föstudagur, maí 30, 2008


Við mæðgur gerðum okkur þriggja tíma ferð í fjölskyldu - og húsdýragarðinn í dag...


en þar myndi Ágústa Rut vilja búa ef hún fengi að ráða! Alveg ótrúlegt að fylgjast með því hversu vel hún skemmtir sér með dýrunum og í leiktækjunum:)


Í dag lauk formlegri kennslu og mér líður eiginlega eins og ég sé komin í frí! Foreldraviðtölin eru þó eftir og nokkrir starfsdagar.


Ég er búin að vera að veltast með það hvort ég eigi að vinna eitthvað meira í sumar en kennsluna í BH en ég verð með tvo fasta tíma í júní og fimm í júlí. Eftir góðar pælingar með Andra komumst við að því að ég þarf ekkert að vera að vinna neitt meira - við höfum það bara alveg fjandi nógu gott og frítíminn og afslöppunin mun mikilvægari en að jaska sér út í allt of mikilli vinnu fyrir utan að það að ég er auðvitað á mínu grunnkaupi í allt sumar.
Þannig að núna fer maður bara að sigla inn í góða helgi.

fimmtudagur, maí 29, 2008

Ég var að koma úr bíó...

sá satc-myndina - sérstök Baðhús sýning og vááááááá ég fékk gæsahúð - ég á ekki orð til að lýsa hversu góð mér fannst hún - fer bókað svona þrisvar í viðbót!

síðasti kennsludagurinn á morgun og þá styttist óðum í sumarfríið góða

rpm-ið byrjað á fullu og já ég finn fyrir því í öllum líkamanum en það er bara fyrst síðan verður maður kominn með sigg á rassinn eftir nokkur skipti og finnur ekki fet...

annars bara allir sprækir á Laugarnesveginum

þarf að segja góða sögu af bílnum okkar og láni í óláni en hún bíður betri tíma - ætla að koma mér í bæli

föstudagur, maí 23, 2008

Gott að það er komin helgi...

allt klárt fyrir námsmatið og ég búin að gefa öllum mínum 115 grísum einkunn - nokkuð vel af sér vikið held ég bara.

núna eru einungis fimm kennsludagar eftir og síðan foreldraviðtöl og starfsdagar og 10. júní verður fyrsti frídagurinn í laaaangan tíma. Mun óneitanlega minna á fæðingarorlofið.

ætla skella mér á námskeið í HR í byrjun ágúst og læra að verða enn betri stærðfræðikennari - hljómar spennandi ekki satt?

á þriðjudaginn byrja ég síðan aftur að kenna rpm eftir já ansi langa pásu! vona að ég hafi þetta enn í mér...

en aðalmálið er náttúrulega júrópartýið á L45 á morgun - þar verður þvíííííílíkt stuuuððð:)

Góða helgi og áfram Ísland

mánudagur, maí 19, 2008

það er crazyness í vinnunni hjá mér...

maður finnur alltaf soldið mikið fyrir því við annarlok að kenna meira á viku en kennsluskyldan segir til um því þá er alltaf brjálæðislega mikið að fara yfir og einkunnagjöf og allt það dótarí...

ég er samt á góðu róli og stefni að því að vera búin að með allt heila klabbið fyrir helgi - á samt 70 próf eftir og innslátt í tölvu..

þannig að núna er það bara heitt bað og slökun

útistærðfræði á morgun - alltaf vinsæl!

miðvikudagur, maí 14, 2008

Ég veit ekki alveg hvað ég er að gera á fótum...

fíla svo miklu betur að vera sofnuð fyrir miðnætti en svona er þetta

er að verða dáldið góð af kvefinu eftir að hafa dúndrað í mig ansi mörgum mg af pensilíni undanfarna daga

svo góð var ég áðan að ég skellti mér í rpm - enda ekki seinna vænna, byrja að leysa Ingibjörgu af þann 26. maí - ó men. Ætla ekki annars allir að mæta???

dritaði síðan smotterí niður í vefdagbókina hennar áru og setti inn 10 myndir og skrifaði texta undir myndir og dótarí - endilega kvitta soldið í gestabókina, það er svo jette bra að lesa:)

góðar svona stuttar vikur - annars ekki nema 13 dagar eftir af kennslu - það er náttúrulega ekki neitt og ég og ára klára spólum inn í sumarið á hjólinu þ.e þegar ég verð komin með sæti aftan á

á morgun fær ég síðan kannski að sjá tengdason minn númer 2 en það lítur út fyrir að ég þurfi að sjá um alla stelpnagerð í þessum vinkonuhópi:)

föstudagur, maí 09, 2008

Ég var rétt í þessu að fá þær frábæru fréttir að Auður Agla yndislega vinkona mín var að eignast dreng..

15 merkur og 52 cm! Nú eru LA börnin orðin þrjú og við erum heldur betur nákvæmar í þessu vinkonurnar. Sjö mánuðir milli Ágústu Rutar og Elds og svo aðrir sjö á milli Elds og litla snúlla. Nú er bara spurning hver ætlar að taka þetta eftir næstu sjö mánuði?????

Ég er svo glöð að ég get örugglega ekki sofnað:)