þriðjudagur, júní 30, 2009

Nýjar myndir inni á Áru-síðu - muna að kvitta fyrir heimsókninni!

Ég er síðan búin að fara á forútsölu í Englabörnum og POP og var að sjálfsögðu hófsemin uppmáluð enda vill maður eiga eitthvað til góða í Stokkhólmi;)

Sé einmitt að POP í Sverige er með 50% afslátt á útsölunni...

en að öllu gríni slepptu verður lítil áhersla á kaup í þessari ferð nema náttúrulega að eyða fermingarpeningunum hennar Svövu;)

sunnudagur, júní 28, 2009


Mér finnst ég og AFO alveg fáránlega góð samsetning þó ég segi sjálf frá...


ekki bara af því við erum ólík og vegum þá einhvern veginn hvort annað upp heldur líka bara af því við erum stundum ótrúlega lík eins og þegar kemur að því að hlaupa - þá kemur ekki bara keppnisandinn ljós heldur brjálaða keppnisskapið líka.

Eins og t.d áðan hlupum við dáldið góðan hring - frá Laugarnesveginum, Laugalæk, út á Sundlaugarveg og upp á Laugarásveg að Langholtsvegi, Langholtsveg á enda, framhjá Mörkinni, út að Glæsibæ, upp á Suðurlandsbraut, inn á Engjaveg, framhjá Skólagörðunum, inn í Laugardalinn og hann í gegn, framhjá Laugardalsvelli, WC, sundlaugunum og heim á Laugarnesveginn aftur - nú er ég ekki 100% á vegalengdinni en skýt á 7 km (hjóla þetta á morgun og tjékka á því). Þetta tókum við á mjög góðum hraða, að mestu leyti af því að Andri var að leika héra og ég með mínu keppnisskapi að halda í við hann en líka út af því að við peppum hvort annað einhvern veginn upp...


allaveganna nú er stefnan sett á að hlaupa 10 km á góðum tíma í ágúst, minn besti er 46 mínútur en þá var ég ung og frá á fæti, nú er ég aðeins þyngri og ansi mörgum árum eldri en mun þó pottþétt stefna á að ná svipuðum tíma og þeim bezta. Það lítur út fyrir að maður verði að taka smá hlaup í Stokkhólmi og Mílanó.


en þrátt fyrir að við séum góð saman getum erum við líka hræðileg þegar kemur að því að vera í aðhaldi hvað varðar mat og sætindi. Við komum með frábærar hugmyndir um að standast freistinguna en síðan er ég alveg fáránlega góð í að koma með góðar hugmyndir að svindli og Andri þeim mun betri að samþykkja þær. Núna hins vegar hefur þetta gengið ágætlega undanfarna daga en ég þarf að hafa mig alla við að stinga ekki upp á einhverjum fjárans skyndibita, Hlölla, Devitos og þar frameftir götunum - skyndilindunafnið varð ekki til fyrir ekki neitt!


Ég á síðan bunka af myndum fyrir júnímánuð - annað en brúðkaupsmyndir (þó þær gleðji nú alltaf augað) og stefni á að setja þær inn fljótlega - leyfi kannski bara mánuðinum að klárast. Set þó eina hérna af yfirstjórnandanum hérna á heimilinu - fröken Ágústu Rut að leika á Laugaborg:)

fimmtudagur, júní 25, 2009

Heldurðu að...

Fyrir síðustu helgi hittumst við Andri, Kobbi og Sóley og horfðum á brúpkaupið á video - aðallega sökum þess að Kobbi missti af öllu saman en líka bara af því að mér leiddist nú ekki að horfa á þetta aftur!

Við horfðum á allar ræðurnar og ég hló og grét til skiptis líkt og í veizlunni. Ómetanlegt að eiga þetta svona á "teipi"

Í kjölfarið af þessu barst það í tal að ég væri dáldið gefin fyrir svokallaðar "heldurðu" spurningar og um leið og Sóley nefndi þetta samþykkti Andri um hæl að hann væri ósjaldan að svara slíkum spurningum. En "heldurðu" spurningar eru spurningar sem hafa yfirleitt ekkert rétt svar og eru meira svona bara til að blanda náunganum inn í málið og fá hans álit og skoðun. Ég vildi nú meina að þetta væru smá ýkjur hjá þeim en eftir dæmin sem þau gáfu fór ég að hallast að því að ég spyr mjög oft heldurðu spurninga.

Síðast í gær stoppaði ég sjálfa mig að því að vera búin að spyrja heldurðu spurninga í hátt í klukkutíma. Áran nefnilega enn og aftur veik, ekki í fyrsta skiptið á þessu ári en VONANDI í það síðasta! Þá sá ég að ég dritaði heldurðu spurningum á Andra: "heldurðu að við ættum að pústa hana með hinu pústinu", "heldurðu að henni hafi orðið kalt í sundi", "heldurðu að hún fái aftur í lungun" og þar frameftir götunum....

Vandamálið núna er að ég er orðin svo fáránlega meðvituð um þetta og er alltaf að stoppa mig af og segja sorry þetta er heldurðu spurning...

þriðjudagur, júní 23, 2009


Það drífur aldeilis meira en nóg á daga manns í fríinu og ég velti fyrir mér hvernig ég geti mögulega bara verið í fullu starfi á veturna. Dagarnir eru þéttskipaðir og aldrei lognmolla....


...en talandi um vinnu. Núna leita ég mér af örlitlu aukastarfi fyrir næsta vetur því yfirvinna verður af mjög svo skornum skammti ef einhvern meðal kennara. Ég dey hins vegar aldrei ráðalaus og er auðvitað svo heppin að geta kennt ýmsa sprikltíma, nú er bara að finna staðinn til að kenna þá! Ég fer t.d í eitt atvinnuviðtal á næsta mánudag og er dáldið spennt að sjá hvað kemur út úr því.


Annars er hressleikinn til staðar hér á Laugarnesveginum sem aldrei fyrr nema við foreldrarnir værum alveg til í að dóttir okkar myndi sofa ögn lengur á morgnana 6:eitthvað er bara ekki alveg nógu spes í langan tíma en nú er búið að stytta dagsvefninn heilmikið og við finnum strax breytingu. En hvað er maður eiginlega að kvarta....í fríi og get alltaf lagt mig:)


Síðan eru brúðkaupsmyndirnar komnar í hús, ekki leiðinlegt það og margar hreint ansi góðar.

Hver getur ekki góðum brúðkaupsmyndum á sig bætt?

Ég luma líka á fleiri myndum þrátt fyrir að hafa stútað vélinni okkar ásamt einum kökudisk en það er nú önnu saga....

í dag er það fjall með góðum vinkonum, vona að rokið fleyti mér lengra en síðan - er svo ferlega rokhrædd alltaf!

þriðjudagur, júní 16, 2009

Í síðustu viku setti faðir minn upp þessar huggulegu snúrur á svölunum okkar. Mér finnst eitthvað svo notalegt að horfa á þvottinn sveiflast þarna fram og tilbaka og hvað þá þegar vindurinn blæs vel og hann þornar á no time! Bylting í þvottasögunni hérna á Laugarnesveginum og sparar ófáar ferðir niður í þvottahús.

Mér fannst samt rausnarlegast af honum föður mínum þegar hann spurði hvort hann ætti að hafa aðra snúruna í hæð AFO. Ég taldi þess ekki þurfa að svo stöddu;) Hann gæti þá bara beygt sig aðeins öll þessi skipti sem hann hengir upp:)


Annars er alltof huggulegt að vera í fríi og stundum bara gott að vera svona eini á heimilinu í fríi og geta gert hluti sem annars aldrei eru gerðir t.d. að flokka flöskur og dósir, taka til í geymslunni, þrífa bakaraofninn, tæma allar þvottakörfur, sortera dót prinsessunnar, taka til í fataskápum, þrífa bílinn og já svona mætti lengi telja;)

Plús auðvitað að leggja sig, það er mjööööög mikilvægt svona einu sinni yfir daginn og nú hefst lögn dagsins!

-Linda í sumarfríi-

fimmtudagur, júní 11, 2009

Í dag fór ég í viðtal á Laugaborg...

leikskólanum sem Ágústa Rut byrjar á í ágúst. Það verður mikill munur að vera í göngufæri við leikskólann og ekki verra að ég sé að vinna í næsta húsi.

ég fyllti út allskyns blöð eins og gengur og gerist en skemmilegasta breytingin var klárlega að haka í "gift" reitinn;)

ég fékk yfir 100 myndir frá Örnu síðan í brúðkaupinu og ætla fara að setja eitthvað af þeim í nýja möppu á Árusíðu. Þið verðið að afsaka, ég verð með endalaust af brúðkaupsmyndum því mér finnst svooooo gaman að skoða þær:)
Hún Arna snillingur tók þessa mynd af okkur í sveiflunni - ótrúlegur myndasmiður hún Arna:)


þriðjudagur, júní 09, 2009

Jæja fyrir spennta vini og vinkonur í útlöndum....já og aðra velunnara;)

Þá er fyrsta holl af myndum úr brúðkaupinu komið inn á Árusíðu en þetta eru myndir frá engum öðrum sem sjálfum afa wonder sem fór á kostum í veizlunni - einnig eru nokkrar nýjar í lok maí síðan í útskrift Hörpu og fleira.

Ég geri síðan ráð fyrir að fá myndir frá fleirum eins og t.d. Lárunni minni, Örnu, Sóleyju, Hörpu, Evu og Hjalla og fleirum sem voru með myndavél! Síðan eigum við auðvitað eftir að fá aðalmyndirnar úr myndatökunni - gaman gaman:)

Og ég minni á að kvitt gleður alla í hjartað;)

kv. Frú Linda

sunnudagur, júní 07, 2009

Elsku bezta fjölskylda og allir vinir!

Takk fyrir að gera brúðkaupsdaginn fullkominn og ógleymanlegan. Við erum í skýjunum og erum búin að vera að opna gjafir núna á annan tíma!

Þúsund þakkir fyrir allar þessar gjafir og að hafa tekið þátt í þessu með okkur.

"Kökuskerið"
Prúðbúnar mæðgur
Waltz-inn var ekki látinn nægja heldur var líka tekið rokk!
Þvílík sveifla

Topp þrír dagar í mínu lífi:
31. desember 1999
6. mars 2007
6. júní 2009

-Farin að njóta hveitibrauðsdaganna-


ps. ég þarf endilega að fá myndir frá öllum!

þriðjudagur, júní 02, 2009

Ég hef lúmskan grun um að einhverjir séu að fylgjast með brúðkaupsundirbúningi og bíði spenntir eftir nýjustu fregnum;)

Í gær var ég gæs og yndislegu og frábæru vinkonur mínar og systir voru búnar að skipuleggja snilldardag frá byrjun til enda, hefði sko ekki getað verið betra og ég öfunda ekki hana sem verður á eftir mér svo frábær og skemmtileg dagskrá var í gangi, alveg eins og ég hefði viljað hafa þetta. Þrjú þúsund þakkir fyrir allt!

Næstu dagar verða þéttskipulagðir og af nógu að taka, samt er einhvern veginn allt alveg klárt en samt ekki klárt, fáránlega mikið af litlum hlutum og lausum endum sem þarf að ganga frá.

Síðan er náttúrulega nauðsynlegt að muna eftir að ná í hringana á morgun! MUNA MUNA

Áðan fór ég í litun og plokkun, fótsnyrtingu og prufuförðun og er afar ánægð með útkomuna, ég verð ekkert to much en samt alveg voða voða fín:)

Á morgun er planið að tjékka aðeins á hárinu og á fimmtudaginn er litun.

Föstudagurinn er þéttskipaður frá morgni til kvölds, gera og græja salinn, koma öllu á staðinn og koma öllu fyrir, setja upp altarið og fleira og fleira og fleira.....

....og við sem ætlum bara að hafa þetta alveg látlaust;)

kveðja frá soon to be frú Ottósson:)