miðvikudagur, september 28, 2005

Folks! Ég fékk nýtt símkort áðan hjá Vodafone, sama númer og nú er ég búin að grafa upp gamla 5110 símann minn (hver man ekki eftir þeim fornaldargrip) og mun notast við hann fram að brottför sem er btw eftir minna en 2 sólarhringa:)

Hins vegar tapaði ég öllum símanúmerum með þessum missi og mun örugglega auglýsa eftir einhverjum á næstu dögum:)

-Lil-
Það er gaur að flísaleggja hérna inni á baði útaf lekanum sem m og p lentu í. Ég sat inni í eldhúsi í mestu makindum að lesa bækur á háskólastigi og hann spyr: "Hva, ertu í MS?" Ha nei ég er í Kennaraháskólanum.....og missti tómat á mig í bræði minni yfir því að han héldi að ég væri í menntaskóla, lov it! Ætla kaupa mér fullorðinstöflur í Ameríkunni, það hlýtur að vera til!

-L svekkt yfir því að vera svona barnaleg-
Hvar er síminn minn???

Gott fólk!

Ég týndi símanum mínum í gærkvöldi, æ nó það er Andrafnykur af þessu en svona er þetta, ég virðist taka upp ýmsa af hans siðum:)

Ég tel mig að sjálfsögðu það mikilvæga að símaleysi í einn, tvo, þrjá eða fleiri daga muni rústa einhverju. Ef síminn kemur ekki í leitirnar mun ég vera án síma þar til ég kem frá NYC og kem væntanlega til með að fjárfesta í einum slíkum í fríhöfninni!

Á meðan er hægt að ná í AFO 6984587 eða senda meil lindheid@khi.is:)

-Miss important kveður að sinni-

mánudagur, september 26, 2005

New York New York...

Eftir 4 daga, 4 eróbikktíma og 4 verkefniskil (kannski ekki alveg 4 en samt!) verð ég í Ameríkunni eða eins og ég er búin að segja við nokkra kennara Ég þarf að skreppa til Ameríku!

Ég á nokkra dollara í cash, er komin með hærri heimild á vísað, búin að fá risatöskur lánaðar, sem fara væntanlega hálftómar út en koma stútaðar heim! Eða hvað á maður eftir að versla eitthvað þarna...einnig er búið að panta veitingastaði, Asia de Cuba, Bed (sams konar og í satc) og Cesca (italian style). Ásamt margra bls. skipulagsplönum varðandi innkaup og annað slíkt. Hef staðið mig alltof oft í vikunni að því að eiga að vera að læra en hef þá óvart álpast inn á Abercrombie, Urbanoutfitters, Victoriu, Levis, Adidas og fleira og fleira og fleira...

Þar sem að AFO fer afar sjaldan á netið til þess að lesa bloggsíður þá ætla ég að spyrja þig kæri Stifti hvort þú munir nokkuð hvað búðin heitir sem þú keyptir hringinn þinn í? Hef í hyggju að finna slíkan handa honum:)

Það er orðið daglegt brauð hjá mér að frétta af fjölgun barna á Íslandi. Í gær heyrði ég af þessari og í dag af annarri. Hver verður það á morgun?

Ég óska þeim öllum að sjálfsögðu innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir:)

Annars langar mig að enda þessa færslu á skemmtilegu kvóti frá Stóra Magga við Skallann: "Mamma þín hitti Andra og hana litlu duddu þarna hvað hún heitir aftur...."

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt um sjálfan sig!
kveðja frá litlu duddunni:)

fimmtudagur, september 22, 2005

Það er búið að klukka mig í þessum bráðskemmtilega eltingaleik sem á sér stað í bloggheimum!

Hér koma því 5 useless atriði um mig:

1. Ég hef óstjórnlega gaman að því að horfa á íslenska knattspyrnu og var staðin að því um daginn á leik Fylkis og ÍA að stökkva undan regnhlífinni sem ég og Andri stóðum undir og fagna marki sem Fylkir skoraði, stuttu seinna gerði ég hið sama þegar ÍA skoraði. Maka mínum fannst þetta undarleg tilþrif enda stóð hann sallarólegur undir regnhlífinni. Keppnisskapið sjáiði til keppnisskapið:)

2. Mér finnst hrikalega fyndið þegar fólk mismælir sig og hlæ mig yfirleitt máttlausa. Þetta þurfa ekki að vera stórvægileg mismæli, bara ogguponsu!

3. Mér finnst ótrúlega gaman að skipuleggja hluti og hef yfirleitt meðferðis í það minnsta 2 skipulagsbækur, mörgum til mikillar mæðu.

4. Ég er FRAMARI af guðs náð og mun vera það forever sama hvað gerist. Þetta er föður mínum að þakka en hann tók mig með sér á leiki frá því að ég var 7 ára og borgaði mér 100 kall fyrir hvert mark sem FRAM skoraði.

5. Ég tala alveg óstjórnlega mikið í síma og við matarborðið. Þegar Harpa systir mín var lítil og mamma var að ná í mig á dansæfingar þá sagði Harpa stundum eftir langa stund (þegar ég var búin að mala út í eitt) Veistu að ég er í bílnum!

Þetta voru fimm useless atriði um mig. Ég held því áfram að klukka og klukka Skallann, Álfrúnu, Regínu, Afa wonder og Hjalapeno

Í dag fór Andri á æfingu á prins Polonum okkar en vanalega keyri ég hann þar sem ég fer og kenni hjólatíma á meðan nema hvað að ég var veik í dag og fór því ekki. Um áttaleytið sé ég hann keyra hérna upp að húsinu með Buffhrútnum og auðvitað fannst mér þetta fyndið og hringdi í hann á meðan hann var fyrir utan:

L: Ertu að fá far heim?
A: Já af hverju
L. nei bara útaf því að þú fórst á bílnum!
A: já er það????

Einmitt!

Smá auka useless en er samt fegin að hann heldur í þessi "að vera utan við sig moment"
Líka greinilegt hver er meira á bílnum en það er nú önnur ella!

-L- kveður að sinni

miðvikudagur, september 21, 2005

Ég fer að verða einn sá slappasti bloggari sem um getur...oh well hlýtur að koma að því að ég dett í gírinn.

Annars held ég að þetta blogg hafi fallið sjálfkrafa með Frömurum en gæti komist á skrið við bikarmeistaratitil!

Tilfinningin er í líkingu við að missa náinn ástvin:(

fimmtudagur, september 08, 2005

Ég og Jónas erum þokkalega að bonda...

Mun eyða kvöldinu í að undirbúa fyrirlestur sem ég ásamt Selmu og Ernu flytjum á morgun um Jónas Hallgrímsson.
Þakka mikið fyrir að hafa Andra hjá mér, hann er svo mikill spekingur.
Ég man þá gömlu góðu tíma þegar ég var miklu klárari en Andri í skóla, t.d. í 12 ára bekk kunni hann ekki að reikna svona deilingardæmi og ég og Regína kenndum honum það. Meira að segja í menntaskóla aðstoðaði ég hann mikið við að gera ritgerðir, kenndi honum þýsku og þar fram eftir götunum...í dag eru breyttir tímar, eftir 9 mánuði verð ég orðin grunnskólakennari og ég stend mig að því að leita til Andra í sífellu, hann er líka alltaf að lesa og lesa og lesa, mér finnst hann alveg ofboðslega klár:)

Eina sem ég veit að ég get enn hjálpað honum með er að gera heimildaskrá í ritgerðum og það er ekki séns að ég ljóstri upp leyndarmálinu með það!

Annars hækkuðu stöðumælaverðir mikið í áliti hjá mér í gær. Var á leiðinni í búð niðri í bæ og klukkan var svona ca. 20 í sex, ég var ekki með pening á mér en hugsaði að það væri nú týpískt að fá sekt og stend svona fyrir framan mælinn og hugsa mig um. Kemur ekki stöðumælavörður gangandi og segir við mig: vertu nú ekker að skella 100 kalli í þetta, þá ertu alveg með stæðið til hádegis á morgun! Ég alveg nei nei...hann tekur sig þá til og skellir 20 kalli í fyrir mig! Aldrei lent í öðru eins...einmitt góð saga!

-L and Jonni out-

laugardagur, september 03, 2005

Tjékkið á dollaranum í dag kaup: 61,22 kr. og ég að fara til NY 30. sept, á maður að fara að kaupa sér dollara, er það málið? Hvað segja hagfræðingarnir Ála???

fimmtudagur, september 01, 2005

Ég var í forfallakennlsu með 6 ára krakka í skóla einum hérna í hverfinu, litlu snúllurnar, þau voru svoooo góð og sæt. Af hverju eru ekki öll börn svona góð?

Ég er sem sagt formlega orðinn stundakennari í þessum skóla, já já maður kann að finna sér verkefnin en ég má samt alltaf segja nei ef ég kemst ekki þannig að no worries! og ég kemst nota bene bara á fimmtudögum og föstudögum þ.e. ef ég kemst þá:)

Veit ekki hvort að ég eigi að taka stutta kríu, fá mér góðan bakarísmat (fyrsta skipti í langan tíma sem ég minnist á mat) eða vera ótrúlega skynsöm og byrja bara strax að lesa, en eins og ég og Magga vitum þá er ekkert of gott að byrja á þessu síðasta strax, virðist alltaf vera algjör óþarfi hehe:)

Ég fór á kaffihús í gær með Fredrik og Hrafnhildi og mig langar svooo mikið að læra þessa sænsku, það er bara ekki hægt að vera í vondu skapi ef maður talar sænsku...

Har det brav:)
Lil