Sumarfríið byrjar nú aldeilis vel...bæði veðurlega og viðburða séð!Dagur 2 hófst á hjólatúr okkar mæðgna og að þessu sinni lá leið okkar inn í Skeifu og síðan í Markið eftir arfaslaka ferð í Örninn sem hlýtur ekki góða einkunn hvorki fyrir vöruúrval né verð. Markið hins vegar sló í gegn og ekki var verra að þekkja starfsmann þannig að við það bættist afsláttur og út fórum við með körfu á hjólinu og daman með nýjan hjálm og brúsa:) Maður verður nefnilega skrambi þyrstur í svona hjólatúrum.
Þegar heim kom beið Lára okkar með dýrindis bakkelsi úr Jóa og flatmöguðum við síðan í garðinum meðan barnið svaf vært á svölunum. Lára náði þarna af mér einni kríu en bætti það upp með frábærum félagsskap:)
Eftir lúr skelltum við Ára okkur á Lölluróló en það er greinilega "the place to be" þessa dagana en þar safnast saman allar dagmömmur hverfisins og mæður í orlofi og skiptast á fréttum um börn og buru. Spurningar eins og hvar eru með hana á biðlista? Hvað var hún löng í 1 árs skoðuninni? vorum algengar. Ég er sem sagt búin að sjá flest öll börn hverfisins sem bíða óþreyjufull líkt og Ára um að komast inn á Laugaborg og það eru alls ekkert svo mörg á undan henni í aldri yeeeeesssss!
Síðan kom heimilisfaðirinn heim og hugmyndin var að skella sér í notalegan dinner á Santa Maria en hann varð nú ekki notalegri en svo að Ára neitaði að sitja í meira en mínútu í stólnum og vildi bara hlaupa um staðinn og skoða allt og fara út og upp tröppur og guð má vita hvað meira. Við skiptumst því á að skófla í okkur annars ágætum mat og rukum svo út með kókið í annarri og barnið á hlaupum. En við hlóum nú bara að þessu, svo sem ekki við öðru að búast með 15 mánaða orkusprengju með sér!
Að lokum endaði ég daginn á huggulegum hitting hjá Láru þar sem orlofsgrúbban skiptist á sögum og glápti á Grey´s...
Svona aðeins meira á prjónunum þessa frídaga heldur en venjulega...
Dagur 3 hefur heldur ekki verið af verri endanum. Sund upp úr níu og kría í hádeginu. Sía mætti síðan galvösk og skellti sé á róló með okkur og við hétum því að verða aldrei dagmæður - dáist að þessum konum að vera með fimm börn á mann! Við komum síðan einum ís niður og röltum aðeins um fallega Laugarnesið. Rpm-ið var á sínum stað 17:45 og ég frumflutti nýja prógrammið nr. 39. Heima beið mín síðan Mappi og burger ásamt einum lite...huggulegt.
AFO er í zen og á eftir einn vinnudag og getur þá dottið inn í afar fjölbreytt og skemmtilegt dagsprógram okkar mæðgna.
Við erum síðan búin að ákveða að eyða páskunum 2009 á Flórída og verður förinni heitið til Orlando þann 7. apríl. Nú er bara að opna sparireikning.
Rosa langt hjá mér í dag en svona er þetta stundum
Á morgun verður Brúðubíllinn á Lölluróló og við mæðgur mætum að sjálfsögðu og vonandi Álfrún og Eldur með okkur.