalaust af ástæðum sem voru fáránlegar eins og það væri óþægilegt fyrir hinar að vera á náttfötunum fyrir framan einhvern gest og að það gæti truflað lærdóminn okkar, hva er hann pabbi okkar eða, nei maður spyr sig!!!

Það hefur hins vegar alveg ræst úr þessu og þegar ég spurði hvort mamma og amma mættu gista hérna þá var það sko ekkert mál, hann fór líka alveg að gráta hérna þegar hann var að sýna okkur samningana, bara að reyna að láta vorkenna sér. Stórfurðulegir þessir Ítalir, það þurfa samt allir að borga 7, 50 E (670 kall) fyrir nóttina en við verðum að sætta okkur við það svona er þetta bara hérna. Sem betur fer er þetta komið á hreint, hann er samt alveg mættur hérna og segist vera að gera við eitthvað, hann er alltaf eitthvað að tjékka á okkur.

Annars gengur allt bara sinn vanagang, erum búnar að fara í tvo tíma á námskeiðinu og maður er bara alveg tekinn upp fyrir framan alla og þarf að svara á ítölsku en það er alveg ágætt því þá síast þetta kannski inn. Það vita allir að Ítalir tala mikið með höndunum og okkur var alveg kennt á námskeiðinu hvernig við ættum að nota hendurnar mjög mjög fyndið. Þeir tala líka mjög hratt og mikið sem hentar mér mjög vel því þeir sem þekkja mig vita að ég hata ekkert að tala hihi!!

Í gærkvöldi var okkur boðið í mat (að sjálfsögðu pasta hvað annað!!) hjá sænskum strák ásamt fullt af öðrum skiptinemum. þarna var saman komið fólk frá öllum heimshornum, við fórum síðan á nýjan stað sem var að opna og dönsuðum svaka mikið, ég er alveg með hælsæri eftir það. Við hittum líka einn ítalskan strák sem er vinur vina okkar hérna og hann er voða mikið inni í boltanum hérna og er ég sem sagt farin að halda opinberlega með Sampdoria (held að það sé skrifað svona) þeir spila í bláu eins og besta liðið FRAM sem er einmitt að fara að tryggja sig í deildinni á morgun, koma svo strákar klára þetta á morgun. Við hittum líka tvibba sem eru norskir, annar heitir Pal og hinn Túr, hversu fyndið er að heita Túr og Túr er mjög smámæltur þannig að ég hef átt í vandræðum með að skilja hann.

Jæja held að ég sé búin að drita flestu hérna niður. Ég tók nokkrar spes myndir fyrir þig Helgi ef þú ert að lesa. Þetta eru myndir af konum (eldri konum) sem eru komnar á Tiger tímabilið og spóka sig um á ströndinni í alls kyns tiger bikiníum!! Ég hef ekki náð að setja inn myndir hérna því við erum bara með svona dial upp tengingu sem er mjög hæg en 15. sept opnar frítt netkaffi fyrir okkur hérna og ég reyni að setja þær inn þar. Í dag ætluðum við að fara á ströndina en erum eiginlega bara að spá í að fara í IKEA og eina verslunarmiðstöð hérna.

Ég setti inn rangt póstnúmar hérna en það er 16134 Genova en ekki 16124, ég vona að þið séuð ekki búin að senda mikið af bréfum á rangt póstnúmar heheJ

Knús til allra sem eru líka einir í útlöndum eins og Svava-Jelling, Hjördís-Jelling, Auður-Árósum, Megalúf, Hulda í USA, Rexið mitt sem þarf alltaf að fara út að æfa og keppa og fleiri og fleiri. Mér finnst þetta nú alveg svolítið erfitt en reyndar gleymir maður sér alveg í amstri dagsins, það er svona aðallega þegar ég er að fara að sofa og hugurinn fer á fullt.

Stórt knús til allra hinna líka og web cameran mín er farin að virka þannig að þið getið öll farið að njóta brúnkunnar minnar online hihi!!

Og eitt enn ég er farin að drekka kaffi, ójá Rut ég mun þiggja expresso úr nýju vélinni þinni í Geislanum. Mitt uppáhald er samt caffe maracchino sem er svona expresso, latte og súkkulaði, ég er samt ekkert orðin þannig að ég vakni á morgnana og verði að fá kaffið, ég meira svona byrja svona að pína þetta ofan í mig og svo venst það.

Ciao
Bellan.

þriðjudagur, september 07, 2004

Biongiorno!!

I gaer var eg buin ad setja fullt af doti inn en tha fraus tolvan a internetkaffinu, alveg hreint frabaert!! Aetla gera adra tilraun herna a odru kaffi.

5. september

Vid forum aftur a strondina, ad visu ekki somu strondina og daginn adur heldur adra i bae sem heitir Arenzano. Thar grilludum vid okkur allan daginn milli thess ad ganga a milli gotusala og prutta toskur. Thar komst eg ad thvi ad minni innri madur hefur ad geyma mikinn pruttara. Fekk tosku a 17 evrur sem var a uppsettu verdi a 50 E, nokkud gott. Sidan langadi Hrafnhildi i veski og gaurinn sagdi 10 e, eg sagdi no no no 5 E og hann 8 e og no no no 6 evrur og thad var slegid, ekkert sma gaman ad prutta svona. Um kvoldid vorum vid svo threyttar eftir daginn ad vid akvadum ad vera bara heima og punta a okkur neglurnar. Eg veit ekki hvad hinar stelpurnar halda um okkur, vid erum allaf ad laga neglurnar og fikta i tolvunum okkar en internetid er ekki enn farid ad virka heima hja okkur.

6. september

I gaer var svo itolskuprofid mikla, thetta var nu ekki beint prof thvi their sem toldu sig vera algjora byrjendur mattu bara skrifa nafnid sitt og svoleidis dotari, eg var i sma vandraedum ad akveda hvort eg vaeri byrjandi eda ekki en akvad sidan bara ad vera byrjandi!! Eftir profid thurftum vid Krunka ad fara og hitta professorinn okkar hann Sergio og skoda hvada kursa vid getum tekid. Vid spjolludum vid hann i thrja tima og vid getum tekid ymis namskeid sem eru fyrir kennaranema sem aetla ad kenna i grunnskola. Eg er lika ad hugsa um ad taka einn heimspeki kurs svona til ad setja mig adeins inn i malin hja Rognu, Soley og Andra og geti svona verid adeins med thegar thau sitja a kaffihusum og kjafta um heimspekleg malefni. Eg nadi ad tala adeins vid alla fjolskylduna mina a msn i gaer og thau voru med web cameruna, ekkert sma snidugar thessar camerur, eg hlakka til thegar eg get farid ad nota mina. I gaer fekk eg lika hlaturskast thegar ragna sendi mer TOFFIFEE myndirnar, ekkert sma fyndid elsku ragna en thu vannst sem sagt vedmalid en eg get bara omogulega munad hvad vid logdum undir!! Manst thu thad? Vid eldudum okkur sidan dyrindis pasta i gaerkvoldi, hvad annad og drukkum uppahalds safann minn herna med, hann heitir Bravo og er med appelsinum, gulrotum og sitronum, ekki osvipad theim sem er til heima. Eg er aldrei buin ad fa mer gos eftir ad eg koma hingad, hvad er eiginlega ad mer, vonandi held eg svona afram!! Held ad thad se utaf thvi ad madur er svo hraeddur um ad fa pizza face og pizza mjadmir herna i pizzalandinu!! Vid forum sidan bara snemma i hattinn, reyndar vorum vid badar half andvaka um 5-6 leytid i nott en rifum okkur svo a faetur um 9 til ad tjekka a hvenaer vid erum a tungumalanamskeidinu.

I dag byrjum vid sem sagt a namskeidinu og verdum a manudogum, thridjudogum og fimmtudoum milli 14 og 16, thetta er reyndar ekki alveg timinn sem madur hefdi oskad ser en thetta er reyndar akkurat a ciestunni thannig ad thad er hvort ed er allt lokad en vid hefdum kannski viljad vera a morgnana til ad get farid a strondina eftir hadegi. En vid hofum nu alveg 4 daga i vikunni til af sola okkur. Eg var lika ad finna mer gym til af aefa i. Thad er rosalega flott en manudurinn kostar um 5000 kall og svo er eitthvad Iscrizione Annuale sem tharf lika ad borga og thad er ca 1800 kall en eg verd ad fara ad komast ad aefa thannig ad eg aetla skella mer a manud til ad byrja med. Tharna eru timar eins og magi, rass, laeri, life pump, tone up, total body, spinning, jazz, fit boxe, afro, latin dans, step og fleira og fleira. Nokkud gott er thad ekki?

Jaeja verid nu dugleg ad kommenta og segja mer frettir, lika senda meil lindaheidars@hotmail.com og eg minni lika a ad afmaelid mitt er eftir taepan manud eda thann 6. okt. Thid getid thvi farid ad huga ad hamingjuoskum!! Their sem vilja senda bref geta sent a heimilsfangid.

C. Cucinotta (nafnid a gaurnum sem a ibudina)
Via Bianchetti 2/21
16124 Genova
Italy

Knus og kossar til ykkar allra, Piccolinda kvedur ad sinni ur landi pizzunnar:)

laugardagur, september 04, 2004

Aevintyrid hafid!!

Jaeje thad er loksins ad eg hef tima til ad skrifa, aetla bara byrja fra byrjun til ad thid vitid allt sem gerst hefur.

1. september

Vid logdum af stad i ferdalagid mikla. Eftir ad hafa knusad og hvatt Andra logdum vid af stad upp a voll med mommu. Mamma var buin ad tala um a leidinni ad kvedjustundir aettu aldrei ad vera of dramtiskar thvi tha faeri thetta svo erfitt en sidan tok hun alveg dramtikina a flugvellinum og felldi tar og allar graejur. Hrafnhildur var eina horkutolidtharna. Vid hittum moggu og systur hennar a vellinum en thaer voru ad fara til Amsterdam. Vid flugum sidan til Stansted thar sem 7 tima bid tok vid. En vedrid var svo frabaert ad vid gatum bara setid uti i solinni og slappad af og lesid cosmo og svona. Vid lentum sidan i Genova um klukkan 22:00 og thar beid Professor Sergio MOrra eftir okkur, ekkert sma naes hja honum ad saekja okkur ut a flugvoll. Hann keyrdi okkur a hostelid sem er lengst uppi a haed thvi Genova er mjog Haedott borg, set myndir inn af thvi sidar. Thar hittum vid tvo straka sem sja um erasmus nema herna a italiu og their vissu ekkert um thad ad vid faerum ad gera, Gigja hefur greinilega ekki vitad af theim. Their gatu fraett okkur um ymislegt og vid eigum orugglega eftir ad fara i margar ferdir med GEG sem eru svona samtok fyrir okkur herna. Einnig kynntu their okkur fyrir tveimur saenskum stelpum og einni irskri, thaer eru aedi og atti thad svo sannarlega eftir ad koma ser vel fyrir okkur ad kynnast theim. Vid akvadum ad fara me theim daginn eftir i ymislegt stuss, skoda ibudir og fleira.

2. september

Thennan dag vaknadi eg med thvilikan hnut i maganum, svona blanda af spennufalli, tilfinningunni um ad eiga eftir ad vera herna i 4 man og ymislegt. Eg var ad drepast ur ogledi fram undir hadegi, kannski bara stress lika. Thetta er alveg thad sem gat att von a. En vid forum ad stussat med stelpunum og forum a skrifstofuna til ad fylla ut ymis blod, endalaust af svoleidis dotarii herna. Thurftum ad vera thar i svona 3, 4 tima, thvi italir eru ekkert svakalega ad stressa sig a timanum. Eftir thad forum vid a skrifstofuna sem atti ad hjalpa okkur med ibudina og vid 5, eg og krunka, Lisa irska og Sara og Martina Saensku akvadum ad fa ibud fyrir okkur fimm. Einn finni kom lika med okkur , hann heitir hinu fyndna nafni Juha, vid kollum hann Juhu!! Konan a skrifstofunni var med fina ibud fyrir okkur sem kostadi svona 22000 a man thvi vid thurftum ad gera 6 man leigusamning. Vif vorum haest anaegdar nmed thetta og attum ad skoda hana daginn eftir. Fognudum thessu med thvi ad fara a hostelid og fa okkur pasta, hvad annad, forum sidan bara snemma i hattinn.

3. september

Voknudum eldsnemma til ad fara a skrifstofuna og klara pappirana thar og tilhlokkunin var thvilik ut af ibudinni. Allt gekk eins og smurt a skrifstofunni og vid nadum ad skila ollu inn. Vid thurftum t.d. ad skila inn pappirum yfir thad ad vid vaerum med nog pening til ad vera herna og marco da bolle sem er eitthvad skattadaemi sem eg hata!! VId forum ad skoda deildina sem stelpurnar 3 eru en thad er eitthvad tengt hagfraedi og vidskiptum en eg og Hrafnhildur eru m i salfraedideildinni. Thar saum vid auglysingu um adra ibud fyrir fimm og akvadum ad hringja og tjekka a henni. Kiktum sidan a hina utan à og leyst bara vel a svaedid, Hrafnhildur sa reyndar eina edlu a verondinni okkur, ekki beint fyrir mig en eg hefdi latid mig hafa thad. Forum sidan ad skoda hina og okkue leyst sko ekki vel a til ad byrja me, frekar ogedslegt hus ad utan en thegar inn var komid var aedi, risastor ibud med ollum graejum, sjonvarp i ollum herberjum, simi og stort eldhus, tvo badherbergi og tolvuherbergi, alveg geggjad og leigan bara 19000 a mann. Vid vorum eiginlega bunar ad akveda bara ad taka thessa en akvadum samt ad skoda hina sem var sidan bara greni midad vid thessa. Vid mattum bara flytja inn a stundinni og gerdum thad i gaerkvoldi og fognudum sidan med thvi ad fa okkur pitsu og raudvin og kikja adeins i baeinn med itolum tengjast thessu erasmus programmi. Thetta er allt buid ad ganga eins og i sogu og vonandi heldur thad afram. Okkur fimm lidur eins og i sex and the city, alltaf allar ad hanga saman og eg er audvitad buin ad fa nafnbotina carry, saetti mig ekki vid annad, thessi irska er charlotte og hun er alltaf ad segja alraeti eins og trey, sara er samantha en er samt ekki naestum eins saet og ragna samantha. Martina og Krunka thurfa sidan ad deila MIrondu hehe.

4. september

I dag svafum vid til hadegis og skelltum okkur svo a strondina i Celle sem er svona 40 min hedan i lest, thad er buid ad vera aedi og vid aetlum aftur a morgun, Krunka er nuna od ad bida eftir mer thvi thad var bara ein tolva laus herna en eg er komin med tenginu heima og aetla profa hana a eftir og tha get eg notad mina tolvu.

Heimilisfangid er:

Via Bianchetti 2/21 (sem thydir nr 2 ibud 21, sem er a 7. haed og engir stigar thannig ad thetta eru yfir 100 threp til ad komast upp!!)
held ad thad se 1600 Genova en eg tharf ad tjekka à thvi, vil endilega fa bref fra ykkur, thad er svo gaman.

Siminn i ibudinni er:
0102462514 og 39 inn i landid
er lika med gemsa 3473777001 og sama inn i landid en +39 ef sms

Knus og kossar til ykkar allra og eg vona ad allir hugsi til litlu pikkolinu sem thydir litill her og er strax farid ad kalla mig thad!!

Ciao,
Linda