Elska fríhelgar......
og hún er eiginlega ekki enn búin því á mánudögum mæti ég 12:50 og get því líka sofið út á morgun. Var einmitt að pæla í því hvernig er eiginlega hjá fólki sem er bara alltaf í fríi um helgar.....
Á föstudaginn fór ég í idolpartý með D-inu, þau eru dásamleg en komast samt ekki nálægt Elítunum.....þar var stuð en ég klúðraði nú aldeilis mikilvægu stigi í idol keppninni með því að kjósa ekki Margréti Láru út og ég veit að fleiri gerðu það! Ætlaði að kjósa hana út en ákvað svo að skjóta á Ylfu sem var klúður. Þið sem ekki vitið þá er þetta Idol keppnin í adidas. Varð svona smá misskilningur þegar ég var alltaf að tala um að kjósa fólk út úr keppninni.
Í gærkvöldi buðu Ruth og Lottó okkur síðan á Tapas og hrikalega er það góður staður, kjúklingalundir, humar, rauðvín, súkkulaðikaka og kaffi.........yndislegt alveg, takk fyrir okkur. Eftir það ákvaðum við að skella okkur í bíó á myndina Aviator, stór mistök þar á ferð, hefðum átt að senda Lottó og Andra og við hefðum getað farið í ísbíltúr eða eitthvað. Ég hélt ég myndi morkna úr leiðindum, ekki beint leiðinleg mynd en lllllaaaaaannnnnngggggggdregin.....bíó til hálf þrjú um nóttina nei takk.
Hún er samt svo yndisleg hún tengdamamma mín vildi endilega panta 3 súkkulaðikökur á Tapas þó svo að hún væri nú eiginlega sú eina sem vildi og svo fórum við í bíóið og um leið og við komum inn var hún búin að fylla töskuna sína af Freyju karamellum og stökk síðan að nammibarnum sem er í Laugarásbíó og hrópaði yfir sig ha! er kominn svona bar hérna en gaman og virti fyrir sér allt nammið! Það verður því ekki auðvelt að vera í einhverri hollustu þegar maður flytur í Geislann.
Í kvöld hitti ég svo BH stelpurnar mínar Helgu og Ragnheiði og þar sem þær eru aðeins á undan mér í aldri þá voru þær báðar að kaupa sér íbúð og eru alveg komnar í fullorðinspakkann, með stellin og bróderingarnar á hreinu. Ég fylgdi þeim samt nokkuð vel enda nýbúin að vera með FRAMkonunum Grétu og Steinu í (7 - 7 -7 genginu) á kaffihúsi að ræða íbúðakaup.....
Hingað er ég þá komin í borðstofuna heima hjá mér og hef ekki eitt einasta meira að tjá mig um. Fannst samt frekar fyndið að FRAM tók upp á því að kaupa einhverja púlsmæla á allt liðið sem þeir eiga alltaf að vera með á sér þegar þeir æfa, mælir víst stað og stund og hvort menn séu að vinna á hámarkspúlsi, ekkert gefið eftir enda menn að skíta á sig í fyrstu leikjunum. Ég spurði Andra hvort hann vildi ekki setja þetta á sig í rúmfiminni líka.....svona til að vinna sér inn aukastig.....hann hélt nú ekki......ég meina fjandinn hafi það þeir geta nú ekki mælt út staðsetninguna á því er það? Spurning um að gera könnun á liðinu.......hver er fimastur.....ef að stöður og stellingar eru inni í þessu prógrammi...mar spyr sig?
Góða nótt....ætla að fara að pumpa púlsmælinn!
sunnudagur, janúar 30, 2005
laugardagur, janúar 29, 2005
föstudagur, janúar 28, 2005
Ég ákvað að taka strætó í skólann........
........og þá rifjaðist upp fyrir mér tíminn þegar ég tók strætó flest allar mínar leiðir. Þetta var svona í 1. bekk í menntó áður en ég krækti mér í Andra og gerði hann að einkabílstjóranum mínum. Þá rölti ég hröðum skrefum út Grunninn og sá alltaf í Brúnaveginn í von um það að strætó myndi ekki rúlla framhjá mér því þá er maður úr leik. Ekkert annað í stöðunni en að bíða í 20-30 mín eftir þeim næsta eða bara ganga því það er jafnvel fljótlegra.
Þessi sama tilfinning kom yfir mig áðan þegar ég gekk hröðum skrefum út Grunninn og viti menn rétt áður en ég komst út á enda rúllar strætó framhjá mér scheise.........og það er ekkert annað í stöðunni en að labba bara upp í skóla.
Þar sem ég var á leið á fund með mr. M gekk ég hröðum skrefum svo ég yrði ekki of sein, skyndilega fórum ýmsar hugsanir í gegnum kollinn á mér eins og t.d að ég kæmi til hans svo löðrandi sveitt að ég gæti ekki farið út jakkanum sökum krikavandamálsins og svo fór ég að ímynda mér að ég myndi detta á miðri götunni á leið yfir Suðurlandsbraut og þar sem ég var í támjóu stígvélunum mínum fannst mér það ansi líklegt. Ég hugsaði með mér að það kæmi gat á svörtu buxurnar mínar og ég kæmi með skrámu á hökunni..........já svona er maður klikkaður.
Komst samt heil á húfi til hans en var ekkert laus við krikann og kalda straumana niður eftir bakinu........
Mig dreymdi líka í nótt að ég hefði misst tönn í neðri góm, er það ekki fyrir einhverju hræðilegu?
Góða helgi allir saman......mín verður góð því ég er í fríi
Linda
........og þá rifjaðist upp fyrir mér tíminn þegar ég tók strætó flest allar mínar leiðir. Þetta var svona í 1. bekk í menntó áður en ég krækti mér í Andra og gerði hann að einkabílstjóranum mínum. Þá rölti ég hröðum skrefum út Grunninn og sá alltaf í Brúnaveginn í von um það að strætó myndi ekki rúlla framhjá mér því þá er maður úr leik. Ekkert annað í stöðunni en að bíða í 20-30 mín eftir þeim næsta eða bara ganga því það er jafnvel fljótlegra.
Þessi sama tilfinning kom yfir mig áðan þegar ég gekk hröðum skrefum út Grunninn og viti menn rétt áður en ég komst út á enda rúllar strætó framhjá mér scheise.........og það er ekkert annað í stöðunni en að labba bara upp í skóla.
Þar sem ég var á leið á fund með mr. M gekk ég hröðum skrefum svo ég yrði ekki of sein, skyndilega fórum ýmsar hugsanir í gegnum kollinn á mér eins og t.d að ég kæmi til hans svo löðrandi sveitt að ég gæti ekki farið út jakkanum sökum krikavandamálsins og svo fór ég að ímynda mér að ég myndi detta á miðri götunni á leið yfir Suðurlandsbraut og þar sem ég var í támjóu stígvélunum mínum fannst mér það ansi líklegt. Ég hugsaði með mér að það kæmi gat á svörtu buxurnar mínar og ég kæmi með skrámu á hökunni..........já svona er maður klikkaður.
Komst samt heil á húfi til hans en var ekkert laus við krikann og kalda straumana niður eftir bakinu........
Mig dreymdi líka í nótt að ég hefði misst tönn í neðri góm, er það ekki fyrir einhverju hræðilegu?
Góða helgi allir saman......mín verður góð því ég er í fríi
Linda
mánudagur, janúar 24, 2005
Er ég gengin aftur í grunnskóla?
Í dag var ég á fyrirlestri og í kaffipásunni var lesið fyrir okkur upp úr bók!
Í dag var ég í bekkjartíma og þar var lesin fyrir okkur bókin Gunnhildur og Glói og að því loknu áttum við að gera klippimyndir úr bókinni eftir setningum sem við fengum!
Þetta minnir mig óneitanlega á það þegar ég var Laugarnesskóla hjá henni Sólveigu Sveins en málið er ég er í háskóla........hvað er að gerast með háskólana.....fyrir utan það að ég er ekki mikið fyrir það að klippa, lita og líma......er samt alveg til í að stjórna börnunum í þeim verkum!
Það var ekki meira í bili
Linda
Í dag var ég á fyrirlestri og í kaffipásunni var lesið fyrir okkur upp úr bók!
Í dag var ég í bekkjartíma og þar var lesin fyrir okkur bókin Gunnhildur og Glói og að því loknu áttum við að gera klippimyndir úr bókinni eftir setningum sem við fengum!
Þetta minnir mig óneitanlega á það þegar ég var Laugarnesskóla hjá henni Sólveigu Sveins en málið er ég er í háskóla........hvað er að gerast með háskólana.....fyrir utan það að ég er ekki mikið fyrir það að klippa, lita og líma......er samt alveg til í að stjórna börnunum í þeim verkum!
Það var ekki meira í bili
Linda
sunnudagur, janúar 23, 2005
Vinnuhelgar eru engar helgar....
Föstudagurinn: Bóndadagurinn mikli sem ég nú aldrei lagt effort í að halda upp á en samt spurði Andri mig á fimmtudagskvöldið, þegar við sátum á snæðingi á Horninu, hvort það væri bóndadagurinn í dag (hefði að sjálfsögðu átt að segja já og þess vegna værum við úti að borða) og hélt því fram að ég hefði alltaf gert eitthvað fyrir hann á bóndadaginn og ég bað hann að nefna hvað og það var fátt um svör enda hélt hann því einu sinni fram að hann væri ekki bóndi! Ég vil bara hafa óvænta daga bóndadaga.
Afmælið hjá Sóley um kvöldið var hressandi og alveg sérstaklega góð bolla í boði, ég var ánægð með úrslit idol og krækti mér í stig í keppninni í vinnunni. Fór samt snemma heim sökum vinnu á laugardagsmorgun.
Laugardagur: Ég vann eins og brjálæðingur við að selja vörumerkið adidas frá hálf tíu til sex og tilhlökkunin var mikil því stefnan var sett á Megasukk um kvöldið en vonbrigði helgarinnar voru þau að engir tónleikar voru sökum einhvers misskilnings. Hundleiðinlegt og súrt og ekkert annað í stöðunni en að fara í bíó og fyrir valinu var myndin Birth, ágætis mynd og hélt manni nokkuð spenntum allan tímann, samt skrýtin rétt eins og bókin Samkvæmisleikir sem ég var að klára. Maður situr uppi með alls kyns spurningar og engin svör.
Komst líka að því að ég var komin með sýkingu í fæðingarblettsaftökuna og leitaði á náðir læknanna minna Ásu og Óla og þar var mér kippt upp á skurðborðið, skipt um umbúðir og sprittað í heila klabbið enda er ég öll að koma til, var víst ekki gáfulegt að fara að hjóla á miðvikudaginn!
Sunnudagur: Ónýtur eins og allar vinnuhelgar en menn voru misþunnir í adidas búðinni í dag og er nokkuð ljóst einhver annar en Linda tók Lindu í adidas búðinni! Ég sýndi eintóma samúð og góðmennsku enda ég sem fann upp Lindu í adidas búðinni. Horfði síðan á síðasta þáttinn í 2. seríu á SATC, gaman að rifja hann upp. Kaffi Cultura var næsti viðkomustaður en þar hittumst við hópurinn (Bjössi, Magga, ég) og skipulögðum kennslu 9 ára barna ásamt því að sötra kaffi og ræða merkileg málefni. Barþjónarnir þar tala ítölsku og mér skilst að hægt sé að fá uppáhalds kokteilinn minn Kaiperoska alla fragola þar en ég ætla peppa mig upp í að panta á ítölsku næst þegar ég fer enda er þetta þrælfínn hangistaður og hægt að vera á netinu og alles.
Helgi því var engin helgi hjá mér en um næstu helgi Helgi þá verður gaman því þá er ég í fríi á föstudeginum og um helgina fyrir utan einn hjólatíma og þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 12:50 á mánudeginum. Þess vegna Helgi minn verður þetta góð helgi og ég er strax farin að telja niður.
Ciao
Bellan
Föstudagurinn: Bóndadagurinn mikli sem ég nú aldrei lagt effort í að halda upp á en samt spurði Andri mig á fimmtudagskvöldið, þegar við sátum á snæðingi á Horninu, hvort það væri bóndadagurinn í dag (hefði að sjálfsögðu átt að segja já og þess vegna værum við úti að borða) og hélt því fram að ég hefði alltaf gert eitthvað fyrir hann á bóndadaginn og ég bað hann að nefna hvað og það var fátt um svör enda hélt hann því einu sinni fram að hann væri ekki bóndi! Ég vil bara hafa óvænta daga bóndadaga.
Afmælið hjá Sóley um kvöldið var hressandi og alveg sérstaklega góð bolla í boði, ég var ánægð með úrslit idol og krækti mér í stig í keppninni í vinnunni. Fór samt snemma heim sökum vinnu á laugardagsmorgun.
Laugardagur: Ég vann eins og brjálæðingur við að selja vörumerkið adidas frá hálf tíu til sex og tilhlökkunin var mikil því stefnan var sett á Megasukk um kvöldið en vonbrigði helgarinnar voru þau að engir tónleikar voru sökum einhvers misskilnings. Hundleiðinlegt og súrt og ekkert annað í stöðunni en að fara í bíó og fyrir valinu var myndin Birth, ágætis mynd og hélt manni nokkuð spenntum allan tímann, samt skrýtin rétt eins og bókin Samkvæmisleikir sem ég var að klára. Maður situr uppi með alls kyns spurningar og engin svör.
Komst líka að því að ég var komin með sýkingu í fæðingarblettsaftökuna og leitaði á náðir læknanna minna Ásu og Óla og þar var mér kippt upp á skurðborðið, skipt um umbúðir og sprittað í heila klabbið enda er ég öll að koma til, var víst ekki gáfulegt að fara að hjóla á miðvikudaginn!
Sunnudagur: Ónýtur eins og allar vinnuhelgar en menn voru misþunnir í adidas búðinni í dag og er nokkuð ljóst einhver annar en Linda tók Lindu í adidas búðinni! Ég sýndi eintóma samúð og góðmennsku enda ég sem fann upp Lindu í adidas búðinni. Horfði síðan á síðasta þáttinn í 2. seríu á SATC, gaman að rifja hann upp. Kaffi Cultura var næsti viðkomustaður en þar hittumst við hópurinn (Bjössi, Magga, ég) og skipulögðum kennslu 9 ára barna ásamt því að sötra kaffi og ræða merkileg málefni. Barþjónarnir þar tala ítölsku og mér skilst að hægt sé að fá uppáhalds kokteilinn minn Kaiperoska alla fragola þar en ég ætla peppa mig upp í að panta á ítölsku næst þegar ég fer enda er þetta þrælfínn hangistaður og hægt að vera á netinu og alles.
Helgi því var engin helgi hjá mér en um næstu helgi Helgi þá verður gaman því þá er ég í fríi á föstudeginum og um helgina fyrir utan einn hjólatíma og þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 12:50 á mánudeginum. Þess vegna Helgi minn verður þetta góð helgi og ég er strax farin að telja niður.
Ciao
Bellan
föstudagur, janúar 21, 2005
Sóley Kaldal
Í dag fagnar æskuvinkona mín hún Sóley Kaldal 22 ára afmæli sínu. Ég og Sóley erum líklega búnar að þekkjast síðan við vorum 2 ára á leikskólanum Lækjaborg og eyddum stórum hluta af okkar æskuárum í að leika okkur í Dalnum og keyra brúðuvagna um hverfið og man ég vel eftir endalaust skemmtilegum hlátursköstum sem urðu vegna misskilnings milli okkar eða eingöngu vegna þess húmors sem við höfum sennilega báðar fengið í vöggugjöf, alveg ógeðslega fyndnar oft á tíðum. Sóley er án efa tískulögga 21. aldarinnar og er ótrúlegt hvernig hún getur troðið sér í hverja flíkina á fætur annarri og er alltaf jafn flott í þeim. Hjá henni er allt niðurneglt, hún er hagsýn, umhyggjusöm og með framtíðarplönin á hreinu. Ég óska henni innilega til hamingju með daginn og megi lukkan elta hana í komandi tíð.
Hafðu það sem allra best í dag.
Linda
Í dag fagnar æskuvinkona mín hún Sóley Kaldal 22 ára afmæli sínu. Ég og Sóley erum líklega búnar að þekkjast síðan við vorum 2 ára á leikskólanum Lækjaborg og eyddum stórum hluta af okkar æskuárum í að leika okkur í Dalnum og keyra brúðuvagna um hverfið og man ég vel eftir endalaust skemmtilegum hlátursköstum sem urðu vegna misskilnings milli okkar eða eingöngu vegna þess húmors sem við höfum sennilega báðar fengið í vöggugjöf, alveg ógeðslega fyndnar oft á tíðum. Sóley er án efa tískulögga 21. aldarinnar og er ótrúlegt hvernig hún getur troðið sér í hverja flíkina á fætur annarri og er alltaf jafn flott í þeim. Hjá henni er allt niðurneglt, hún er hagsýn, umhyggjusöm og með framtíðarplönin á hreinu. Ég óska henni innilega til hamingju með daginn og megi lukkan elta hana í komandi tíð.
Hafðu það sem allra best í dag.
Linda
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Gettu betur, hjólatímar, 90 gráður, Idol og afmæli.....
Vá ég er svooooo ánægð að Borgó sló MRinga út ég tók alveg hnefann á mér og sló honum upp í loftið og sagði yeeessssss. Gaman að losna við þessa MRinga í fyrstu umferð. Skil samt ekki hvað ég er spennt yfir þessu.
Mér þykir nú komnar á óþarflega miklar sættir um Breiðholtið og Laugarnesið........
Annars bara spræk og kát, tók samt að mér einhverja tvo auka hjólatíma í næstu viku og samt er ég alltaf að reyna að minnka álagið, gengur ekki alveg nógu vel!
Var að tala við Andra og hann var að koma úr einhverjum massívum spinningtíma og var nánast með öndina í hálsinum eins og maður segir, ég sagði við hann að hann hefði átt að þiggja boðið þegar ég bauð honum í hjólatíma um daginn en hann þakkaði pent. Hann skilur líka núna af hverju ég vinn hann alltaf í 90 gráðu keppni og ekki bara hann ég hef tekið fleira íþróttafólk eins og t.d. Rögnu Ingólfs badminton snilling, Vidda viðutan FRAMara og fleiri og fleiri. Mér finnst soldið gaman í 90 gráðu keppnum, verð nú bara að viðurkenna það:)
Á morgun er afmæli hjá Sóley og Idol, það er víst komin í gang einhvers konar Idol keppni hjá adidas og maður á að tilkynna hver maður heldur að vinni og hver dettur út fyrir hvern þátt. Ég var ótrúlega lúnkin í þessu í fyrra og munaði minnstu að ég hefði unnið keppnina nema hvað að í fyrsta skiptið náðist ekki í mig til að kjósa en ég held að það hafi bara munað því að ég hefði unnið. Ég ætla að taka þetta í ár, málið er bara að nú þekki ég varla nöfnin á keppendunum en mér fannst Heiða samt helv... góð og hún er líka voða sæt.......en hver dettur út á morgun það er nú spurning, er það ekki karókí skandallinn úr síðasta þætti?
Ci vediamo
Lindur
Vá ég er svooooo ánægð að Borgó sló MRinga út ég tók alveg hnefann á mér og sló honum upp í loftið og sagði yeeessssss. Gaman að losna við þessa MRinga í fyrstu umferð. Skil samt ekki hvað ég er spennt yfir þessu.
Mér þykir nú komnar á óþarflega miklar sættir um Breiðholtið og Laugarnesið........
Annars bara spræk og kát, tók samt að mér einhverja tvo auka hjólatíma í næstu viku og samt er ég alltaf að reyna að minnka álagið, gengur ekki alveg nógu vel!
Var að tala við Andra og hann var að koma úr einhverjum massívum spinningtíma og var nánast með öndina í hálsinum eins og maður segir, ég sagði við hann að hann hefði átt að þiggja boðið þegar ég bauð honum í hjólatíma um daginn en hann þakkaði pent. Hann skilur líka núna af hverju ég vinn hann alltaf í 90 gráðu keppni og ekki bara hann ég hef tekið fleira íþróttafólk eins og t.d. Rögnu Ingólfs badminton snilling, Vidda viðutan FRAMara og fleiri og fleiri. Mér finnst soldið gaman í 90 gráðu keppnum, verð nú bara að viðurkenna það:)
Á morgun er afmæli hjá Sóley og Idol, það er víst komin í gang einhvers konar Idol keppni hjá adidas og maður á að tilkynna hver maður heldur að vinni og hver dettur út fyrir hvern þátt. Ég var ótrúlega lúnkin í þessu í fyrra og munaði minnstu að ég hefði unnið keppnina nema hvað að í fyrsta skiptið náðist ekki í mig til að kjósa en ég held að það hafi bara munað því að ég hefði unnið. Ég ætla að taka þetta í ár, málið er bara að nú þekki ég varla nöfnin á keppendunum en mér fannst Heiða samt helv... góð og hún er líka voða sæt.......en hver dettur út á morgun það er nú spurning, er það ekki karókí skandallinn úr síðasta þætti?
Ci vediamo
Lindur
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Kríublundurinn góði
Þegar ég var úti á Ítalíu (farin að tala svona fyndið) þá lagði ég mig í tíma og ótíma án þess þó að nokkur maður gerði athugasemd við það. Hér heima geri ég tilraun til þess að leggja mig og það liggur við að ég hrökkvi upp á fimm mín. fresti svo mikið nagar samviskan mig. Og ekki nóg með það að þegar ég vakna eða gefst upp á því að leggja mig kemur einhver fjölskyldumeðlimur með afar pirrandi komment (sem ég veit samt að eru ekki illa meint) eins og t.d. var verið að leggja sig.....þú ert nú alltaf að leggja þig.....maður væri nú alveg til í að leggja sig svona á daginn......og þar fram eftir götunum.....
Ég tók því ákvörðun í morgun að ég mun leggja mig á hverjum degi einungis til þess að njóta þess að geta lagt mig því guð má vita hvenær rennur upp sá tími að ég get ekki lagt mig sökum þess að ég er með börn, hús, hund, kött, fjölskyldu og allar þær ótal skyldur sem því fylgir.
Þetta var ákvörðun dagsins........er búin að gorma öll heftin þannig að nú get ég farið að setja mig í startholurnar fyrir lærdóminn!
Ciao a tutti
Linda sem nýtur þess að geta lagt sig whenever....og varð að vera undir sæng í allan dag því kuldinn var að yfirbuga hana.
Þegar ég var úti á Ítalíu (farin að tala svona fyndið) þá lagði ég mig í tíma og ótíma án þess þó að nokkur maður gerði athugasemd við það. Hér heima geri ég tilraun til þess að leggja mig og það liggur við að ég hrökkvi upp á fimm mín. fresti svo mikið nagar samviskan mig. Og ekki nóg með það að þegar ég vakna eða gefst upp á því að leggja mig kemur einhver fjölskyldumeðlimur með afar pirrandi komment (sem ég veit samt að eru ekki illa meint) eins og t.d. var verið að leggja sig.....þú ert nú alltaf að leggja þig.....maður væri nú alveg til í að leggja sig svona á daginn......og þar fram eftir götunum.....
Ég tók því ákvörðun í morgun að ég mun leggja mig á hverjum degi einungis til þess að njóta þess að geta lagt mig því guð má vita hvenær rennur upp sá tími að ég get ekki lagt mig sökum þess að ég er með börn, hús, hund, kött, fjölskyldu og allar þær ótal skyldur sem því fylgir.
Þetta var ákvörðun dagsins........er búin að gorma öll heftin þannig að nú get ég farið að setja mig í startholurnar fyrir lærdóminn!
Ciao a tutti
Linda sem nýtur þess að geta lagt sig whenever....og varð að vera undir sæng í allan dag því kuldinn var að yfirbuga hana.
þriðjudagur, janúar 18, 2005
Leti, leti, leti..........
Þið ykkar sem ég tilkynnti í dag að ég myndi byrja að læra í kvöld getið sleppt því að spyrja hvernig gekk, svörin verða fá og neikvæð.
Væri til í góða spólu, snakk, salsasósu, fílakaramellur og kristal......spurning um að skella sér í það....
Byrja á morgun af fullum krafti, er heldur ekki búin að láta gorma heftin mín og get því ekki hafið lestur, ómögulegt að lesa þetta með svona hefti í horninu!
Ykkar Belinda
Þið ykkar sem ég tilkynnti í dag að ég myndi byrja að læra í kvöld getið sleppt því að spyrja hvernig gekk, svörin verða fá og neikvæð.
Væri til í góða spólu, snakk, salsasósu, fílakaramellur og kristal......spurning um að skella sér í það....
Byrja á morgun af fullum krafti, er heldur ekki búin að láta gorma heftin mín og get því ekki hafið lestur, ómögulegt að lesa þetta með svona hefti í horninu!
Ykkar Belinda
mánudagur, janúar 17, 2005
Var verið að taka tvo fæðingabletti af fætinum á mér, einn á kálfanum og einn aftan á lærinu, alveg hellað vont og deyfingin er að fara úr núna þannig að ég á skilið að fara á Eldsmiðjuna.
Engin sturta og engin kennsla í dag, frekar leiðinlegt þar sem mig langar bæði, verst samt með sturtuna og kannski ekki á morgun heldur en þá verð ég að fara að kenna því fólk kemur ekkert í hrönnum að vilja leysa mig af hálf sjö á morgnana nei nei! Verð því að fara í sturtu með vinstri fótinn út. Hlakka óneitanlega til.
Viðbjóðsdagur í skólanum á morgun, veit ekki betur en vinkona mín Anna Þráins sé með einhvern viðbjóðsfyrirlestur eins og henni einni er lagið og svo tekur við 4 tíma bekkjartími, hvað er málið með það? Ég þakka guði og englum fyrir internetið:)
Nú ætti Helgi að vera búinn að panta nýju myndavélina sem mommsan hans kemur svo með heim fyrir mig, get hreinlega ekki beðið.
Já það er margt á döfinni kæru vinir
Guð blessi ykkur
Linda
Engin sturta og engin kennsla í dag, frekar leiðinlegt þar sem mig langar bæði, verst samt með sturtuna og kannski ekki á morgun heldur en þá verð ég að fara að kenna því fólk kemur ekkert í hrönnum að vilja leysa mig af hálf sjö á morgnana nei nei! Verð því að fara í sturtu með vinstri fótinn út. Hlakka óneitanlega til.
Viðbjóðsdagur í skólanum á morgun, veit ekki betur en vinkona mín Anna Þráins sé með einhvern viðbjóðsfyrirlestur eins og henni einni er lagið og svo tekur við 4 tíma bekkjartími, hvað er málið með það? Ég þakka guði og englum fyrir internetið:)
Nú ætti Helgi að vera búinn að panta nýju myndavélina sem mommsan hans kemur svo með heim fyrir mig, get hreinlega ekki beðið.
Já það er margt á döfinni kæru vinir
Guð blessi ykkur
Linda
sunnudagur, janúar 16, 2005
Hinar ýmsu óskráðu reglur.....
Það hefur einhvern veginn tíðkast að ekki er við hæfi að standa ber eða berbrjósta fyrir framan kærasta sinn og vinkonu á einum og sama tímanum. Þrátt fyrir að það sé hið minnsta mál með öðru þeirra.
Samt sem áður tókst mér einu sinni í bræði minni að brjóta þessa reglu. Ég, Andri og Ragna vorum á leið í eitthvað partý og ég var í brjálæðisskapofsatrylling því ég taldi að ég ætti ekkert til að vera í, gekk því um gólf og blótaði og náði meira að segja að afreka það að bomba burstanum mínum í vegginn með þeim afleiðingum að hann brotnaði. Það sem var hins vegar meira afrek út af fyrir sig er að í bræði minni reif ég mig úr bolnum og stóð fyrir framan þau með bæði brjóstin út í loftið. Vissulega brá þeim og þau göptu á mig með hálfskrýtnum svip. Þá áttaði ég mig á því Linda þú hefur brotið regluna og þau sögðu einnig í kór þú ert að brjóta regluna!
Þetta virðist að sjálfsögðu líka gilda varðandi systkini því rétt í þessu var ég að koma úr sturtu og litla systir mín kemur inn (Andri er í herbeginu líka) og ég segi jæja ég þarf nú að klæða mig og svona og hún grípur þetta alveg og segir já ok viltu að ég fari fram án þess þó að setja nokkuð út á það. Hún fattaði sem sagt regluna.
Passið ykkur á þessu.
Linda
Það hefur einhvern veginn tíðkast að ekki er við hæfi að standa ber eða berbrjósta fyrir framan kærasta sinn og vinkonu á einum og sama tímanum. Þrátt fyrir að það sé hið minnsta mál með öðru þeirra.
Samt sem áður tókst mér einu sinni í bræði minni að brjóta þessa reglu. Ég, Andri og Ragna vorum á leið í eitthvað partý og ég var í brjálæðisskapofsatrylling því ég taldi að ég ætti ekkert til að vera í, gekk því um gólf og blótaði og náði meira að segja að afreka það að bomba burstanum mínum í vegginn með þeim afleiðingum að hann brotnaði. Það sem var hins vegar meira afrek út af fyrir sig er að í bræði minni reif ég mig úr bolnum og stóð fyrir framan þau með bæði brjóstin út í loftið. Vissulega brá þeim og þau göptu á mig með hálfskrýtnum svip. Þá áttaði ég mig á því Linda þú hefur brotið regluna og þau sögðu einnig í kór þú ert að brjóta regluna!
Þetta virðist að sjálfsögðu líka gilda varðandi systkini því rétt í þessu var ég að koma úr sturtu og litla systir mín kemur inn (Andri er í herbeginu líka) og ég segi jæja ég þarf nú að klæða mig og svona og hún grípur þetta alveg og segir já ok viltu að ég fari fram án þess þó að setja nokkuð út á það. Hún fattaði sem sagt regluna.
Passið ykkur á þessu.
Linda
föstudagur, janúar 14, 2005
Á ég bróður sem er í Idol?
Þessa spurningu fékk ég í skólanum í gær að viðbættu hann er sko bara svona stráka Linda, ég sem aldrei hef horft á þetta 2. Idol okkar Íslendinga sökum Ítalíufarar minnar hugsaði með mér ég bara verð að tjékka á þessu.......
jú sem ég gerði og líkt mér ég veit það ekki mér fannst hann Helgi Þór nú miklu frekar getað verið litli bróðir hans Sóla Hólm.....hvað finnst ykkur?
Farin að tjékka aftur á þessu blessaða Idoli......
Þessa spurningu fékk ég í skólanum í gær að viðbættu hann er sko bara svona stráka Linda, ég sem aldrei hef horft á þetta 2. Idol okkar Íslendinga sökum Ítalíufarar minnar hugsaði með mér ég bara verð að tjékka á þessu.......
jú sem ég gerði og líkt mér ég veit það ekki mér fannst hann Helgi Þór nú miklu frekar getað verið litli bróðir hans Sóla Hólm.....hvað finnst ykkur?
Farin að tjékka aftur á þessu blessaða Idoli......
Afmælisstelpan Álfrún
Í dag fagnar ástkær vinkona mín hún Álfrún 23 ára afmæli. Álfrún er steingeit og ber öll helstu einkenni steingeitar. Hún er þrjósk og ákveðin og stendur fast á sínu. Þegar hún var yngri tók hún upp nafnið Palli og síðar Alli. Álfrún stundaði alltaf körfubolta og sýndi góða takta þegar hún tók í strákana í denn, einnig spilaði hún alltaf á franskt horn enda talar faðir hennar lýtalausa frönsku. Þegar líða tók á unglingsárin lagði hún körfubóltaskóna á hilluna, fór að safna nöglum og gerðist dama. Án umhugsunar er hægt að nefna hana reynsluboltann í vinkonuhópnum enda er hún elst og hafði oft áhrif á hvað maður gerði. Ég og Álfrún höfum eytt endalaust mörgum stundum saman og gert ýmislegt af okkur sem er ekki blogghæft. Meðal annars fórum við í skemmtilega lúðrasveitaferð til Skotlands, vinkonuferð til Barcelona og ekki má nú gleyma bústaðaferðum í Katlagil, bjórkvöldum og annarri skemmtun. Ég þakka henni fyrir öll þessi góðu ár og óska henni innilega til hamingju með daginn:)
Sé þig í kvöld skvísa
Linda
Í dag fagnar ástkær vinkona mín hún Álfrún 23 ára afmæli. Álfrún er steingeit og ber öll helstu einkenni steingeitar. Hún er þrjósk og ákveðin og stendur fast á sínu. Þegar hún var yngri tók hún upp nafnið Palli og síðar Alli. Álfrún stundaði alltaf körfubolta og sýndi góða takta þegar hún tók í strákana í denn, einnig spilaði hún alltaf á franskt horn enda talar faðir hennar lýtalausa frönsku. Þegar líða tók á unglingsárin lagði hún körfubóltaskóna á hilluna, fór að safna nöglum og gerðist dama. Án umhugsunar er hægt að nefna hana reynsluboltann í vinkonuhópnum enda er hún elst og hafði oft áhrif á hvað maður gerði. Ég og Álfrún höfum eytt endalaust mörgum stundum saman og gert ýmislegt af okkur sem er ekki blogghæft. Meðal annars fórum við í skemmtilega lúðrasveitaferð til Skotlands, vinkonuferð til Barcelona og ekki má nú gleyma bústaðaferðum í Katlagil, bjórkvöldum og annarri skemmtun. Ég þakka henni fyrir öll þessi góðu ár og óska henni innilega til hamingju með daginn:)
Sé þig í kvöld skvísa
Linda
fimmtudagur, janúar 13, 2005
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Kellogg´s fjölskyldan
Er komin með æði fyrir Kellogg´s Crunchy Nut Clusters Milk Chocolate Curls.......it´s ludicroustly tasty....er annars með slapleika og slen í dag, svaf illa í nótt og fór ekki í áheyrn, fer samt að kenna á eftir og hristi þetta úr mér.
Um helgina eru ýmis afmæli í gangi, gálan á föstudaginn og haffatull á laugardaginn, ásamt kokteilboði hjá adidas og hittingur hjá tvibbunum Am og Kat á sun. Aldeilis prógram.......
Kveð úr Laugarnesinu......þegar maður hefur séð fegurðina hættir annað að vera til (Laxness)
LH
Er komin með æði fyrir Kellogg´s Crunchy Nut Clusters Milk Chocolate Curls.......it´s ludicroustly tasty....er annars með slapleika og slen í dag, svaf illa í nótt og fór ekki í áheyrn, fer samt að kenna á eftir og hristi þetta úr mér.
Um helgina eru ýmis afmæli í gangi, gálan á föstudaginn og haffatull á laugardaginn, ásamt kokteilboði hjá adidas og hittingur hjá tvibbunum Am og Kat á sun. Aldeilis prógram.......
Kveð úr Laugarnesinu......þegar maður hefur séð fegurðina hættir annað að vera til (Laxness)
LH
mánudagur, janúar 10, 2005
Verð bara að setja þessi fallegu orð um Laugarnesið hérna:
Það er engin fegurð falin í því að gnæfa yfir; þvert á móti. Þetta held ég reyndar að sé það helsta sem fegurðarsnauðir tína til- hæð og stærð, gnæfa yfir...o.s.frv. Því þeir vita jú alltaf hvað þá skortir. Ef ekki, þá eru þeir ávallt velkomnir inn í Laugarnesið; hina tæru og eilífu fegurð. Hverfið þar sem höfuðborgin hlaut nafn sitt forðum, hverfið þar sem karlmönnum rís hold og konum slaknar skaut, hverfið þar sem fólk gerist andstutt í kynferðislegum tryllingi sem sprottinn er af hinni seiðmögnuðu fegurð og stemmningu hverfisins. Breiðholtið er hins vegar svipað og buffaloskór; sem fólk hér fyrir nokkrum árum klæddist, ekki vegna fegurðar, heldur vegna minnimáttarkenndar, sem ekki batnar þegar það áttar sig á því hverju það hefur gengið í. Nú sjást Buffaloskór ekki lengur, fólk hefur áttað sig; það gerir það oftast, nema (sjálfstæðismenn) og Breiðhyltingar sem þrjóskast við að standa á sínum þúfuskít.
A.F.O
Svona í tilefni að því að við verðum að minnsta kosti í 3 mánuði lengur hérna og vorum að kaupa nýtt grænt áklæði á sófann, grænt púðaver, lampa, græn kerti og grænan blómavasa en ég ætla gera tilraun til að vera með lifandi blóm, spurning hvernig það fer. Sem sagt grænt þema í gangi enda afar róandi og slakandi litur.
Endilega kíkið við
Linda
Það er engin fegurð falin í því að gnæfa yfir; þvert á móti. Þetta held ég reyndar að sé það helsta sem fegurðarsnauðir tína til- hæð og stærð, gnæfa yfir...o.s.frv. Því þeir vita jú alltaf hvað þá skortir. Ef ekki, þá eru þeir ávallt velkomnir inn í Laugarnesið; hina tæru og eilífu fegurð. Hverfið þar sem höfuðborgin hlaut nafn sitt forðum, hverfið þar sem karlmönnum rís hold og konum slaknar skaut, hverfið þar sem fólk gerist andstutt í kynferðislegum tryllingi sem sprottinn er af hinni seiðmögnuðu fegurð og stemmningu hverfisins. Breiðholtið er hins vegar svipað og buffaloskór; sem fólk hér fyrir nokkrum árum klæddist, ekki vegna fegurðar, heldur vegna minnimáttarkenndar, sem ekki batnar þegar það áttar sig á því hverju það hefur gengið í. Nú sjást Buffaloskór ekki lengur, fólk hefur áttað sig; það gerir það oftast, nema (sjálfstæðismenn) og Breiðhyltingar sem þrjóskast við að standa á sínum þúfuskít.
A.F.O
Svona í tilefni að því að við verðum að minnsta kosti í 3 mánuði lengur hérna og vorum að kaupa nýtt grænt áklæði á sófann, grænt púðaver, lampa, græn kerti og grænan blómavasa en ég ætla gera tilraun til að vera með lifandi blóm, spurning hvernig það fer. Sem sagt grænt þema í gangi enda afar róandi og slakandi litur.
Endilega kíkið við
Linda
sunnudagur, janúar 09, 2005
föstudagur, janúar 07, 2005
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Korpuskóli
ógeðslega skemmtilegur skóli, skóli með sál og sögu, ógeðslega skemmtilegt þríeyki (ég, magga og Bjössi, urðum sko ekki fyrir vonbrigðum með hann enda ungur drengur í blóma lífsins ekki gamall gaur með fjölskyldu á bakinu, ekki það að það sé slæmt bara erfitt að samræma vinnutímann þegar þannig er. Betra að vera öll á sama reiki. Ógeðslega góður og hress bekkur og skemmtilegir viðtökukennarar. Hvað gæti verið betra? EKKERT
Hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu vettvangsnámi. Svaf hins varla dúr í nótt því ég var svo stressuð að sofa yfir mig í pumpið í morgun. Tel því kominn tíma á ciestu.
Linda
p.s. ein stelpan giskaði á að ég væri 31 , aldrei neinn haldið að ég væri svona gömul, var því bara nokkuð sátt með það en langar samt ekkert að vera 31. Fékk samt líka spurninguna af hverju ertu svona lítil? og ég er eiginlega bara jafn stór og þú (9 ára) en þær eru klassík.
ógeðslega skemmtilegur skóli, skóli með sál og sögu, ógeðslega skemmtilegt þríeyki (ég, magga og Bjössi, urðum sko ekki fyrir vonbrigðum með hann enda ungur drengur í blóma lífsins ekki gamall gaur með fjölskyldu á bakinu, ekki það að það sé slæmt bara erfitt að samræma vinnutímann þegar þannig er. Betra að vera öll á sama reiki. Ógeðslega góður og hress bekkur og skemmtilegir viðtökukennarar. Hvað gæti verið betra? EKKERT
Hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu vettvangsnámi. Svaf hins varla dúr í nótt því ég var svo stressuð að sofa yfir mig í pumpið í morgun. Tel því kominn tíma á ciestu.
Linda
p.s. ein stelpan giskaði á að ég væri 31 , aldrei neinn haldið að ég væri svona gömul, var því bara nokkuð sátt með það en langar samt ekkert að vera 31. Fékk samt líka spurninguna af hverju ertu svona lítil? og ég er eiginlega bara jafn stór og þú (9 ára) en þær eru klassík.
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Komin með ágætis sigg á rassinn....
...og get því vonandi hafið hjólakennslu á morgun. Fór í dag að æfa nýja prógrammið og bið bara til guðs að rassinn verði góður við mig í fyrramálið. Ákvað síðan að skella mér með Andra í Laugar því hann þurfi að fara að lyfta og ég var með einhvern frímiða í heilsurækt og baðstofu sem er nú ekki frásögufærandi nema það að ég mátti ekki nota heilsuræktina sér, var að fara í bæði á sama tíma, meira crappið. Ég sagði því bara við konuna að ég myndi bara skippa þessari gufu eða hvað sem það nú væri því Andri væri ekki með aðgang í hana. Hún var alveg stórhneyksluð og sagði en það kostar alveg 3500 kr í þessa gufu. Ég sagði nú bara að ég kæmi hvort eð er ekkert hingað aftur þannig að það skipti ekki máli.
Fór svo í salinn og massaðist í bekk enda ekki Linda bekkpressa fyrir ekki neitt. Andri var þvílíkt hissa þegar ég gat tekið meira en hann. Nei segi svona. Tók nú bara létt á því, var nú meira svona að hjálpa honum.
ciao
bellan
...og get því vonandi hafið hjólakennslu á morgun. Fór í dag að æfa nýja prógrammið og bið bara til guðs að rassinn verði góður við mig í fyrramálið. Ákvað síðan að skella mér með Andra í Laugar því hann þurfi að fara að lyfta og ég var með einhvern frímiða í heilsurækt og baðstofu sem er nú ekki frásögufærandi nema það að ég mátti ekki nota heilsuræktina sér, var að fara í bæði á sama tíma, meira crappið. Ég sagði því bara við konuna að ég myndi bara skippa þessari gufu eða hvað sem það nú væri því Andri væri ekki með aðgang í hana. Hún var alveg stórhneyksluð og sagði en það kostar alveg 3500 kr í þessa gufu. Ég sagði nú bara að ég kæmi hvort eð er ekkert hingað aftur þannig að það skipti ekki máli.
Fór svo í salinn og massaðist í bekk enda ekki Linda bekkpressa fyrir ekki neitt. Andri var þvílíkt hissa þegar ég gat tekið meira en hann. Nei segi svona. Tók nú bara létt á því, var nú meira svona að hjálpa honum.
ciao
bellan
mánudagur, janúar 03, 2005
Áramótin með eindæmum góð....
- góður matur og góðar fjölskyldur
- góðra vina hópur.....en eins manns var sárt saknað sem hefði staðfastlega haldið uppi meira fjöri með greddusvipnum sínum, úlnliðasnúningum og að ógleymdum mjaðmadansi en það var Skallinn sem var því miður fjarri góðu gamni
- Kíktum í partý til Sigga í adidas og enduðum svo á Bergstaðastrætinu þar sem piltar voru í miklum meirihluta og ég óska eftir einhverjum píum í þennan hóp, heyrði nú af Guðmundi lata í essinu sínu með einhverri dömu
- má að sjálfsögðu ekki gleyma því að áramótin eru alltaf sérstök fyrir mig og Andra en við fögnuðum 5 árum í þetta sinni. Aldeilis langt síðan að við vorum ung og óreynd og hittumst á stuðmannaballi í höllinni.
- hitti LA gengið (Regína, Auður, Álfrún, Hildur, Samía, Sigga) og við fórum á stuðmannaball á NASA, skipulagðir fleiri hittingar á nýju ári
- þar sem stuðmenn spila stórt hlutverk í lífi mínu þá fór ég á myndina í gær og varð ekki fyrir vonbrigðum
Núna eru hins vegar bara 2 dagar eftir af 4 mánaða tjill tímabilinu í lífi mínu. Ég ætla njóta þeirra í botn. Á miðvikudaginn hefst síðan geðveikin á ný með skólanum, kennslu 5 leikfimitíma og vinnu aðra hverja helgi í adidas búðinni. Ég hef samt ákveðið að halda áfram stóískri ró minni en bið fólk að minna mig á það ef ég er að missa marks
ykkar einlæg
Linda
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)