fimmtudagur, mars 31, 2005

Sem mikill talsmaður þess að borða ekki amerískan skyndibita varð mér aldeilis á í messunni í dag og reyndar eitt sinn í Berlín þegar ég heimsótti Möggu.

Þar sem systir mín fagnaði Magnússon aldrinum í dag voru pantaðar pizzur í afmælinu og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að benda foreldrum mínum á að sneiða fram hjá pizzum frá Dominos, KFC kjúlla, Mc Donald´s borgurum og öðrum eins óþverra var samt brugðið á það ráð að kaupa pizzur frá Dominos og í kjölfarið af því gerðist ég svo gróf að fá mér eina sneið (margarítu samt) sem urðu síðan tvær en enduðu svo í þremur, ójá þremur feitum ógeðslegum Dominos sneiðum. Enda líður mér ekki vel núna og má segja að deigið sé að gerjast í maganum á mér. Fór líka á bak við sjálfa mig eitt sinn í Berlín þegar ég reyndi að telja mér og Möggu trú um að Burger King væri bresk skyndibitakeðja. Það reyndist síðan ekki rétt.

Þar sem Andri er erlendis þessa stundina þætti mér vænt um að við myndum bara halda þessu milli okkar. Þetta er nefnilega smá samkomulag sem við gerðum meðal vor. Látum sem þetta hafi aldrei gerst!

Í dag fékk líka að heyra ansi skemmtilega sögu. Þannig var það að átta ára dóttir hennar Ingunnar sem er með mér á íslenskukjörsviði kom með henni einn daginn í skólann. Þennan dag sat ég akkúrat við hliðina á Steinari sem er gamall kall og kennari sem er svona í smá endurmenntun (ok hann er kannski ekki eldgamall en svona milli 50-60). Eftir tímann spurði litla 8 ára skinnið mömmu sína hvort að ljóshærða stelpan í bleiku peysunni (ég sem sagt) hefði líka verið með pabba sínum í skólanum ha ha ha ha ha þetta verður alltaf fyndnara og fyndnara. Ég fyrirgef samt lillunni þetta alveg því hún sagði við mömmu sína að henni þætti ég alveg soldið sæt:) Snilldin ein!

Ég verð líka að játa mig sigraða með helv.....dreifildið sem ég er búin að neita að dreifa á morgun því engin sagði mér frá því. Fann nefnilega smá klausu á einhverju blaði þar sem stendur að það eigi að dreifa lýsingunni......bögg, við erum samt með söngatriði þannig að það skýrir sig sjálft.

Segir Lindan sem situr og gerir verkefni og hlustar á Love in the Time of Science

miðvikudagur, mars 30, 2005

Djö....harka

Ég fór á mína 4. þriðjudagshlaupaæfingu í gær. Mér leið eins og snigli sem hefur verið settur á slow motion. Ég horfði á eftir Fríðu Rún og einhverjum öðrum hlaupagaur skjótast á undan mér eftir tartaninu á Laugardalsvelli. Þetta var ekki nógu spes tilfinning. Þegar kom svo að 3. km niðurhlaupinu játaði ég mig sigraða, ég dróst alltaf meira og meira aftur úr þar til þau snéru sér við með svipinn eigum við að bíða eftir henni ég gaf merki til baka með svipnum nei nei hafið engar áhyggjur af mér! Eftir það svindlaði ég mér leið til baka og skreið örmagna upp í bíllinn minn. Þvílíkur léttir. Spurning hvort þetta sé of erfitt fyrir mig.

Las skemmtilegan pistil hjá vinum mínum á Strætinu (búin að skella link á þá hérna til hliðar). Þar var talað um að Andri hefði orðið Jordan ára í síðustu viku. Þarna er komið með þá hugmynd að nota nr. körfuboltaleikmanna í stað talnanna sjálfra. Skemmtileg hugmynd. Ég var því að velta því fyrir mér þar sem systir mín verður 10 ára á morgun hvort hún sé þá að verða Magnússon´s ára, því ekki man ég eftir neinum frægari leikmanni en Helga Má Magnússyni sem lék að ég held gjarnan nr 10 ef hann gerir það ekki enn! Einhverjar betri tillögur?

Einnig smellti ég link á Sveittu svínkurnar en ég var nú eitt sinn vitni að stofnun þessa ágæta matarklúbbar. Spurning hvort gamla aðgönguskírteinið gildi enn! En þarna er í fararbroddi góðvinkona mín hún Álfrún ásamt MH genginu hennar.

Andri hélt til Spánar í gærmorgun og á meðan nýt ég þess að vera enn í hálfgerðu páskafríi en skólinn hefst nú aftur á morgun. Hjólaði einmitt í bæinn í dag og kíkti í Fornbókaverlsun Braga og fjárfesti í einum 7 stykkjum að Tímariti Máls og menningar en við erum alltaf að lesa einhverjar greinar úr þeim í nútímabókmenntum. Er bara alveg að fíla mig í þessum bókmenntum spurning með bókmenntafræðina eða námsráðgjafann eða M.ped í íslensku eða ýmislegt annað. Margt í boði í framhaldsnáminu.....ójá

Segjum það í bili
Lilly Hólm

þriðjudagur, mars 29, 2005

hey alleúbba

næs að vera að treina það að fara að sofa aftur, klukkan að verða níu og ég búin að vera á fótum frá fimm, fór að sofa hálf þrjú þannig að ég sé fram á góðan blund.........

Andri smellti sér til Spánar í morgun og ég smellti mér að kenna eftir yndislegt frí, þvílíkt sem maður er búinn að slappa af og hvíla sig. Alveg endalaust gott og páskadagur var bestur.

Frábært líka að ég er ekkert í skólanum á miðvikudögum sem gerir það að verkum að ég er í páskafríi fram á fimmtudag og svo er ég heldur aldrei í skólanum á föstudögum..næææææssss:)

Ég lærði ekkert í páskafríinu fyrir utan að lesa nokkrar sögur eftir Svövu Jakobs, sem er engin píning. Ég ætlaði heldur ekki að læra neitt í þessu fríi því ég sé engan tilgang í því þegar maður sér fram á að massa þetta rétt fyrir prófin. Ekkert að vera að ofgera sér er það nokkuð?

Jæja get ekki beðið eftir að leggjast hérna undir sæninga.

Ciao:)

miðvikudagur, mars 23, 2005

Páskahreingerning

Ég er búin að vera alveg hrikalega dugleg í dag. Búin að páskahreingera stanlaust í 6 tíma og stóð sjálfa mig að því að vera með eyrnapinna á klósettsetunni! Ásamt þessu er líka næstum því búin að þvo hvert einasta snifsi, aðeins nokkur íþróttaföt eftir og þá erum við að tala um að ÖLL sængurverin okkar eru orðin hrein.

Ég er nú ekki bara búin að vera að þrífa hérna á Grunninum heldur skellti ég mér líka í Naustabryggjuna til afa wonder og tók smá slurk þar. Eftir það fórum við að versla í matinn og keyptum páskaliljur.

Ég er því komin í alveg svakalegt páskaskap......það væri samt alveg gaman ef maður fengi líka gjafir á páskunum...humm;)

Liljan

þriðjudagur, mars 22, 2005

Sambýlismaður minn og kærasti á afmæli í dag. Hann fagnar 23 árum og ber þau vel. Óska honum innilega til hamingju með daginn:)

Ég var að sjálfsögðu mætt í bakaríið fyrir átta í morgun og bar á borð nýbakaða heilsuklatta, kókoskúlur og súkkulaðibitakökur........ásamt því að koma alltaf með eitthvað óvænt og skemmtilegt í pakkanum. En gjafirnar voru tilbúnar innpakkaðar í morgun og færðar í rúmið, gerist ekki betra:)

Hafið það gott snúllur
Linda

miðvikudagur, mars 16, 2005

Laaaaangur dagur að baki.....

Hlakka ekkert smá til að leggjast í heitt bað og skríða síðan upp í rúm og horfa á imbann. Ekki að ástæðulausu.....þetta er búinn að vera svaka dagur. Byrjaði með 30 góðu skrímsl....börnunum rúmlega átta í morgun. Þau voru reyndar afar indæl í dag og náðu að klára þemaverkefnið og það var svo flott hjá þeim. Maður verður alveg þvílíkt stoltur og finnst maður eiga svo mikið í þessu. Síðan heyrir maður stanslaust Linda ég er búin með þetta hvað á ég þá að gera Linda Linda Linda Linda Linda Linda Linda........jáaaaaaaaaaaa ég er að koooommmmmmaaa! Þetta er samt stuð þegar maður er kominn inn í þetta og farinn að venjast hávaðanum og gera sér grein fyrir heyrnar- og raddleysi í ellinni:)

Síðan fór ég á kennarafund sem var gaman að vissu leyti. Spennandi að fylgjast með hvernig þetta fer allt fram og skyndilega er ég komin með smá hugmynd....á samt eftir að tjékka hvort hún verður að veruleika!

Ég eldaði rosa kjúllarétt áðan, bringur, rautt pesto með sólþurrkuðum tómötum, tómatar og feta yfir jammí jammí! Öllum í fjölskyldunni til mikillar ánægju.

Á föstudaginn ætla ég loksins að kíkja á lífið...næturlífið. Hef nú ekki verið dugleg við það eftir að ég kom heim enda búið að vera nóg annað að bardúsa. Ætla kíkja í smá partýgleði hjá henni Ernu einu djéara og íslenskukjörsviðsnema. Það má því alveg búast við Lindu í adidasbúðinni á laugardaginn og þá er ég ekki að meina með pilsið ofan í sokkabuxunum!

Ég er ekki búin að vera duglega að hlaupa í vikunni en ég kenni kennsluálaginu um. Það verður tekið á því um páskana.......

Og hvað segið þið um LH-RÓ-HDW hitting sunnudaginn 20. mars, það er að segja næstkomandi eða miðvikudaginn 23. mars? Það er allaveganna fyrir páska:)

Andiamo al banjo
Lilly Hólm

þriðjudagur, mars 15, 2005

Í fréttum er þetta helst.....

.....að ég er búin að vera alveg hrikalega löt að blogga. Eitthvað andleysi í manni eða jafnvel bara annríki. Vettvangsnáminu fer nú senn að ljúka og hefur verið alveg hreint ágætt að vera með 30 lítil skrímsli. Ég hef hins vegar ákveðið að fara ekki í yngsta stigs pakkann, mér finnst það ekkert spes gaman. Alltof mikið af hori og vesen....en frábært þó að fá tækifæri til að útiloka það í bili:)

Á eftir er gítarprófið mikla og verða tekin alvöru útileigusmellir eins og Þytur í laufi.....Fatlafól og svo reyndar Dvel ég í draumalandi. Formlegri grunnkennslu minni á gítar er þá lokið. Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að vera dugleg að æfa en það má þó raula með mér!

Áðan fór ég síðan í atvinnuviðtal í Vinnuskólann og er stefnan tekin á að vera með unglinga í sumar. Held að það henti mér alveg hreint ágætlega. Verð líklega svona ein af hópnum. Það kjaftaði á mér hver tuskan og ég held að gaurnum hafa bara lýst vel á mig. Vona bara að ég fái að vera í Laugarnesinu, meika ekki að vera send upp í Breiðholt eða einhvern annan álíka skítastað.

Um helgina héldum við LA hópurinn smá afmæli fyrir Regínu en hún er orðin 23 ára þessi elska. Alltaf gaman að hitta gömlu góðu vinkonurnar og finna hvað þær eru virkilega góðar vinkonur forever......takk fyrir hittinginn....við erum strax búnar að toppa síðasta ár!

Annars er bara same old same old.....

Linda

föstudagur, mars 04, 2005

Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil.........

Við erum búin með kennsluverkefnið og það er komið í umslag, gormað og fínt með öllum fylgiskjölum og alles, hrikalega góð tilfinning:) Ég held að þetta sé nú því að þakka að MBL.is grúbban er frábær. Magga með sína tryllltu vefgreind, Bjössi í textasmíðunum og með endalaust smitandi hlátur á réttum stöðum og ég svo með mína geðveikis skipulagsáráttu og frekju. Held að þetta gæti ekki verið betri blanda.

Eyddum reyndar ansi löngum tíma í gær uppi í skóla til þess að þetta tækist en það er alveg þess virði. Frekar spes samt að á fimmtudögum mæta alltaf einhverjir gamlingjar upp í skóla á kóræfingu og æfa í Skála sem tengir byggingarnar saman. Seint í gærkvöldi bar mikinn fnyk um allan salinn.......hálfgerður elliheimilisfnykur sem þau skildu eftir...nokkuð spes verð ég að segja.

Á eftir ætla ég að heimsækja afa minn og hjálpa honum aðeins við heimilisstörfin ásamt því að við ætlum að eyða smá kvolití tæm saman og fara í hjólreiðatúr, tjékkið á biking wonder!

Að því loknu ætla ég að kíkja á útsölu niðri í Sportmönnum og athuga hvort ég geti ekki eytt nokkrum krónum þar, það verður örugglega ekki vandamál. Manni vantar nú dress í hlaupin ekki satt?

Síðan sé ég fram á rólegt og skemmtilegt Idol kvöld enda er ég trylltur Idol áhorfandi. Mig grunar að Heiða láti sig hverfa í kvöld en ég vona samt ekki.

Að lokum: Ég er í ógeðslega góðu skapi............og samt er ég að vinna alla helgina

rokk on

Linda

miðvikudagur, mars 02, 2005

Í gær fékk ég frekar furðulega sendinu frá Svíþjóð........

yfir 100 stykki af þungum bæklingum í tveimur stórum strigapokum! Veit ekki hvort Svíar hafi komist að ást minni á þeim eða hvað. Faðir minn sem má með góðu móti titla öryggisstjóra fannst þetta nú ekki eins fyndið og mér og hélt því fram að þarna gæti verið um einhvers konar hryðjuverkastarfsemi eða jafnvel eiturlyf að ræða og sendi mig og mommsu með herlegheitin aftur á pósthúsið. Starfsmennirnir þar gáfu engar skýringar en ákváðu að endursenda þetta og neita viðtöku. Mamma greyið hafði tekið við þessu því henni fannst endilega að ég og Andri hefðum verið að panta einhverjar bækur á netinu, jú við pöntuðum eina ekki 20 kg!

Í gær heyrði ég líka skemmtilega sögu af fólki sem er mjög nákomið mér, veit ekki hvort þau vilja láta nafn síns getið en söguna læt ég flakka!

Konan er með mikinn og óþægilegan hósta og finnst endilega að hún geti barasta pissað á sig við eitt hóstakast. Hún bregður því á það ráð að skella sér í boxerbrækur af kallinum og setur stærðarinnar dömubindi í þær. Eftir það fær hún sér smá lúr og hugsar svo með sér þegar hún vaknar að hún sé nú búin að vera svo stutt í þessum buxum og skellir þeim bara upp á bastkörfuna á baðinu. Um kvöldið ákveða hjúin að skella sér í ljós og tilheyrandi sturtu. Þegar út í bíl er komið eftir ljósin segir konan, jæja var þetta ekki hressandi? Kallinn segir með skrýtnum svip, jú jú nema ég er ennþá í sömu nærbuxunum........ha! já það var eitthvað stærðarinnar dömubindi í þessum hreinu sem ég tók með mér........ha ha ha ímyndið ykkur hann á sprellanum að klæða sig í brækurnar og tekur eftir dömubindinu......ég segi nú bara guði sé lof að hann var ekki í sundi!

Ætla skella mér í einn Twin peaks þátt en það er nýjasta æðið þessa dagana......enda er ég uppgefin eftir klippa, lita, líma kvöldið mitt....

Góðar stundir
Lindan