Mér finnst ég og AFO alveg fáránlega góð samsetning þó ég segi sjálf frá...
ekki bara af því við erum ólík og vegum þá einhvern veginn hvort annað upp heldur líka bara af því við erum stundum ótrúlega lík eins og þegar kemur að því að hlaupa - þá kemur ekki bara keppnisandinn ljós heldur brjálaða keppnisskapið líka.
Eins og t.d áðan hlupum við dáldið góðan hring - frá Laugarnesveginum, Laugalæk, út á Sundlaugarveg og upp á Laugarásveg að Langholtsvegi, Langholtsveg á enda, framhjá Mörkinni, út að Glæsibæ, upp á Suðurlandsbraut, inn á Engjaveg, framhjá Skólagörðunum, inn í Laugardalinn og hann í gegn, framhjá Laugardalsvelli, WC, sundlaugunum og heim á Laugarnesveginn aftur - nú er ég ekki 100% á vegalengdinni en skýt á 7 km (hjóla þetta á morgun og tjékka á því). Þetta tókum við á mjög góðum hraða, að mestu leyti af því að Andri var að leika héra og ég með mínu keppnisskapi að halda í við hann en líka út af því að við peppum hvort annað einhvern veginn upp...
allaveganna nú er stefnan sett á að hlaupa 10 km á góðum tíma í ágúst, minn besti er 46 mínútur en þá var ég ung og frá á fæti, nú er ég aðeins þyngri og ansi mörgum árum eldri en mun þó pottþétt stefna á að ná svipuðum tíma og þeim bezta. Það lítur út fyrir að maður verði að taka smá hlaup í Stokkhólmi og Mílanó.
en þrátt fyrir að við séum góð saman getum erum við líka hræðileg þegar kemur að því að vera í aðhaldi hvað varðar mat og sætindi. Við komum með frábærar hugmyndir um að standast freistinguna en síðan er ég alveg fáránlega góð í að koma með góðar hugmyndir að svindli og Andri þeim mun betri að samþykkja þær. Núna hins vegar hefur þetta gengið ágætlega undanfarna daga en ég þarf að hafa mig alla við að stinga ekki upp á einhverjum fjárans skyndibita, Hlölla, Devitos og þar frameftir götunum - skyndilindunafnið varð ekki til fyrir ekki neitt!
Ég á síðan bunka af myndum fyrir júnímánuð - annað en brúðkaupsmyndir (þó þær gleðji nú alltaf augað) og stefni á að setja þær inn fljótlega - leyfi kannski bara mánuðinum að klárast. Set þó eina hérna af yfirstjórnandanum hérna á heimilinu - fröken Ágústu Rut að leika á Laugaborg:)