þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Oh stundum þoli ég ekki sjálfa mig...

Uppgötvaði á síðasta þriðjudag nýjan þátt sem heitir Close to Home og ákvað að þetta væri nú eitthvað fyrir mig (væminn og hægt að væla mikið yfir) en þið sem þekkið mig vitið að ég næ aldrei að fylgjast með neinum þáttum í sjónvarpinu því ég gleymi alltaf að horfa á þá...og viti menn haldiði að ég hafi ekki verið að missa af Close to Home og ég sem grét úr mér augun í síðustu viku og var orðin spennt fyrir næsta þætti...ég er ömurlegur þáttaáhorfandi.

Jæja Lilly núna þarftu að muna Close to Home á þri 22:00 og Desperate á fim 22:25.
Spurning hvort maður þurfi að fara að færa þetta inn í litlu svörtu bókina, væri svo sem alveg möguleiki, allur fjandinn sem fer þangað inn;)

Annars eigið góðan dag á morgun;)
Linda

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Talandi um að vera fótboltafrú með meiru...

Sagði við Andra í gær þegar hann ók yfir á vitlausa akrein Passaðu að vera á þínum vallarhelming!

Er annars að fara að hora á The Descent...

Fyrirhugað plan um ferð okkar til Köben skýrist á næstu dögum. Ef allt gengur upp erum við væntanleg þann 22. mars og munum dvelja fram á mánudag 27. mars:)

Lilly

laugardagur, febrúar 11, 2006

Umm hvað cookie do kökur eru góóóðar með ís og marssósu, það er banvænt þetta er svo goooottt:)

og enn og aftur hefur matarbloggið göngu sína, ég er viss um að dyggir aðdáendur þess voru farnir að sakna þess mikið...

En af hverju í ósköpunum er ég ekki farin að sofa, hver veit það?

Helgi framundan sweeeeet...
GN

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Vá hvað mér blöskraði...svo mikið að ég varð kjaftstopp og það gerist nú ekki oft!

Ég er enn að jafna mig

Cheers!

mánudagur, febrúar 06, 2006

Humm humm ha ha...!

AFO segir að ég segi endalaust oft humm og ha þegar ég er að tala við hann og hann þolir það ekki, vildi að ég væri með hljóð með þessum hummum en ég kannast ekkert við þetta!

Hann verður alveg pirraður ef ég tek humm eða ha og rétt í þessu sagði hann ég er alveg búinn að kinka kolli oft...

Ég skil ekkert í þessu, getur verið að ég sé svona pirrandi humm og ha manneskja, né trúi því ekki.

Mánudagar eru samt alveg þokkalega til mæðu hjá okkur, fórum út 8:08 í morgun, komum heim 20:48...þetta er náttúrulega alltof langur dagur, á þessum tíma var hátíðamatseld, lærdómur, vinna á frístunda, æfing og body jam kennsla... og enduðum svo á að þrífa Prins Polo.

Prógram já prógram
Heyri í ykkur:)
Skyndilindan

föstudagur, febrúar 03, 2006

Ég var að enda við föstudagskríuna mína, hún er ein af mínum uppáhaldskríum, ég ætla samt að skvera mér í föt núna og hendast í Bónus, kaupa gos og snakk og nammi og Cookie Do því það er Idol í kvöld. Ég er búin að bjóða systrum mínum í mat, Pizza ala mango - ekkert vesen hér á bæ!

Laugardagur fer í örlítinn lærdóm og útsofelsi, um kvöldið er síðan elítuhittingur í Mosó...langt síðan að við höfum allar hist, vona að við kíkjum á Sylvíu Nótt og TIL HAMINGJU ÍSLAND...

Sunnudagur nýtist í aðeins meiri lærdóm, slappelsi og mat á Grunninum um kvöldið...

Ég ætla samt helst og mest af öllu að slappa ótrúlega mikið af um helgina, geispa oft og mörgum sinnum og halla höfði, það er þægilegt:)
Góða helgi!

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Ég veit ekki hvort að ég er með svona mikinn kúk og piss húmor en allaveganna fékk ég hláturskast fyrr í kvöld þegar ég fór á klóið og það var svona tiny tiny lítill kúkur í klósettinu, (AFO var sko á undan mér en samt er ekki víst að hann hafi átt þetta) ég náttúrulega sturtaði bara niður til að losa mig við þetta en hann vildi ekki fara, ég reyndi aftur en litli naggurinn kom bara alltaf til baka. Það endaði með að ég kallaði fram á gang að það væri lítill kúkur í klósettinu sem vildi ekki burt og ég væri ráðþrota. Restin af Geislafamilíunni var þá komin inn á bað til að kíkja á gripinn og Don Ruth var bara viss um að þetta væri einhver loftkúkur svokallaður (hef að vísu ekki heyrt þá nefnda!). Lottó kom þá með gott ráð að setja pappír í klóið og þvinga hann þannig niður...hann fór loks helvítis naggurinn:)

Ég er enn að hlæja...