mánudagur, maí 30, 2005

Frí ef frí skyldi kalla...

Magnað að ég var búin að hlakka svo til að vera í smá fríi svona eftir prófin í fyrsta skipti en komst einhvern veginn að því að það er eiginlega bara meira frí að vera bara að vinna:)

Um helgina var ég reyndar að vinna á fullu enda mín vinnuhelgi, kenndi síðan einn auka pump tíma í gærmorgun inni í BH, það var nú svo sem ok. En í dag er ég búin að fá ýmsar símhringingar um hvort ég vilji ekki taka eitthvað aukadótarí að mér:

 • Kenna einn enn auka pump í dag (get ekki er með aukatíma núna í kvöld)
 • Taka að mér pump tíma í sumar því það vantar kennara (ok get troðið því að)
 • Vera með danssmiðju fyrir leiðbeinendur hjá ÍTR á föstudaginn (get ekki er að kenna tvo aukatíma)
 • Vinna á sunnudaginn auka í adidas (því miður ætla ég njóta þess að það er fríhelgi í boltanum og við verðum í bústað um helgina)
 • Hjálpa til fyrir stærðfræðipróf (get það nú alveg enda aðili innan fjölskyldunnar)
 • Á milli þess sem ég svaraði þessu öllu í smsum eða síma var ég að svara meilum út af sumarvinnunni sem er btw ekki byrjuð og að senda önnur meil og sms út af ýmsu.

Ég var því bara ýkt fegin að vera í fríi í dag til að geta gert allt þetta;)

Jæja farin af stað að kenna einn aukatíma sem ég slysaðist til að taka að mér hahaha

Sorry folks ekki pláss fyrir meira í minni töflu (en eins og þið vitið þá á ég erfitt með að segja NEI þannig að endilega ef það er eitthvað sem ykkur vantar elskurnar...bara tala við mig, ég redda því og auðvitað mega ættingjar og vinir vita það að ég geri allt fyrir þá þó ég sé búin að vera leiðinleg við marga aðra utanaðkomandi í dag og segja nei því miður!

Later...

fimmtudagur, maí 26, 2005

Bláar brillur...

Lindu litlu fannst hún vera farin að sjá ansi illa frá sér og var farin að vera í vandræðum með að þekkja andlit á fólki sem kom á móti henni. Einnig fannst henni flest skilti vera hálf blörruð. Í prófunum kenndi hún þreytunni um en þegar ekkert lagaðist ákvað hún að skella sér til Gylfa optikers og viti menn nærsýnin er gengið í garð, sem þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem pabbinn og systirin eru nærsýn.

Það var því smellt í bláar brillur og nú þurfið þið ekki að óttast mig í umferðinni, á að keyra með brillurnar öllum stundum, horfa á sjónvarpið, töfluna og fótboltaleiki. Ég er viss um að ég á eftir að sjá Desperate í nýju ljósi í kvöld:)

Sjáumst á leiknum á morgun...áfraaaaammmm FRAMARAR þið eruð miklu betri...

Yours Brilly

miðvikudagur, maí 25, 2005

Mig langar ótrúlega mikið:

 • Í nýtt tjald með fortjaldi (hvar fær maður svoleiðis ódýrt)
 • Vera í París eða Barcelona yfir næstu áramót
 • Losna við bólur sem ég er með í andlitinu (krækti mér í 25 stykki í prófunum, þeim fer reyndar fækkandi...)
 • FRAM verði Íslandsmeistari
 • Nýjan bíl (ekki grænan ógeðslegan Club station)
 • Vita fullt af hlutum sem ég get ekki vitað...

og auðvitað fullt meira:)

mánudagur, maí 23, 2005

Það sem á daga mína hefur drifið...

Eftir prófið á þriðjudaginn síðasta skelltum við okkur íslenskukjörsviðið í sumarbústað, það var stuð eins og sést:)


Fór í sund og borðaði pullu
Kenndi Eurovision tíma um morgun og seinnipart (sem betur fer á fimmtudeginum)
Fór í sund og borðaði ís og hádegistilboð á Devitos held ég
Drakk rauðvín og horfði í Euro ýkt spennt
Fékk mér ís og fór í sund
Vann á laugardaginn
Fékk mér freyðivín

Borðaði tvær pullur með tómatsósu
Fór út að hlaupa
Fékk mér ís
Fór á tónleika hjá Regínu sem var að útskrifast úr söngskólanum, til hamingju með það ljúfan
Fór í leikhús (menningardagurinn mikli í gær)
Fór í sund
Fékk mér hálfmána (mála) á Vegó og tók trylling vegna lélegrar þjónustu, krækti í frítt gos og 15% afslátt
Sef út alla daga (fyrir utan þegar ég fer að kenna sex og leggst svo upp í aftur)


Ljúfa líf ljúfa líf dududu...spurning hvort manni langi eitthvað yfir höfuð að fara að vinna almennilega í sumar!

Ef við drögum þetta saman þá er þetta mest megnis sofa, sund, ís, pulla...stundum pizza
Boltinn rúllar vel af stað og býð ég óþreyjufull eftir næsta leik og ég byrja ekki að vinna dagvinnuna fyrr en þann 6. júní, finn ég fyrir öfund, humm getur verið:)

Hafið það gott í sumar elskurnar
Lindsey

mánudagur, maí 16, 2005

Áfram FRAMARAR...sjáiði piltinn sjáiði hvað hann gerir þetta vel!

Þessi orð munu líklegast hljóma seinna í dag. Í dag hefst nefnilega Landsbankadeildin, í dag er jafnframt síðasti dagurinn minn í bili í hljóða lessalnum Skúta. Ég er að fara í mitt síðasta próf á þessu misseri. Ég er ógeðslega stressuð, ekki fyrir prófinu heldur leiknum. Það fylgir ef maður er FRAMARI. Það sem er búið að leggja á okkur undanfarin sex ár. Það er ekki undarlegt að maður taki þetta inn á sig. Pabbi getur örugglega ekki sofið út og fer að svitna upp úr hádegi á meðan er ég með hnút í maganum og vona vona svo heitt og innilega að við vinnum ÍBV í kvöld. Það sem eftir lifir sumars munu heimilisaðstæður standa og falla með boltanum...

Hörs
Lilly

sunnudagur, maí 15, 2005

Ég er að lesa grein eftir Magnús nokkurn Snædal sem ber heitið Hve langt má orðið vera? Fyrrnefndur maður gerði einhvers konar rannsókn á því og svarar spurningu greinarinnar í einni lengstu grein sem fyrirfinnst. Hugmynd mín að nafni á grein og næsta rannsóknarefni er því:

Hve löng má greinin vera?

Það var ekki fleira á annars blíðskapardegi...

2 dagar eftir and then its over:)

föstudagur, maí 13, 2005

Friday the 13th...

og enn ekkert hræðilegt gerst fyrir utan það að ég datt í HARIBO nammibarinn í 10/11 og stútfyllti pokann af eggjum, skjaldbökum, apaskít, saltpillum, kúlusúkk, bananabitum og smá lakkrís...hva, maður er nú bara í prófum tvisvar á ári. Ekki það að ég finn mér tilefni til nammiáts whenever.

Orðhlutafræði fyrir daginn í dag er lokið og var ég að koma úr einu stykki aukatíma þar sem ég komst að því að þetta er í góðum gír hjá mér. Ég og Selma vorum líka að fá einkunn úr verkefni sem gildir 20% af lokaeinkunn og við skelltum okkur á 9, 3 ég endurtek níu komma þrír...takk fyrir, hversu góður getur maður orðið í orðhlutafræði, nei ég er búin að spyrja mig oft að því í dag.

Í kvöld verður líklegast biografen fyrir valinu, það er eitthvað svo einföld lausn svona í prófum. Myndin verður Der Untergang þrátt fyrir ítrekaðar spurningar herbergisfélaga míns um það hvort ég sé viss um að ég hafi gaman að þessu því hún er jú 3 og hálfur tími. Hann er líka búinn að minna mig nokkrum sinnum á það þegar við fórum á flugvélamyndina um Howard Huges eða hvað sem hann hét og ég endaði á því að telja ljóskastarana í loftinu, djöfull var það leiðinleg mynd...

Hafið það gott um helgina, aldrei að vita nema maður skelli sér á eitt, tvö rauðvínsglös svona í tilefni þess að prófin fara að taka enda:)

KNÚS frá litlunni

miðvikudagur, maí 11, 2005

Elsku litlu lömbin...

Eins og flestir sem mig þekkja vita þá slæ ég sjaldan hendinni á móti ljúffengum sviðkjamma með rófustöppu og meðlæti...

Í dag munaði minnstu að ég myndi gefa almennt sviðaát upp á bátinn en Ragna sagði mér tvær bráðskemmtilegar sögur af sviðaáti sínu en hún er einmitt forfallin sviðaæta eins og ég.

Sú fyrri hljómar svo:

Ragna hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar hún smellti einum kjamma í pott, reyndar velti hún því fyrir sér að svið væru eitthvað sem maður ætti alltaf að eiga í ísskápnum. Þegar hún svo smellir stykkinu á diskinn og fer að skera sér hún að eitthvað grænt virðist leynast á kjammanum, hún setur bitann upp í sig og bragðast stykkið eins og úldin grasmygla. Ragna sker því aðeins meira af kjammanum og opnar hann þannig að vel sést í tennur og tungu (sem er besti parturinn) og viti menn haldiði að þar sé ekki bara fullur kjaftur af grasi, útataðar tennur í grasi og grasbiti á tungunni...grey skinnið hefur bara verið drepið í hádegismatnum!

Sú seinni fjallar um annars konar svið eða sviðasultu sem er ekki síðri kostur þegar kemur að þessum mat:

Ragna heldur á sviðasultunni með berum höndum og bítur bita, hún finnur hvernig hún þarf alveg að toga eitthvað stykki út... skyndilega er hún bara með ull í höndunum, þá hafði bara smá flækst með þegar var verið að sulla þessu saman.

Ragna sagði mér að hún væri komin í smá pásu frá sviðum, alls ekki hætt en í smá pásu!

Einhverja hluta vegna hafði þetta ekki nokkur áhrif á mig enda svið uppáhalds maturinn mitt og bragðlaukarnir mínir eins og í gamalmenni...

Annars er ég alveg ótrúlega ánægð með daginn í dag svona lærdómslega séð og ætla njóta þess að horfa á tvo áhugaverða þætti í kvöld. ANTM og svona til gamans má geta að ég hef haldið með Evu frá upphafi, reyndar misst af soldið mörgum þáttum en það bíttar ekki. Síðan er það Oprah sem er nú ekki alveg minn tebolli en ég bara verð nú að sjá þorramatinn sem verður boðið upp á!

Segir Lindsey Hólm sem hefur bara lúmskt gaman að orðhlutafræðinni:)
Svefngrímur og orkusöfnun...

Ég var beðin um að koma með örstutta lýsingu á æfingaleik HK og FRAM sem fram fór í gærkvöldi. Því miður sá ég ekki fyrrihálfleikinn en til að einfalda þetta má segja að FRAMARAR hafi verið með fullan rass af skít og skitið á sig! Menn hafa greinilega ekki munað eftir því að það á að skíta í hádeginu! (Torfan 2000).

Að sögn eins leikmanns FRAMliðsins hafa einstaka leikmenn verið í prófum og einkenndi því almenn þreyta og slappleiki einhverja. Menn mega náttúrulega ekki gleyma því að svefn og holl og góð næring er það sem skiptir máli í prófum og undirbúningi fyrir leik! Umræddur leikmaður hefur því tekið ákvörðun að leggja allt í sölurnar það sem eftir lifir vikunnar og safna kröftum fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins næstkomandi mánudag. Hann óskaði eftir svefngrímu til að ná enn betri hvíld og til að fyrirbyggja að utanaðkomandi áreiti trufli orkusöfnun hans. Hlutskipti mannanna eru því ansi mismunandi, á meðan sumir sitja sveittir í hljóðum lessal og stúdera orðhlutafræði eru aðrir sem liggja undir hlýrri sæng og safna orku fyrir fótboltaleiki:) Það er hins vegar ánægjulegt að menn eru að átta sig á því að það er alveg ógeðslega næs að fara upp í rúm milli ellefu og tólf á kvöldin.

þriðjudagur, maí 10, 2005

one more...

Jæja þá er ég búin að skila ritgerðinni í nútímabókmenntum og aðeins orðhlutafræðin eftir þann 17. maí. Ég bind miklar vonir við orðhlutafræðina enda er hún margslungin og þrælskemmtileg...

Ætla samt að taka restina af deginum í rest og slappa af, hitta 15 ára gamlan frænda minn frá Danmörku og hafa ofan af fyrir honum í kvöld, fara á fótboltaleik, panta pítsu og rifja upp dönskuna. Vi har to danske fodboldspiller i FRAM...bla bla bla

hej hej
Lilly

mánudagur, maí 09, 2005

Það verður að viðurkennast að mér hefur eiginlega bara alltaf gengið vel á prófum...

ég er svona prófatýpa, með límheila og drita niður allri minni visku sem virðist oft á tíðum falla vel í kramið hjá kennurum.

Í dag afsannaðist þetta, mér gekk hrikalega, hörmulega, skelfilega sem kennir manni það kannski að vera ekki alltaf svona öruggur með sig! Ég veit vel að ég hef ekki lært jafnt og þétt yfir veturinn en vá hvað ég er búin að læra mikið undanfarna daga og vá hvað ég vissi mikið í spekingaspjallinu í gærkvöldi en því miður kom bara einmitt eitthvað sem ég vissi ekkert um á prófinu. Þetta varð því ein heljarstór skáldsaga...
Spurning um að ferilrita hana?

-Lindsey out-

föstudagur, maí 06, 2005

Eins pínlegt og það getur oft á tíðum orðið að horfa á Djúpu laugina 2...

...þá var ég samt að fíla lokalagið í þættinum...Boogie boogie með Sveittum gangvörðum! Strákar er þetta ekki smá *hint* *hint* um að fara að henda í plötu með komandi sól og sumaryl.

Flott framtak hjá dj Stonie og Sillie Billie:)
Maður veit bara vart hvað tímanum líður þegar þessi próf standa yfir...

...en það er víst komin helgi og HELGI er kominn til landsins með kort í myndavélina mína, takk fyrir það:) (hef alltaf svo gaman að þessum brandara)

Annars er ég nú ekki einu sinni byrjuð, fer í það fyrsta á mánudaginn og síðasta þann 17. maí, já það er hugsað fyrir okkur fólkinu sem þarf að frumlesa slatta! Annars væri ég nú alveg til í að klára þetta fyrir næstu helgi, það er einhvern veginn alveg sama hversu lítinn tíma maður fær á milli prófa, alltaf næst þetta nú einhvern veginn. Það er nú samt engu öðru að þakka nema þrusu spekingaspjöllum nóttina fyrir próf og afbragðsjógaæfingum Margrétar sem fá sjálfsagt að líta dagsins ljós núna um helgina.

Reyndar er Lára líka búin að fá mig í lið með sér í gott hádegisprógram. Hún skellti sér inn á Borgarvefsjá og mældi einhverja hlaupaleið hérna í kringum Kennó svæðið, þannig að núna smellum við okkur alltaf út í hádeginu og skokkum aðeins. Síðan er bara tekinn pokaþvottur á þetta og haldið áfram:) Hrikalega hressandi trúið mér. Manneskjur eins og ég geta ekki setið á rassinum allan daginn. Gott sem Ingibjörg sagði: Maður á náttúrulega alltaf að læra í 5 mínútur og standa svo upp í klukkutíma...humm

Annars er komið eitthvað nýtt trend í 10/11...þegar maður er að borga spyr afgreiðslufólkið: Fékkstu allt sem þig vantaði? Ég: uh já já...

Æj það er bara helvíti fínt að vera í þessum prófum...
Góða helgi,
Yours truly Lindsey Hunt

fimmtudagur, maí 05, 2005

5.5. 2005

Í dag er 5.5.05 sem er einkar skemmtilegur dagur til að eignast börn, heppnir þeir sem eignast barn í dag. Börnin fá þá virkilega flotta kennitölu. Frænka mín er einmitt með eina flottustu kennitölu sem ég veit um: 101000-3030. Reyndar verð ég nú að viðurkenna að við vorum með smá sambönd Hagstofunni varðandi 4 síðustu...

En burt séð frá því þá missti ég mig í kaupum á sýnishornasölu hjá adidas í gær. Það sem ég uppskar með þeim kaupunum var: tvær originals peysur, rauð og blá, þrír æfingabolir, einar æfingabuxur, einn bleikur bolur, einn gulur bolur, bundinn fyrir aftan háls, útivistarjakki, taska, derhúfa, kvartbuxur og ekkert meira held ég, þetta er nú ekkert svo mikið þegar ég skrifa þetta niður...humm, hefði ég getað keypt meira, ójá léttilega, losaði mig við eina peysu og tvenna boli þegar ég var að fara að borga svona aðeins til að friða samviskuna. Annars ef ég tek saman heildarkostnað á þessu miðað við að ég hefði keypt þetta út úr búð þá erum við að tala um kannski 60.000-70.000 kall þannig að beisikklí var ég að græða feitt þar sem að ég borgaði mun mun mun minna fyrir þetta...svona kaup eru nú bara til að hressa mann við í prófalestrinum:)

Hafið það gott í dag, ég mun gera það hérna í SKÚTA, með Beck á fóninum.
Linda

sunnudagur, maí 01, 2005

Ástin er að komast í höfn...

...nú vantar bara nafn og eru allar hugmyndir vel þegnar. Álfrún stakk upp á I just called to say I love you! Vegna þess að við vorum að rifja upp í msn spjalli þegar við vorum í Skotlandi og ég hringdi heim til Andra og ætlaði að syngja þetta lag í símann. Þarna vorum við í 8. bekk og á góðri gelgju. Versta var að Ruth svaraði alltaf í símann í þessum þremur tilraunum og varð því ekkert úr þessu, bömmer!

Annars er ég í sveitinni og Lottó hrýtur eins og búrhvalur á meðan Ruth leggur kapall og sötrar Avena Sativa, áfengisupplausn er um 49% og hún reynir samt að telja okkur trú um það að hún sé óvirkur alki! Ha ha ha þetta á að vera eitthvað gott fyrir svefninn! Ég og Doktor skrifum ritgerðir og lesum til skiptis upp úr þeim og Ruth peppar okkur áfram. Það er samstaðan sem blívar hérna það er alveg á hreinu. Annars ætla ég að koma mér heim í bæli enda vinnudagur á morgun og eftir það verður settur lokapunktur á þessa blessuðu ritgerð.

Buona notte:)