fimmtudagur, maí 31, 2007
Í morgun áttaði ég mig á því að í dag er síðasti séns til þess að láta skoða bílinn okkar þ.e.a.s miðað við þau mörk sem eru gefin. Að fara með bílinn í skoðun er auðvitað eitt það leiðinlegasta sem maður gerir vegna þess að það þarf svo lítið til að græni miðinn verði stimplaður á í stað fagurfjólubláa, svo lítið má út af bera. Hins vegar höfum við hugsað afar vel um Prince Polo svo ég átti svo sem ekki von á neinu alslæmu...allaveganna ég skellti mér í stutta pilsið og setti á mig sparibrosið, það virðist alltaf virka því jú jú ég fékk fagurgulan miða og þarf ekki að mæta aftur fyrr en 2009 takk fyrir! Bíllinn líka nýbónaður og spik and span!
Lífið gengur sinn vanagang í Hvarfinu og ÁRA dafnar vel. Fer í sundið sitt á eftir og á eflaust eftir að hlæja og skríkja. Önnur lota í næturvöktunum hefst á morgun hjá AFO en sem betur fer eru það bara 6 vaktir í þetta sinnið.
Að lokum langar mig að benda á nýja síðu sem doktorinn er búinn að stofna. Þetta eru að vísu eitthvað örlítið dýpri pælingar en mínar en einhverjir gætu haft gaman að:)
Adios
föstudagur, maí 25, 2007
ég pantaði mér pizzu rétt fyrir miðnætti og það alveg upp að dyrum;) Og ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur frá hvaða fyrirtæki því það myndi alveg skemma skyndibitakeðjubannið sem ég hef verið í...skyndilindan komin á kreik aftur eða hvað??? Svona er að vera grasekkja með uglu fyrir mann!
MegaLindan er farin í háttinn með fullan maga af pizzudeigi!
fimmtudagur, maí 24, 2007
Síðan heimsóttum við "litlu Möggu" sem var ofsalega stillt og prúð með fallegu stóru augun sín:)
Tilraun til að taka mynd af ungunum, vantar reyndar 3 stóra unga, Dag Björn, Lilju Karen og Róbert Gunnar en þetta eru 4 minnstu í stærðarröð!
Jóa ofsasæt með litluMöggu
Bjarki Fannar var voða skotin í Ágústu Rut og ætlar að giftast henni eða eitthvað nema hann hafi bara kannast við stólinn?
þriðjudagur, maí 22, 2007
Og Selma vinkona og aðalkennarinn í Laugó!
Líka Eva Björk og Viktor Andri sem setti bara brauð fyrir andlitið...
Róbert Gunnar kann sko á þessar stelpur og veit hvað þær vilja;)
Og ein af músinni að koma úr baði með fína púðann sem Sóley guðmóðir bjó til:)
Hún gleymir sko ekki guði með þennan púða!
Dáldið mikið af myndum í dag fyrir aðdáendur sem eru greinilega að spara kommentin;)
mánudagur, maí 21, 2007
Áðan vorum við alveg hugmyndalaus hvað varðar matseld (ekki í fyrsta skiptið oh sei sei) og skelltum okkur í Nóatún (sem er svona sparibúðin manns) þar sem var verið að kynna ýmsar nýjungar frá Casa Fiesta og ji dúddamía hvað þetta var gott, við keyptum allan pakkann og ég er ekki frá því að þetta hafa bara jafnvel bragðast enn betur þegar heim var komið:) Fyrir utan hvað þetta var fljótlegt og þægilegt! Mæli með þessu...
Allaveganna ég byrjaði að horfa á Nágranna í hádeginu í dag og þar sem að ég er algjör amatör þegar kemur að þessum þætti þarf ég aðstoð vinkvenna minna til þess að koma mér inn í þvæluna. Rosa margar persónur svona í fyrsta þætti...Elle, Rachel, Karl, Susan og og og man ekki meir haha! Hvernig er það annars er svo sami þáttur endursýndur seinnipartinn eða þarf maður að taka tvo samdægurs? Spyr sú sem horfir lítið á sjónvarp en er að setja saman gott skipulag á þáttum;)
Það var ekki fleira úr athvarfinu...
sunnudagur, maí 20, 2007
sunnudagur, maí 13, 2007
Þetta er svona það helsta sem er gert þessa dagana. Ég þyrfti að vera ansi mikil Pollýanna ef ég ætti að viðurkenna að það sé hresandi að vera að flytja með ungabarn! En ég ætla heldur ekki alveg að taka svartsýnina á þetta og fer milliveginn, þetta er svo sem ágætis tiltekt! Við verðum komin í hvörfin í lok vikunnar...
Vissi ekki alveg hvort hún ætti að fylgja róttækum aðgerðum föður síns eða mjög svo skynsamlegum móður sinnar;)
Hitti síðan Franklín tjillara, litla I og stóra I en þar borðuðu foreldrarnir yfir sig. Stanslaust át frá sex til miðnættis! Takk fyrir okkur:)
þriðjudagur, maí 08, 2007
mánudagur, maí 07, 2007
við rukum út áðan með Ágústu Rut í heimsókn til Afa Wonder til að skoða nýju híbýli okkar og gleymdum að taka skiptidótaríið með. En hún hlýddi okkur og kúkaði ekki í heimsókninni:)
Okkur leist mjög vel á allt og erum svaka spennt að flytja...
sunnudagur, maí 06, 2007
en er líka spennt að flytja í Álfkonuhvarfið...
og er með allt dótið sitt hjá sér!
Annars fór ég í dag í Smáró, farin að æfa mig í því að vera í Kópavoginum, og keypti mér gallabuxur, pils, þrjá boli og eina gollu...og það á mettíma! Að vísu með góðri aðstoð Síu. Ágústa Rut fékk líka smá enda á hún svo lítið af fötum...einmitt!
-Góða helgi-
laugardagur, maí 05, 2007
og með ungabarn! Nei ég segi nú svona en það liggur við. Þannig er mál með vexti að í fyrradag ætluðum við að endurnýja samninginn okkar á Kambó en við yfirferð á íbúðinni komu upp rakaskemmdir í svefnherberginu með tilheyrandi myglu og ógeði, þannig að við getum ekki hugsað okkur að búa þar áfram, hvað þá með ungabarn. Sýni úr myglunni eru í rannsókn núna því þetta getur verið hættulegt en við vonum auðvitað ekki því þá eru öll fötin okkar ónýt! Nóg að rúmið og náttborðið fari á haugana...
Allaveganna þá erum við ekki bara óheppin heldur eigum við yndislega fjölskyldu sem vill hafa okkur. Fyrst gistum við á Grunninum þar sem var dekrað við okkur og núna erum við komin í Geislann þar sem er ekki síður dekrað við okkur og við verðum hérna næstu tvær vikurnar. Fram á haustið ætlum við síðan að dvelja í íbúðinni hans Afa wonder wonder sem er svo yndislegur að leyfa okkur að vera á meðan hann er í Danmörku. Við verðum því orðnir Kópavogsbúar von bráðar í Álfkonuhvarfinu eða Álfkonu(at)hvarfinu eins og afi kallar það núna. Í haust getum við svo vonandi flutt í eina góða íbúð en það er í vinnslu...
Svona tekur lífið stundum 180 gráðu snúning á nó tæm...
Við erum hins vegar bara eiturhress og tökum þessu með stóískri ró og sem betur fer er Ágústa Rut algjör selskapsmanneskja og finnst ekkert betra en að vera með nóg af fólki í kringum sig.
Við vorum rétt í þessu að kanna gönguleiðir hérna í Grafarholtinu og ég skundaði hérna um með Silver crossinn...
Já já alltaf nóg að gerast hjá Ottósson fjölskyldunni;)
fimmtudagur, maí 03, 2007
þriðjudagur, maí 01, 2007
- Af hverju fá mæður ekki greitt 10% ofan á fæðingarorlofið fyrir að vera í 100% vinnu við að skipuleggja fataskáp barna sinna. Það er ekkert djók hvað þetta er mikil vinna...svona ef maður ætlar ekki að gleyma að nota neitt.
- Ætli allar mæður eigi uppáhalds brjóst? Mitt og Ágústu Rutar er klárlega það vinstra. Spurning hvort að það tengist því eitthvað að vera vinstri sinnuð eða kannski að þá er hægt að vera í tölvunni með hægri...
- Þegar maður er í fæðingarorlofi og er kannski heima allan daginn þá verður til dáldið skemmtileg rútína: Maður draslar allt út og tekur svo til eftir sjálfan sig, draslar-tekur til, draslar-tekur til...o.s.frv.
Þess vegna er svo gaman að fara í heimsókn eitthvert því þá kemur maður heim í allt hreint. Ég og Ágústa Rut ætlum reyndar ekki í kröfugöngu í dag, það væri þó eitthvað til að hlífa draslinu, í staðinn ætlum við í göngu í Húsdýragarðinn með Franklín vini okkar og foreldrum. Ágústa Rut þarf auðvitað strax að byrja að læra nöfnin á dýrunum, svona klár eins og hún er...og nú tala ég af algjöru hlutleysi;)
Læt fylgja með ráð dagsins:
Hann vill líka leggjast ofan á kollinn á litlum börnum í staðinn fyrir mömmu hönd;)