þriðjudagur, mars 31, 2009

Ein fyrir ömmu Rut - í vestinu sem hún var bara að klára:)

Annars finnst mér alltaf jafnmerkilegt hversu miklar skoðanir 2 ára gamalt barn getur haft. Oft þegar ég sæki Áruna í leikskólann þurfum við að koma við í búð á leiðinni heim. Við stoppum annað hvort í Krónunni eða Bónus úti á Granda því það er svona mest í leiðinni. Í gær tilkynni ég það að við þurfum að koma við í búð. Þá heyrist úr aftursætinu: "Svínabúðina" (Bónus). Ég samþykki, já já við förum í hana. Síðan erum að við að koma að hringtorginu út á Granda og þá sést búðin vel og þá heyrist aftur: "þessa Svínabúð" já já þessa Svínabúð en þá bætir sú stutta við: "Bara Svínabúðina, ekki Krónubúðina!"

Spurning hvort Jóhannes í Bónus sé búinn að gera einhvern sérsamning við hana!

sunnudagur, mars 29, 2009

Frábær helgi að baki...

sem var svo sem ekkert svaka plönuð fyrirfram en þá verða þær eiginlega þeim mun skemmtilegri enda búið að vera stanslaust prógram síðustu þrjár eða fjórar helgar.

  • Við byrjuðum á því að sigla inn í helgina með fáránlegasta körfuboltaleik sögunnar þar sem KR-Keflavík fór í fjórfalda framlengingu. Við vorum gjörsamlega að fara á límingunum og svitinn eftir því þegar heim var komið.

  • Á laugardagsmorguninn fórum við mæðgur í vikulegan danstíma á meðan húsbóndinn hugleiddi. Aldrei þessu vant var dóttirin bara nokkuð stillt en hún er nú ekki þekkt fyrir að vera stilltasta barnið á svæðinu;)

  • Að danstíma loknum héldum við mæðgur í sund með Auði, Eyfa og Úlfari Jökli og þau vinirnir léku sér heillengi og stukku ca. 40 sinnum fram af bakkanum. Á leiðinni heim var fröken heimasæta líka gjörsamlega búin á því og rotaðist í bílnum og rumskaði ekki fyrr en tæpum tveimur tímum seinna.

  • Þá héldum við niður í bæ og gáfum öndunum brauð - rigning og leiðindasuddi úti þannig við vorum ekki lengi að færa okkur í skjól og kíktum aðeins í IÐU-húsið en þar var vinsælt að fara nokkrar ferðir upp og niður rúllustiga.

  • Því næst var förinni heitið á Mokka en þar er alltaf gott að grípa í sig vöfflu og kakóbolla.

  • Um kvöldið fór ég síðan í afmæli til Rögnu og tók þátt í pílumóti en þess má geta að ég náði yfir 80 stigum í einu þriggja pílna kasti þar sem ég hitti tvisvar í miðjuna, stóð því miður ekki uppi sem sigurvegari en sé mig alveg í þessu sporti í framtíðinni.

  • Eftir afmælið kíkti ég aðeins á Mappann en þar voru Helgi og AFO.

  • Sunnudagsmorgnar hefjast yfirleitt á Sunnudagaskólanum en þar fylgjumst við foreldranir með dótturinni sem spennir greipar, lokar augum og biður til guðs;) Ásamt því að syngja með öllum lögum og segir: Kraft Guðs, já takk og kýlir hendinni upp í loftið - mjög svo skemmtileg sjón.

  • Seinnipartinn var family-time með Mappa en við byrjuðum í lauginni og héldum síðan á Eldsmiðjuna þar sem pizzurnar runnu ljúflega niður.

  • Núna erum við síðan búin að þrífa allt hátt og lágt, Andri er úti í ísbúð og núna er hægt að halda inn í síðustu vinnuvikuna fyrir páska með bros á vör:)

  • 10 daga páskaleyfi rétt handan við hornið - gotta love it!

mánudagur, mars 23, 2009

Ágústa Rut var í þvílíku stuði í gær þegar hún var að fara að sofa og sagði mér, Andra og Svövu ýmsar sögur. Þar á meðal þessa um hana Stefaníu sem vildi ekki fá plástur!

sunnudagur, mars 22, 2009


Afmælisbarnið á Laugarnesveginum. Til hamingju með daginn. Við mæðgur munum dekra við sem endranær...

fimmtudagur, mars 19, 2009


Það veður á mér í kvöld...


en afi Langi Atli var að senda mér frábærar myndir sem hann tók í dag af heimasætunni og mér. Heimasætan var í brjáluðu stuði eins og sést á myndinni sem hér fylgir en ég setti restina í möppu inni á Áru síðu en eins og sést á myndunum er hún fögur og fríð líkt og faðir hennar:)


Ég var einmitt að hlæja að því með sjálfri mér í dag að það er tvennt sem ég fæ að heyra lágmark tvisvar daglega. Annað er þegar ég og Helgi Skalli tölum saman í vinnunni, þá heyrist alltaf úr einhverjum hornum: "Vá hvað er fyndið að sjá ykkur hlið við hlið hahaha". Hitt er að Ágústa Rut sé nú bara alveg eins og pabbi sinn og þetta hef ég núna heyrt minimum tvisvar á dag í tvö ár;)


Í gær fórum við í fyrsta foreldraviðtalið...

eins og gefur að skilja vorum við spennt að heyra hvernig dóttirin hegðar sér á leikskólanum því það fer nú ekkert endilega alltaf saman hvernig þau hegða sé heima eða annars staðar. Og eins og hún er nú lík Andra í útliti má segja að ég tryggi mér eignarétt á henni í fasi og hegðun;) Eða allaveganna að einhverju leyti...reyndar alls ekki öllu en nógu miklu til að ég sé örugglega viss um að eiga hana haha!

Ágústa Rut er mjög dugleg að borða á leikskólanum og borðar oft manna mest (þetta hefur hún reyndar ekki frá móður sinni því meiri gikk sem barn er erfitt að finna. Hún er samt óttaleg mús og stundum með lítið hjarta (minnir óneitanlega á móður sína) og það þarf stundum að fara að henni á ákveðinn hátt þannig að henni sárni ekki:) Maður kannast við þetta!

Hins vegar hefur hún verið að færa sig upp á skaftið undanfarið og er farin að láta í sér heyra þegar henni misbýður eitthvað og segir þá kannski hátt og skýrt: "NEI EKKI TAKA ÞETTA". Hún er vön að gera þetta hérna heima þannig að það kom okkur ekkert sérstaklega á óvart. Síðan getur hún verið ansi þrá ef hún er búin að bíta eitthvað í sig, eins og t.d. að hún vilji alls ekki borða eitthvað. Hún er mjög dugleg að leika sér og þá sérstaklega í heimilisleik sem kemur okkur ekki á óvart enda er hún alltaf eldandi hérna heima og fylgist með matreiðsluþáttum í sjónvarpinu!

Hún er einnig mjög dugleg að sitja og hlusta á sögur og er á leiðinni í eldri hóp til að hlusta á lengri sögur. Við vorum mjög ánægð með það enda leggjum við mikið upp úr lestrinum. Þegar hún er úti fer hún ekkert hratt yfir (lík föður sínum þar) en unir sér vel og finnst gaman úti.

Síðan er hún óskaplega passasöm með fötin sín og vill helst ekkert vera að fara úr buxum og vera á sokkabuxum;) Þannig að stundum sefur hún með fötin hjá sér í hvíldinni. Þetta hlýtur að skrifast á eitthvað óöryggi eða bara að henni er afar annt um þessar fínu flíkur sem hún á;) En þetta byrjaði svona eftir jól en hefur lagast, ég skrifa þetta á veikindi.

Við vorum því afar ánægðir foreldrar sem gengum út úr viðtalinu. Í haust gæti samt verið að hún segði skilið við þennan leikskóla og byrji hérna í hverfinu sem er auðvitað hagstæðara og þægilegra fyrir alla en við eigum óneitanlega eftir að sakna Ægisborgarinnar enda frábært starfsfólk sem vinnur þar.

Litla skottan sagði síðan frábæra setningu í bílnum áðan: "Mamma, viltu koma með mér í búðina og humm kaupa kannski pakka handa mér!" Ein orðin soldið vön að fá pakka;)

miðvikudagur, mars 18, 2009

Mæli með IKEA lunch...

Við mæðgurnar vorum heima í dag því heimasætan náði að krækja sér í einhverja augnsýkingu og mátti ekki fara á leikskólann fyrr en búið var að nota smyrslið í tvo daga en þá á hún að vera hætt smita.

Og þar sem hún var náttúrulega alveg hress og kát ákváðum við að skella okkur í IKEA. Ekki oft sem maður kemst þangað á skikkanlegum tíma og sleppur við leiðindaumferð. En allaveganna, við fengum okkur að borða, ég súpu og brauð á 165 kall og kristal fyrir sömu upphæð. Ára valdi sér sænskar kjötbollur með kartöflum sósu og sultu. Þegar ég kom að kassanum komst ég að því að barnamaturinn var ókeypis og ég borgaði því litlar 330 kr. fyrir máltíð fyrir okkur báðar. Fáránlega ódýrt sem betur fer kannski miðað við það sem ég keypti. Fór upphaflega með það í huga að kaupa einn ramma en rétt náði að rogast út með það sem rataði síðan ofan í körfuna hjá mér. Fannst nefnilega allt í einu svo sniðugt að kaupa nýja lampa í svefnherbergið, blóm í stofuna, hnífapör, ýmislegt í Áru herbergi, kerti og fleira og fleira....

mánudagur, mars 16, 2009

Smá myndasyrpa...

Svona er hressleikinn að loknum Sunnudagaskóla:)

Þegar þessi tvö hittast eru alltaf tekin nokkur dansspor

Enda Álfurinn allur að mildast þegar kemur að því að ræða dansnámskeið;)

Áran dró Eldinn á eftir sé út um allt - með tökin á þessu ennþá!

Og svo ein af æskuvinkonunum með frumburðina - þau eru nú orðin ansi stór bæði tvö!

Síðan var ég að fá svo mikil gleðitíðinni að ég ræð mér varla af kæti en ætla leyfa viðkomandi að "pósta" því sjálf:)





sunnudagur, mars 15, 2009

Ég veit ekki hvað kom yfir mig þessa helgina en ég er búin að borða meira en góðu hófi gegnir og þá á ég við miklu miklu meira...

Bernhöftsbakarí var heimsótt tvisvar en þeir bjóða upp á rúnstykki á 5o kr. Persónulega finnst mér kryddkubbarnir bestir en þeir hafa verið uppseldir báða dagana um hádegi þegar ég mætti á svæðið. Greinilega fleiri sem halda upp á þá. Einnig er hægt að fá ansi veglegt ciabattabrauð á 100 kall og snúða og kleinuhringi á spottprís. Núna er ég alveg hætt að fara í Jóa en rán að stíga fæti þangað inn. Áfram Bernhöftsbakarí sem var að ég held stofnað einhvern tímann á fyrri hluta 19. aldar.

Síðan fengum við mæðgur okkur smá Mc´Donalds og í dag var piparsteik og berniese með frönskum og öllu tilheyrandi. Og rétt í þessu var Svava að reiða fram dýrindis pönnsur...

Eitt sinn skrifaði ég endalaust hérna á bloggið mitt um allt sem ég borðaði - síðan hefur runnið mikið vatn til sjávar og núna skrifa ég meira um barnauppeldi, veikindi og svona allt og ekkert, mest bara tilgangslausa hluti sem mér finnst samt svo gaman að skrá hjá mér.

Á föstudaginn fórum við skötuhjú á árshátíð skólans. Við ákváðum að breyta aðeins til og að þessu sinni héldum við á Landnámssetrið í Borgarnesi, borðuðum þar á hlaðborðinu og skelltum okkur síðan á Mr. Skallagrimsson. Sýningin hlýtur meira en fullt hús stiga að okkar mati því Benedikt Erlingsson er svo fáránlega fyndinn að á tímabili hélt fólk á næsta bekk að AFO myndi ekki ná andanum! Ég held að það séu ekki margar sýningar eftir en ef þið hafið ekki farið myndi ég skella mér sem allra fyrst. Þetta er skemmtun í hæsta gæðaflokki og næst á dagskrá hjá mér er að lesa Egilssögu en einhverra hluta vegna hefur hún orðið eftir hjá mér í fornbókmenntunum. Las Laxdælu og Njálu í Kvennó og síðan hef ég kennt Gunnlaugssögu og Gíslasögu.

Fleira var það nú ekki.

laugardagur, mars 14, 2009

Hvaða strákhnokki er á myndinni???

Ég var að fá upplýsingar um frábæra síðu www.timarit.is en þar má finna blaðagreinar allt frá árinu 1910. Ég er búin að vera að dunda mér núna í dágóða tíma við að grafa upp ýmislegt gamalt og gott. Eins og t.d þetta og þetta og síðan hefur minn frábæri húmor greinilega ekki farið neitt sbr. þessa góðu brandara:)

Og nú getið þið byrjað að slá ykkur upp...
Blöðrustuð í boði Áru...







-er búin að vera mikið í því að vilja halda á þeim öllum í einu-



föstudagur, mars 13, 2009

Afmælismyndirnar eru komnar inn á 123.is/agustarut en þær eru hátt í 100, einnig setti ég nokkrar nýjar í febrúar úr útskriftinni hans Helga Skalla.

Árshátíð Laugalækjar í kvöld og nóg að gera as always. Álfurinn minn á landinu og ef þú ert að lesa þá er ég að reyna að ná í þig því ég vil knúsa Eld um helgina!

Góða helgi annars - ég spái því að það bætist tvö ný börn í vinahópinn um helgina!

laugardagur, mars 07, 2009


Afmælistrylling lokið...


og við þökkum kærlega fyrir dótturina sem er nú mörgum flíkum og leikföngum ríkari og er búin að vera alveg hæstánægð með þetta allt saman enda búin að æfa afmælissönginn síðan fyrir jól!


ég stakk upp á því að við þyrftum að fara að brjóta inn í "zendo" til að koma öllu þessu dóti fyrir en ég geri mér grein fyrir að það verður nú varla gert enda gott að eiga góðan griðarstað.


við vorum búin að ákveða að panta okkur "MarsEldsmiðjutilboðið" þegar við værum búin að ganga frá öllu og ryksuga og skrúbba (litla ryksugan kom auðvitað að mjög góðum notum eins og í allan dag) og ég hringdi rétt fyrir hálf tíu og þá var eins og hálfs tíma bið þannig að núna býð ég bara hérna í sófanum með kalda kók eftir pizzu...nammi namm!
Set inn myndir fljótlega!

föstudagur, mars 06, 2009

2 ára Ára!
Glöð með nýju ryksuguna sína og tvær cup cakes með kerti í morgunsárið:)