mánudagur, júní 30, 2008


Nú er heimilisfaðirinn farinn að vinna aftur eftir gott og sólríkt frí...


ég hins vegar er enn í mínu fríi en fer óðum að kenna fleiri tíma í Baðhúsinu og frá með næsta mánudegi þarf ég að vakna klukkan sex alla virka daga í þrjár vikur:) Júlí verður svona "komastí brjálaðformmánuður" en ég verð með átta tíma á viku - ég held þetta verði bara ágætlega hressandi - viðbrigði að vakna en kemst væntanlega upp í vana eins og allt annað!


síðan ætlar hún Bjarney Kata 4 ára frænka mín að vera hjá mér og Áru á daginn í tvær vikur en ég held að það verði frábær félagsskapur fyrir prinsessuna á heimilinu - að hafa einhvern til að leika við. Eru ekki síðan þrjú ár á milli alveg málið...tjékkum allaveganna á því;)


Myndin er af mér, Stóra Magga og version 3.0 í Maggbræðrunum - stærðarmunurinn leynir sér ekki...
Eigiði góðan dag elskur

laugardagur, júní 28, 2008

Í gær horfðum við AFO á myndina Notebook...

sem er kannski ekki ýkja merkilegt nema fyrir þær sakir að Andri hefur svona lúmsk gaman að fylgjast með mér þegar við horfum á svona myndir því tárin streyma ansi ört niður. Ég hef nú séð þessa mynd áður en hún virðist hafa alveg geigvænleg áhrif á tárakirtlana mína enda ótrúlega raunveruleg og yndislega falleg....

nema hvað í gær voru engin takmörk fyrir því hversu mörg tár runnu niður kinnarnar mér. Ástandið var orðið svo slæmt að lokum að ég endaði á því að taka eina panodil áður en ég fór að sofa, spreyjaði nezeril í nefið og setti kaldan bakstur á augun. Í morgun leit síðan út fyrir að ég hefði verið kýld í augun - Andri átti síðan bágt með að leyna hlátrinum en ég skil ekki hvað þetta er með mig og þetta blessaða táraflóð.

En að öðru - setti inn yfir 60 myndir á árusíðu - í júníalbúm og svo eitt nýtt sem heitir Flúðir 2008.

Nú vil sjá soldið góð kvitt í gestabókina og svona...

Í kvöld er það síðan Sigur rós og Laugardalurinn - Ára ætlar með enda fílar hún nýja diskinn vel, dormar alveg þegar við setjum hann í spilarann:)

föstudagur, júní 27, 2008


Þá erum við komin heim...


í Laugarnesið góða - eftir tæplega vikudvöl á Flúðum en við ákváðum að keyra í bæinn í kvöld því ekkert verður úr föstdeginum þegar á að skila á hádegi - segja meistararnir allaveganna.


Við gerðum allt sem gera skal þegar farið er í bústað - borða - hangsa í hlussugallanum - fara í pottinn - borða - sofa (aðeins minna kannski heldur er undanfarin ár en skiptumst dáldið á kríum) og já gleymdi ég að segja BORÐA. Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað maður borðar mikið í bústað - ég spái því að ég hafi komið með aukaþrjúkíló í farteskinu eftir ferðina!


Ferðin heppnaðist eins vel og hægt er að óska sér, veðrið lék við okkur hvern einasta dag og voru gestir á annan tug en síðan áttum við líka nokkra rólega daga, litla fjölskyldan en Áru fannst svona til lengdar skemmtilegra að hafa fleiri en okkur í kringum sig og mótmælti í gærkvöldi með því að kúka á gólfið í miðjum leik og stappa hressilega á afrakstrinum, færði sig síðan aðeins lengra og meig og toppaði síðan tilstandið með því að skera sig á rakvélablaði sem hún teygði sig í þegar var verið að smúla hana í sturtunni - hún er þó ekkert illa haldin en með ágætlega djúpt sár á puttanum en ekkert sem plástur getur ekki bjargað nema hvað að það er frekar að erfitt að útskýra fyrir eins árs að það megi ekki taka hann af:)
Maður er eitthvað svo endurnærður eftir svona ferð - án internets og áreitis en þá auðvitað til í tuskið aftur! kreppuna, verðbólguna, krónuhrunið og allan þann pakka...

þriðjudagur, júní 17, 2008

Einkar velheppnaður 17. júní að baki þrátt fyrir lítinn svefn vegna skyndi humar- og hvítvínsboðs sem við ákváðum að halda og síðustu gestir fóru heim um hálf fimm í nótt!!!!

Við röltum í bæinn meðfram sjávarsíðunni upp úr eitt og Ára sofnaði á leiðinni og steinsvaf í tæpa tvo tíma í bongóblíðu fyrir utan Mokka - hún vaknaði síðan eiturhress og fékk gasblöðru frá guðföður sínum og skemmti sér konunglega í bænum.
Setti inn nýjar myndir á 123.is/agustarut og nú er alveg tími fyrir pítsu jafnvel....humm


Við vinkonurnar í sælunni á Mokka

sunnudagur, júní 15, 2008

Fórum í þrusuútskrift hjá Hjalta í gær...
tók nokkrar myndir af þeim LA-félögum

tres amigos
Allt gengið mínus Jón og Brandur í hans stað!
Andri mætti prúðbúinn í veisluna
Gestgjafarnir fallegu:)
Og Hjalli lyfjafræðingur í fáránleg miklu stuði
-Takk kærlega fyrir okkur-

fimmtudagur, júní 12, 2008

Sumarfríið byrjar nú aldeilis vel...

bæði veðurlega og viðburða séð!

Dagur 2 hófst á hjólatúr okkar mæðgna og að þessu sinni lá leið okkar inn í Skeifu og síðan í Markið eftir arfaslaka ferð í Örninn sem hlýtur ekki góða einkunn hvorki fyrir vöruúrval né verð. Markið hins vegar sló í gegn og ekki var verra að þekkja starfsmann þannig að við það bættist afsláttur og út fórum við með körfu á hjólinu og daman með nýjan hjálm og brúsa:) Maður verður nefnilega skrambi þyrstur í svona hjólatúrum.

Þegar heim kom beið Lára okkar með dýrindis bakkelsi úr Jóa og flatmöguðum við síðan í garðinum meðan barnið svaf vært á svölunum. Lára náði þarna af mér einni kríu en bætti það upp með frábærum félagsskap:)

Eftir lúr skelltum við Ára okkur á Lölluróló en það er greinilega "the place to be" þessa dagana en þar safnast saman allar dagmömmur hverfisins og mæður í orlofi og skiptast á fréttum um börn og buru. Spurningar eins og hvar eru með hana á biðlista? Hvað var hún löng í 1 árs skoðuninni? vorum algengar. Ég er sem sagt búin að sjá flest öll börn hverfisins sem bíða óþreyjufull líkt og Ára um að komast inn á Laugaborg og það eru alls ekkert svo mörg á undan henni í aldri yeeeeesssss!

Síðan kom heimilisfaðirinn heim og hugmyndin var að skella sér í notalegan dinner á Santa Maria en hann varð nú ekki notalegri en svo að Ára neitaði að sitja í meira en mínútu í stólnum og vildi bara hlaupa um staðinn og skoða allt og fara út og upp tröppur og guð má vita hvað meira. Við skiptumst því á að skófla í okkur annars ágætum mat og rukum svo út með kókið í annarri og barnið á hlaupum. En við hlóum nú bara að þessu, svo sem ekki við öðru að búast með 15 mánaða orkusprengju með sér!

Að lokum endaði ég daginn á huggulegum hitting hjá Láru þar sem orlofsgrúbban skiptist á sögum og glápti á Grey´s...

Svona aðeins meira á prjónunum þessa frídaga heldur en venjulega...

Dagur 3 hefur heldur ekki verið af verri endanum. Sund upp úr níu og kría í hádeginu. Sía mætti síðan galvösk og skellti sé á róló með okkur og við hétum því að verða aldrei dagmæður - dáist að þessum konum að vera með fimm börn á mann! Við komum síðan einum ís niður og röltum aðeins um fallega Laugarnesið. Rpm-ið var á sínum stað 17:45 og ég frumflutti nýja prógrammið nr. 39. Heima beið mín síðan Mappi og burger ásamt einum lite...huggulegt.

AFO er í zen og á eftir einn vinnudag og getur þá dottið inn í afar fjölbreytt og skemmtilegt dagsprógram okkar mæðgna.

Við erum síðan búin að ákveða að eyða páskunum 2009 á Flórída og verður förinni heitið til Orlando þann 7. apríl. Nú er bara að opna sparireikning.

Rosa langt hjá mér í dag en svona er þetta stundum
Á morgun verður Brúðubíllinn á Lölluróló og við mæðgur mætum að sjálfsögðu og vonandi Álfrún og Eldur með okkur.

þriðjudagur, júní 10, 2008

oh...

var búin að rita ansi langan pistill hérna sem fjallaði að mestu leyti um það hvernig á að haga sé sem supermom í orlofi, heimsókn til Auðar og tengdasonar míns í morgun og spjall okkar um barnauppeldi, svefntíma og brjóstagjöf...en það datt allt út og ekki nokkur leið að ég nenni að skrifa allt aftur en...

við mæðgur hjóluðum sem sagt á Sjafnargötuna til þeirra og eyddum morgninum með þeim í góðu yfirlæti og rúnstykkjum. Klárlega eitthvað sem verður endurtekið margoft í sumar.

við náðum síðan heim rétt í tæka tíð fyrir lúrinn hennar áru en hún dottaði aðeins á hjólinu á leiðinni:) Við lögðum okkur síðan í tæpa tvo tíma, ára í krossaranum og ég í rúminu - eittthvað sem verður líka örugglega endurtekið margoft í sumarfríinu!

flökkuðum síðan um bæinn og útréttuðum aðeins og komum heim um sama leyti og heimilisfaðirinn sem byrjar í sumarfríi á föstudaginn.

svo var það einn rpm tími og núna er ég bara ansi þreytt því það tekur á að vera supermom í orlofi;)

þriðjudagur, júní 03, 2008

Splæsti í Fyrstu skrefin áðan...

fannst ég eitthvað eiga það svo skilið eftir non stop setu yfir foreldraviðtölum til að verða hálf fjögur og þrusu rpm tíma áðan - síðan var eitthvað svo mikið á forsíðunni sem átti við mig, hvernig mamma ertu? (ég þarf nauðsynlega að finna út úr því), ferðast með börn (vantar góð skemmtiatriði í langferðir), Skoppa og Skrítla (idol dótturinnar) og svo mætti lengi telja - ég veit er orðin smá insane...

kippti lika glossi og naglalakki með og núna bíður kvöldið ekki upp á neitt annað en sloppinn, afslöppun, glugga í blaðið og lakka tær og neglur!

en fyrst er að taka úr uppþvottavélinni og "zen-a" eldhúsið aðeins upp..

hvað er samt málið með þessar Lyfjuferðir - maður fer til að kaupa einn skitinn panodil pakka en kemur síðan heim með allskyns góss.

adios