mánudagur, mars 31, 2008

Við erum á lífi....

Ætlaði að setja inn fullt af myndum á Áru síðu en þá er verið að uppfæra hana í 72 klst.!!!

Þannig að ég setti bara nokkrar hérna fyrir áhugasama og þá sérstaklega brúðhjónin á Flórída:)

Ágústa Rut er með nýja barnapíu daglega því aðallbarnapían hennar hún amma Rut er á Flórída

Við þökkum öllum þessum góðu vinum og fjölskyldu fyrir að hjálpa okkur svona mikið. Harpa, Svava, Hjalti, Eva, Auður Agla, mamma og amma Malla þúsund kossar!

Ágústa Rut kippir sér ekkert upp við þessar breytingar og er síglöð og brosandi. Vorum smá stressuð að þetta yrðu viðbrigði fyrir hana en hún er dugleg mús og elskar selskap frá skemmtlegu fólki:)

Komin í sparifötin á afmælisdegi föður síns
Sprella og tjútta með Hjalta guðföður og barnapíu!!!
Langamma stórglæsileg á 95 ára afmælinu - pant líta svona út þegar ég verð 95!
Gott að sitja þarna í horninu og narta í saltstöng
Eldur tengdasonur kom í heimsókn og hitti spúsu sína. Þeim kom vel saman og staðfestu kærustuparaheit sín:) Hildur "frænka" og fjölskyldulæknir passaði vel upp á alla:)

Lofa bættum tímum hérna á blogginu - hef bara sem betur fer ýmislegt annað að gera stundum en að blogga:)

tjúrílú

laugardagur, mars 22, 2008

Andri Fannar afmælisdrengur:)

Við mæðgur óskum honum innilega til hamingju með árin 26 og erum á leið út í Jóa Fel til að kaupa bakkelsi handa honum!

Það verður síðan hægt að droppa við í kaffi og með því á Laugarnesveginn í dag:)

miðvikudagur, mars 19, 2008

Nokkrar af litlu brúðarárunni að gera sig klára fyrir athöfnina...

Veit ekki hverslags skraut er í vændum!

Vá fííííín:)

Spurning hvort þetta tolli eitthvað;)

Stríðnispúki

Dásamleg lítil stúlka:)

Annars er ég að fíla páskafríið, minnir óneitanlega á fæðingarorlofið, náttföt fram að hádegi, lagning þegar barnið sefur og fleiri huggulegheit.

Ætla einmitt að skella mér upp í rúm með blöðin, rúlla yfir fréttirnar og jafnvel leggja mig aðeins á meðan prinsessan lúllar:)

SWEEEEEEEET!

þriðjudagur, mars 18, 2008

Set eina hérna inn af nýgiftu tengdaforeldrunum mínum ásamt okkur svaramönnunum og Bjarna presti:)

Brúðhjónin eru síðan í þessum töluðu orðum á leið til Flórída í brúðkaupsferð!

(ég veit ekki af hverju ég ákvað að leika kanínu á myndinni en svona er þetta með mig, sífellt að sprella;))

sunnudagur, mars 16, 2008

Afbragðsáthelgi að baki....

Þetta eru þær þrjár bækur sem daman velur ALLTAF þegar hún fær að róta inni hjá pabba sínum - Heidegger, Marx og Derrida
Ótrúlega glöð að mamma hennar sé komin í páskafrí:)
Getur alveg orðið sár stundum - held að fáir hafi séð þessa hlið af henni;)
Pabbi vaknaður og aldrei hressari
Í húsdýragarðinum sem er skemmtilegast í heimi þessa dagana - fórum tvær ferðir um helgina!

Við erum búin að borða á okkur gat þessa helgi! Á föstudaginn fékk ég Laugalækjarmommsur í kaffi og var með eplaköku, osta og með því, síðan fórum við á stælinn með Hörpu og Svövu um kvöldið. Vöknuðum á laugardeginum og tókum morgunsund sem Áran dýrkaði og fengum okkur Fjallabrauð, ost og sultu og smá kókoskúlu úr Jóa. Tókum fyrsta grill sumarsins ásamt Líbanaska salatinu sem AFO útbjó. Byrjuðum síðan daginn í dag á eggi og beikoni og enduðum á grilli....núna er líka komin fasta held ég fram á páskadag:)

Maður er líka frekar mikið eftir sig en gæti nú örugglega komið smá ís niður með marssósu hahaha.

Fleiri myndir inni á síðunni hennar Ágústu Rutar!

miðvikudagur, mars 12, 2008

Ég er svo afskaplega ánægð með hversu vel er gengið um allt hérna í blokkinni...

sameignin alltaf snyrtileg og fín enda kona sem sér alveg um að þrífa, þvottahúsið til fyrirmyndar og engin skítalykt og enginn sem gleymir þvottinum á snúrunni svo dögum skiptir, setur líka pressu á mann að taka fljótt niður sem er gott því þá safnast þvotturinn ekki upp!

Síðan er allaf einhver sem fer með öll blöð og ruslpóst sem safnast saman (tippa á gömlu hjónin á 2.h.v). Fyrir utan hvað allir eru almennilegir. Það hlýtur að vera rétt sem Hjalli Huga sagði, það er ekki nóg að komast í gegnum greiðslumat til að flytja í blokkina heldur þarf að komast í gegnum ákveðið blokkarmat!

Einkadóttirin hefur staðið sig vel í koppaferðum, sem eru auðvitað ekki af sjálfsdáðum en pissið fer í koppinn og það er nú fyrir öllu. Síðan gengur hún um allt eins og herforingi, ótrúlegar framfarir með degi hverjum.

Og já það lítur út fyrir að ég fari að kenna aftur í vor í gamla góða Baðhúsinu mínu, það er að segja ef einhverjir skella sér í sumarfrí. Ekki seinna vænna en að fara að koma sér í almennilegt form!

2 dagar í páskafrí.....sweeeeeeet

mánudagur, mars 10, 2008


Nú er litla Skagadísin okkar aldeilis orðin stór og dugleg!


Er farin að labba og tekur mest 7-8 skref, spái því að hún verði farin að hlaupa um eftir páska. Síðan tók hún upp á því hjá ömmu sinni í morgun að pissa í koppinn! Ég var nefnilega búin að átta mig á því að ef maður tekur bleyjuna strax af henni þegar hún kemur inn úr vagninum þá pissar hún eiginlega alltaf strax. Amma prófaði þetta í dag og setti hana á koppinn og viti menn mín bara sat og pissaði í koppinn:)


Ég set eina hérna af henni í nýju peysunni frá Auði Öglu - þvílíkt meistarastykki sem þessi peysa er. Verður sko mikið notuð.


Og þar sem barnið er orðið eins árs þá byrjaði ég í dag að hringja út af leikskólamálum og hún er númer 19 inn á Laugaborg og því ekki mjög líklegt að það gangi í haust en við vonum það besta:)

laugardagur, mars 08, 2008


Jæja nú fer lífið að taka á sig eðlilega mynd aftur. Veislur, flutningar og annað stúss að baki og framundan páskafrí með tilheyrandi hvíld og afslöppun:) Við Andri vorum að ræða það að undanfarinn mánuð erum við búin að vera eins og tvö vélmenni. Núna ætlum við að njóta þess að hvíla okkur og hafa það huggulegt í nýju íbúðinni.


Set eina hérna með af litlu afmælisstelpunni að opna pakka í náttgallanum. Hún skemmti sér konunglega í dag með öllum vinum sínum og núna vonum við að hóstinn láti hana í friði í nótt og við fáum öll að sofa dáldið. Það væri nú aldeilis tilbreyting!

fimmtudagur, mars 06, 2008

Langur dagur að kveldi kominn...

Fyrsti afmælisdagurinn hennar Ágústu Rutar var alveg hreint frábær. Allar ömmurnar hennar og afarnir og langömmurnar og langafarnir og frænkurnar og frændurnir mættu á svæðið og gáfu henni ótrúlega margar og fallegar gjafir - þúsund þakkir fyrir það:)

Afmælisbarninu fannst dáldið gott að vera í mömmufangi og er orðin ogguponsu mömmusjúk - enda kominn tími til! Þýðir ekki að vera bara pabbastelpa.

Ég var svo dugleg að setja inn fullt af myndum í mars 2008 albúm og langafamyndir sem Afi Wonder tók á nýju vélina sína. Skrifaði líka texta við allar myndir og er orðin afskaplega þreytt eftir daginn og törnina sem hefur verið undanfarið. Það verður sweeeeet að komast í páskafrí eftir viku.

Skoðið nú myndir og kvittið í gestabókina - alveg skylda að kvitta þannig að við sjáum hverjir eru að fylgjast með!

www.123.is/agustarut
Jæja þá er dagurinn runninn upp! Ár síðan maður pungaði þessari litlu kleinu í heiminn eða hvernig sem á það er litið:)

Mér finnst eins og við höfum verið að keyra upp Skaga í gær og hlustuðum á Velvet á leiðinni í blíðskaparveðri.

Og það sem hún hefur fært mikla gleði inn í líf margra - pottþétt mesti stuðbolti og gleðigjafi í öllum heiminum!

Við foreldrarnir ætlum auðvitað að knúsa hana í kaf á afmælisdaginn ásamt ömmum, öfum, langöfum, langömmum og frænkum og frændum:)

Til hamingju með daginn elsku besta Áran okkar.