laugardagur, júní 18, 2011

Tókum 17. júní alla leið - með góðri byrjun á brunch með Álfi og Eldi, Brúðubíllinn, Ballið á bessastöðum ásamt öðrum atriðum, gasblaðra, snudda, andlitsmálning, 1 árs afmæli, grillveisla í Geislanum og punkturinn settur yfir i-ið þegar við rúntuðum í bæinn aftur að verða tíu um kvöldið og Ára fékk Candy flos og nammiúr:)

Við hýsum síðan eitt stykki ungling hérna á heimilinu - Svansý býr hjá okkur í nokkra daga og sefur í Buddha herberginu:) Það þarf ekki að hafa mikið fyrir þessum unglingum, leyfa þeim að sofa, þvo fötin þeirra og gefa þeim kvöldmat:) Ég tók síðan 17. júní vaktina og náði í hana í bæinn að verða eitt, alveg til fyrirmyndar hún Svava mín:)

Fullt af nýjum myndum á myndasíðunni undir maí/júní 2011!

Sæta 17. júní stelpan okkar

Flestir vita að AFO er búinn að vera á Paleo mataræði í rúma þrjá mánuði - hér má sjá hann ferskan í brunch:)

miðvikudagur, júní 15, 2011

Ég er ekki í lagi...

var að skoða gömul blogg frá mér og sé þá komment frá Selmu um að hún bíði svo bara eftir 29 ára afmælinu mínu og þá rifjast upp fyrir mér að ég hef tvisvar haldið "merkisafmæli" án þess að það sé merkisafmæli! Fyrst þegar ég var 19 ára á Hjallaveginum og síðan 24 ára afmæli á Kambsveginum, báðar veislurnar nokkuð stórar og mikil gleði og gaman. En um leið og ég las þetta komment frá Selmu fannst mér eins og ég hefði klikkað á 29 ára afmælinu og ég þurfti að taka mér alveg góðan tíma í að hugsa hvað ég væri eiginlega orðin gömul, greinilega gömul því það rann síðan upp fyrir mér að ég verð 29 ára í október á þessu ári - ég held það sé nú barasta ekki í lagi með mig! Fannst í augnablik að ég væri orðin 29 ára:)

En ég klikka ekki á partý-inu - lofa því:)

föstudagur, júní 10, 2011

Það hefur verið nefnt áður að Ára erfði textagenið frá mér, sælla minninga þegar hún söng "djobbelífs" (Don´t believe) með John Lennon:)

Í morgun var hún alveg megahress á leið leikskólanum - nýbúin að horfa á kirkjuþættina "Daginn í dag" sem eru vinsælir þessa dagna á "vodinu". Nema hvað að við heyrum hana syngja hástöfum: "Daginn í dag, daginn í dag gerði drottningin, gerði drottningin, gleðjast ég vil, gleðjast ég vil og vakna þennan dag og vakna þennan dag"

Greyið barnið þarf að lifa með þessu líkt og ég:)

Sumarfrí frá Laugalæk og skemmtileg vorferð í gær þar við Svavar frumsýndum starfsmannamyndband sem við erum búin að vera að grúska í ásamt nokkrum góðum aðstoðarmönnum og kom skemmtilega á óvart - set það kannski hérna inn við tækifæri.

Núna er Harpa í Exeter og verður í allt sumar, Svansý rokin til Spánar í fótboltaferð og mamma og pabbi á leið í Hólminn á mánudaginn, ég held að þetta hafi bara aldrei gerst áður að við séum svona öll á sitthvorum staðnum, verður örugglega mjög skrýtið!

Annars er ég mjög svo fegin að eiga Frakkland inni í júlí þar sem sumarið virðist ætla að koma ansi seint og um síðir hérna á Fróni en það kemur ég er viss um það.

Góðar stundir.

mánudagur, júní 06, 2011

2 ár liðin síðan þessi ógleymanlegi dagur átti sér stað, ótrúlegt hvað tíminn flýgur! Þetta þýðir bómullarbrúðkaupsafmæli og því var fagnað með góðum late night dinner á Horninu. Mér finnst reyndar að ég mætti kaupa mér eina bómullarflík líka:)

Annars get ég ekki hætt að hlæja að mismælum skólastjórans á útskrift 10. bekkjar fyrr í kvöld - ætlaði að segja "en þar ræður ríkjum" en mismælti sig og tók mestu mismæli allra tíma: "en þar ríður rækjum" - og þeir sem þekkja mig vita að ég ELSKA mismæli og það sem ég hló, maður minn, þurfti næstum að yfirgefa salinn!

Svansý formlega búin að ljúka Laugalæk og Laugó-mafían því einum liðsmanni færri. Hún stóð sig með glæsibrag og fékk himinháar einkunnir:)

Sóley snillingur fór létt með að unga út "litlum" 4 kg dreng en hann er yndislega fallegur og mikil værð yfir honum. Ég hugsa til þeirra svona ca. 10 sinnum á dag, mér finnst svo leiðinlegt að vera ekki nær þeim á þessum miklu tímamótum.

Sía mín búin að fá íbúðina sína á Laugarnesveginum og nú getum við farið að samnýta Bónusferðir og elda saman og rölta yfir í kvöldrauðvínsglas eftir erfiða vinnudaga:) Ég tók eldhúsið hennar í nefið í gær og kom skipulagi á hlutina - you know me, hata ekki að endurskipuleggja eldhús!

Annars eru þrír litlir vinnudagar eftir í Laugalæk og síðan tekur við smá danskennsla fram að Lu France sem verður geggjað - ég bara veit það.

*pís át*