fimmtudagur, apríl 29, 2004

Styttist í nr. 7000.....vegleg verðlaun í boði!!!
Hvernig er hægt að gera manneskju það að finna ekki bragð?

Ég finn ekki bragð af neinu og hversu pirrandi er það þegar maður er búin að vera að borða ótrúlega hollt í 3 daga og svo á mamman manns afmæli og maður fær sér smá súkkulaðiköku og rúnnstykki með túnfiskssalati og finnur ekkert bragð af því.....nýtur þess ekki að borða matinn en er samt að bæta á sig fleiri hundruð kaloríum.....og svo gerir maður aðra tilraun...kentucky í matinn með frönskum og sósu og öllu tilheyrandi, ég var meira að segja búin að fyrirbyggja með otrivin og öllu en nei ekkert bragð....bara 700 kaloríur skviss bang mættar!! Skyndibitalinda fílar ekki svona

Kveð úr kjallaranum online.....því ég var að uppgötva að þráðlausa netið uppi drífur niðri í kjallara hjá mér.....af hverju ekki fyrr, ekki spyrja mig???

Linda + 1000 kaloríur og naut þess ekki!!
Sælt veri fólkið.

Komst að því að ég hef of mikið að gera....mun vinna í þessum málum á næstu dögum!!

Mamman mín á afmæli í dag.....tli hamingju elsku mamma...við erum að vinna í gjöfinni.

Á morgun ætlum við að hittast nokkur spræk úti í Baðhúsi og hjóla....staðfestir eru ég, Ási, HDW, Ragnheiður og líklegast Þóranna sem er oft í tímum hjá mér...aðrir áhugasamir endilega mæta klukkan hálf fimm stundvíslega þar sem verður virkilega tekið á því að hætti Bekkpressu.

Lifið heil og njótið lífsins

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Lilly komin á ról....

Aldrei sprækari....

Vöknuð 06:00....
Er að fara að fá mér hollan og góðan morgunmat.....
Sé fram á fyrsta skiptið á réttum tíma í stærðfræðifyrirlestur.....geri aðrir betur
Er þetta dagur tækifæranna...mar spyr sig???

Og mæðginin Ella og Skalli eru góð í óléttumálunum.....Ella segir yfir allan pump tímann í dag: Já, hún Helga segir okkur bara leyndarmál um þig.....hvað halda 35 konur þá??? humm ólétt hahahahahaha...verði þeim að því!!

Fékk staðfestingu á því að Ragna verður að vinna með mér í sumar hjá heilsuverndar...hversu smooth er það að vera tvær í tjillinu í arfanum og slættinum og svo er hún að bíða eftir svari frá adidas.....þetta verður án efa lu' sommer.........
Linda

mánudagur, apríl 26, 2004

...ældi úr mér innyflum í nótt...

já en til að fyrirbyggja allan misskilning sem kynni að valda kjaftasögum í bekknum....(sem ég er reyndar sjálf best í) þá er ég ekki ólétt...ónei er bara með týpíska ælupest með útbrot í kinnum og hálsi og allan fjandann!! Geri aðrir betur...setti met í gær og ældi 4 sinnum á einni klukkustund!!

...tók um snilldarefni með Ernu frá Suðureyri en hún fór á kostum eftir vísó á föstudagskvöldið og hélt ræðu fyrir mig í símann á hinum ýmsu tungumálum...áhugasamir hafi samband (hef í fórum mínum 3 mínútna upptöku)

Nú er maður loksins að ranka við sér í lærdómnum og það er komið skipulagsplan ójá sjúdderí dei....

Er búin að horfa á 3 góðar myndir frá því að ég skrifaði síðast.

Fyrst má nefna írska mynd sem er um konu að nafni Veronica eitthvað...fjallar um eiturlyfjaheim Írlands og hvernig hún fær fólk til að snúast á móti barónunum....virkilega góð, sannsöguleg mynd.

Nr. 2 How to lose a guy in ten days....hreint út sagt frábær mynd...algjörlega mynd að mínu skapi....andri hafði samt meira gaman að því að fylgjast með hlátri og hliðarsvipum á mér...

Nr.3 Kill Bill 1, áður en farið er á II í bíó...æj ég veit ekki, ekki minn stíll en ágætis afþreying....læt mig nú samt hafa það að fara á framhaldið í bíó....mar verður nú að vita hvað hún meinti með því að Bill ætti barnið!!

Kveð að sinni,
Linda útsprengd í andlitinu

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Síðasti dagur vetrar....

....mamma lúmsk með felustaðinn á saltpillunum....hringskápurinn...hefði getað sagt mér það strax!!!

...er að hreinskrifa þetta bókmenntaverkefnið...hva er málið með að mega ekki skila í tölvu....ó mæ god þetta er svo steikt lið.....er komin með opinbert hatur á kennarann minn...hún er að skemma íslenskuferilinn fyrir mér með leiðindum!!

ætla vera dúlleg á eftir og fara aftur í combad áður en ég fer að kenna minn tíma...komaso kraft í þetta....

Linda í vígahug

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Jæja nú fara að taka við ansi bissí tæms...prófin og undirbúningur þeirra.....frumlestur á ýmsu humm gaman gaman...

Var að pæla í að fara að halda með einhverju liði í ensku...það er alveg off hérna á heimilinu að vera svona út úr...pabbi Chelsea og Andri Arsenal...nú er spurning að skella sér á eitthvað allt annað lið...

Fór á deildarbikarinn um helgina...Framarar koma bara nokkuð vel undan vetri eða kannski ekki að marka á móti slöku liði Þróttar....já þeir eiga heima þarna í fyrstu deildinni...sé FRAM á bjart sumar FRAMundan hjá FRAM....nú er bara að mæta á leiki og hvetja sýna menn.

Næsta mál á dagskrá er Suðureyri...nú er maður bara að fara í sæluna á Suðureyri í sumar...eða hvað...er það ekki of sveitó fyrir unga borgarpíu eins og mig...ég gæti aldrei búið í sveit össs...ætla samt að kíkja á hana Ernu og hún kynnir mig fyrir sveitstemmaranum....ég hef eiginlega bara aldrei farið út á land...hversu fáránlegt sem það er!!

chao...

laugardagur, apríl 17, 2004

Mér finnst mjög fyndið að stelpurnar í 9. og 10. bekk í Ölduselsskóla hafi haldið að Bjössi litli væri að byrja í árganginum þeirra og voru spenntar að vita í hvaða bekk hann færi múhahahahahaha......þetta toppar alveg skotin á mig sökum hæðar minnar!!! Ekki allir sem fá viðreynslu frá 10. bekkjar píum..reyndar kom einn gaur úr 12 ára bekknum mínum að heimsækja mig áðan hérna í búðina....held samt að við séum bara meira vinir sko.....

Góða helgi strumpar
Lindsey

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Hefur einhver fengið beint nafngreint skot á sig frá kennara í yfir hundrað manna fyrirlestrasal?

Nei bara að velta því fyrir mér, fékk eitt slíkt á mig í dag og það var svona frekar vandræðalegt fyrir mig, vona samt að allir hafi verið að glósa!!

Ekkert markvert í dag...tók mér góða ciestu milli þrjú og fimm....er svona að venja mig Ítalíu...án þess þó að vita hvort ciesta er tekin þar.....ég mun hins vegar koma því á...

Er á leið til doktor Tryggva Sigurðssonar að ræða um þroskahömlun...heppilegt að hafa svona sambönd í gegnum hana Álu hohoho...

Heyrði í rexinu mínu í dag...hún var yfir sig ánægð með vinnuna í sumar og ætlar kannski að kaupa handa mér flotta skó ligga ligga lá..

..segir Linda Heiðars um leið og hún prentar út glósur fyrir doktor...þvílík þjónusta!!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Já fjölskyldan er komin heim...kúkabrún....ég er farin að bera á mig brúnkukrem!!

Nú er lokaspretturinn að fara í gang í skólanum og það er tryllingur skal ég segja ykkur. Skil ekki alveg málið með það að vera í bullandi hópavinnu síðustu þrjár vikurnar fyrir próf og skella sér svo bara beint í prófin..hvað er það....hvenær á maður þá að lesa fyrir prófin ef maður er ekki búin að vera að gera það jafnt og þétt...ég meina mar spyr sig??

anyways miklar líkur eru á því að ég sé búin að redda kærunni minni vinnu með mér í sumar....hversu gaman verður það þegar við pjullurnar verðum mættar í pollagöllunum í garðana trylltar með sláttuvélina..umm get ekki beðið...

nighty night

mánudagur, apríl 12, 2004

Tjékkið Sai Baba segi ekki meir segi ekki meir....

Náði loksins í þriðju tilraun að plata Andra Finn með mér á 50 first dates þurfti samt alveg að útskýra fyrir honum að Sóli Hólm og fleiri sem hann þekkir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari mynd.
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum...þessi verður keypt á dvd!!

Eftir bíóið skelltum við okkur á Wallstreet en þar voru Logberto, Hjalapeno, Gummi lati og Einar Hlér mættir....þetta er víst nýi hverfispöbbinn okkar....

Í dag ætti strangur lærdómur að taka við en erfiðlega gengur það ójá...

Kveð að sinni frá LA hjarta Reykjavíkur með stolt í hjarta mínu....
Lilly

sunnudagur, apríl 11, 2004

Komin úr páskafríi....

...já það má með sanni segja að ég sé komin úr páskafríi..haldiði að maður sé ekki bara rifin af stað í hlaup á páskadag!! Nýi sambýlismaðurinn minn Andri Finnur (en hann hlaut þetta nafn hjá rúmenanum því hann á í hinu mesta basli við að segja Fannar) skikkaði mig í hlaup enda ekki seinna vænna því við fengum þrjú páskaegg nr. 5 og er búið að gæða sér á þeim undanfarna daga. Urðum að opna fyrr því við hefðum ekkert getað tekið þetta allt í dag....eða hvað!!

Jæja ákveðin hlaupahringur var í deiglunni. Út Grunninn, niður á Laugarásveg og þaðan upp kirkjutröppurnar...sem er ekkert grín...það er þó skárra að andast á kirkjutröppunum frekar en annars staðar. Andri þurfti náttúrulega aðeins að sýna hver væri búin að vera að hlaupa á 15 á bretti undanfarið og byrjaði þetta á góðu tempói....ég lét það ekki á mig fá og þegar komið var að kirkjutröppunum lá þetta bara í mínum höndum..ég tók þær bara létt og var á undan. Síðan voru teknar smá teygjur áður en haldið var áfram í næsta hring sem var niður á Langholtsveg og svo aftur inn á Laugarásveg og aftur kirkjutröppurnar, ójá þá var ég líka nokkuð búin á því!! Þá kom góð setning frá doktor: ,,já nú er aðalmálið sko hversu fljótur maður er að jafna sig.....þetta var bara sagt því andardráttur minn var ansi hávær....létt jogg var tekið heim á leið og djö....líður manni svakalega vel...endurnærður. Nú er bara að baða sig og halda áfram í eggjunum....

Skemmtileg umræða hefur skapast hérna á síðunni varðandi LA Laugarnesið eða hjarta Reykjavíkur eins og það er gjarnan kallað og Breiðholtið eða gettóið. Hvað segir fólkið, hvort er betra að búa í LA eða Breiðholtinu. Tja, mar spyr sig eins og Helgi myndi segja....

Gleðilega páska og njótið þess að slappa af....
Lindan

laugardagur, apríl 10, 2004

Smá innskot.....Ég minni Röggu og Helgu á tryllingstíma í Baðhúsinu mánudaginn 12. apríl á slaginu 12:00. Byrjað verður á upphitun í attack og verða tekin nokkur vel valin lög í því kerfi. Því næst verður skokkað upp í hjólasal og 5+ rpm lög tekin á fullswing.....þannig ekki éta yfir ykkur af páskaeggjum......aðrir áhugasamir hafi samband.

þangað til....

Linda

föstudagur, apríl 09, 2004

Gleðilega páska elskurnar mínar!!

Hef ákveðið að taka mér páskafrí frá blogginu......mæti hress eftir páska

Linda

þriðjudagur, apríl 06, 2004

6. apríl 2004

Jæja þá er heilsan að komast í lag eftir vægast sagt ömurlegan vírus. Hvers á maður að gjalda? Andri er rétt lentur og maður er komin með pest. Er þetta eitthvað sign eða hvað? Tja mar spyr sig. Það hefur svo sem ekkert markvert gerst í þessum veikindum nema legan. Ég komst hins vegar að því að það er vonlaust að leigja sér góða mynd þannig að ef einhver veit um mynd endilega látið mig vita. Hvað er að gerast í þessum kvikmyndabransa?

Á morgun fer ég í sýrumælingu á St. Jósefsspítala. Þar á ég að mæta 8:30 eftir að hafa fastað frá miðnætti. Slöngur verða þræddar ofan í mig og koma út um nefið. Við mig verður svo fest tæki sem á er takki sem á að ýta á við hvern matarbita sem fer ofan í mig. Þetta verður fróðlegt!!

Það má segja að everything goes on the back legs hjá Arsenal mönnum.....nú er pabbi minn glaður á pöbb á Kanarí. Kominn með einn Beamise í hönd!!

Þangað til næst verið góð við náungann....hann á það skilið.

sunnudagur, apríl 04, 2004

....þarna hitti maddan nú alveg naglann á höfuðið....þetta fittar alveg að mínum húmor...en ykkar????

Eftirfarandi eru þýðingar á íslenskum málvenjum úr hinni frægu orðabók
Bárðdælinga:
___________________________________________________________-

The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.

Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

On with the butter!!! = Áfram með smjörið

laugardagur, apríl 03, 2004

....djö ég vann ekki þann stóra...ég sem var búin að gera mér svo miklar vonir össsss....
....í vinnunni skemmti ég mér vel trallallalllallllallal!!

Eins og ávallt var eintóm gleði og hamingja í Adidas búðinni í Kringlunni. Siggi fékk áfallahjálp þegar hann kom í vinnuna og var sprækur það sem eftir lifði dags og náði þeim einstaka árangri að vera í 2. sæti í sölukeppninni. Arnan sló öll met og var tryllt á kassanum.....straujaði kortin hægri vinstri. Einar var svo góður á kantinum eftir lítilsháttar djamm í gær.

Ég tók þá ákvörðun þar sem þetta er svo yndislegur hópur að gefa þeim öllum eina milljón ef ég vinn þann stóra í lottóinu í kvöld en eins og flestir ættu að vita þá er potturinn sexfaldur í kvöld!!

Annað sem ég myndi gera ef ég fengi vinninginn (sem eru góðar líkur á því ég valdi eina svakalega röð) er að kaupa mér litla sæta íbúð niðri í bæ sem er með áfastri íbúð fyrir Krunku þar til hennar tilvonandi flytur heim, bíldruslu því við erum búin að selja okkar sem er ónýt. Ég myndi kaupa allt nýtt og flott sem mig langar í í búðinni, klára Geislann fyrir Rut og Lottó og flytja þau þangað inn, styrkja einhverja í Indlandi (svona aðallega fyrir Andra) og margt margt fleira.......hvað segið þið kæru strumpar, allar hugmyndir vel þegnar?????

Í kvöld er svo slúðurkvöld hjá Baðhúspæjunum Helgu, Röggu og mér.
Skipulagsplan:
19:40 Ragnheiður mætir fyrir utan hjá mér og við pöntum pizzuna.
Keyrum í Nóatún og kaupum nammi og gos. Ragnheiður: Djúpur, Helga: Sambó lakkrís, Ég: borða allt nammi.
Sækjum pizzu og erum komnar til Helgu um áttaleytið.
Klæðnaður: hómíföt, víðar buxur og flíspeysa.
Stelling: legið uppi í sófa með tærnar uppi í loft og kjaftað og étið!!

Ekki slæmt það!!!

Eftir þetta verða bara nokkrar klukkustundir þar til ég hitti minn heitelskaða og sé ég fyrir mér hina ýmsu fagnaðarfundi!!!

Fréttir af þessu og ýmsu öðru á mánudagsmorgun.
Þangað til lifið heil!!
....ég var Palli var einn í heiminum í nótt...

....sagði við Boggins og Evu að þær gætu bara sett dótið sitt í bílinn okkar Hrafnhildar....ég á ekkert þennan bíl en fæ bara oft far í honum. Er ekki slæmt að segja svona?

Linda í vinnunni

föstudagur, apríl 02, 2004

Hér með er fyrsta vettvangsnáminu mínu lokið og var það gert með pompi og prakt......
Nemendur okkar fluttu Idol atriðin sín og við fluttum okkar þaulæfða rock around the clock. Þetta var í orðsins fyllstu merkingu stórglæsileg sýning.....allir fengu viðurkenningu og viðtökukennarinn páskaegg.
Okkur Hrafnhildi að óvörum kom Ingibjörg með gjafir fyrir okkur og með þeim fylgdi svo sætt kort að við fengum tár í augun!! Takk elsku Boggins þú ert æði.....eins og hópurinn okkar.

Í kvöld verður svo eintóm gleði en það er bæði bóksöludjamm og svo reunion hjá Kvennó. Lindan ætlar samt bara að vera á bíl í kvöld þar sem hún er að fara að vinna í fyrramálið.

Núna er ég bara ein og yfirgefin á Grunninum út af því að mamma og pabbi og stelpurnar eru farin til Kanarí og Andrinn er ennþá á Spáni en kemur á morgun og það verður geggjað gaman jei jei jei......ég mun samt sem áður leita mér athvarfs í Vesturberginu þar sem eldamennskan er ekki upp á marga fiska hjá mér!!

Hafið það gott um helgina litlu strumparnir mínir og njótið þess að vera til.

Lilly

fimmtudagur, apríl 01, 2004

All í plati 1. apríl
....á þetta að ríma eða.....

Er búin að taka þrjú aprílgöbb (et. gabb, ft. göbb) í dag. Byrjaði á því að taka Hörpu sys í morgun, reyndar frekar lélegt en þegar ég kom heim eftir að vera búin að kenna sagði ég við hana að það væri verið að spyrja eftir henni (frekar ólíklegt þar sem klukkan var hálf átta um morgun) en hún gleypti við þessu en hikaði svo eitthvað þegar ég sagði að þetta væri strákur!!
Gabb númer tvö átti sér stað í Árbæjarskóla en þar náði ég að plata Ingibjörgu upp úr skónum (og sófanum sem hún sat í og alla leið fram á gang).....hahahaha mjög fyndið.
Þriðja gabbið var svo við bekkinn okkar en við sögðum þeim að í tengslum við Idolið væru Sveppi og Auddi komnir til að taka viðtal við þau en þeir væru niðri í E - álmu svo að það myndi ekki allt tryllast í skólanum. Flestir gleyptu við þessu en sumir sögðu oh þetta er aprílgabb....en þar sem við vorum svo saklausar og sögðum finnst ykkur líklegt að við værum að gabba með eitthvað svona gleyptu allir við þessu á endanum. Nokkrir gerðust það krævir að taka með sér blað og penna til að fá eiginhandaáritanir hohohoho alltaf gaman að plata þessi börn.

Reyndar fannst mér frekar fyndið aprílgabbið í Fréttablaðinu......þvílík vinna sem er lögð í eitt gabb!!

Nú er bara einn dagur eftir af æfingakennslunni og við fengum þvílíkt hrós í dag frá viðtökukennaranum okkar og hafði hún bara ekkert út á okkur að setja. Aldeilis gott veganesti það!!

Góðar kveðjur,
Lindsey