mánudagur, nóvember 29, 2004

Frábær ferð til Flórens (stuðlað)

Ég get ekki haft þetta langt núna þar sem ég er að lognast út af sökum þreytu, klukkan að ganga þrjú. Er samt með kveikt á kertum í tilefni fyrsta í aðventu, er að horfa á piparkökurnar úr IKEA og ætla gæða mér á nokkrum, einnig er ég að hlusta á pottþétt jól útlenska diskinn og var að enda við að ljúka sunnudagssímtalinu við Andra, hvað gæti verið betra?

Jú ég var að koma úr snilldarferð til Flórens nánar tiltekið úr Casa de sprelló (ég sleppti hinu nafninu stelpur mínar þar sem ég er komin með hlutverk í leiknum). Til að gera langa sögu stutta er eftirfarandi það sem ég viðhafðist þessa helgi:

Kláraði að kaupa allar jólagjafirnar á einu bretti. Að sjálfsögðu með mikilli aðstoð Hrabbs enda ég með valkvíða á hæsta stigi og þurfti hennar aðstoð við

Keypti 40 jólakort sem ég ætla að skrifa á Stansted meðan ég býð í 8 tíma eftir að komast heim

Borðaði bestu pizzu sem ég hef fengið með alltof miklum hvítlauk (enda allir í casa de sprelló með kvebba

Svaf á svefnsófa í miðju reykskýi

Tók hraðgöngu með Hröbbu um alla Flórens til að meika jólagjafainnkaupin á réttum tíma

Eyddi metmiklum pening á mettíma

Gerði góð prúttkaup við Bóbó

Horfði á satc í billjónasta skipti

Sjoppaði meira

Borðaði beyglu og braut gosbindindið með því að fá mér eina diet með

Fékk mér marga café latte til að halda mér við innkaupinn

Vaknaði við að lúðrasveit var að spila fyrir utan gluggann og vaknaði líka við að le shef var mætt í eldhúsið kl 9 á laugardagsmorgni

meiri hraðganga

chili con carne eða eitthvað svoleiðis sem kom meltingu á aðeins meira skrið en venjulega og er ekki ráðlagt fyrir langar lestarferðir

Lenti á séns í lestinni með gaur með dredda sem byrjaði á small talk ca 20 mín áður en á áfangastað var komið. Pínlegt það, bauð mér svo í breakfast í fyrramálið, ég þakkaði pent og sagðist þurfa að læra enda brjálað að gera hjá mér í skólanum hérna úti!

Kom heim og sýndi gjafir öllum til mikillar gleði, en stelpurnar skildu samt ekkert í því að ég væri að kaupa gjöf fyrir ömmu hans Andra og mömmu hans og pabba og frændur hans og gjöf frá ömmu til Andra og meira og meira og meira. Ég útskýrði fyrir þeim að ég hugsaði að sjálfsögðu um alla stórfjölskylduna. Það þýðir nú ekkert að fara í burtu í 4 mán og koma heim án gjafa, nei það er ekki minn stíll.

Núna er ég hins vegar að sálast úr hungri og myndi helst vilja fá mér special K með mjólk en ég á bara mjólk, þá datt mér í hug gnocci en þá á ég bara sósu og hvítlauk, þá hugsaði ég ummm flatkökur í frystinum, en nei þá á ég ekki ost. Hvað er að gerast með húsmóðurina, á ekkert sem passar saman, þoli ekki þegar ekkert passar saman.

Takk fyrir mig elsku Casa de sprelló hlakka til að hitta ykkur um jólin.

Ég býð því góða nótt í skjóli nætur.

Linda

föstudagur, nóvember 26, 2004

Nýir tenglar........

Ég setti hana Hörpu hérna í tengla sem ég les gjarnan á löngum kvöldum hérna í Genova og hef gaman að. Ég og Harpa þekkjumst eiginlega ekki neitt en ég man eftir að hafa farið einu sinni með henni á Nings, eitthvað FRAMara tengt og ég er heldur ekki frá því að hún hafi einu sinni verið á einhverju FRAMdjammi í FRAMhöllinni. Enda spilaði kærastinn hennar eitt sinn með FRAM. Ég man ansi eftirminnilega eftir honum, því hann var alltaf með aðra höndina inni í peysuerminni, getur það passað?

Ég talaði við Skallann í síma í nótt og það var sjovt, Skallinn er alltaf hress og upplífgandi, einnig ræddi ég við Bjössa á msn og við gerðum upp okkar mál sem voru reyndar löngu uppgerð held ég. Hins vegar er ég á leið í afslöppun til Flórens núna, koma mér úr annríkinu hérna í Genova, búið að vera alltof mikið að gera þessa vikuna!

Hafið það gott um helgina strumparnir mínir.
Belinda

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Verð að segja það að ég er með bad hairday í dag.....þoli ekki svona daga, spurning hvort maður geti látið sjá sig í afmælinu. Er samt tilbúin nema með hárið, þoli ekki svona hár, á ég að slétta eða hafa liði. Hvaða virkar best, ég veit það ekki.


Hérna eru komnar myndir frá ferð Margthrude til okkar. Ég biðst afsökunar á fíflaganginum í mér á sumum myndum, stundum ræð ég bara hreinlega ekki við mig.

Afmæli Martinu í kvöld, surprise partý fyrir hana á einum bar.
Flórens á morgun, tjill og sjoppaðar jólagjafir.

Góða helgi
Bellan í stuði með 50 cent að þrífa casa de mongo:)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Ég verð að segja það að eftir að hafa klárað tvær ritgerðir í dag þá elska ég internetið og copy/paste fedusinn. Hins vegar bendi ég á skemmtilega ferðasögu Margthrute hér. Fleira var það ekki í bili. Góða nótt, bið engla og himinn að vaka yfir ykkur.
Silfurskotturnar hafa ekki sungið sitt síðasta......


Ég hef séð tvær hérna inni á baði og Sara eina. Það segir okkur það að þær þrífast hérna í casa de mongo. Kemur mér hins vegar ekki á óvart þar sem eldhúsvaskurinn er búinn að vera stíflaður í tvær vikur, þvottavélin virkar illa og sturtan er að mygla. Annars var plummerinn hérna rétt áðan að laga þetta og Cutri reyndi að sjálfsögðu að kenna okkur um að vaskurinn væri stíflaður og sagði að við hefðum örugglega verið að halla okkur upp að honum.........góða ástæðan fyrir að stíflast!

Annars er ég að heyra einhver rumour um óléttu í bekknum okkar.......ég ætla bara að minna á það hver var fyrst til að átta sig á að Eva væri ólétt þannig að ég bendi fólki eindregið á það að snúa sér til mín ef þið viljið aðstoð við að finna út hver er ólétt og hver ekki:)

Aldrei þessu vant þá kallar lærdómurinn.....ekki láta skotta ykkur upp úr skónum!

Silfurskottan:)

mánudagur, nóvember 22, 2004

Margthrute sind aus Berlin gereist......

Fór í morgun við fallega kveðjustund okkar þriggja hérna á flugvellinum í Genova. Þar ég sturtaði í mig expresso til að koma mér í gang. Maður er orðinn ekta Ítali í þessum málum!

Söngurinn í gær gekk vonum framar og áskotnaðist okkur 10 evrur á aðeins 40 mín. Skil ekki hvernig fólki datt í hug að gefa okkur pening, sumir skelltu jafnvel 2 evrum í hattinn. Eftirfarandi er lagalistinn sem við tókum:

Fatlafól
Höfuð herðar
Ísland ögrum skorið
Flugan
Öxar við ána
Hótel jörð
Ágústkvöld
Sprengisandur
Maístjarnan
Vertu til með fimm hey í endann
Kátir voru karlar
Þytur í laufi
Meistari Jakob
Skátasöngvar

Það besta var samt að við gátum endurtekið þetta aftur og aftur því að sjálfsögðu skilur engin íslensku og fólk var ekkert að átta sig á því að það var verið að taka sömu lögin aftur. Snilldin ein!

Hins vegar komumst við endanlega að því að ég er með valkvíða á háu stigi. Get aldrei ákveðið mig með neitt sem skiptir engu máli. Ég hef sterkar skoðanir á hlutum sem skipta máli en þegar kemur að því að ákveða hvort ég eigi að fá mér cappucino eða expresso liggur við að ég detti niður af kvíða. Þetta minnir mig á valkvíðakvæðið sem Andri samdi einu sinni og ég læt það því fylgja með:

Ég stend á vegamótum
og vá mig langar burt
en vandamálið er
ég veit hreinlega ekki hvurt

fjötraður valkvíða
ég færist engu nær
því finn ekki
hrokafullan áttavitann er felur sig og hlær

mér finnst bara eins og
ekkert bóli á betri tíð
bjartsýnin á brott
og því sit ég hér einn og bíð

þykist nú þröngva
þessu í þín eyru það er frekt
en þarfleg er aftöppun
og ég læt þig í friði ef þú lánar mér trekt

hví er ég að kveina
svo kílómetrum skiptir aumt val
- kvíðakvæði sem
kvikar ekki nokkru svona vonlaust hjal

og ég veit að ekki
er vænlegast að eiga alla völina
því víðáttan hún er
vandinn sem fóðrar einmitt kvölina.

En það er hins vegar greinilegt að ég hef erft fleira en ofvirknina frá honum afa mínum. Hugsa samt að hann syngi nú aðeins betur en ég!

Og Erna Björk er ég nokkuð að missa af miklu í íslenskuna, bomba ég mér ekki bara beint í skemmtilegu áfangana eftir jól. Hvernig fólk er þetta í bekknum, eitthvað stuð í þeim eins og okkur?:)

Jæja frökenin er farin að læra enda nálgast ritgerðarskil, hins eru þetta þau einu á önninni:)

Söngfuglinn


laugardagur, nóvember 20, 2004

Hey alleúbba!

Það er eiginlega alltof gaman hjá okkur stelpunum hérna. Í gær fórum við á erasmus kvöld á Jasmine, matur og alles, jytte brav, ég og mag samt soldið gamlar og lúnar og fórum heim um tvö. Á meðan tók Krunka þetta út fyrir okkur:)

Í dag hjálpuðum við Möggu að versla, mér finnst alltaf gaman að versla hvort sem það er fyrir mig eða aðra. Ég fann mér líka ýmislegt fallegt þannig að ef einhver vill spara sér ferð í Kringluna til að kaupa jólagjöf fyrir mig þá get ég keypt hana sjálf hérna;) Látið mig bara vita og ég sendi bankanúmerið um hæl. Lofa að nota hana ekki áður en ég kem heim.

Á morgun er stefnan sett á Nervi sem er úthverfi hérna í Genova. Margir verða eflaust hissa á því sem við erum að fara að gera en þetta er hugmynd sem kviknaði þegar við vorum þar í fyrradag að rölta meðfram strandlengjunni og syngja íslensk lög. Við ætlum nefnilega að fara á morgun og syngja með hatt fyrir framan okkur. Við erum búnar að setja saman 15 laga prógram og svo er Krunka alltaf með einhverja skátasöngva til að fylla inn í. Þegar við vorum þarna í fyrradag var allt gamla fólkið alveg heillað af sönghæfileikunum okkar þannig að við gerum okkur vonir um mikinn gróða. Fylgist með þessu, heitar fréttir verða settar inn annaðkvöld!

Annars kem ég heim eftir svo stuttan tíma að það er ótrúlegt, ég vona að snjórinn verði áfram því það er ekkert jólalegt hérna, alltof mikil sól og lítið um jólaskraut enda Íslendingar meistarar jólaskrautsins.

Lifið heil,
Linda

föstudagur, nóvember 19, 2004

Margthrute Schneider er maett i fullum skruda til pizzalandsins......
...gekk nu ekkert alltof vel hja henni ad komast hingad thvi hun rett missti af fluginu fra stansted og thurfti ad fljuga til milano og taka lest thadan. Reyndar for velin til milano a undan velinni til genova en folkid hja ryanair er eitthvad klikkad og hleypti henni ekki um bord thvi hun var korteri of sein i bording en thad var ut af thvi ad velin hennar fra berlin var of sein. Meiri vitleysan. Hun komst samt heil a hufi og var tekid turistarolt um baeinn, drykkur a Grigua, drykkur a litlum bar og svo var ad sjalfsogdu farid ad borda a trattoriunni i gotunni okkar. Thar eru live dansarar fimmtudaga-sunnudaga og their bjoda folki med ser ut a golf, agalega hressandi, eg hef lent i theim tvisvar og Krunka einu sinni thannig ad vid vorum bunar a plana thetta a Margthrute. Ad sjalfsogdu var hun tekin upp, baedi ut a golf og a video:) Eg og Krunka gatum heldur ekki sleppt thvi ad vera med enda farnar ad kunna hreyfingarnar, madur var nu ekki i 15 ar i dansi fyrir ekki neitt:) Spurning um ad fa vinnu tharna thar sem flyerarnir voru ekki ad gera sig fyrir mig!
Sidan var haldid heim og horft a sidasta thattinn af satc thar sem eg gret ur mer augun og stelpurnar hlogu ad mer. Thad er bara gott ad geta synt tilfinningar sinar gagnvart, sam, mirondu, carrie og charlotte enda eru thaer tvimaelalaust fjorar af minum bestu og traustustu vinkonum. Eftir thad var tekinn svefngalsi daudans thar sem voru rifjud upp skemmtileg atvik ur lifum okkar. Thar a medal hafdi eg ymsar skemmtilegar sogur ad segja af sjalfri mer enda hata eg ekki ad tala. Kom t.d med eina skemmtilega af bjorkvoldi i 3. bekk. Aetla ekkert ad fara ut i diteils her en Alfrun thu manst sjalfsagt best eftir thessu af ollum enda gistir thu heima hja mer og Andri var i keppnisferd. Rifjar thetta ekki upp einhverjar skemmtilegar minningar???????? HA HA HA. Eg gat sidan omogulega haett ad tala og er thad astaedan fyrir thvi ad eg sit herna i tolvutima i skolanum eftir ruman 3. tima svefn. Thetta er hins vegar alltof lett fyrir mig og sjalfsagt lika fyrir 9 ara systur mina hana Svovu, eg ma thvi vera ad survera a netinu eins og kennarinn ordadi thad. Gaman ad thvi:)
Eg akvad samt ad geyma adalfrettina thar til sidan en hun hljomar svo:
Thar sem Piccolina Heidarsdottir verdur buin i skolanum kringum 10. des akvad hun ekkert ad eyda meiri tima en hun tharf herna med pizzunum og fabiounum og tok tha akvordun um ad breyta fluginu sinu til Islands og mun lenda i Keflavik fostudaginn 17. des kl 22:40 a stadartima. Thetta hlyjar eflaust morgum um hjartaraetur sem eru ad farast ur stressi yfir ritgerdum, verkefnum og profum. Eg vona ad thetta muni fleyta ykkur afram i lestrinum. Thad sem er lika svo frabaert er ad akkurat thennan dag eru Ragna og Andri buin i profum og geta thvi hafid jolaundirbuninginn med mer um leid og eg lendi. Thetta kostadi ad sjalfsogdu pening en ekkert sem buddan min tholir ekki enda er hin LINan ad standa sig i stykkinu.
Njotid helgarinnar og takid ciestur!
Linda Heidarsdottir

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Ég öfunda alla sem eru heim á fróni að búa til snjóhús, snjókalla og kellingar og engla í garðinu hjá sér. Ég elska snjóinn og það er sko eins gott að það verði nóg af honum þegar ég kem heim. Hérna er 13 stiga hiti og í dag var sól og blíða. Ítalinn veit bara ekki hvaðan af sér stendur veðrið!! Og fólk spyr sig hvort sumarið sé að koma aftur. Kannski er ekki svo slæmt að vera hérna í blíðinu svona þegar ég rifja upp hversu pirraður maður getur orðið á snjónum. T.d. þegar það er engin skafa í bílnum og maður þarf að skafa með geisladisk, eitthvað sem á sér alltaf stað í daihatsu bílunum okkar Andra, maður gleymir vettlingum þegar er bráðnauðsyn á sköfun og hitakerfið virkar ekki (annað sem er oft í daihatsuunum okkar). En nú erum við að fara að fá nýjan bíl sem verður 1. flokks, hver veit nema að það fylgi skafari með honum!

Nú er bara brjálað að gera hjá manni, skólinn í morgun, gymmið í 2 tíma, beauty nap, þarf að fara að huga að ritgerð sem ég á að skila og svo er flyera vinnan í kvöld, bissí timar hjá piccolinu.

Og ekki nóg með það þá er ég líka fótgangandi allar mínar ferðir því ég er svo fúl út af því að mánaðarkortið mitt í strætó var í veskinu mínu sem var stolið og þetta er í annað skiptið sem ég týni því. Ætla sko ekki að fara að vera einhver styrktaraðili fyrir strætókerfið hérna!

Annars andiamo, eldamennskan kallar, planið er að henda hakki á pönnu, pasta í pott og tómatsósa yfir, einfaldur og þægilegur réttur sem hentar öllum lystakokkum.

Ciao tutti
Linda

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Í dag er dagur íslenskrar tungu, til hamingju með það kæru Íslendingar.........

Í tilefni að því hef ég ákveðið að tala eingöngu íslensku í allan dag, ekki bara við Hrafnhildi heldur alla íbúa Genova borgar. Þar sem þeir tjá sig á ítölsku við mig alla hina dagana, á ég skilið að fá einn dag fyrir mig. Hins vegar fer ég á ítalskt leikrit í kvöld sem er kannski ekki alveg við hæfi!

Þetta er samt sem áður snilldin ein og það besta sem ég hef heyrt í langan tíma:

SAMSÆRISKENNING ALDARINNAR!!!
Ég er rómantískur. Ég elska samsæriskenningar. Ég dýrka orðaleiki. Í dag er dagur íslenskrar tungu, sem er helst þekktur fyrir verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem var skáld er orti rómantísk ljóð full af orðaleikjum, dauði hans varð upphaf margra samsæriskenninga. Á þessum degi gerði ég merkilega uppgötvun á rómantískum orðaleik sem jafnframt er samsæriskenning.

KENNINGIN ER EFTIRFARANDI:
AND-RI
LI-NDA
Út úr fyrri parti má mynda LINDA
Út úr seinni parti má mynda ANDRI
Útkoman krossuð kemur AND og NDA(DNA)
Útkoman krossum aftur LI og RI (RILI)
Setningin verður þá: ANDRI AND LINDA=DNA,RILI?(LESIÐ REALLY)

HVAÐ ER HÉR Í GANGI? BARN Á LEIÐINNI? LINDA ÚTI Í ÚTLÖNDUM HVERS VEGNA FÓRU KONUR TIL ÚTLANDA Á TÍMUM JÓNASAR? SVAR: TIL AÐ EIGNAST BÖRN!!! EF RÉTT REYNIST HEIMTA ÉG AÐ BARNIÐ VERÐI SKÍRT EFTIR MÉR!!!
SAMSÆRI-SANNLEIKUR
EÐA
SAMLEIKUR-SANNSÆRI

Já Stiftamtmaður þetta barn hefur þá verið getið á vikunni 26. okt - 2. nóv og segir okkur það að koma þess í okkar harða heim er einhver tímann í kringum 26. júli en þar sem við gefum okkur það að barnið verði fyrirburi og fæðist 10. júní á þínum afmælisdegi þá tek ég nafnið þitt í sátt.

Drengur: Bjarni Þór Andrason (sem er alls ekki ólíkt nafni uppáhalds frænda míns Bjarki Þór Atlason)
Stúlka: Bjarnheiður Þórey Andradóttir

Við skulum vona að þetta verði sveinbarn!!!

Hins vegar get ég vel skilið samsæriskenninguna með að reka við svona bara út frá því að þekkja Rögnu Ingólfs ansi náið!

Þunga konan

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég elska Flórens......

Flórens var æði að vanda og ég mun leggja leið mína þangað aftur eftir tvær vikur. Þá fer Krunka til Parísar og ég ætla skella mér í ofurtjill með Hröbbu og félögum. Það er svo gaman að hitta alla þessa Íslendinga því Íslendingar eru skemmtilegasta fólk í heimi. Ekki vantaði heldur þjóðarstoltið því við tókum íslenska þjóðsönginn með fullri reisn og vakti það mikla lukku meðal útlendinganna sem voru á staðnum. Síðan var farið á skemmtistaðinn BLOBB og síðan haldið heim í ból. Einnig var aðeins kíkt í búðir og sjoppaðar jólagjafir og ég fann flottustu stígvél í heim og fæ þau frá tengdó. Ýkt heppin!!! Fékk líka lánaða bókina Hann var kallaður Dave og fimm dvd þannig að ég hef nóg fyrir stafni fram að næstu ferð þangað. Eina sem setti smá dökkan blett á þessa ferð var að veskinu mínu var stolið inni í Dómunni, já inni í kirkju, Guð stal veskinu mínu því ég á alltof mikla peninga. Sem betur fer var ég bara með einhverjar 7 evrur en að sjálfsögðu fullt af kortum og ökuskírteini og svona dótaríi sem er vesen að redda aftur. En greyið sem stal þessu græddi nú ekki mikið.

Nú fer að styttast í komu Margthrude frá Berlín og þá verður nú margt til gamans gert og rifjaðir upp gamlir djókar sem bara Íslendingar hlæja að eða bara við!

Á morgun er ég að fara í leikhús, ég man nú ekki alveg hvað leikritið heitir en þetta er eitthvað ítalskt, sérstakt og á vel við mann.

Lífið leikur því við mig þessa dagana og ég hef tekið gleði mína á ný
Hafið það gott gæskurnar

og mamma mín ég var að setja inn ýmsar myndir, þær eru kannski ekkert svo skýrar því ég þurfti að minnka þær svo mikið til að geta sett þær inn hérna heima. Farið í myndir og svo er það Genova 5

Ciao!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Það er alltaf gaman að fara á djammið í flíspeysunni og lopasokkunum......

....það gerði ég að minnsta kosti í gær. Var að koma úr gymminu og vissi að stelpurnar ætluðu að fara í aperitivo. Ákvað því að kíkja í einn drykk eða svo enda með íþróttatöskuna með mér og ekki alveg í rétta klæðnaðinum. Eini drykkurinn margfaldaði sig sem endaði með einu af mínum skemmtilegustu kvöldum hérna......bravissima og ekki nóg með það þá var engin ,,Linda í adidas búðinni tekin í dag". Þökk sé pizzastaðnum hérna niðri, smelltu í eina flata fyrir mig um hádegisbilið og það sem eftir lifði dags sat ég með pizzu í annarri og sóda í hinni og glápti á satc.

Ekki nóg með það að ég hafi skemmti mér vel heldur er ég búin að redda mér smá vinnu hérna því ég hata ekki vinnurnar. Þetta er reyndar mjög einfalt, snýst um að dreifa flyerum fyrir Grigua, barinn sem Lísa er að vinna á. Eina sem ég þarf að segja er: Due Birra per una al Grigua sta sera og kannski ef ég er stuði í talandum sem kemur fyrir þá get ég bætt við setningunni: Al Grigua sono molto bionde ragazze!

Þetta ætti ekki að vera vandamál fyrir mig og fyrir fjóra tíma af þessu fæ ég 18 evrur sem segir mér það að í hvert skipti sem ég geri þetta get ég farið daginn eftir og keypt mér t.d. nýjan bol eða bara eitthvað sem mig langar í og kostar ekki meira en 18 evrur. Já lífið er á uppleið hérna í Genova krakkar mínir.

Í kvöld var púlsinn tekin á rólegheitunum ásamt KFC. Reyndar bara fyrir tvo en það verður án efa spennandi að prófa fjölskyldupakkann þegar ég kem heim!

Ci vediamo
The KFC Queen


þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Í dag er grámygludagur mikill......rigning, kalt og allt öðruvísi kalt en á Íslandi. Ég kann betur við kuldann á Íslandi og væri alveg til í að vera á Íslandi akkúrat núna. Þess vegna ætla ég að bæla þeim tilfinningum frá mér og drífa mig í ræktina og láta hugann reika. Það er alltof of langt í það að fara að telja niður fyrir heimkomu ekki satt?

Um helgina verður líka gaman því þá förum við Krunka til Flórens og svo kemur Magga í vikunni þar á eftir og þegar Magga fer er sko minna en mánuður þangað til að ég kem heim til ykkar allra.....jibbíkóla:)

Hafið það gott elskurnar miss ú:)

Linda

mánudagur, nóvember 08, 2004

Í dag gaf Lucia (það er stelpan sem er með mig í liðveislu í stærðfræði) mér gjöf út af því að ég keypti einhverja skólabók í misgripum og gaf henni hana fyrir hjálpina þannig að hún ákvað að gefa mér litla sæta ljónalyklakippu og sætt kort til að þakka fyrir sig. Núna þarf ég því að gefa henni eitthvað sætt í staðinn fyrir sætasta ljón sem ég hef séð. Hvaða gjafarugl er ég eiginlega komin í? Þakkaði henni samt fyrir með einum ítölskum kossi.

Setjið þið bollasúpu í poka inn í ísskáp ef þið klárið hana ekki? Það gerði Sara húsfélaginn minn, alveg róleg á því að spara þó við séum fátækir námsmenn!

OK dók andiamo satc bíður........

La Bella

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Kjálkabólga sökum ofurtalanda!
Í dag fór ég á marathona ráðstefnu með PUMP líkamsræktarstöðinni minni. Ég fór með 4 ítölskum stelpukonum og gat því alveg hvílt kjaftinn á mér (á enn erfitt með samræður á ítölskunni en skil þeim mun meira!) í dag enda er ég aftur komin með vöðvabólgu í kjálkana því ég tala svo mikið, þið munið kannski að ég var einu sinni hjá sjúkraþjálfara út af nákvæmlega þessu vandamáli. Nú er enginn sjúkraþjálfari heldur bara herbergisþjálfarinn minn hún Hrafnhildur, hún bauð mér upp á dýrindis nudd á kjálkana með kerti og Cohen á.
Smá brot úr nuddinu:
Linda: Ég skil þetta ekki, tala ég virkilega svona mikið?
Krunka: Tja þú ert búin að þegja í svona eina mínútu á meðan ég hef verið að nudda þig...........
Linda: Já ok ég tala kannski soldið mikið.
Ég var því heppin að geta hvílt kjálkavöðvana í dag en það er nú önnur saga að segja um aðra vöðva líkamans eftir að hafa farið í fimm mismunandi eróbikktíma, pump, step, funky, hip hop og hálfgert afró.
Ég mun því segja þetta gott í bili og ætla taka mér síðbúna hvíld og undirbúa mig fyrir sunnudagssímtalið okkar Andra.
Kannski þarf að víra mig saman, nei mar spyr sig?
Belinda

laugardagur, nóvember 06, 2004

Dagur í lífi Belindu á Ítalíunni

08:00 Vaknað til að kveðja Dóru Birnu sem hélt aftur til London í morgun.
08:30 Skóflað í sig Special K með súkkulaðibitum
08:45 Byrjað að kíkja aðeins á sálfræðikafla sem ég á að lesa en hugsaði nei ég hef nægan tíma til að lesa þetta.
08:46 Tekin smá blundur
12:20 Vaknað af værum blundi við að Krunka er komin heim
12:45 Krunka spælir egg handa okkur og við tölum um heima og geima
13:00 Krunka ákveður að hjálpa mér að klára nokkur stærðfræðiverkefni sem ég á að skila
13:15 Við sitjum á rúmunum okkar og þýðum stærðfræðiverkefnin frá ítölsku yfir á íslensku og svörum á ensku.
14:15 Ákveðum að fara að finna okkur til fyrir bæjarröltið
14:16 Slétta hárið, velja föt, púður, maskari, gloss, næla í bolinn, allt í töskuna
15:15 Erum ready til að rölta í bæinn enda ciestan okkar að klárast, búðir opna hálf fjögur
15:30 Mættar í gamla bæinn, galvaskar til að versla nokkrar jólagjafir
16:00 Búin að fjárfesta í einni gjöf
16:15 ....og annarri
16:30 og þriðju
16:45 Karlmannsrakfroða keypt í upim því hvergi er að finna kvenmannsfroðu í Genova
17:00 Tími fyrir apertivo, setjumst inn á Grigua og pöntum okkur Kaiperuska og plönum næstu ferðahelgar.
18:45 Tími fyrir einn kaffi á Benetton, komum við í Dí per dí á leiðinni og kaupum helstu nauðsynjar, rauðvín, brauð, kex og pomodoro.
19:30 Haldið heim á leið með 35 eftir einn cappucino og einn expresso
20:00 Komið heim og kjaftað við húsfélagana um komandi ferðahelgar.
20:30 Opnuð rauðvín og settar myndir í tölvuna
21:00 Surfað á netinu og sötrað rauðvín
23:00 Planið sett á pizzu niðri á Pizzastaðnum okkar...........

Já vill einhver sem er að drukkna í lærdómi eða stresskasti á Íslandi skipta? Kæmi mér ekki á óvart.

Lifið heil,
Belinda

föstudagur, nóvember 05, 2004

Í dag gekk ég um götur Genova borgar og skoðaði í búðarglugga ásamt því að skipuleggja jólagjafainnkaup mín en eins og flestir vita þá er Lindan skipulögð og gefur ekki hvað sem er í jólagjöf. Þið getið því elsku vinir farið að hlakka til að opna gjafir frá mér. Á götunum voru ýmsir tónlistarmenn að spila fallega tónlist og mér leið eins og Carrie þegar hún gekk götur New York borgar og alveg eins tónlist og ég heyrði í dag var spiluð undir.......þetta var yndisleg tilfinning!
Er ég búin að horfa of mikið á Sex and the city eða er þetta eðlilegt stelpu thing að tengja ýmsar aðstæður sem þær lenda í við SATC?
Hafið það gott um helgina elskurnar mínar og mig er farið að undra hvort það sé bara hann yndislegi afi minn sem les þessa síðu......að minnsta kosti er hann eini sem kann að nota kommentakerfið!
Ciao
Það er föstudagur og ég svaf fram að hádegi án þess að fá móral yfir því enda ekki annað hægt þar sem Ítalía hreinlega bíður upp á það að taka það rólega. Nú er líka komin cíesta þannig að ég hef ekkert betra að gera en að hanga og láta mér líða vel.

Ég er líka komin í þvílíkt jólaskap og ef einhver á jóladiskinn Pottþétt jól vinsamlegast setja hann í brennslu og senda mér:

Cutri Cucinotta c/o
Via Bianchetti 2/21
16134 Genova
Italy

Dóra vinkona hennar Hrafnhildar er stödd hérna hjá okkur og einnig sænsk vinkona hennar Martinu. Að sjálfsögðu sýndum við þeim næturlíf Genova borgar í gærkvöldi og náðu þær að hitta nokkra vel sleikta Ítali. Við byrjuðum hins vegar í gleði heima hjá Schneider þar sem ég brá mér í líki barþjóns við miklar undirtektir gestanna. Ég, Dóra og Krunka skelltum okkur síðan á dansgólfið á Jasmine og tókum nokkur vel valin spor umkringdar viðbjóðs fabíóum og ákváðum því að beila og brunuðum heim í ból sem var góður endir á fínasta kvöldi.

Núna er eins og sumarið sé aftur að bresta á hérna. Ég heyri fuglasöng inn um gluggann og mælirinn segir mér að það sé 23 stiga hiti. Já svona er nú tilveran hjá mér.

Lindan

miðvikudagur, nóvember 03, 2004


Besta vika í heimi......

Já þá er Andrinn kominn og farinn og má segja að ýmislegt hafi á daga okkar drifið. Ég fór náttúrulega í mínu fínasta pússi upp á völl til að hitta hann og fékk alveg tár í augun við að sjá hann aftur. Já svona er maður nú meyr þegar á reynir!

Við gerðum endalaust af skemmtilegum hlutum saman eins og að labba um bæinn, út að borða í hádeginu, seinnipartinn og á kvöldin eins og kóngafólki sæmir, versluðum ný oufit á hann og smá á mig sem datt stundum í pokana! Fórum til Cinque Terre og löbbuðum þar í frábæru veðri, borðuðum pizzu uppi í rúmi eins og við gerum oft heima. Fórum til Flórens í 3 daga og tókum túristann á þetta ásamt öllum Kínverjunum, Könunum og fleiri hópum sem fylltu Flórens. Gistum hjá Brandi frænda og vini hans Steina sem tók okkur í Hannibal túr um bæinn og síðan keyptum við myndina um kvöldið og horfðum á hana. Þetta er nú orðin stór bisnesshugmynd í Flórens – HANNIBAL-TÚRINN. Einnig hittum við Hröbbu og húsfélaga hennar og við ætlum að endurtaka leikinn í Flórens eftir tæpar tvær vikur en þá ætlar Krunka með mér og Hrabba mun sýna okkar næturlíf Flórensborgar.

Síðan þurfti auðvitað að kveðja og það var gert í gærmorgun með tilheyrandi snökti. Annars tókum við ákvörðun um að þetta yrði ekkert lengi að líða fram að 20. des og eins og er er ég í vandræðum með að raða niður á helgarnar öllum ferðalögunum sem ég ætla í: Flórens, Milanó, Róm, Berlín (til Möggu þann 2. des.) og Venize ásamt fullt af öðru sem ég hef í huga að gera. Þannig að ég verð komin heim fyrr en mig grunar.

Í dag byrjaði ég síðan í faginu Lingua e cultura inglese (enskt mál og menning) og ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur að þegar Hrafnhildur byrjaði í þessu þurfti hún að tala í míkrafón og kynna sig og útskýra ýmsa siði á Íslandi, allt á ensku og fyrir framan 50 manns. Við sem vorum feimnustu manneskjur í heimi að tala ensku áður en við komum hingað. Ég sat fyrir framan bekkinn í svona klukkutíma í morgun og las upp úr bókinni fyrir þau, texta um iðnbyltinguna og hvernig hún birtist í Bretlandi ásamt því að útskýra ,,erfið” ensk orð fyrir þeim eins og þegar einhver own something, ég þurfti að útskýra á ensku hvað það þýðir (þið sjáið að þau eru ekkert alltof sleip í enskunni greyin). Eftir tímann sagði svo kennarinn við mig og Hrafnhildi að það væri voða gott ef við gætum svona hjálpað henni með tímana. Við erum sem sagt orðnir kennarar í ensku máli og menningu á háskólastigi og hana nú!

Í þessum töluðu orðum var ég nú bara að koma úr minni eigin ciestu sökum ofþreytu eftir eróbikk og rassatíma og hér í letilandinu þarf maður nú ekki að skammast sín fyrir að taka ciestur. Þær eru leyfðar á öllum tímum sólarhringsins og því lengri því betri.

Segið mér nú eitthvað sniðugt frá Fróni, hef ekkert heyrt frá ykkur í rúma viku.

Best regards from the english teacher