þriðjudagur, janúar 30, 2007


35 vikur liðnar, 35 dagar eftir! (í settan dag)


Vá hvað mér finnst þetta búið að líða hratt, allaveganna síðustu 15 vikur, þær hafa hreinlega flogið áfram.


Ég er enn veik og í raun ekkert að hressast. Einhver hefur ákveðið að ég væri búin að sleppa of vel undanfarna mánuði og bombað öllum pakkanum á mig í einu, upp, niður, kvebbi, háls!


Ég sé fram á liggja heima í það minnsta á morgun líka og sjá hvort ég verði eitthvað skárri.

Leyfi einni mynd að fylgja með síðan úr bústaðnum um helgina en ég vona að "aðalparið" hafi ekki smitast af okkur veikindapésunum.

-Miss hornös-

mánudagur, janúar 29, 2007

Ég er veik...ég sem er ekki búin að vera veik í 8 mánuði!
Það er ekki gaman og ég húki heima og hef áhyggjur af minnstu hlutum.
Svaf í klukkutíma í nótt...
...og það sem verra er - Andri er líka veikur
Þetta er orðið sannkallað pestabæli!

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ég er komin í helgarfrí...

og ekki veitir mér af því svona degi fyrr. Nú eru þeir kennarar sem hafa verið veikir mættir á ný og álagið á okkur hinum minnkar. Það er mjöööög gott:)

Fór í starfsmannaviðtal í dag, gekk afar vel, ég lagði fram mínar óskir fyrir næsta ár og skilst að ég sé "rookie of the year" nje segi svona, þetta kom allaveganna vel út! Og síðasti vinnudagur minn fyrir orlof verður 21. febrúar en Selma litla afleysingardama mætir á svæðið þann 13. febrúar (fékk það sem sagt staðfest Selma!). Nema auðvitað að frumburðurinn verði afar stundvís og mæti á svæðið eftir 38 vikur.

Á morgun ætlum við hjúin að skella okkur í bústað með "parinu". Ég er full eftirvæntingar.

Þannig að upp með tærnar og afslöppun í gang!

þriðjudagur, janúar 23, 2007


Jæja ég vona að hann faðir minn erfi það ekki við mig að afmæliskveðjan komi degi of seint en hann varð árinu eldri í gær þann 22. janúar. Þetta er árið sem hann og mamma eru með sömu þversummu í tölunum sínum en hún verður 45 í apríl!
Innilega til hamingju með það pabbi minn:) Hann eyddi einmitt afmælishelginni í Manchester og Leeds og skellti sér á Chelsea leik.
Hér til hliðar er hann hress á aðfangadagskvöld að máta nýja sloppinn sinn:)
En ástæðan fyrir að ég er sein með kveðjuna er sú að ég skellti mér á smá ælupest í gær. Hressandi? jú mjög, sér í lagi þegar ég stökk út úr tíma og ældi og kom svo aftur eins og ekkert hefði ískorist. Um hádegisbilið viðurkenndi ég að vísu að ég væri kannski ekki alveg nógu hress og fór heim og svaf þetta úr mér. Var orðin mun skárri seinni partinn og náði foreldranámskeiðinu. Þar horfðum við á mjög smooth fæðingu og ef þetta er svona lítið mál er nú engu að kvíða! Ekki það að ég kvíði þessu ó nei, mér finnst nefnilega alltaf eins og ég sé ekki að fara að gera þetta! Þarf kannski aðeins að fara að troða því inn í kollinn á mér að svo er ekki!
Endaði síðan kvöldið á því að borða í Hagnaðarsetrinu og tók AFO með í þeirri meiningu að Bjarni og Hagnaðurinn sjálfur yrðu líka á staðnum. Það var að vísu ekki planið en AFO óvæntur surprise gestur af minni hálfu:)
Kristín María náttúrulega endalaust mikið krútt og alveg litla stelpan mömmu sinnar:) Hún vildi samt kúra smá hjá mér enda ég með enn einn tilvonandi kærasta hennar bumbunni já eða kærustu!
Jæja þetta er orðið alltof langt hjá mér...

sunnudagur, janúar 21, 2007


Og hún Sóley yndislega á afmæli í dag...

Loksins búin að ná mér og er orðin 24 ára!

Innilega til hamingju með daginn mín kæra:)


Ég var að horfa á Die Hard 1 og ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki viss um að Jack Bauer hefði ráðið við verkefnið sem Brúsarinn lenti í!

Bruce Willis er uppáhaldsleikarinn minn í augnablikinu. Voða fínn svona á hvítum hlýrabol alla myndina.

Nú tekur maður hinar tvær myndirnar í framhaldinu...

föstudagur, janúar 19, 2007

Enn og aftur allt í ljómandi standi í bumbunni...

Blóðþrýstingur haggast ekki, þyngdin...jú haggast (aðeins haha), ekki vottur af bjúgsöfnun, legbotn hækkar eðlilega, reglulegur og góður hjartsláttur, krílið ekki byrjað að skorða sig en í höfuðstöðu og þvagið eins og það á að vera:)

Er hægt að biðja um meira í bili, neibb held ekki!

Fer því glöð og sæl inn í helgina og ætla helst ekki að gera neitt nema vera með tærnar upp í loft. Það var tekið fram að það væri mjög mikilvægt þessar síðustu vikur, ekki vera á neinu útstáelsi og dugleg að leggja mig. Þetta síðarnefnda ætti ekki að vera vandamál. Hitt er aðeins erfiðara því ég á það til að vera soldið á fartinu!

Góða helgi elskurnar!

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Haldiði að maður sé þjóðlegur svona á köldum vetrarkvöldum...

Krílið var líka ánægt með þetta, tók 360° snúning (eða three sixty eins og AFO segir)
Hefur greinilega erft þessa gömlu góðu bragðlauka frá móður sinni;)
Fór að horfa á rexið áðan, rúllaði þessu auðvitað upp eins og henni einni er lagið!
Pirringur dagsins...

Verð að lýsa yfir vonbrigðum mínum með Jóa vin minn þessa dagana. Ég er orðin svo hundleið á því að biðja um heilsuklatta og fá svo hafraklatta í pokann og fatta það þegar ég kem heim. Hefur komið fyrir svona 7 sinnum án þess að ég sé að ýkja. Óþolandi að þurfa að vakta það sem fer í pokann. Mér finnst nú bara lágmark að litlu skvísurnar þarna viti hvað það sem þær eru að selja heitir!

Og síðan er óþolandi posakerfi þarna sem tekur upp á því að fá ekki heimild á kort, ég hef orðið vitni að því tvisvar hjá öðrum og það er ekkert meira pirrandi þegar þetta kemur fyrir og það er næg innistæða. Hvað þá þegar maður lendir í þessu með húsbóndakortið sem btw er ansi erfitt að fá ekki heimild á! Ég hringdi í bankann og auðvitað ekkert að kortinu eins og ég vissi vel, athugasemd var gerð við posann...

oh svona fer í taugarnar á mér!
Verst hvað mér finnst gott að fá mér eitthvað hjá hr. Fel.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Eins og gefur að skilja er það farið að teljast til undantekninga að ég sofi heila nótt án þess að rumska...

ég eyði smá tíma í það að kasta þvagi, "vippa" mér á hina hliðina eða bara vakna og get ekki sofnað aftur, já og auðvitað í einstaka tilvikum til að borða. Í nótt vaknaði ég 5:58 og leit á klukkuna og tók því einhverra hluta vegna þannig að hún væri 2 mín í sjö og hversu ömurlegt er að vakna 2 mín í að maður þurfi að fara fram úr. Ég dottaði aðeins aftur en hrökk svo við því ég hélt að ég væri að sofa yfir mig en þá var hún 6:10, oh ég varð svo pirruð því líkaminn var farinn að halda að hann mætti ekki sofa áfram...

þannig ég sofnaði ekki aftur

Get ekki beðið eftir að leggjast á koddann í kvöld!

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Okkur var tjáð í gær að það væri gott að miða við að fara upp á deild þegar ég væri hætt að geta talað!

Andri pikkaði í mig og sagði hvað með þær sem eru mjög málglaðar?:) Átti þá væntanlega við mig en það yrði þá aldrei að ég gæti ekki talað! En einhvern tímann er allt fyrst:)

Mjög fín þessi foreldrafræðsla, eitthvað sem ég hefði ekki viljað láta framhjá mér fara.

Það er ekkert námskeið í kvöld en við vorum að spá í að hitta eitt par, sem af tilviljun er búið að vera með okkur á báðum námskeiðunum, og taka smá double spjall við þau haha djók!

Njótið dagsins...

mánudagur, janúar 15, 2007

Parakvöldið var vægast sagt fróðlegt...

Plúsar:
  • Makar lærðu afar hentugt fótanudd og æfðu sig á staðnum undir leiðsögn nuddara
  • Margar góðar reynslusögur fengu að fljúga ásamt góðri kynningu fyrir makana á önduninni og æfingunum sem við lærum.

Mínusar:
  • 5 mín spjall við einhvern ókunnan af sama kyni um hvernig allt hefði gengið og tilfinninguna gagnvart fæðingunni. Ég lenti með fínni stelpu sem ég þekki lítillega úr denn og AFO lenti svo sem ekkert með neinum alslæmum bara svona frekar normal gaur enda var Benni hennar Láru búinn að kjafta frá þessum hluta námskeiðsins og við því undir hann búin!
  • Það sem gerði útslagið var hins vegar spjallið sem við tvö áttum að taka um hvað við vildum nýta og hvað ekki úr okkar eigin uppeldi! Ég fékk að tala í 2,5 mín og síðan voru skipti. Ég hélt ég yrði ekki eldri og Andri sat á móti mér og spurði hvort þetta væri eitthvað djók eða eitthvað haha. Allaveganna kannski gott fyrir fólk sem ræðir aldrei saman en það er í það minnsta ekki vandamálið á þessu heimili. Við notuðum því þessar fimm mínútur í að ákveða hvað við ætluðum að fá okkur að borða og svona!

Besta sagan var samt um parið sem hélst í hendur í fæðingunni og söng saman Let it be! Það gerði víst gæfumuninn. Við tökum kannski Megas eða eitthvað;)

Niðurstaða: Ágætis námskeið, en spurning hvort að það sé 3000 kallsins virði!

Í kvöld er það síðan foreldranámskeið á Heilsugæslunni, ég spái því að það verði meira í formi glærusýningar og lítið um tjáningu.

Þetta er svona það helsta úr heimi tilvonandi foreldranna...

sunnudagur, janúar 14, 2007

Til hamingju með daginn litli Álfur! 25 það er ekki neitt:) Djö...erum við að verða gammel, manstu þegar við vorum bara 13 í Skotlandi í lúðadressinu með lúðrasveitinni? Eins og það hafi verið í gær:)

Kennóhittingur hjá Láru litlu...(sem komst að því að hún var álitin algjör "rebel" í upphafi Kennó!)


Lára og Jóa með guttana sína Bjarka Fannar og Darra Frey



Darri Freyr í feiknastuði! (orðinn 4 mánaða og rúmlega það)



Fjölgar ört í hópnum - ég í hláturskasti og Magga sett 7 vikur á eftir mér



Selma og hluti af börnunum (Róbert hennar í felum)


-Takk fyrir góða skemmtun og át stúlkur-


Mjög gott að fara og hitta allar þessar píur og fá smá babyráðleggingar! Komst að því að ég er bara ekki farin að undirbúa neitt eiginlega, rétt búin að rífa verðmiða af smá fötum sem ég á ofan í skúffu. En nú fer ég svona að skoða þetta!

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Þvottavélin er komin í hús...

hversu spennt haldið þið að ég sé að fara að þvo? *Svakalega*

Pabbi er bara alveg að fara að koma að tengja og þá verður sko þvegið!

Nú veltir kannski einhver fyrir sér af hverju AFO tengi þetta ekki bara en verkaskiptingin á þessu heimili er þannig að hann sér um svona þessi "hefðbundnu" kvenmannsstörf eins og uppvask, hella upp á kaffi og skipta á rúmum en ég er meira svona í rafmagninu og að tengja nýjar græjur:) En ég treysti mér bara ekki alveg í svona splunkunýjar þvottavélar!

Þessi dagur var svona eins og maður segir "one of those days". Ef þið getið nefnt eitthvað sem gerðist ekki í dag og tengist skólastarfi þá mun ég verðlauna ykkur.

Það lítur því út fyrir meðvitundarleysi í kvöld...

Annars bara hress...

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Litla Eumenia Sparmeister 455 S þvottvélin okkar virðist hafa gefið upp öndina...

Frábær tímsetning verð ég að segja, eins ég hef nú státað mig að því hvernig maður snýr bara lokinu við og hún er orðin þurrkari! En hún hefur þjónað sínum tilgangi í bráðum 100 ár enda eru antíksölurnar að bjóða í hana:)

Þessi númer 3 virðist hins vera á leið inn á heimilið...

Verður tekinn þvottatryllingur á Kambó ef hún mætir á svæðið? Uh já...

Annars er ég búin að vera lélegur bloggari það sem af er árinu, búið að vera brjálað að gera sko! Djók er bara þreytt (smá einkahúmor hjá mér og Sóley) Ég bæti úr þessu!

Nóg á döfinni hins vegar:
  • Kennó hádegisbakarísmatur
  • Leikhús
  • Parakvöld
  • og síðast en ekki síst...Foreldranámskeið!

AFO er samt mest spenntur fyrir parakvöldinu þar sem maður tjáir tilfinningu sína gagnvart fæðingunni og því sem koma skal:)

Har det bra!

laugardagur, janúar 06, 2007

Í dag eru aðeins 2 mánuðir í settan dag...

ótrúlegt alveg hvað er stutt í þetta. Búið að ganga frá fæðingarorlofi og senda umsóknir og slíkt. Vonandi að það gangi allt upp, maður hefur svona heyrt misjafnar sögur um þennan sjóð!

Nýja árið hefur farið vel af stað með allskyns heimsóknum og matarboðum. Skelfilega erfitt að vakna aftur í vinnu enda var búið að snúa sólarhringnum heilsnúning við.

Krakkarnir voru samt bara nokkuð sprækir og ég á eftir að sakna þeirra þegar ég hætti en ég veit að þau verða í góðum höndum Selmu sem dettur inn svona um miðjan febrúar og ég set hana inn í þetta allt saman. Ég hætti svo endanlega 28. feb. nema eitthvað annað komi í ljós.

Kvöddum Möggu litlu sem er farin aftur til Berlínar

Hittum Dag Björn og Bjarka Fannar og borðuðum með þeim og foreldrum


Og Andri hitti auðvitað Lárus vin sinn og stjanaði við hann!


Í kvöld ætla ég að snæða pizzu með systrum mínum og hafa það notalegt
-Góða helgi-