Við mæðgur gerðum okkur þriggja tíma ferð í fjölskyldu - og húsdýragarðinn í dag...
en þar myndi Ágústa Rut vilja búa ef hún fengi að ráða! Alveg ótrúlegt að fylgjast með því hversu vel hún skemmtir sér með dýrunum og í leiktækjunum:)
Í dag lauk formlegri kennslu og mér líður eiginlega eins og ég sé komin í frí! Foreldraviðtölin eru þó eftir og nokkrir starfsdagar.
Ég er búin að vera að veltast með það hvort ég eigi að vinna eitthvað meira í sumar en kennsluna í BH en ég verð með tvo fasta tíma í júní og fimm í júlí. Eftir góðar pælingar með Andra komumst við að því að ég þarf ekkert að vera að vinna neitt meira - við höfum það bara alveg fjandi nógu gott og frítíminn og afslöppunin mun mikilvægari en að jaska sér út í allt of mikilli vinnu fyrir utan að það að ég er auðvitað á mínu grunnkaupi í allt sumar.
Þannig að núna fer maður bara að sigla inn í góða helgi.