fimmtudagur, júní 28, 2007

Eina ferðina enn...

Við skelltum okkur í sund áðan, ákváðum að prófa Salalaugina þar sem við búum nú í Kópavoginum. Laugin reyndist nú heldur betur vel og Ágústa Rut var að fíla innilaugina þar sem hún tók nokkrar dýfur og söng hjólin á strætó...eina sem setti skugga á ferðina var konan í afgreiðslunni, hún spurði hvort við værum eldri en 18 ára! Og þeir sem þekkja mig vita að það fer mjöööööööög mikið í taugarnar á mér. Ég sem hélt að maður myndi eldast við það að eignast baby...

Greinilega ekki:(

Þetta ógeðslega fyndna sem gerðist í bústaðnum er svona ekta eins og mér finnst endalaust fyndið og ég stend mig að því að hlæja upphátt og rifja þetta upp!


Eins og sést á myndinni ákvað ég að testa magavöðvana á AFO, sjá hvort þeir væru enn til staðar og jújú þeir héldu mér en síðan ætlaði ég að sýna öllum í fjölskyldunni þetta atriði og það vill ekki betur til en að um leið og stíg upp á AFO með báðar fætur, prumpar hann svaka, alveg óviðráðanlegt prump undan þunga mínum;)


Þetta er reyndar smá svona had to be there en engu að síður viðbjóðslega fyndið!

miðvikudagur, júní 27, 2007

Síða fyrir Ágústu Rut...

Eftir miklar vangaveltur og pælingar ákváðum við að stofna síðu fyrir Ágústu Rut. Bæði vegna þess að við eigum mikið af vinum og ættingjum í útlöndum sem langar örugglega að fylgast með og svo er þetta ágætis leið til að halda utan um myndir og viðburði;) Andri lagði blessun sína á þetta og ég sá um að flokka og raða inn . Síðan má vel vera að einhverju verði dritað niður í dagbók. Þetta er allt saman í vinnslu.

Slóðin er: www.123.is/agustarut en síðan er hins vegar læst en þið hikið ekki við að biðja um lykilorðið.

Og það er skylda að skrifa í gestabókina því það er svo gaman að eiga það seinna meir og geta jafnvel sýnt Ágústu Rut!

Nú hlýtur einhverjum að hlýna um hjartarætur...verði ykkur að góðu!

p.s það er líka algjör óþarfi að þessi síða sem innihélt svo rosalega uppbyggilega pistla sé að breytast í barnasíðu;)

fimmtudagur, júní 21, 2007

Allt á fullu í hvarfinu...
"OK ég er farin að labba pínu, djók!"

"Já ok þetta er nú mun betra útsýni"
Fíni Bumbo frá Bjarka Fannari!
"Þá get ég líka verið með í matnum"
"En samt ekki skilja mig eftir hérna"




Ef einhverjir voru að efast um að maður gæti átt Polo þegar maður er með barn...

...þá skjátlast þeim hrapallega!

Nú erum við einmitt að fara í ferðalag um helgina og viti menn vagninn smellpassar í bílinn! Við getum reyndar bara tekið einn ópalpakka með til viðbótar en vaginn passar það er nokkuð ljóst;)

Nei nei ég segi svona við getum nú kannski tekið eina litla tösku og tvo tómata til viðbótar!

Og það verður víst bongó bongó í innsveitunum um helgina þannig að maður ætti að mæta vel tanaður í bæinn á sunnudaginn!

Hafið það gott um helgina!

miðvikudagur, júní 20, 2007

Nú er ég að detta inn í sjónvarpsdagskrána...

...og af hverju sagði mér enginn að Grey´s væru sýndir á morgnana! Í morgun til að mynda vöknuðum við mæðgur upp úr hálf átta enda sofnaði hún um níu í gærkvöldi og svaf til að verða fimm, drakk og vaknaði svo um hálf átta *mont-mont* að svefnprógrammið mitt sé byrjað að virka;)

Allaveganna við byrjuðum á stubbunum, síðan var það Oprah, næst er morgunleikfimin og ég er svona enn að gera upp við mig hvort ég taki þátt í því, svo Grey´s og síðan dettur maður í hádegisfréttirnar. Nokkuð þétt og gott prógram svona fram að hádegi;)

Annars allt það besta héðan úr hvarfi og AFO á tvær vaktir eftir af þessari törn þá verður gaman og við ætlum að skella okkur í bústað með grunnurunum núna um helgina!

Ha det...

þriðjudagur, júní 19, 2007

Ráðagóða mamman sem þurfti að brjóta saman þvott...

Nauðsynlegt fyrir öll 3 mánaða gömul börn á fá gasblöðru. Sjá hér

mánudagur, júní 18, 2007

Stundum væri rosa gott ef einhver gæti talað fyrir lítil börn sem kunna ekki að tala...

Eins og t.d. fyrir Ágústu Rut þegar hún vill ekki lúlla í vagninum og heldur ekki vaka og er bara pirruð út í allt og alla. Ég vil meina að þetta séu tönnslur, pabbinn vill meina að þetta séu AD droparnir eða af því að hún er ekki búin að kúka í 3 daga...

núna hins vegar er hún sofnuð inni í vagninum því sökum mikilla framkvæmda hér fyrir utan er erfitt að hafa vagninn úti því hún virðist hrökkva upp við hvern einasta dynk.

Hún er hins vegar farin að sofa fyrr á kvöldin enda dregur mamma hennar hana á lappir á morgnana því eins og ýmsir vita þá fæddist hún unglingur og vill sofa út!

Farin að láta hnykkja mig til..
Helgin sem leið...


laugardagur, júní 16, 2007


Oh alltaf þegar AFO er á nætuvöktum þá langar mig mest af öllu að taka litlu músina upp í rúm til mín og láta hana kúra hjá mér en það má ekki því þá ruglast allt systemið í kollinum á henni! Vildi að það væri hægt að forrita inn í heilann hennar að vikuna sem AFO er á vöktum megi hún lúlla hjá mömmu sinni en næstu viku verði hún að lúlla hjá Mosa mörgæs, Finni fíl og þeim öllum félögunum...

miðvikudagur, júní 13, 2007

Kaffihúsagagnrýnin...

Í dag þræddum við fjölskyldan miðbæinn enda rjómablíða. Við ákváðum að koma úr hvarfinu um hádegi og hufum ekki aftur fyrr en að ganga sjö.

Þegar kerra er í för verður maður var við allskyns hindranir, til að mynda endalaust af þrepum inn í allar búðir og litlum tröppum en það bjargast auðveldlega þegar við erum tvö...

Síðan sest maður niður á hinum ýmsu kaffihúsum enda þarf mjólkandi kona að nærast vel og mikið. Fyrst settumst við niður á Moulan Rouge á Skólavörðustígnum, ég og eigandinn erum orðnir mestu mátar enda slær hann yfirleitt 10-15% af verðinu þegar ég borga. Þarna er hægt að fá dýrindis bakkelsi og ég mæli með Crousanti sem er smurt á staðnum og löngum súkkulaðimarineruðum klump. Að sögn Andra bragðast kaffið þarna einnig mjög vel. Helstu gallar: Oft "floater" í klósettinu, ekkert skiptiborð og ekki alveg nógu þægilegir stólar. Mættu vera fjölbreyttari tímarit. Þetta kaffihús fær hins vegar heila 9 í einkunn.

Því næst fórum við í Eymundson í Austurstræti. Þegar veðrið leikur við mann er hægt að sitja úti og það er stór stór plús, einnig er skiptiborð inni á baðinu og á góðum degi er lyftan kannski í lagi (ekki í dag reyndar). Þarna er kaffið víst líka mjög gott en annað bakkelsi fær falleinkunn, ekki bara vegna þess að maður er rændur á staðnum heldur er það líka mjög svo óspennandi. Tímaritin flæða hins vegar um og stólarnir eru nokkuð þægilegir. Gef þeim 8,5 í einkunn bara út af bakkelsinu því það er jú það sem ég horfi aðallega á;)

Við keyptum tvær útskrifargjafir enda önnur veisluhelgi um næstu helgi. Ég keypti mér auðvitað ekki eitt stykki enda er þetta sumarið sem ekkert verður keypt eftir að okkur blöskraði alveg ískyggilega allt draslið sem við vorum búin að sanka að okkur á Kambó...Ágústa Rut fær samt alltaf eitthvað enda er hún prinsessan;)

har det brav....

mánudagur, júní 11, 2007

Veisluhelgin...

Við AFO vorum búin að ákveða að gera okkur aldeilis glaðan dag og sletta ærlega úr klaufunum þessa helgina, það tókst bara nokkuð vel.

Við byrjuðum á 27 ára veislu Bjarna og gæddum okkur á dýrindis kræsingum, ÁRA var að vísu ekki upp á sitt besta enda þreytt og hafði vaknað fyrir átta þennan morguninn, ekki beint hennar stíll. Úr þessari veislu héldum við í útskriftarboð hjá Loga og borðuðum enn meira. Þar var ÁRA örlítið hressari enda náði hún að blunda á leiðinni milli boða. Síðan kom að stóru stundinni, við skelltum okkur á Ítalíu og í afmæli til INGS PINGS. Á Ítalíu voru sniglar í forrétt og síðan eitthvað rosa sterkt fyrir bóndann og auðvitað hálfmáni fyrir frúna, plús rauðvínsglas eftir langan aðskilnað en það bragðaðist enn mjög vel. Amman, afinn og Svava sem sátu vaktina pössuðu sig á því að senda reglulega skilaboð um að allt væri í góðu. Núna er litla snúllan nefnilega komin með soldið mikið vit að okkar mati og veit sko alveg hverjir eru foreldrarnir. Allaveganna til að gera lengri sögu styttri þá endaði þetta með stuttu afmælisboði en við vorum þá búin að vera frá í 3 tíma. Prinsessan á bauninni vildi þá fá foreldra sína heim þrátt fyrir að hún fengi nóg af mömmumjólk frá ömmu sinni, að lokum var brugðið á það ráð að láta hana þefa af peysunni minni og þá snarþagnaði barnið! Magnað alveg hreint...

Það var hins vegar mjög gott að fara svona út að borða í rólegheitunum. ÁRA var síðan alveg uppgefin eftir þennan stóra dag og svaf til hádegis í dag sem og við foreldrarnir! Segið svo að maður geti ekki sofið út með ungbarn!

Eitt video af Ágústu Rut að horfa á fótboltaleik en hún veit ekkert ennþá að pabbi hennar var einu sinni fótboltastjarna...ég á alveg eftir að segja henni sólarsöguna af því!
http://video.google.com/videoplay?docid=-5657088805503956661

föstudagur, júní 08, 2007

Þessi litla dudda er ekki öll sem hún sýnist, þó hún sé yfirleitt algjört sparibarn eins og guðmóðirin vill orða það þá er hún líka ansi lævís...
Í kvöld sofnaði hún um tíuleytið, öllum til mikillar gleði, rúmlega ellefu var henni laumað á brjóst og í framhaldi af því átti að lauma henni í rúmið en hún tók það nú ekki í mál, kvartaði soldið og lét stjana við sig, taka sig upp og leggja niður en ekki ætlaði hún að sofna þó hún væri alveg skítþreytt. Að lokum fór móðirin að hugsa að kannski væri hún eitthvað slöpp eftir bólusetninguna og ákvað að leyfa henni að koma fram og viti menn þá var allt í lagi með hana og um leið og hún var lögð svona í sófann tjillaði hún bara og brosti þangað til hún lognaðist út af. Þau eru ekkert vitlaus þessi litlu grey...


fimmtudagur, júní 07, 2007

5770 gr og 61, 4 cm!

Já ég var nokkuð nálægt nema ég veit ekki hvaðan þessi hæð kemur eiginlega...

Við áttuðum okkur líka á því hvers vegna ÁRA er alltaf síbrosandi og hress, hvernig er annað hægt með okkur sem foreldra. Við löbbuðum til að mynda bæði út af heilsugæslunni með bláu hlífarnar enn á okkur og föttuðum það ekki fyrr en fólk á förnum vegi var farið að horfa ískyggilega mikið á okkur! Hressandi...

Ciao!

miðvikudagur, júní 06, 2007

Ágústa Rut þriggja mánaða brosmild stúlkukind!
Í dag er litla blómið þriggja mánaða, ótrúlegt en satt hvað tíminn flýgur frá manni. 5 mánuðir eftir af orlofinu mínu og þá tekur pabbinn við. Ég gat hins vegar ekki setið á mér og fór aðeins í vinnuna í dag;) haha týpískt ég ekki satt? En þetta var nú bara smá frágangur til þess að gögnin mín myndu ekki týnast. Ég fékk samt endanlega staðfestingu á því að dóttir mín er ekkert lík mér, bara pabba sínum endalaust. Vinnufélagar mínir sem höfðu kannski bara séð AFO rétt svo í mýflugumynd fannst hún bara lík honum! Hún hlýtur samt að hafa erft gáfurnar og húmorinn frá mér, allaveganna finnst henni ég alveg skemmtilegust í heimi;)

Á undanförnum þremur mánuðum hefur Ágústa Rut dafnað ótrúlega vel, drekkur og þyngist eins og herforingi, kúkar, pissar og prumpar eins og hún fái borgað fyrir það, svo ég tali nú ekki um að ropið. Einnig er hún farin að brosa eftir pöntun, hjala og skríkja og fyrir stuttu skellti hún upp úr og hló að mömmu sinni;) Hún hefur líka velt sér 4 sinnum af maganum og yfir á bakið enda í stöðugum æfingabúðum hjá móður sinni. Fyrir utan þetta allt hefur hún eignast hátt í 20 skópör, fullt fullt af kjólum og endalaust mikið af fötum. Eins og áður hefur komið fram er móðirin í vandræðum með að skipuleggja þetta allt saman!

Hún sefur líka voða vel á nóttinni og hefur frá 2 mánaða aldri verið að sofna á milli ellefu og tólf á kvöldin og sofið til fimm eða sex, drekkur og sefur svo til átta eða níu og ef hún fær aftur að drekka þá og knúsast í mömmu sinni getur hún alveg sofið lengur og einn morgunin skriðum við fram úr um hálf tólf leytið. Það er samt ekkert mjög gáfulegt þannig að núna reynum við að fara á fætur ekki seinna en tíu.

Við foreldrarnir erum auðvitað ekki söm eftir að litli sólargeislinn fæddist og hrópum upp við minnsta prump, núna í sundinu kallaði móðirin alveg yfir alla sundlaugina á kennarann: Hey sástu hvað hún var dugleg! Já maður er ekkert æstur yfir þessu neinei;)

Á laugardaginn ætlum við að gera okkur ansi glaðan dag og byrja á því að fara í afmæli til Bjarna en við gerum ráð fyrir að taka dömuna með í það. Síðan um kvöldið ætlum við út að borða og í afmæli til INGS. Amma Ágústa ætlar að vera svo almennileg að passa enda kominn tími til að við lyftum okkur aðeins upp.

Á morgun er síðan fyrsta bólusetningin og skoðun. Spurning hversu nálægt minni hæð hún er komin! Ég spái 5700 gr. og 60 cm!

Þetta er svona einna helst úr Hvarfinu...

þriðjudagur, júní 05, 2007

Þegar ég komst að því að ég yrði í fæðingarorlofi í sumar frétti ég að það ætti að vera alveg geggjað veður allt heila sumarið...

Hvað varð eiginlega um það? Viljiði plís hætta þessu ógeðisveðri núna á stundinni!

Annars er það helst í fréttum að ég gafst upp á hárinu á mér. Þegar ég komst að því að ég var með hárbrúska inni í rassaborunni ákvað ég að þetta hárlos gengi ekki lengur og er búin að láta klippa mig stutt, stutt á minn mælikvarða eða rétt um axlir og þvílíkur léttir. Nú get ég safnað stuttum hárbrúskum út um allt;)

Guði sé lof að ég er með frekar þykkt hár annars væri ég orðin sköllótt!

mánudagur, júní 04, 2007

Nú gerði ég aldeilis góð kaup sem endranær...

Um daginn fannst mér alveg grátlegt að ekki væri hægt að versla Carter´s föt á netinu en síðan sagði Harpa snillingur mér frá því að Nettó væri stundum með samfellur frá þeim og mér finnst það langbestu stuttermasamfellurnar sem ÁRA á því þær eru með svo góðu hálsmáli...

og viti menn þeir áttu tvo mismunandi pakka með 5 í hvorum eftir fyrir mig á 3-6 mánaða. Einmitt sem mig vantaði og tveir pakkar kostuðu einungis tæpar 2.400 kr. Ég sá á pakkanum að hann hefði kostað 22 dollara þannig að þeir leggja lítið sem ekkert á þetta, eiginlega gefa bara með;)

Þetta voru kaup dagsins í boði Harps!

sunnudagur, júní 03, 2007

Ok ég gaf eftir...

mjög ólíkt mér en ég hef svo sem ekkert að gera í þessu orlofi meh....

Þetta er sem sagt mitt speis og gjöra svo vel að gera mig að vini, á mjög mjög fáa í augnablikinu en góða;)

Og ég er svo rugluð í dögunum að fyrir mér gæti alveg eins verið föstudagur í dag!

laugardagur, júní 02, 2007

Nú er ég komin með nóg af bólum og ógeðishúð...

og þá þýðir ekkert annað en að taka húðhreinsunarátak. Smellti mér í Lyfjuferð í gær og fór að ráðleggingum Marghugu. Keypti þennan maska til að hreinsa óhreinindi úr húð, næturkrem sem gerir mann silkimjúkan og dagkrem. Þetta kostaði að vísu slatta en hvað gerir maður ekki fyrir húðina á sér???

-Burt með bólurnar-