mánudagur, maí 31, 2010

Sushi, hvítvín, brúðkaup og karokí!

Síðastliðið föstudagskvöld gerðum við Álfrún og Regína okkur ansi glatt kvöld:) Við Regína byrjuðum á því að gæða okkur á dýrindis Sushi og hvítu og þegar leið á kvöldið fannst okkur ekkert sniðugara en að við myndum horfa á brúðkaupið mitt aftur því hún og Álfur voru því miður ekki á landinu þegar þessi stóri dagur átti sér stað fyrir tæpu ári síðan.

Eins og góðum brúðkaupum sæmir var drukkið vín og að þessu sinni ekki nema "litlar" þrjár flöskur. Gestirnir tveir skemmtu sér vel og brúðurinn fékk tár í augun yfir sumum atriðunum. Gamanið stóð sem hæst þegar AFO kom heim úr vinnuhitting upp úr miðnætti en að hans sögn vorum við þá farnar að syngja í flösku og taka eurovision atriði, klárlega smá sinnep á þeirri frásögn en breytir því ekki að þegar gleðin stóð sem hæst fannst okkur alltof langt síðan við hefðum farið í karokí og skelltum okkur því á hverfispöbbinn Ölver. Þar var Regína að sjálfsögðu drottningin enda höfum við Álfur lítið í hana þegar kemur að söng. Ég lét mig samt hafa það að taka lokalag kvöldsins "The Winner Takes It All" sem segir allt sem segja þarf. Það voru ansi hressar stúlkur sem röltu í gegnum dalinn sinn undir morgun og þökkuðu fyrir að engin myndavél hafði verið í fórum þeirra þetta kvöldið:)

Takk fyrir dásamlegt kvöld yndislegustu og beztu vinkonur mínar!

mánudagur, maí 24, 2010

Svona eiga góðar langar helgar að vera...

Sætu mín og beztu tvö
Stórvinirnar Matthías og Ágústa
Kaupa fínt:)
Taka góða Fight gone Bad æfingu - tjékkið á AFO
okkur Álfi til mikillar mæðu var myndavél á staðnum og búið að setja á netið nokkrum tímum seinna!
Amerískar, egg, beikon og baunir nammi namm!


Þessi helgi er búin að vera eins og heil vika, við gerðum nefnilega svo mikið, kaffihús og grill með Álfi, Eld og Agli ásamt trampólín hoppi og rauðvíni, grill með Sóla, Elínu og Matthíasi, sund og allt sem því fylgir, sól og pulsa, lambalæri á grillið, ömmuGústudagur hjá Áru á meðan foreldrarnir tóku góða æfingu, sund og síðbúinn lunch...
og svo skemmir ekki fyrir að eiga nýja flík:)
svona eiga allar helgar að vera og hvernig væri nú að hafa bara 4 daga vinnuviku ALLTAF
Ég á eftir 14 vinnudaga og síðan er ég komin í 9 vikna FRÍ
set fleiri myndir á myndasíðuna undir MAÍ
-tjúrílú-


miðvikudagur, maí 19, 2010

Ég setti inn nokkrar myndir í maí - albúm og eiginlega ekki bara nokkrar heldur heilar 50!

Aldrei þessu vant verður bara family time um helgina og ekkert prógram - það verður dásamlegt!

xxx

þriðjudagur, maí 04, 2010

Viðburðarík helgi en ansi örmagna vika eftir á!

Litlu snúllurnar mínar þær Rebekka og Clara urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki - (Rebekka er svona laundóttir mín-hef verið spurð nokkrum sinnum hvort ég eigi hana!)

Áran mín fékk sér hjólreiðatúr og kíkti á mömmu gömlu á danskeppninni:)

Og síðan en þó ekki síst, allra nýjasti vinur minn, 3. Láru og Bennson fæddist á sunnudaginn var, heldur mikið að flýta sér í heiminn þessi ungi maður en algjör hetja og ekki annað að sjá en hann sé bara vel tjillaður og sáttur með lífið og tilveruna, hvað er annað hægt með yndislega foreldra og tvo dásamlega bræður.

Ég var svo heppin að fá að knúsa hann í dag og jesús hvað þessi börn eru lítil þegar þau fæðast, talandi um að vera fljótur að gleyma - Ágústa Rut var nefnilega bara eiginlega nákvæmlega jafnstór honum þegar hún fæddist!

Núna er eiginlega búið að vera alltof mikið að gera hjá mér og ég verð að slaka stundum á - gekk örlítið fram af sjálfri mér en það er nú erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, eins og það stendur!