laugardagur, mars 31, 2007


Í dag á litla snúllusystir mín afmæli. Hún er skyndilega orðin 12 ára! Ótrúlegt alveg hvað hún er orðin stór:) Þegar ég var 12 ára fæddist hún þannig að það er eiginlega sami aldursmunur á mér og henni og henni og litlu.
Til hamingju með daginn elsku besta Svava!

föstudagur, mars 30, 2007


Fyrr í dag brosti sú stutta til mömmu sinnar...ekta brosi!


Auðvitað brosti hún fyrst til mömmu sinnar enda mamman algjört uppáhalds...


Annars er það af mér að frétta að ég komst að því í gær að ég væri með smá ofholdgun þannig að ég skellti mér á nýju heilsugæsluna okkar hérna í Glæsibæ (Glæsistöð í Glæsibæ...þessi gamli góði!) Búið að brenna ofholdið ég því einum nabbi minni í holdum:)


Andri er svaka upptekinn í Zizek prógrammi og auðvitað að lesa og lesa og lesa. Ég horfði einu sinni á þátt með Dr. Phil þar sem kona var að leita sér aðstoðar vegna þess að maðurinn hennar átti svo mikið af bókum að hann var búinn að fylla hennar helming af rúminu af bókum. Húsið þeirra var gjörsamlega að fyllast af bókum! Ég er dáldið hrædd um að ég þurfi að leita ráð hjá Dr. Phil því ekkert lát virðist vera á þessum bókum sem streyma hérna inn...
Amma Rut að missa sig í búðunum á Flóró og engu til sparað í bleika bleika
x-factor í kvöld og huggulegheit
góða helgi

miðvikudagur, mars 28, 2007

Nokkrar myndir fyrir ömmuna og afann sem eru á Flórída og sjá ekki dísina sína í 2 vikur!
Freudískt uppeldi?
Svo gott að kúra hjá Rögnu vinkonu sinni...
Best að sofa svona á daginn...
Gæti verið að hugsa: humm ætti ég kannski að fara að vakna eða nei það er dagur þá vil ég sofa, ég verð eldhress svona upp úr miðnætti:)
Er farin að skoða ofsalega mikið, sumir vilja meina að hún hafi gefið þeim bros en mamman veit betur því hún fær pottþétt fyrsta brosið eða er það ekki alltaf þannig?
Er soldið oft með hendurnar svona saman, spekingsleg...
-Og saknar auðvitað ömmu og afa ofsalega mikið-
ps. búin með greinargerðina og umsóknin tilbúin, þetta gat maður!


Time goes by...

Ég er búin að vera með tvö atriði sem ég hef ætlað að klára síðan þetta blessaða "orlof" hófst. Annað er að klára umsókn fyrir framhaldsnám og nú rennur frestur út á föstudaginn þannig að það er ekki seinna vænna en að spýta í lófana og klára smá greinargerð, hitt er að skrifa fæðingarsöguna á meðan hún er alveg í fersku minni. Einhverra hluta vegna er mér ofviða að klára þetta...wonder why???

Hitt er annað mál að ég er auðvitað í 100% vinnu sem heitir brjóstagjöf og hjúkkan sem kom í morgun hafði á orði að ég færi nú létt með að vera með tvíbura því daman er búin að þyngjast um tæp 400 gr. á einni viku! Stefnir í 10 1/2 hálfs árs eins og AFO:) Ég færi kannski létt með tvíbura á brjósti en eitt er alveg meira en nóg að öllu öðru leyti:)

Þannig að það lítur út fyrir að við séum að verða færar í smá göngutúr eftir helgina.

Við mæðgur horfðum saman á The Devil wears Prada milli eitt og hálf þrjú í nótt, þá gafst sú stutta upp og ég setti á pásu. Lítur út fyrir að maður geti tekið nokkuð margar myndir ef henni finnst gaman að vaka á þessum tíma! Hún vill líka bara sofa út á morgnana, það er líka bara fínt því ég veit svo sem ekkert betra en það.

Yndislegt veður, í það minnsta út um gluggann og mikið verður nú gaman þegar við komumst út...

höfum það ekki fleira í bili

Lilly

mánudagur, mars 26, 2007

Viðburðarík helgi!

Litla daman fór í heimsókn á Grunninn og Geislann og fannst ekkert betra en að kúra hjá ömmu sinni og afa!
Góð hjá ömmu Ágústu...
Finnst voða gott að lúra í rúminu hjá mömmu sinni og pabba en það fær hún nú ekki alltaf að gera!
Mamman og pabbinn skelltu sér í fermingu og mamman mjólkaði sig samviskusamlega svo dóttirin yrði nú alls ekki vanærð. Átti nú ekki von á því að hún vildi pelann því hún er ekkert æst í snudduna og hefur aldrei prófað pela. En hún svolgraði í sig hjá ömmu sinni eins og hún hefði aldrei gert annað.
-Alveg búin á því eftir helgina-

Á leiðinni úr fermingunni, nánar tiltekið á göngu í Þingholtunum fékk ég fallegan hring frá henni! Pabbinn með þetta allt á hreinu, var samt tekið skýrt fram að hann væri ekki að biðja mín:)

sunnudagur, mars 25, 2007

Gamlar og góðar...

"Flottur tappi"
Þarna vorum við nú ung og vitlaus haha...
Ekki alveg jafn ábyrgðarfull og í dag en svaka hress...

Manst nú eftir þessu Álfrún og svo einn hammari í sjoppunni hliðina á Broadway:)
Var verið að grafa upp þessar myndir á Grunninum. Ómetanlgt!

föstudagur, mars 23, 2007

Afmælisfjölskyldan þakkar fyrir góðar heimsóknir og kveðjur í gær!
-Góða helgi-

fimmtudagur, mars 22, 2007

Til hamingju með daginn elsku Andri Fannar!
Við mæðgur ætlum auðvitað að vera alveg ofsalega góðar við hann í dag:)

Í tilefni dagsins gróf ég upp gömlu góðu "Bókina um Andra Fannar" síðan í 8. bekk. LA-vinkonur mínar kannast vel við hana og Auður Agla á örugglega inni hjá mér að fá að skoða. Man við gerðum samning um að ég myndi sýna henni bókina þegar við yrðum 17 ára, það færðist síðan í 20 ára og enn hefur hún ekkert séð greyið!
Ég ætla því að taka beint upp úr bókinni texta sem ég skrifaði þann 9. janúar 1996:
Andri Fannar Ottósson er myndarlegasti, fallegasti, sætasti, dúllulegasti, krúttaralegasti, fríðasti, yndislegasti, besti, fullkomnansti, klárasti og öll önnur falleg orð í heiminum. Það er ekki hægt að finna fallegri og betri strák á jarðríki en Andra Fannar. ANDRI SÆTI!
Já svona var maður nú hress og skemmtilegur í 8. bekk en ég hef greinilega verið búin að lesa Andra strax þarna fyrir 11 árum haha! Dreg ekkert úr þessum orðum í dag:)
Njóttu dagsins Barbapabbi!

miðvikudagur, mars 21, 2007

Duglegasta stelpan fékk auðvitað toppeinkunn hjá Jónínu hjúkrunarfræðingi

Þurfti auðvitað að virða nýtt andlit vel fyrir sér...
Var nú ekki í vandræðum að lyfta aðeins höfðinu upp!
Og búin að þyngjast um 335 gr. á 9 dögum. Mamman greinilega með framleiðsluna í lagi og Skagadísin dugleg að svolgra í sig...
Það voru því stoltir foreldrar sem kvöddu hjúkkuna í dag...
Bloggið mitt er eiginlega búið að breytast í blogg dótturinnar enda snýst lífið ekki um neitt annað en hana þessa dagana. Mommsan er þó þrisvar búin að fara út úr húsi. Tvisvar í búðir og fannst eins og allir myndu horfa sig enda ekki búin að fara út í 11 daga. Síðan var gerð heiðarleg tilraun til að kíkja á nýju íbúðina hjá langafa Atla en það samþykkti litlan daman alls ekki og var því snúið við á miðri leið. Tveggja vikna og farin að stjórna foreldrum sínum hægri vinstri!
Um helgina stefnum við svo á að fara í mat til ömmu og afa í báðar ættir. Það verður gaman að fara aðeins út. Á morgun er síðan stórafmæli hjá AFO, 25 ára gamall!
Nóg að gera sem sagt og takk fyrir allar kveðjurnar hérna á síðunni. Það er rosalega gaman að sjá hvað eru margir að fylgjast með okkur:)

þriðjudagur, mars 20, 2007

Tveggja vikna í dag...
Strax farin að æfa stútinn!
Nývöknuð og lagði sig svo bara aftur enda vakandi til hálfþrjú um nóttina;)

sunnudagur, mars 18, 2007

Fleiri myndir...

Á meðan pabbinn les og litla sefur klárar mamman skattaskýrslu og setur í nokkrar þvottavélar!
Litla músin í fína vafningnum frá Karítas og Hafsteini
Ótrúlega hress eftir hádegisblund og að gera sig klára fyrir miðdegiskríu:)

laugardagur, mars 17, 2007

Í pilsi af því að það er laugardagur og allt bleikt...enda mamman eitt sinn með nafngiftina Linda bleika!
Hún verður samt ekki svo bleik...
Var líka bara í strákafötum í gær...
Og fór í bað en fannst samt ekkert rosa gaman, bara fyrst;)
Finnst svo gott að kúra hjá Svövu bestu frænku sinni!

Er enn algjör draumadís og drekkur vel, henni finnst líka orðið ansi gaman að fá gesti og tekur þá yfirleitt smá sýningu og kúkar eða pissar á mömmu sína, hún kann þetta;)


fimmtudagur, mars 15, 2007

Skagadísinni finnst voða gaman að hlusta á Möggu Stínu syngja Megas og dressar sig þá upp í flotta bolinn frá Örnu og Bjarna:) Takk Arna og Bjarni!

Litla dudda er svooo góð...svaf frá eitt til sex, drakk milli sex og sjö og svaf svo til rúmlega tíu!

Var svaka glöð að hitta uppáhalds frænda sinn..
Sat svo bara í eldhúsinu og horfði á mommsuna sína og barbapabba borða hafragraut!
Og fékk sér svo vænan blund...

Og svo er hún komin í Þjóðskrána, Stúlka Andradóttir og með kennitölu og allt, ji hvað manni finnst þetta allt magnað:)


miðvikudagur, mars 14, 2007

Þessi litla skvísa er orðin svaka dugleg að drekka, ropa, kúka og pissa!

Svona er nú tilveran á Kambó um þessar mundir:)

þriðjudagur, mars 13, 2007

Við erum komin heim á Kambó...

Á spítalanum
Tilbúin í brottför...
Komin heim...
Hlusta á Megas með pabba sínum;)

Þúsund þakkir fyrir hlýjar kveðjur og gjafir. Við litla fjölskyldan ætlum að taka því rólega svona fyrstu dagana og æfa okkur í að vera þrjú saman.

Kveðja, Linda, Andri og litla Skagastelpan:)


miðvikudagur, mars 07, 2007

Halló halló !!

Þetta er Svava systir Lindu og ég ætlaði bara að láta vita, þrátt fyrir að margir viti það, en þá eru Linda og Andri búin að eignast litla stelpu. Hún fæddist 13 merkur og 49 cm. =) Ég fór til þeirra í gær upp á Akranes og hún er alveg rosalega sæt. :P

mánudagur, mars 05, 2007

Ég fékk svooo fínan slopp í gær frá tengdaforeldrum mínum...

hann er svo mjúkur og fínn, bleikur með kórónu aftan á, mýkri en dúnn skal ég segja ykkur. Það skemmir ekki fyrir að hann er úr einni af uppáhaldsbúðinni minni, Friis&Company.

Þau vilja auðvitað að ég verði aðalprinsessan á fæðingardeildinni;) Það er að segja þegar ég fer þangað! Pant vera á morgun því ég er eitthvað svo stirðbusaleg.

Og ef þið eruð að leita að einhverjum sem getur slegið metið í klósettferðum, talið við mig....!

Höfum það ekki fleira í dag

sunnudagur, mars 04, 2007

Hvenær ætli "Jói vinur minn Fel" fari að vera með afsláttarkort fyrir dyggustu viðskiptavinina? Ég legg ekki í að taka saman árseyðsluna sem fer í hann!

Ég sá almyrkvann nokkuð vel frá Lynghaganum þar sem ég var stödd í gærkvöldi. Barnið vildi þó ekki láta sjá sig og virðist ekki vera fararsnið á því þrátt fyrir aukna verki og lítinn svefn.

Annars benti móðir mín mér réttilega á það í gær að maður á ekki að byrja að bíða fyrr en settur dagur er runninn upp...vel mælt hjá henni myndi ég segja.

laugardagur, mars 03, 2007



Afmælisbarn dagsins er Lára litla sem er orðin "23" ára, ótrúlegt hvað tíminn líður. Ég veit ekki hvort ég nái að standa við afmælisgjöfina mín kæra, þó ég glöð vildi.

Lára er einstaklega góð vinkona með hjarta úr gulli. Það færi of mikið pláss í það hérna að telja upp hversu oft hún hefur reynst mér vel:) Og ekki skemmir fyrir að hún er "the supermom of the supermoms"

Njóttu dagsins á Flórída:)

föstudagur, mars 02, 2007

Við hjúin tókum smá forskot á sæluna og keyptum okkur lítil páskaegg í Bonna...

Aldrei of snemmt að byrja myndi Don Ruth segja!

Andri fékk skemmtilegan málshátt: Betur draga tveir fuglar til hreiðurs en einn!
Á nokkuð vel við eins og staðan er núna:)

Af hverju ætli Steingrímur Framfélagi minn í Íslandi í dag sé alltaf með þessa svörtu bók í höndunum? Ég veit að ég er mikið með mína á mér en ég þarf samt ekki "alltaf" að halda á henni...
Tapas og nautabaninn...

Keðjan reyndi eftir fremsta megni að vera eðlilegur!

Tvær hressar eftir að hafa svolgrað í sig ljúffengum nautabana:)

Einhverjir farnir að örvænta bloggleysi gærdagsins en hér er ég, hress og kát!

Á morgun er almyrkvi og manni er tjáð að þá gerist oft ótrúlegustu hlutir, það verður spennandi sjá!

-Góða helgi-