laugardagur, janúar 23, 2010

London...
Dásamleg ferð í alla staði, flottasta hótel í heimi, frábær ráðstefna og búðirnar teknar með trompi:) Þrjár flíkur hvað...

Fyrstu H&M pokarnir að detta í hús

Smart-board - gæfi handlegg fyrir eina slíka í stofu 17

Full English breakfast, ég veit ég er sveitt í framan, það var drulluheitt þarna og síðan hef ég verið ferskari en var alveg nývöknuð!

Komnar í okkar fínasta og leið á franskan veitingastað

Það þurfti mikið skipulag til að koma öllu dótinu heim og sumir "hummnefnienginnöfn" þurftu að fá sér aukatösku

Mojito á líbönskum stað og já það var þema hjá mér að vera sveitt á myndum:)

Snilldarferð í alla staði en erfitt að mæta beint í kennslu á mánudeginum og Áran búin að vera veik alla vikuna, komin með sýkingu í lungun, það er svona hefðbundið janúardæmi hjá okkur:) Hún er samt öll að hressast og stefnir ótrauð á leikskólann á mánudaginn.
mánudagur, janúar 11, 2010

London calling...

Það virðist vera orðinn "árlegur viðburður annað hvert ár" að skella sér til London í janúar. Fyrir tveimur árum skelltum við Andri okkur í kærustuparaferð í kjölfarið á nýsamþykktu kauptilboði okkar í Laugarnesveginn. Eyddum nú ekki miklum pening af hræðslu við þessa stóru ákvörðun okkar að kaupa íbúð en áttum í staðinn mjög svo huggulega ánbúðarápsferð (samt í pundinu 122 kr.ísl):)

Núna er eina von mín til að komast í ferð til London sjálfur Vonarsjóður Kennarasambands Íslands sem styrkir einstakling á tveggja ára fresti um 140.000 kr. í námferðir, nám og annað slíkt. Ferðinni er heitið á BETT sýninguna í samfloti við 12 aðra kennara úr mínum skóla og í ljósi þess að ég er nýkomin með skjávarpa í stofuna mína er ekki seinna vænna að kynna sér öll helstu trikkin í kennslu gegnum tæknina!

Það vildi svo til að Iceland express þurfti að fella niður flugið okkar og þar af leiðandi "neyddumst" við til að fara degi fyrr. Fyrstu nóttina verður við á þessu hóteli og næstu þrjár á þessu. Mér skilst að það sé kuldi í Bretlandi, ekki einungis í garð okkar Íslendinga heldur líka svona almennur kuldi og snjór og því verða hlýju fötin tekin með og flíssloppurinn minn svona ef maður dettur í Spa-ið á hótelinu;)

Annars ætla ég að eyða sem minnstu, Ára á feykinóg af fötum en óskar sjálf eftir Dóru sokkum, buxum og bol og vonandi get ég orðið við þeirri ósk. Kaupi líka örugglega nærföt og sokka á hana. Ætla leyfa mér þrjár flíkur á skikkanlegu verði (það hlýtur að vera hægt - pundið komið í 199 kr. ísl) en bara ef ég finn eitthvað sem ég verð að fá, tek tæknina okkar Sóleyjar á þetta.

Annars er þetta rugl með pundið, fór með 15.000 kall í bankann í dag og fékk skitin 75 pund fyrir!

En svona ferð lyftir svo sannarlega janúarmánuði upp um nokkrar hæðir - því er ekki hægt að neita.

miðvikudagur, janúar 06, 2010

Dagbækur...

Sem mikill aðdáandi dagbóka þarf ég alltaf að byrja árið á einni slíkri. Ég hef velt fyrir mér formi, stærðum, línum, gormum, kostum og göllum dagbóka síðan ég var ca. 12-13 ára en þá bjuggum við Auður Agla alltaf til okkar eigin bækur því við vorum svo smámunasamar um hvernig við vildum hafa þær. Ég á síðan bækur frá öllum þessum árum í kassa og hef það aldrei í mér að henda þeim.

Í fyrra komst ég í kynni við þá beztu sem ég hef fundið hingað til - dagbók Íslandsbanka eða Glitnis (man ekki hvort það var búið að breyta). Þessi dagbók er í A5 broti, jafnvel örlítið stærra, er búin til úr endurunnum pappír og prentuð á Ítalíu. Hún inniheldur hverja viku á einni opnu, auka línur fyrir neðan til að skrifa punkta, yfirlitsdagatal í upphafi, minnisblöð í lokin, er í kápu en samt með gormum. Sem sagt í einu orði - fullkomin!

Nú fyrir jólin fór ég að sjálfsögðu að huga að bókinni fyrir 2010, hringdi símtöl í bankann til að kanna hvort hún væri komin, gerði mér ferð milli jóla og nýárs til að ná í mitt eintak en allt kom fyrir ekki, bókin skilaði sér ekki fyrir áramót og mín gamla bara til 3. jan! Ó mæ god terror fyrir dagbókarfólk sem skrifar fram í tímann. Til allrar hamingju var hún komin í gær og þjónustufulltrúinn minn svo almennilegur að láta mig fá eitt eintak því eftir því sem ég bezt veit er legið á þessu eins og gulli enda eðalbækur og ekki ódýrar í framleiðslu. Þið getið því rétt ímyndað ykkur spenninginn og tilhlökkunina þegar ég byrjaði að krota inn í hana í gær, afmælisdaga, hittinga, London ferð og þar fram eftir götunum.

En hvað haldiði að hafi legið á borðinu þegar ég kom heim úr vinnunni - Splunkuný rauð dagbók með gull áletrun á þar sem stóð Andri Fannar Ottósson, ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum! Þá hafði hann fengið þetta frá vinnunni sinni takk fyrir, bókin hefur allt sem mín bók hefur að bera að undanskildum gormunum sem gera sko gæfumuninn því þá getur maður lagt hana frá sér í brotinu sem er ekki hægt með Andra bók en gulláletrunina gæfi ég nú mikið fyrir, segi nú ekki annað!

Lifi dagbókin!

laugardagur, janúar 02, 2010

ÁramótaannállGleðilegt nýtt ár kæru vinir! Við fögnum alltaf samvistarafmæli okkar á sama tíma og ár mætast og nú eru komin hvorki meira né minna en 10 ár, sem er vonandi bara dropi í hafið miðað við það sem koma skal:)

Á árinu 2009 stendur brúðkaupið okkar þann 6. júní að sjálfsögðu upp úr, ásamt fermingu og útskrift systra minna. Við fórum líka í frábæra ferð til Svíþjóðar og Ítalíu og eyddum rúmum tveimur vikum með yndislegum vinum okkar. Bústaðaferðir, leikhúsferðir, afmæli, Klofi Annan og fleira skemmtilegt stendur líka upp úr ásamt fæðingu nokkurra barna í vinahópnum. Dóttir okkar sem verður þriggja ára næstkomandi mars hélt líka áfram að bræða hjörtu marga og er alveg einstaklega dugleg og skemmtileg að okkar mati sem er að sjálfsögðu alveg hlutlaust mat:)
Svipleg fráföll afa Eggers og Óskars settu að sjálfsögðu sinn svip á árið en lífið gefið og lífið tekur, þannig er það nú bara.


Við erum ótrúlega þakklát fyrir að eiga yndislega og góða fjölskyldu og vini, vera heilsuhraust og hafa góða vinnu.

Hér að neðan má sjá árið í myndum sem segja auðvitað allt sem segja þarf og lesandi góður ef þú sérð þig jú eða þína á mynd, viltu vera svo vænn að kvitta fyrir í tjáðu þig. Það gleður:)

Janúar
Febrúar
Mars