fimmtudagur, janúar 29, 2009

Þetta er ótrúlega nákvæmt og niðurstaðan mun koma þér verulega á óvart.
Þú mátt alls ekki svindla og ekki skrolla niður fyrr en þú ert búin/n að gera prófið.

Taktu fram reiknivél( t.d þessa sem er í tölvunni)

1. Hvað er uppáhaldstalan þín á milli 1-9

2. Margfaldaðu hana með 3

3. Leggðu svo 3 við og margfaldaðu aftur með 3

4. Þú ert núna með tölu sem er 2ja eða 3ja stafa

5. Finndu þversummu tölunnar (t.d ef þú ert með 23 leggurðu saman 2+3=5

Skrollaðu nú niður að sjáðu hverjum þú vilt helst líkjast:









1. Einstein


2. Nelson Mandela


3. Abraham Lincoln


4. Helen Keller


5. Bill Gates


6. Gandhi


7. George Clooney


8. Thomas Edison


9. Linda Heiðarsdóttir


10. Abraham Lincoln


Ótrúlegt en satt en ég veit að ég hef þessi áhrif á fólk!
Á þessum síðustu og verstu er nauðsynlegt að passa vel upp á peningana og gera ráðstafanir þegar fer að kreppa að...

það er nefnilega ekki svo víst að yfirvinna og annað slíkt verði í boði næsta vetur, hvað þá að maður fái eitthvað meira en aðeins 26 tíma kennsluskylduna sem dugir okkur því miður ekki.

þess vegna er ég farin að sanka að mér aukavinnu eins og mér var nú ansi mikið lagið hérna um árið;) Og þá er ég að tala um tímann þegar ég kenndi 6-8 tíma á viku á Baðhúsinu, vann um helgar í Adidas og skottaðist þess á milli í forföll í kennslu. Þetta var náttúrulega ofurLinda - ofurLinda hvarf eftir að barnið fæddist eða í það minnsta fór orka ofurLindu að leita á önnur mið.

Það sem liggur fyrir hjá mér hvað varðar aukavinnu er eftirfarandi:
  1. Er byrjuð að kenna þrek vikulega í Skylmingarfélagi Reykjavíkur en það er frekar auðfenginn peningur og ágætlega borgað - frekar leiðinleg tímasetning kl. 19:00 en sleppur alveg. Góð hreyfing líka.
  2. Taka börn úr öðrum skólum í aukakennslu í stærðfræði - hef yfirleitt verið með tvö þannig í áskrift sem taka góðar tarnir inni á milli og það telur í peningum skal ég segja ykkur.
  3. Vinna á böllum í skólanum eða öðrum skemmtunum utan skólatíma. Það er ágætt að taka svona inn á milli og í gær tók ég 4 tíma vakt undir hátalara á balli. Það var fínt en svona vinnu þarf maður að stilla í hóf enda með þessum krökkum stóran hluta úr deginum.
  4. Kenna í dansskóla einstaka laugardag. Það gæti verið afar skemmtilegt og vonandi verða einhver tækifæri til þess.
  5. Síðan er auðvitað möguleiki að taka afleysingar eða fasta tíma á líkamræktarstöð - spurningin er bara hvar og hversu mikið.

Gott að stilla sig inn á þetta til öryggis því ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Síðan getur auðvitað vel verið að það verði einhverja yfirvinnu að fá og ofantalið detti upp fyrir sig. Ég hef bara alltaf viljað hafa svona hluti á hreinu mjööööööög tímanlega:)

Ég setti síðan nokkrar nýjar myndir inn á Áruna

Helgin ber margt í skauti sér en það er alveg efni í aðra færslu sko..

mánudagur, janúar 26, 2009

Við mæðgur vorum í megaheimsókn í dag en barnið unir sér aldrei betur en heima hjá Kistínu Maju (eins og hún segir sjálf) en þar eru þvílík ósköp af leikföngum að annað eins hefur sjaldan sést. Ekki nóg með að barnið eigi stærðarinnar eldhús og alla fylgihluti sem þarf til heldur eru líka til margar Dóru dúkkur, dúkku trip trap, dúkka með barn í maga, milljón bækur og endalaust meira...fyrir utan það að Ára hefur sérstakt dálæti á heimilisföðurnum Hauki en hann mátti lesa fyrir hana, taka í flugvél og gera allskyns sprell sem fáir komast upp með:) Svo ég tali nú ekki um húsfreyjuna sem bræddi barnið upp úr skónum með einu vínarbrauði! Litlu tátu var þó sárt saknað en hún kemur vonandi næst!
Vinkonur að leik
Ágústa Rut að kenna KMH hvernig á að sofa í prinsessurúmi;)
Ára að fela sig en KMH ofurhress!
Sætustu monsurnar að leika saman - svooo góðar vinkonur *mwa*




sunnudagur, janúar 25, 2009

Í gær byrjaði heimasætan í dansskóla...

Hjá honum Ragga sem kenndi mér dans í fjölda ára. Hann stofnaði dansskólann fyrir einu og hálfu ári síðan og hefur tekist alveg ljómandi vel til. Ég fékk bara gamla góða fiðringinn þegar ég gekk inn.

Tíminn var mjög góður, mátulega stuttur eða 30 mín. sem er meira en nóg fyrir 2-3 ára. Við hituðum upp með Upp upp upp á fjall og enduðum á Póstinum Pál. Dóttirin fílaði þetta vel, tók að einhverjum hluta þátt en horfði líka dolfallin á. Ég hugsa að hún komi enn sterkari inn þegar við verðum búin að æfa þetta hérna heima fyrir næsta laugardag;) Hún er náttúrulega með gamla kempu á heimilinu!

Í gær fórum við AFO líka á undanúrslitaleik KR og Grindavíkur í körfunni þar sem þeir LA félagar Helgi og Jón voru langbestir. Þar fékk Andri gamla fiðringinn og nú á að fara að taka fram körfuboltaskóna. Áran á síðan auðvitað eftir að fara á körfuboltaæfingu líka, hún hefur hæðina í það minnsta.

Á eftir erum við að hugsa um að kíkja í Sunnudagaskólann. Við þurfum samt að fara okkur hægt því við viljum nú alls ekki að stúlkukindinni slái niður eftir rúmlega viku veikindi.

föstudagur, janúar 23, 2009

Mig langar í svona peysu!
Núna vantar mig bara annað hvort tíma og hjálp til að prjóna hana eða einhvern til að prjóna fyrir mig! Einhver...

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Allir í Dressmann!


Einhvern veginn þarf Mappinn að drýgja tekjurnar, búinn að kaupa sér íbúð og kominn í pakkann;)

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Mér var ekki farið að lítast á blikuna í dag þegar barnið var komið á 6. dag með háan hita, geltandi hósta og svoooo slöpp að hún lá bara alveg fyrir. Ég og Rut fórum því með hana niður á Barnaspítala en þar er alveg frábær þjónusta, skoðuð í bak og fyrir og hlustuð og tekið blóðsýni.

Í ljós kom að lungun eru hrein og eyrun fín en hún hefur að öllum líkindum fengið RS-vírus sem er sem betur fer ekki hættulegur þegar börn eru komin á þennan aldur. Hins vegar verður að passa hana extra vel til að að hún fái ekki lungnabólgu. Núna er hún komin með berkjuvíkkandi púst sem ætti að hjálpa henni að losna við hóstann og vonandi fer hún að lagast næstu daga. Hún er samt búin að vera alveg ótrúlega góð enda slöpp og ekki með mikla orku til að hlaupa um.

Vonandi fer hún bara að hressast næstu daga þannig að við getum gert eitthvað skemmtilegt um helgina eins og t.d að mæta í danstíma:)

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Núna er Ágústa Rut búin að vera með hita í fimm daga. Mér finnst þetta nú eiginlega bara alveg komið gott af hita. Hún er samt búin að vera alveg einstaklega góð og stillt, eiginlega bara stilltari en venjulega og þá hlýtur hún að vera ansi slöpp. Hún er samt óttaleg mús eitthvað, greyið litla.

Í þessum skrifuðu orðum hlusta ég á hana gelta upp úr svefni og er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara að útbúa heimatilbúna gufu eins og mamma gerði alltaf forðum daga.

Svona veikindi kalla auðvitað á frí frá vinnu en þar sem við erum svo einstaklega heppin með fólkið okkar þá höfum við náð að púsla þessum ágætlega saman undanfarna tvo daga og höfum bæði getað komist í vinnuna. Rut er náttúrulega einstök og er alltaf til í að hjálpa en hún kann heldur ekki að segja nei. Ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að þakka svona aðstoð, finnst takk kærlega fyrir og þetta er alveg ómetanlegt einhvern veginn orðið svo þreytt - en við eigum eftir að leyfa henni að finna hversu dýrmætt þetta er fyrir okkur og litlu Gústu. Í morgun kom síðan Harpa og var í rúma tvo tíma. Svava mætti í gær og stytti okkur mægðum stundir stóran hluta úr deginum og svo mætti lengi telja.

Þetta er náttúrulega eitthvað sem er svo sannarlega ekki gefið en mikið er nú yndislegt að eiga svona góða að.

Ég ætla fara snemma í háttinn, maður veit aldrei hvað svona veikindanótt býður upp á en inni á www.123.is/agustarut eru nokkrar nýjar myndir.

föstudagur, janúar 16, 2009

Tveir streptókokkar á heimilinu!

Við erum að spá í að taka upp ættarnafnið Pensilín;)

Heimasætan hress og kát í gærkvöldi. Ofurpæja í nýju nærfötunum frá frændsystkinunum af Skaganum. Hún hefur nú smitast af föður sínum af streptókokkum og hefur bæst í pensilínhóp foreldra sinna!

Annars bara almennur hressleiki yfir því að það sé komin helgi. Hefði reyndar mátt sneiða fram hjá veikindum heimasætunnar en ég vona að við hjúin komumst nú samt í þrítugsafmæli annað kvöld.

Hitti reyndar á ansi skemmtilega hnésokka í Lyfju áðan og hefði væntanlega ekki rekist á þá nema jú af því ég var að ná í pensilín - hvað annað;)

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Mikið er ég nú búin að vera endemis þreytt eitthvað þessa vikuna...

og með hausverk eftir hvern einasta vinnudag. Í dag fékk ég líka að heyra það að ég væri tussa og ég varð nú hálf hlessa...tussa verð ég nú seint en á það nú til að vera tussuleg kannski;)

Ég þarf líka að fara að sofa fyrir ellefu stundum - er ekki nógu sterk á því sviði. Dauðþreytt um níuleytið en fíleflist eftir tíu.

Andri kallinn er veikur með streptakokka og er kominn á pensilín:( Hann hefur varla verið veikur síðan við fórum að rugla okkar reitum saman og þetta er því algjör nýlunda á þessum heimili...

Annars fékk ég alveg frábæra hugmynd um brúðkaup sem ég segi kannski seinna frá, fyrst þarf nú einhver að biðja mín!

En nú fer ég í háttinn

föstudagur, janúar 09, 2009

Ára passar vel upp á litla vin sinn hann Úlfar Jökul
Úlfar Jökull er yndislegur vinur okkar sem greindist með krabbamein í október á síðasta ári. Hann hefur staðið sig eins og sannkölluð hetja og lætur ekki lyfin stoppa sig í að gera ýmsar fimleikaæfingar með móður sinni. Auður Agla stórkostlega vinkona mín er móðir hans og hún bloggar inni á Jöklablogginu og skrifaði í dag góða færslu sem lýsir vel því sem þau eru að ganga í gegnum. Ég held að það geti enginn sett sig í þeirra spor en með því að lesa textann hennar þá fékk ég svo mikinn sting í hjartað yfir þessu mikla óréttlæti að þau þurfi að vera að ganga í gegnum þetta allt saman og að svona lagað sé lagt á litla manneskju eins og hann.

Ég held að við ættum öll að minna okkur oftar á það hversu mikilvæg heilsan er og þakka fyrir að hafa góða heilsu. Tökum okkur smá pásu frá endalausu krepputali og penginaþvaðri og njótum augnabliksins með þeim sem við elskum mest.

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Þessi og þessi hefðu samt klárlega átt heima í seríunni frá síðasta ári - með betri myndum sem ég hef séð:)

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Loksins loksins!!!

Nú siglum við Andri inn í okkar fyrsta tug sem er nú bara ansi mikið að okkur finnst:) Komin 9 ár síðan í Höllinni góðu og Andri var hárlaus á bringunni og ég enn í dansi!

Árið 2008 var mjög gott ár hjá okkur. Við keyptum fyrstu íbúðina okkar, Andri byrjaði í nýju starfi, heimasætan varð eins árs, tengdaforeldrar mínir giftu sig, önnur langamma mín varð 95 ára og hin 101 árs, sumarið var yndislegt, Bölvaður klofaskapur 2008 heppnaðist einkar vel, systir mín var flottust í Gay Pride, heimasætan byrjaði í leikskóla og svo mætti lengi telja.

Myndirnar segja samt svo miklu meira og það væri ekki ýkja vitlaust að þeir sem finna sjálfan sig á mynd kvitti fyrir innlitið. Það myndi nú gleðja eiganda síðunnar:)



Janúar





























Febrúar



































Mars