laugardagur, febrúar 28, 2004

Laugardagur til lukku eða ólukku???

Fórum í leikhús í gær á fimmstelpur.com, ég, Andri, Lára og Benni kærastinn hennar sátum saman á bekk. Veit ekki alveg hvort strákarnir voru að fíla sig innan um píkuskrækina í kvenkyninu sem voru mættar þarna alveg trylltar. Satt best að segja hélt ég að Andri myndi bara fara þegar myndavélar. ljós og læti voru mætt og tekin voru viðtöl við karlpeningana í salnum. Hann slapp sem betur fer annars hefði ég verið í djúpum skít með það að vera að draga hann á þetta. Ég var nú ekkert alltof ánægð með þessa sýningu, mér finnst Björk alveg að missa sig, Gulla var samt ágæt, Unnur Ösp lala, eina sem mér fannst fyndið var þegar hún talaði um flotkúk í klósettum á skemmtistöðum en annars frekar lame húmor, ég fíla greinilega ekki svona leikrit þar sem er bara verið að rakka karlmenn niður eins og þegar var sagt: Já og svo klippir hann táneglurnar á sér uppi í rúmi", hva er málið með það, ég geri það líka, reyndar bíður rýmið sem við búum í ekki upp á marga staði til að klippa á sér táneglurnar þannig að vænsti kosturinn er að sitja á rúminu!! Guðrún Ás. toppaði þetta samt alveg, fór á kostum, sérstaklega þegar hún tók Godfather röddina á kallinn sinn. Edda Björgvins. var alveg vaxandi í gegnum sína rullu. Já ágætis kvöldskemmtun það. Var svo með smá surprise þegar heim kom og heppnaðist það svona líka svakalega vel!!

Það var ekki fögur sjón að sjá þegar gengið var út úr Selvogsgrunn 8 í morgun klukkan 9:15, búið var að mölbrjóta gluggann farþegamegin á Getzinum, sko mölva hann í tætlur, allt úti í glerbrotum og bíllinn var að koma úr viðgerð eftir margumtalað óhapp Andra og steypuhnullungsins. Samt var ekki búið að stela geislaspilaranum!!! Löggan mætti á svæðið og tók skýrslu af Rut og alles, meira vesenið. Ég rétt náði í vinnuna úff, óheppnin eltir okkur á röndum.

Er svo búin að vera að kynna frábært freyðivín í dag frá Bosca sem heitir Verdi Spumante, svona hálfsætt, örlítið maltbragð í blöndu af epla- og perubragði, já ég er búin að segja þetta nokkrum sinnum í dag! Hvað er samt málið með fólk sem mætir á svona kynningar og drekkur sig blindfullt og er svo röflandi við mann endalaust....þessi kynning verður líka á morgun....ógeðslega margt gott að éta þarna og er því alveg þess virði að mæta, kostar einungis 1500 kr.

Pizzan er að verða ready svo ég kveð að sinni frá grunninum.
Þetta er Linda sem talar frá Selvogsgrunn 8.

föstudagur, febrúar 27, 2004

Illa sofin - þreytt - rugluð í ríminu

Setti inn link á lillu systur mínar........

Leikhús í kvöld fimmstelpur.com

Líklegast Elítu-partý á morgun

Birmingham 8. mars...nánar um það síðar......

Leiðinlegur dagur í gær og ekki frásögufærandi.....later

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

af hverju er teljarinn dottinn út núna......dísús hvað þetta er pirrandi en Jón minn var nr. 2000 til hamilli jin, þitti ir skrifið mið i mili. Þetta er skrifað með I - máli.
adios
Góðan daginn og gleðilegan Öskudag!!

Heví fyndið hérna í morgun þá var einn bekkur búin að ákveða að allir ættu að koma í búning í skóla og það mætti bara ein kona í búning......grey hún var alveg eins og fífl, með silfurkórónu og með bláan augnskugga....hahaha ég hélt að það væri verið að gæsa hana!!

En ég verð nú að lýsa afrekum dagsins. Ég náði loksins að klára leiðarbók sem ég er búin að reyna að byrja á í tvær vikur...og geri aðrir betur. Mar er nú orðin ansi þreyttur á þessum leiðarbókum. Lindan er samt á réttum stað núna, búin með tvær af tveimur og nú veit ég að einhverjar af Elítunum eiga eftir að öfunda mig.....ekki þú reyndar EDDA, því ég veit að þú ert löngu búin með þetta!!

Var líka í leikrænni tjáningu áðan og hvað er málið með að ég þurfi alltaf að vera með einhvern einleik, fyrst einhver Gunna í svaka pælingum og svo einhver póstur sem er bara einn að þvæla. Reyndar hef ég nú lúmskt gaman að þessu eins og Andri segir, hann hefur ekki áhyggjur af mér í þessu en hann sjálfur myndi sjálfsagt skíta á sig ef hann þyrfti að gera þetta!!! Hann er alltaf trylltur núna að læra fyrir próf, er í einhvers konar vorprófum í febrúar.......

Um helgina er ég og Mag að fara að kynna eitthvað svaka gott freyðivín í Fífunni þannig að þeir sem vilja koma og hella smá í sig, endilega kíkja. Eins og flestir vita þá hatar Linda ekki freyðivín og verður örugglega sjálf aðeins að sulla í flöskunni hohohohoho.

jæja mamman mín er að koma að sækja mig.....ég er enn úti í skóla klukkan 17:45....gerir það einhver....veit ekki

Heyrumst ble ble
Jæja styttist í 2000...hver verður það...humm!!
Commenta kerfið komið aftur inn ég hélt að ég þyrfti að fara að plögga þetta aftur shiiiii.....

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Í tilefni af afmælisdegi minnar ástsælu vinkonu og kærustu Rögnu Ingólfsdóttur hef ég ákveðið að birta brot úr bókinni Gamanmál Rex og Lindsey. Reyndar eiga ekki margir eftir að skilja húmorinn en vonandi getur einhver hlegið að þessu!!

22.5.2003 Þegar við renndum inn á McDonalds 11:01, búið að loka en við létum það ekki á okkur fá og biðum í lúgunni á sitthvorum bílnum!!

Keyrðum heim í videokvöld þar sem Linda hélt því fram að hún gæti aldrei prumpað fyrir framan Brand, eitt skakkt move og Linda skellti bombu og hrópaði úbs.......

Slætið hennar Rögnu á þurrkarann kl. hálf þrjú um nótt......

Tókum tvær pullur í bæjarferðinni.....

Hvernig fór þetta með silfurkórónuna (Brilliant).

Rex keypti sér buxur í Gallabuxnabúðinni og er ekki stolt af því.

Fengum okkur boostbar og fengum illt í magann, of hollt fyrir okkur.

Sett'etta bara yfir bólurnar á bakinu

25.5.2003
Fórum í höllina í boði Böggíar á fimleikasýningu sem var um síðustu helgi, 18. maí.....

Ég fór á McFlurry og fékk mér....

Gerðum armbeygjur og rexið fretaði af áreynslu.

Hjalti vs. Markús......Hjalti!!

Helguera söng: ,,Fyrsta kossinn, ég kyssti Jóa langa.....

Linda tók eggjaprumpið í 10/11

Rex og Lindsey settu upp hringana, poppuðu og horfðu á sex and the city frá 1.-4 seríu.....

Rex kemst inn á sítrónukortinu en Lindsey er stoppuð, enginn nálægur...en hún er spurð: ,,Fyrir hvern ert þú að borga"?

Komnar í alveg eins boli merkta ,,dekurdýr" okkur fannst það passa.

Litla og stóra láta ekkert stöðva sig!!

,,Þær voru aleinar niðri, þið skilduð þær eftir"....pabbi þetta er gaur!!

Fýlukastið:
Linda: Vertu glöð!
Ragna: nei ég er nývöknuð og er í fýlu!

,,Sjitt ef ég hefði keyrt á köttinn. mar hefði þurft að hringja og vesenast og sona, mar hefði ekekrt farið út í kvöld"!!

Áreksturinn: Shit hvað var hann að pæla, ég var samt ekkert að horfa!!

Feiti gaurinn sem var að taka laumu frá ísbúðinni yfir í sjoppuna, rexið tók blikkið með ljósunum.

Bissness skyrtan, notuð þegar er verið að stússast!!

Linda McDonald eða Linda Fried!!

Jæja nú er nóg komið....gaman að rifja þetta upp og til himilli mið immli Rigni!!!

laugardagur, febrúar 21, 2004

Orð dagsins:
Já ég verð víst að viðurkenna það að ég sá þennan viðbjóð, en fór strax að henni lokinni út í skóg að öskra og velta mér nakinn upp úr snjónum til að viðhalda karldýrinu í mér.
Stiftamtmaðurinn | 02.19.04 - 3:25 am | #

Svar Stiftamtmannsins við spurningunni: Hefurðu séð myndina How to lose a guy in ten days?
Love it......
Verð að lýsa formlegum pirringi mínum hér í kvöld! Hann er ca. svona arrggggggggg%$/$)%#)#%/)#%&/#$%&/(#$%/)%$/)$&/$&/$)&/()&=(=%&/#$%/), já nenni ekki að útskýra af hverju en það snýr að málum líkt og Hannesi Hólmsteini og bók hans um Laxness, já veistu ég held að það sé bara ágætis samlíking. En tölum ekki meir um það!! Bara tjill hérna á laugardagskvöldi, Svava sæta sys er bara að horfa á Diddu og dauða köttinn á meðan ég tölvunördast, doktorinn trylltur að læra fyrir próf......ætla samt aðeins að knúsa hann á eftir!!! Jæja yfirlýstur pirringur kominn á vefinn...eða er það óhætt, tja mar spyr sig!! Gæti einhver copyað hann, að minnsta kosti allur er varinn góður.................Lilly
Allir að koma í Kringluna að versla....vantar fólk!!! Mjög mikið af flottum fötum í adidas-búðinni! Mæli með að koma við á boostbar og fá sér speltbrauð með kotasælu og grænmeti, algjör sæla, miklu betra en þessi helv....skyndibiti sem mar fær sér alltaf hérna í vinnunni og svo líður manni svo 10X betur eftir þetta. Verður samt erfitt að halda út daginn því Einar kom með fullt af dumble og kinder súkkulaði frá París, læt ekki gabba mig í svoleiðis vitleysu!!

Maggan mín bara búin að setja fullt af drasli um Andra kærastann sinn inn á stærðfræðivefinn okkar....heví fyndið ef að meyvi væri bara að fá díteils um hann hahahha hló ekkert smá mikið þegar evan sendi mér áhyggju-sms um þetta hihihihihihi
Jæja einar er að bögga mig vill að ég haldi áfram að vinna....segir að ég sé ekki búin að ganga frá tveimur superstar-pörum........later
Mætt í vinnu, ætla bara rétt að skella hérna inn nokkrum línum, fór í bíó í gær á myndina Along came Polly, ekkert smá góð mynd, hló alveg endalaust mikið, bjóst ekki við þessu, þannig ég mæli eindregið með henni. Góðar fréttir Lottó er kominn í bæinn þannig hver veit nema það verði hægt að redda síma um helgina en annars er afmæli hjá Rexinu mínu á morgun og það verður alveg prógram allan daginn, badminton, brunch, matur um kvöldið og fleira og fleira!!! jei jei jei......róleg helgi hjá mér, passa í kvöld og sona...þannig bara heyrumst, Lindan

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Í dag langar mig að ræða um Doktorinn og símamál hans.........í fyrsta lagi hefur Andri oft átt síma og þá er alltaf sama sagan, síminn er annað hvort batterílaus, hann gleymdi honum heima hjá einhverjum eða að hann er tímabundið týndur........þess vegna skil ég ekki alveg hvað væri gott við það að Andri fengi síma.....það yrði alltaf sama sagan. Reyndar er alveg hægt að gera eina tilraun í viðbót og þá er bara fjáröflun sem dugar því enginn peningur er til fyrir síma. Nú er bara spurning hversu nauðsynlegt vinum hans finnst að ná í hann.....bendi samt á að það er alltaf velkomið að hringja í mig en þá er ég orðin svona milliliður, svara samt alltaf símtölum ef ég er við og kem skilaboðum til skila. Svara samt Hjallanum alltaf þó ég geti það ekki einu sinni!!!!! Vonandi fer samt síminn hans Lottós að detta inn en Lotto er staddur út á landi eins og er og er málið því í biðstöðu.
Jæja er samt stödd á kynningu á námsefni um Leif heppna, hrikalega skemmtilegt, á eftir ætlar Ruth að hjálpa mér að þrífa herbergið og baðið.....heppin þar!!
Er svo að fara að vinna í adidas í kvöld.....allir að koma í heimsókn!!!
Í kvöld ætla ég að vera í algjöru tjilli og sofa fram á hádegi á morgun því ég á ekki að mæta í tíma fyrr en þá, ég er sem sagt bara lukkunnar pamfíll sem eyddi þriggja tíma gati í að lesa yfir stærðfræðivefinn okkar úff...jæja Leifur að byrja aftur.......hvernig er kveikjan á Leifi.....later

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

mánudagur, febrúar 16, 2004

úff loksins komin heim eftir að hafa verið út í skóla frá því klukkan hálf níu í morgun. Erfiður en samt skemmtilegur lærdómsdagur og svo lærði ég líka fullt í gær, verð að monta mig því ég las allt heima sem átti að lesa fyrir námsskrárfræði og námsmat og hefði alveg eins getað sleppt fyrirlestrinum hjá Amalíu vinkonu minni, enda gerði hún í því að skjóta á mig og Mag á fyrirlestrinum. Var eitthvað að setja út á krossaspurningu sem ég og minn hópur bjuggum til um hver boðaði kristna trú á Íslandi og svarið við því er Ólafur Noregskonungur. Ég kom með þá snilldarhugmynd að hafa Ólafur Ragnar Grímsson sem einn svarmöguleika, finnst ykkur það ekki sniðugt? svona fyrir nemendur sem kunna ekkert í námsefninu en kannast við hann og velja þann möguleika!!! Ég meina mar spyr sig?

En ok ég nota ekki svona fyndið í kennslu.......svo skaut hún líka fullt á Mag og var samt búin að rakka hennar hóp niður í tíma hehee! Hún er ekkert eins og Meyvi elskulegi sem gerir í því að leiða menn á rétta braut. Ég dýrka hann, hann er uppáhaldskennarinn minn, maður mætir sko bara í tíma út af honum. En jæja við vorum svaka duglegar að vinna í stærðfræðiverkefninu sem á einmitt að skila til Meyva.love.com...já ekkert vera öfundsjúkar þið hinar sem eruð ekki byrjaðar hehe!! Ég er formleg málgreind í hópnum því ég er svo leiðinleg og les allt yfir og gagnrýni texta annarra, grey Eva á eftir að vera áfram með mér í íslensku, ég vona að hún verði ekki komin með ógeð af mér!! Maggan kom með hugmynd af nýrri greind svokölluð vefgreind, sem er aðalgreindin hennar, enda hannaði hún nýja lúkkið á heimasíðunni minni. Er einmitt að hugsa um að biðja hana að hanna síðu fyrir Kvennaráð meistaraflokks Fram sem var svona formlega stofnað í Frampartý núna um helgina....komum að því betur seinna. Ég set myndirnar inn á morgun frá partýinu og þá mun vera ljóst hvaða fiskapar ber sigurinn úr bítum.....bíðið spennt!!
jæja er ekki bara smá lærdómur áfram fyrst maður er í gírnum....reyndar kennsla eftir klukkara svo við bara sjáumst. Ble ble.
Tjékkið á nýju lúkki á heimsíðunni minni......kem með nýjan pistil á eftir og skelli inn myndum af framdjamminu um helgina......ekki örvænta!!
Lindan

föstudagur, febrúar 13, 2004

hó hó hó!!!
Eru ekki allir í stuði?
hehe er að reyna að læra gengur ekkert. Vorum að byrja á verkefni um talnaskilning og við erum með svakalegar hugmyndir í kollinum. Alveg brilliant. Ekkert nýtt að frétta, framundan er bara eintómur lærdómur því það hefur ekki verið mikið um það undanfarið!! Er samt að fara í tvö ammæli og eitt partý á morgun. Erna vinkona ætlar að halda smá teiti og svo er Allý gamla dansvinkona með ammæli í sal og svo er svona móralskt hjá FRAM, matur og djamm. Á morgun ætlum við svo að kíkja á einhverja stræðfærðikynningu hérna út í skóla, ekkert smá dúllegar. Æj ég veit ekkert hvað ég á að segja, ekkert marktækt í fréttum nema kannski hugmyndir um söfnun fyrir nýjum síma handa doktornum, ég er búin að leggja til 2000 kall og Guðmundur lati 300 og Guðmundur hinn fagri 100 kall, þannig nú er bara að skella sér í frjáls framlög eða halda áfram að hringja í mig!!! Ragnan mín er að koma heim í dag og ég get ekki beðið eftir því að knúsa hana og segja henni dáldið ógeðslega fyndið og ég veit að hún á eftir að drepast úr hlátri, hlakka ekkert smá til hohohohohohohohohoho!!!!
En þessi texti er tileinkaður henni Auði vinkonu en við ætluðum að skreppa saman í bæinn í dag, lítur samt út fyrir að það hafi gleymst en að minnsta kosti Auður þessi texti án punkta er fyrir þig!!! Mun samt taka gamla stílinn upp von bráðar.
Lilly

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Stuð á árshátíðinni

Úff erfiður dagur eftir svona jamm.....þvílíkt stuð á árshátíðinni...tók sko alveg einhverjar 90 myndir!!
Byrjuðum í suðrænum salsafíling í Baðó og allir dönsuðu tryllings afró....ekkert smá gaman. Fórum svo í pottinn og gufuna og fengum okkur freyðivín og slöppuðum af. Allir drifu sig svo heim til að sjæna sig nema ég og dæsí vorum bara góðar á því og fundum okkur til í Baðó og lét alveg farða mig og alles...ekkert smá sætar!! Næst var haldið í partý til Jóhönnu.....þar bjargaði ég heimilinu hennar úr stórbruna þar sem kviknað hafði í bréfpoka á einu borði og ég kallaði bara á skátana og þeir voru viðbúnir og redduðu þessu!!!Heppilegt það.....loks var haldið á Broddarann....og ég var sem betur fer búin að fá mér megaviku áður því maturinn var eins og við var að búast...ekkert spes.....var samt næstum hætt við pizzuna eftir að hafa fengið eitthvað skot á mig um að hafa STÆKKAÐ....síðan ég útskrifaðist....hvað er það....hver segir svona..tja einhver!!!

Nóg var drukkið, dansað og djammað hehe....fyndast þegar Amalía kennari vippaði mér upp og hélt á mér í einhvers konar bóndabeygju eða svo segir mag...kannski aðeins búin að krydda!! Ég var líka í svaka tjútti með Ellu gellu, Gumma syni hennar og fleiri hressum. Var svo orðin yfir mig þreytt um tvöleytið og doktorinn náði í mig.....tókum smá bíltúr á BSÍ og héldum svo bara hjem.....vaknaði í morgun og hélt að ég væri svaka hress en skjátlaðist.....dreif mig samt á Listasafn Reykjavíkur með leikrænni tjáningu og sé ekki eftir því ekkert smá flott sýning....þurfti svo að fara að kenna sem reddaðist og nú er ég aftur að fara að kenna úff...hlakka til að hvíla mig vel um helgina.....en annars lítur út fyrir að lærdómurinn þurfi að vera efst á baugi næstu daga......koma svo!!!
Later.....

mánudagur, febrúar 09, 2004

úff þvílíkur spandagur í dag...búin að vera á spaninu síðan um hádegi......enda árshátíðin hjá KHÍ á morgun og eins gott að mar verði í sínu fínasta pússi. Fór í klippingu og litun áðan hjá Ingigerði á Línu lokkafínu....klikkar aldrei...tók ruth bara með mér því hún nennti ekki að hanga í mellaranum og þær höfðu sko nóg að kjafta á meðan að ég las öll blöð vikunnar, séð og heyrt og mannlífs síðan í september...
Skelltum okkur svo í Fjarðarkaup.....ég hef aldrei farið í Fjarðarkaup...ágætis búð bara og ég skellti mér ljúffengar vorrúllur með skinku og kjúlla...umm var að hakka þær í mig með tropical brassa......fór líka ríkið til að byrgja mig upp fyrir morgundaginn....reyndar engar brjálæðislegar byrgðir.....breezer...freyðivín og svona lítil hvítvín sem ég get laumað með mér inn svo ég þurfi ekki að eyða milljón í hvítvín með matnum!! En það er þvílíkur skemmtanahugur í mér fyrir árshátíðina.....við ætlum að hittast bekkurinn í baðhúsinu og ég ætla vera með eitthvað danserí.....ekkert smá athyglissjúk....en þetta verður bara stuð.....förum svo í partý til Jóhönnu og svo í matinn....já ógeðismatinn á broadway....þetta er svona ógeðslegt fjöldaframleitt sukk....það verður örugglega það sama á morgun og var á KSÍ hófinu í október!!! Ég væri sko mun frekar til í megaviku á dominos....enda er mega Linda mikið fyrir mega viku......hvar ætli mega Mappinn sé!!! Ég lýsi hér með eftir honum.....það var ekki leiðinlegt þegar við vorum á Hjallanum í megaviku keppni....sé að Skallinn og Kóngurinn eru allir í æskuminningunum...getur vel verið að ég skelli inn einhverju krassandi.....kannski ljóstra upp einhverjum gömlum leyndarmálum um samband mitt og Skallans...hver veit...nei mar spyr sig!!! Jæja þarf að fara að skunda mér upp í baðó að undirbúa eitthvað dótarí fyrir morgunkonurnar mínar....ætla taka smá tækni í gegn á morgun.....svo er bara tryllings hjól á eftir jadúddamía......og ekkert búin að læra í dag frekar en í gær hinn og hinn og hinn og hinn og blabla...vonandi fleiri en ég í læripásu.....see ú later.....Lindan

laugardagur, febrúar 07, 2004

jæja vinnudagurinn á enda.....og bara stuð í dag skal ég segja ykkur!!! Allt í nýjum og flottum vörum og ég keypti ekkert....bara eina skó á Andrann minn....supernova control....hann verður að vera í því besta sem er náttúrulega frá ADIDAS...held bara að hann eigi eftir að lagast af meiðslunum eftir að hann fer í þessa hlaupaskó....en eins og ég segi þá var bara stemning í dag....alltaf gaman að skoða og selja ný föt......svo var ég bara söluhæst af genginu......með töluvert forskot á næsta mann hehe!! en meira um það seinna matur....

föstudagur, febrúar 06, 2004

helgi - vinna - slappa af......keilumót í gær þar sem ég kjarnorku-linda, efnavopna-magga, styrjaldar-krunka og rifflaða-edda mættum sem hryðjuverkamenn......ég byrjaði vel með 9 keilur í fyrsta kasti en svo höndlaði ég ekki pressuna og fór dalandi það sem eftir var.....var svo að komast í gírinn þegar mistökin skullu á.....ég skaut í spjaldið sem fer svona niður á milli kasta...þvílík og önnur eins mistök hver gerir svona mistök??? reyndar haffi kærastinn hennar eddu en hvað um það.....þetta kast gleymist mönnum seint úr minni sem voru með mér í bás.....hahahahha en sem betur fer stal edda athyglinni frá mér með því að vera keiludrottning KHÍ árið 2004....til hamingju með það edda...og að launum fékk hún kassa af bjór!!! Ég, krunka, Hjördís, Katrín og Signý aðal óléttu stuðboltinn vorum eftir úr okkar bekk og ég Katrín og Krunka enduðum þetta svo á smá rölti í bænum, fórum á Kaffibarinn, Ara Ögri og enduðum svo í vatnsglasi með sítrónu á Vegamótum. Gott kvöld það....en hápunkturinn á kvöldinu var samt þegar ég, krunka, andri og bjadni sórum eið um að leigja saman íbúð í byrjun ársins 2005 eftir að ég og krunka komum heim frá köben....þetta verður kommúnuárið mikla......endalaus gleði þar sem verða þrjú svefnherbergi, fælles, kökken og að sjálfsögðu baðherbergi....en nóg um það í bili...ætla aðeins að glápa á friends later

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

....búin í leikrænni tjáningu.....þurfti eiginlega ekkert að gera í dag nema vera með einhvern spuna....stóð mig nú samt ekki alveg eins vel og síðast en þá var ég með einleik og kom í svitabaði heim eftir áreynsluna...úff hvað þetta er erfitt en samt þrusugaman......nú erum við að fara að undirbúa eitthvað ástarljóðaþema.....ég ætla lesa ljóð sem heitir Von og mun gera það með tilþrifum....uss!!! Hvað er samt málið með suma sem eru með mér í tímum og commenta á allt sem kennarinn segir, eins og ef við eigum að nudda kinnbeinin þá er sagt: ,,bíddu kinnbeinin, já hvernig þá, svona já enn sniðugt maður finnur alveg hvað þetta er hressandi og bla bla bla". Fór svo að þrífa hjá Mæju pæju....dýrka íbúðina hennar....ekkert of mikið af drasli....ekkert of mikið að þurrka af eða neitt....það er bara gaman að þrífa þarna sko!! Svo mikið stuð að ragnan var ólm í að koma með mér nei segi aðeins að krydda....henni leiddist hálf...ég náði samt að plata hana í að þurrka af rúllugardínunum það er svona það allra leiðinlegasta sem maður gerir!!!
Ekkert spennandi hjá mér í dag...bara kenna á eftir, ætla pottþétt að taka einhvern tryllingstíma....kæran mín ætlar að mæta og við verðum í stuði...hún heldur uppi stuðinu í tímum hjá mér....tekur undir með lögum og öskrar!!!!! Vildi samt að ég væri í einhverju nýju sem var að koma í adidas....en ég er í innkaupabanni eða svo sagði framkvæmdastjórinn...held samt að hann hafi verið að fíflast...að minnsta kosti náði ég að fá mér ný úlnliðsbönd í gær!!! svo verður ekkert meir keypt í þessum mánuði nema kannski eitt skópar!!! jæja mamman mín er að biðja mig um að fara út í búð að kaupa steiktan lauk.....verð víst að hlýða því sjáumst!!
Stödd í málfræðitíma....skemmti mér ekki vel.....nema ég hef nokkra á msn til að tala við......vildi að kennarinn minn væri klárari í þessu.....biðst formlega afsökunar á að hafa ekki sett dívuna Regínu á link hjá mér en það er búið að bjarga því!!!

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég og marghuga tókum trylling í hádeginu og kláruðum verkefnið í námskrárfræði og námsmat....ekkert smá klárar!! magga málfræðingur var tryllt að leiðrétta villur og finna samheitaorð.....samt var svo vond lykt af henni að ég þurfti að halda um nefið....það var samt miklu skárra í stærðfræði en þá var hún líka búin að sprauta á sig ilmvatni....sorry marghuga mín ekkert illa beint!!!hehe En nú er að hefjast brainstorming fyrir vettvangsnámið...ég, boggins og krunkan ætlum að drita niður skemmtilegum og frumlegum hugmyndum!!! jei.....á eftir er svo bara að drífa sig í adidas og taka upp vörur og stilla upp gínum.....gaman gaman nýjar vörur...ætla samt að reyna að kaupa mér ekkert.....jeuh líklegt.....í kvöld er svo kaffihús með Frampíunum aðeins svona að peppa upp stemninguna fyrir vorið!!! Þær gleðifregnir voru líka að berast að Rikki Daða er kominn heim í herbúðir Framara, velkominn heim Rikki.....og ég vona að mamma þín mæti á leiki líka og gargi sig hása með okkur genginu. Hún var náttúrulega alltaf bara ein að kalla í gamle dage.....nú eru sko komin ný hróp og köll: Framarar hey hey Framarar hey hey!!! Áfram FRAMARAR þið eruð miklu betri!!! jæja tími til að skella sér heim á leið og sníkja far hjá Krunku.....alltaf að sníkja far núna :(
hæ hæ hæ

...sá Sólmund Hólm á Lödu í gær....brunandi niður Brúnaveginn.....fannst það ekki alveg passa hans stíl....en hann um það!!!

mánudagur, febrúar 02, 2004

frábærar fréttir.....ég var að taka eftir því að Náman og Björgólfur ætla að greiða árshátíðarmiðann niður um 1500 kr. fyrir þá sem eru í Námunni og 2000 kr. fyrir nýja meðlimi......oh ég er svo ánægð að mamma mín var að vinna í Landsbankanum og ég er með vísakort og er í námunni lalalalalalalala!!!! That's the right spirit Bjöggi!!!
enn ein vikan hafin og febrúar mættur í öllum sínum skrúða....það sem er svo gott við febrúar er að hann er svo stuttur=stutt í næstu útborgun!!! Afmælið hjá Sóley var bara fínt.....þrátt fyrir að ég þjáist af síþreytu þegar er fríhelgi og var bara komin heim upp úr miðnætti!!! Í gær var planið að fara í messu um tvöleytið....ég, doktor, bjadni, rex og viðutan ætluðum að mæta....viðutan fór síðan bara í fótbolta og rexið var svo löt en restin skellti sér og til mikillar ólukku var bara messa klukkan ellefu í Laugarneskirkju svo stefnan er sett á næsta sun......fórum samt í bíltúr með Óla litla keyptum ís og fórum í Kolaportið og heimsóttum aðalbásin - Deplubásin og keyptum hunangsreyktan lax og sósu og harðfisk og allar græjur....rifjuðum upp þegar ég og andri og addi og ingibjörg fórum þarna og keyptum alveg gommuna af hunangsreyktum, skelltum okkur svo heim til þeirra og fengum okkur ristað með öllu þessu á í forrétt og svo elduðum við pizzu...djö.....átum við mikið...ussss!!!
Restin af deginu var svo bara lærdómur og sjónvarpsgláp....algjört tjillll.....sofnaði svo sæl og glöð með bros á vör......