þriðjudagur, júní 28, 2005

Ég mun ekki vakna fyrir klukkan sex fyrr en eftir VERSLUNARMANNAHELGI, er sem sé komin í frí frá morguntímunum mínum frá og með næsta þriðjudegi:) Thanks to Iris...

mánudagur, júní 27, 2005

Fótbolti fótbolti fótbolti...

Svona fór fyrir kallinum í gær og í framhaldi af því var 5 tíma bið á Bráðamóttökunni. Þökk sé yndislegum vinum okkar þeim Adda og Ingibjörgu að við létum ekki lífið sökum hungurs. Þau voru svo góð að færa okkur risapizzu og kók sem við snæddum undir öfundsverðum augum félaga okkar á vaktinni.Ég mun definetly muna það næst að fara beint í sjúkrabíl ef þetta gerist aftur...sem vonandi verður aldrei!

Mikil þreyta fylgdi þessu örlagaríka kvöldi og sé ég fram á góða lagningu.

En að meira hressandi málum, föstudagskvöldið var hressandi en þá skelltum við vinkonurnar okkur á vinnuskóladjamm. Fórum á Hressó sem var hressandi en svo var ekki alveg eins hressandi að fara í vinnuna á laugardeginum, slapp þó alveg við Lindu í adidas!


Þessar voru ýkt hressar, sú lengst til vinstri náði eitt sinn langt í Elite keppninni og sú til hægri fór sem módel til New York. Þessi í miðjunni hefur ekki enn náð langt í módelbransanum!

Njótið vikunnar
Sjúkrabíllinn

fimmtudagur, júní 23, 2005

Náði að redda miðum á hálfvirði fyrir mig og ormana á frumsýningu á War of the worlds á næsta miðvikudag kl. 15:00. Þennan dag er einmitt hópadagur hjá okkur og núna elska þau mig fyrir að hafa gert þetta;)

Á morgun er líka fræðsludagur hjá Rauða krossinum...umræðuefnið er sjálfsmynd og geðheilsa. Gott tjill að ég held og maður getur mætt í sparidressinu, smá tilbreyting frá grasgrænum buxum, vinnuhönskum og sveittu hári.

Annars var ég búin að ákveða að leggja mig frá 15:45 til 16:45 en er ekki að standa við það, tek hálftíma á þetta núna og verð vonandi spræk fyrir rpm og leik kvöldsins FRAM-Grindavík. Öss maður byrjar að titra við það að skrifa þetta. Ótrúlegt hvað þessi bolti leggst mikið á sálartetrið mitt!

Arrivederci
Lilly

miðvikudagur, júní 22, 2005

Ég eignaðist fallega gula treyju áðan þegar foreldrar mínir og minnsta systir komu heim frá Danmörku. Alveg nákvæmleg eins og mig langaði í:)

Ég var kannski ekki búin að opinbera það að ég mun fljúga til New York þann 30. sept og koma til baka á afmælisdaginn minn þann 6. okt. Sem er ansi skemmtilegt í ljósi þess að ég átti að fæðast þann 30. sept en kom svo ekki fyrr en 6. okt...

Ég er því komin með langan innkaupalista, ekki bara fyrir mig heldur tengdó, pabba, Hörpu og fleiri.

Til að mynda langar mig í fleiri unit með TIVOLI útvarpinu mínu og svo auðvitað Ipod eins og allir eiga og svo auðvitað endalaust af fötum og nærfötum, VICTORIA SECRET HERE I COME! Síðan ætla ég líka að kaupa fullt af barnafötum....þar sem ég er svona eiginlega að verða skáskáfrænka:)

Svo og líka alveg einkar hentugt að eiga afmæli þarna í framhaldi af þessu. Elskurnar mínar gefið mér bara pening...

Verð að þjóta núna, er að fara að vera módel í skrautnöglum, þýðir ekkert annað en að vera töff flokkstjóri!

mánudagur, júní 20, 2005

Þegar maður er að passa svona prinsessu er nú erfitt að segja NEI...Svo vill hún alltaf knúsa mann...Svo syngjum við saman Pálína með prikið og greiðum okkur eins og prinsessur

Ef ég vissi að mitt barn yrði svona gott þá væri ég löngu komin með þrjú!

Barnapían:)

sunnudagur, júní 19, 2005

Hefði heldur ekkert á móti því að vera hún...

Tjékkið á þessu and let me know...

Ciao
Gabriela
Skelltum okkur í sveitina í gær...Þokkaleg Linda (Paris) Hilton mætt í Simple Life í sveitinni. Um að gera að vera í gallapilsinu, kínaskónum og með sólgleraugun á réttum stað enda ekki Þjóðhátíðardagurinn á hverjum degi.Smá rómantík hjá gömlu ættarrústunum að SkarfanesiÞessi var líka að fíla sig í sveitinni...

Gott að komast út úr bænum og slappa af í sveitasælunni. Vann eins og svín í dag og var að koma af flugvellinum enda næstminnsta systir mín að koma frá útlöndum. Á morgun ætla ég að sofa og sofa...umm

Nighty night...
Til hammara með daginn Ladies:)

föstudagur, júní 17, 2005

Er hægt að biðja um betra veður á sjálfan Þjóðhátíðardaginn?

Ég var vöknuð um níu í morgun enda fór ég að sofa um leið og Desperate kláraðist í gær, uppgefin eftir erfiðan dag. Ég smellti mér í morgungöngu og hef sjaldan upplifað jafn mikla kyrrð og ró og fuglasöng. Fyndið að alltaf þegar það er svona gott veður þá segir maður alltaf góðan daginn við hvern einasta mann sem maður mætir og allir eru svo hressir og kátir. Mætti vera oftar svoleiðis.

Kíkti við hjá henni langömmu minni sem er að verða 93 ára. Hún var bara nokkuð hress og sagði mér að ég væri svo fín alltaf, það væru einmitt allir mjög myndarlegir í þessari ætt. Síðan sagði hún mér líka að ég væri alveg mátulega feit og það væri svo gott. Ég hugsaði með mér hvort það væri ekki örugglega jákvætt að vera mátulega feitur!

Þið vitið það þá að ef þið þurfið að lýsa mér fyrir einhverjum þá er ég mátulega feit!
Þar hafiði það og njótið dagsins:)

Fengum stig í gær sem var gott því hvert stig telur. Baráttan um sæti í byrjunarliðinu er mikil og það er af hinu góða held ég.

Á miðnætti mun ég svo væntanlega panta mér flug til New York þann 30. sept og koma heim á afmælisdaginn minn þann 6. okt. Mikið held ég að það verði magnað:)

Linda

miðvikudagur, júní 15, 2005

Hádilíhó

Var að koma úr vinnu og verslun. Þurfti nauðsynlega eftir vinnu að fara og versla mér shampoo og hárnæringu, curl dæmi, gloss og krem hjá henni fósturmömmu minni (Steinu). Eðal píur geta ekki verið án þess að nota almennilegt shampoo og næringu, hvað þá glimmer gloss og Clarins krem. Gerist ekki betra:)

Tókum nettan göngutúr um Eyjuna í dag. Aðeins að sýna krökkunum svæðið. Hugmyndir komu upp að hafa þrekhring og fleira. Ég tók með mér sippuband og frispí og strákarnir fótbolta. Ég kom með sniðugar hugmyndir um þjálfunaræfingar með verkfærin. Taka malarhrífu og reyna að halda bara í endann á henni og lyfta upp, frekar mjög erfitt. Síðan að halda á arfasköfu og reyna að stökka jafnfætis yfir hana. Skemmtileg tilbreyting hjá mér alltaf í vinnunni sem krakkarnir elska. Tvær stelpur minni en ég og ég er farin að kalla þær litlurnar mínar, þær hata það ekki frekar en ég:)

Er að hita mér mozarella brauð, sé fram á æfingu á body jam hérna í stofunni heima enda með húsið fyrir mig eina.

Á morgun er samt massívur dagur, kenna upp úr sex, vinnan í Eyjunni, skemmtikraftur í steggjapartý (eins og ég kýs að kalla mig), kenna aftur og síðast en ekki síst LEIKUR...verðum að taka Fylki.

Segjum það krakkar:)

mánudagur, júní 13, 2005

Rómantískur kvöldverður:)

Ég og minn heitelskaði ákváðum að matreiða eitthvað á ítalska vísu í kvöld svona til að rifja upp góðar minningar frá Genova og einnig að nýta tækifærið þar sem við erum nú ein í kotinu, Grunnurinn is all ours. Ekki bara efri hæðin og kjallarinn heldur öll byggingin. Öll hin sem búa hérna eru stödd einhvers staðar á hinum Norðurlöndunum.

Ég hefði trúað því að þetta tæki svona langan tíma ef við hefðum verið að elda eitthvað gúrme en þar sem vorum bara með brauð í ofni með hvítlauksolíu, mozzarella (Santa Lucia), basilikum og túmötum (eins og Doktor kýs að kalla þá) og salat með fetaosti er hreint ótrúlegt að við þurftum að fara 5 sinnum í búð og 1 sinni á pizzastað...ótrúlegt en satt!

Fyrst fórum við saman í Krónuna hér í hverfinu, klukkan var ca. 17:00 enda ætluðum við að vera tímanlega í þessu. Þar var ekki til ferskur mozzarella og ekki basilikum. OK Andri segist redda því og gerir það með stæl og kemur heim með gommuna af ferskum Mozzarella þannig að þetta verður matreitt næstu daga. Því næst uppgötvum við að það er ekki til hvítlaukur og Doktor klikkaði smá og gleymdi basilikunni. Ég er alltaf viljug til að skjótast og fer aftur í Krónuna, engin hvítlaukur þar og engin basilika. Fer í 10/11, engin hvítlaukur en fæ basiliku krydd. Litlan deyr nú aldrei ráðalaus og fer á Pizzahöllina til að sníkja hvítlauksolíu og viti menn hvítlauksolían er búin! Starfsmaðurinn var samt svo indæll og gaf mér brauðstangaolíu sem var með einhverjum hvítlauk í. Þá kem ég heim og byrja að græja brauðið og Andri salatið, þegar fetaosturinn er tekinn út úr ísskápnum kemur í ljós mygla dauðans og loðið grænt yfirborð. Ég aftur af stað og enn og aftur er förinni heitið í Krónuna og keyptur er feta. Loksins loksins gátum við sett brauðið í ofninn og eftir fjögurra tíma undirbúninginn snæddum við okkur á þessari dýrindis máltíð:) Ég segi nú bara til allrar hamingju er maður ekki að elda ofan í stórfjölskylduna á hverjum degi!

Þetta var eldamennska dagsins
Annars er maður búin að bronsa sig vel á viðEyjunni í dag og komin með ágætis rónakraga.
Krakkarnir eru yndislegir og ég reyni að láta völdin ekki stíga mér til höfuðs.

Segjum það folks
Lilly

laugardagur, júní 11, 2005

Í dag er loksins kominn frídagur hjá mér og mikið var ég búin að hlakka til að sofa út eftir mjög svoooooo strembna 8-16 viku + 17 kennda tíma á síðustu tveimur. En nei þá gleymi ég því alveg að þegar menn eru að fara að keppa fótboltaleik kl. 14:00 þýðir ekkert að vakna um 11:00 og vera sprækur, þá þarf að vakna 8:30 til að geta fengið sér að borða og lesa blöðin og gíra sig upp. Það sem meira er, minn maður stakk upp á því að stilla klukkuna hálf níu þannig að við gætum snúsað til svona níu og farið svo fram úr. Takið eftir VIÐ að snúsa. Þá minnti ég hann á að yfirleitt er það ég sem sé um þau mál því hann rumskar ekki við klukkuna, hvað þá síma, ljós í augu eða annað slíkt. En ok þar sem ég geri nú allt fyrir hann og sérstaklega þegar leikur er í húfi þá sló ég til og stillti klukkuna 8:30. Nákvæmlega á slaginu 8:30 vakna ég og þreföld snúsing mín hófst. Eftir það gafst ég upp og sagði honum drífa sig fram úr og fara að lesa Lesbókina (maður veit hvað virkar). Það fór um mig hrollur þegar ég lagðist upp í aftur og hugsaði til þess að sofa í svona tvo tíma en þá kom ellin yfir mig, ég bara gat ekki fest svefn aftur, stífluð í nefi, 30 byltur og sængin komin í annan endann í verinu gerðu það að verkum að mér fannst ég rétt ný sofnuð þegar klukkan hringdi aftur.

Núna er ég samt alveg sátt og ætla bregða mér í Baðhúsið og hjóla aðeins með henni Ingibjörgu, hún þarf að svitna úr sér áfengi svo hún geti tekið vel á því í kvöld því þá erum við að fara í þrítugsafmæli hjá Grétu. Þrítugsafmæli já!

Það er ekki hægt að segja annað en maður sé að verða gamall:)
Hafið það gott það sem eftir lifir helgi
Linda

fimmtudagur, júní 09, 2005Ákvað að setja inn sumarmynd ársins 2004 þar sem margir hafa óskað eftir því að hár gaurinn yrði fjarlægður:)

Annars er allt gott að frétta, vinna í Viðey hefst á morgun, 15 ferskir krakkalakkar úr Árbænum. Held þau séu voða góð

later...

mánudagur, júní 06, 2005Æ ég er nú fegin að kallinn er ekki svona...

Annars var ég að panta mér far til Danmerkur. Fer þann 18. ágúst og kem aftur til baka þann 27. og með afa í farteskinu. Verð hjá honum á Fjóni og kíki alveg pottþétt eitthvað til Köben á Strikið. Væntanlega samt ekki til að versla því ég ætla gera það í New York í sept/okt.
Ég og afi ætlum að hjóla af okkur rassgatið og hafa það notalegt saman. Hann á reyndar pottþétt eftir að taka upp á því að tala bara dönsku við mig en þá svara ég honum bara á ítölsku...:)

Hlakka til og mikið er nú sumarið indælt:)

sunnudagur, júní 05, 2005

Sólarhringsferðalagið gerir gæfumuninn

Lögðum af stað út úr bænum um fimmleytið í gær og vorum mætt í Brekkuskóg að ganga sjö. Þar tók á móti okkur þvílíkar kræsingar og afmælishjúin Addi Johns og Inga trúður. Stemningin var góð, Beysi og Ólöf og svo gomma af liði sem við þekktum ekki neitt. Grillpinnar, rauðvín, Gummi Torfa, snakk og önnur sætindi runnu ljúflega niður. Hjúin voru í essinu sínu og var ekki skriðið upp á svefnloftið fyrr en um fjögurleytið og þar hjúfruðum við okkur saman, Doktor, ég og Beysi og Ólöf. Þau síðarnefndu á vindsæng og mikið var nú freistandi að taka tappann úr sænginni...lét það vera í þetta sinnið.

Svona litlar ferðir kann maður vel að meta þegar maður er footballers wife, vonandi verða enn fleiri svona á "öllum" fríhelgunum í sumar.

Á fösudaginn skellti ég mér í gott boð hjá Álfrúnu. Þar uppgötvaði ég bjórinn á nýjan leik (hélt mér þætti hann svo vondur en hann er fínn í hófi að sjálfsögðu) en ég hef verið í pásu frá honum í langan tíma. Þetta er Daninn í mér:) Mikið var upp djúpar samræður um lífsgæðakapphlaupið, Íslendinga og hvernig maður finnur lífshamingjuna, við vorum sko alveg með það á hreinu. Alltaf gaman að hitta ykkur Bára og Álfrún.

Á morgun hefst svo sumarvinnan og við hjúin verðum hjá sama yfirleiðbeinanda og mætum zu sammen á Ásmundasafn í fyrramálið. Rómó:)

Lilly

fimmtudagur, júní 02, 2005

Ég dýrka að það er búið að vera sól nánast upp á hvern einasta dag síðan "Fríið mitt byrjaði". Ætla einnmitt að bregða mér í sund og sóla búkinn. Vona samt að það verði ekki ljósmyndarar frá þessu helv...Hér&Nú blaði sem taka sér leyfi til þess að mynda bara hvern sem er að ganga um bakkana og skrifa svo einhvern texta um manneskjuna. Sé fyrir mér mynd af mér í nýja röndótta bikiníinu og svo smá pistil:

Þessi skokkaði ýkt hress út úr búningsklefanum en rann aðeins til, bjargaði sér samt vel til að passa coolið. Smellti sér í steinapottinn og lét fara vel um sig. Smart að vera svona í röndóttu!

Svona voru pistlarnir um greyið fólkið. Ég myndi brjálast ef það kæmi svona um mig!

Annars lítur út fyrir að skipulag mitt standist ekki. Þegar ég kom frá Ítalíu sagði ég að ég myndi nú væntanlega ekkert komast til útlanda á þessu ári þar sem ég var svona lengi á Ítalíu og ferðaðist mikið. En nei, núna lítur út fyrir að ég fari til Danmerkur í ágúst, New York í sept/okt og við Andri erum enn að gæla við það að vera erlendis yfir áramótin (Barcelona, París). Það vantar ekki aurinn á þessum bænum það er nokkuð ljóst hahaha...en ef þetta gengur upp þá á ég eftir að brosa hringinn:)

Fór einmitt að heimsækja hana Láru í gær og skoða nýju íbúðina hennar og ALLT ógeðslega flotta dótið sem hún keypti í Baltimore. Ég er ekki frá því að það hafi vottað fyrir smá öfund.

Desperate í kvöld og kósíheit...
Bústaður og tjill um helgina...

Svona á lífið að vera
Njótið veðurblíðunnar:)

Linda H.