þriðjudagur, júlí 27, 2010

Loksins er ég búin að setja inn á annað hundrað myndir úr paraferðinni góðu og munið að þarna eru bara tvö pör á ferð í allskyns sprelli og skemmtun og þess vegna eru bara myndir af þeim...eða svo gott sem:) Njótið vel...

Ég er síðan með annan eins skammt úr yndislegu sumarfríi okkar sem hefur verið dásamlegt það sem af er - bústaðaferð með góðum vinum og frábær skemmtun á Mærudögum á Húsavík þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti í heimahúsi með fulla þjónustu, skoðuðum Hvali og kíktum í Ásbyrgi svo eitthvað sé nefnt:)

Klofi Tómasar frænda rétt handan við hornið og alltaf tilhlökkun fyrir þessa hátíð sem enginn veit þó hvernig verður hverju sinni!

þriðjudagur, júlí 06, 2010

Ef við erum ekki að gæsa eða steggja, í brúðkaupi, nafnaveislu eða skírn nú eða barnaafmæli þá telst það til undantekninga!

Magnús Þór Bjarnason fékk sitt fallega nafn eftir frábæra ræðu föður hans um aðdraganda fæðingu hans, nafnagift, getnað og fleira og þar var ekkert slegið af:)

Glæsilega "I´m blue dabadedadabadabadeeda Laufás Family" með þeim allra nýjasta Gunnari Andra Benediktssyni - Andri Fannar hélt því fram að skírnir hjá Láru væru þær allra skemmtilegustu en þar fær hann ávallt nafna;) Fyrir tæpum fjórum árum var það hann Bjarki Fannar og eigum við eitthvað að ræða hvað mér finnst fáránlega stutt síðan!

Mæðgur mjög svo glaðar að vera komnar í bústað í Öndverðarnesinu

Blómarósin bezta sem elskar sumarfríið sitt - sagði í bílnum á leiðinni í bústaðinn þegar við spurðum hvort hún væri ekki glöð að vera í sumarfríi: "Jú enginn að ýta mér, enginn að pota í mig, enginn að lemja mig, enginn að stríða mér!" Það tekur greinilega á að vera þriggja ára í leikskóla:)

Stokkhólmur handan við hornið og veðurspáin ljómandi!
laugardagur, júlí 03, 2010

Ég smellti inn restinni af júní myndum á www.123.is/agustarut, þetta eru m.a. myndir úr gæsunum, Árbæjarsafni og fleiru

Set hérna fyrir neðan tvær af bestu minni að baka hafraklatta fyrir síðasta daginn sinn í leikskólanum en frá og með deginum í dag er hún komin í fimm vikna sumarfrí líkt og karl faðir hennar - ekki leiðinlegt það skal ég segja ykkur:)

Ég er líka komin í mínar sex sem eftir eru...bara svona hafa það á hreinu!

Einbeitingin leynir sér ekki - við að sleikja kremið sem sagt!

Dáldið mikið sport að baka fyrir alla yndislegu kennarana á leikskólanum!