föstudagur, október 28, 2005

Ég eyddi heljarins tíma í gærkvöldi í að undirbúa kennslustund í Gísla enda bekkurinn búin með rúmlega 20 kafla og þá er nú eins gott að vera með þá alla 100% á hreinu.

Ég held að kennslan hafi bara gengið nokkuð vel, nokkur uss! og viljiði hafa hljóð fyrir útvalda en maður er nú búinn að læra að segja hey! yfir allan hópinn frá dýpstu rótum kviðar þannig að þetta ætti að bjargast;)

Um helgina tekur við afslöppun enda helgarnar tómar fríhelgar þennan veturinn, reyndar þarf að skipuleggja einhverja kennslu fyrir næstu viku en það eru nú bara tveir dagar því á mið, fim og fös förum við kennarar í vetrarfrí, ekki slæmt krakkar mínir:)

Ég ætla að hitta Síu og Möggu í kvöld og við ætlum að rifja upp góða rauðvínstakta. Einnig ætla ég að fara í brunch með Rexinu og Sóley og sund með Auði. Þetta verður því mikil vinkonuhelgi.

Einnig mun ég skreppa í afmæli til afa hans Andra upp á Skaga og síðan er ég nú búin að bjóða mér í köku og með því til Ings og Adda. Enda fylgist ég spennt með ört vaxandi bumbu á þeim bæ.

Eftir þessa fyrstu viku mína í kennslu á unglingastigi er ég mikið að spá í að fara bara að kenna í eitt ár, sem sagt næsta ár og fresta framhaldsnáminu örlítið. Þetta er nefnilega alveg ótrúlega gaman og unglingar hin bestu skinn:)

Hafið það nú rosalega gott og knúsið hvert annað um helgina.
Lilly

miðvikudagur, október 26, 2005

Fórum á títtnefnda Eldsmiðju eftir starfsmannafund áðan...

Andri: Fólk sér alveg að við erum ekkert á fyrsta deiti! (í tengslum við þá umræðu að stelpur á fyrsta deiti borða alltaf svo lítið, reyna að lúkka vel sjáiði til)
Ég: Nú af hverju og lít í kringum mig...
Andri: Bara (setur upp glott)
Ég: Lít á 16 tommuna og sé mér til mikillar mæðu að ég er búin með heilli sneið meira en Andri...hvað er málið með þetta pizzahólf í maganum á mér?

Allaveganna...eftir matinn stingur Andri upp á göngu niður Þórsgötuna eða þarna goðagöturnar í kringum smiðjuna og ég segi nú ertu að spá í að biðja mín! (í djóki sko). Þá segir Andri já einmitt sérstaklega útaf því að þú varst svo dugleg að slafra í þig hálfri 16 tommu...agalega rómantískt!

Akkúrat þegar þessi umræða er í gangi kemur lagið I just called to say I love you...með Stevie Wonder á fóninn. Þetta lag hefur alltaf verið svolítið sérstakt fyrir okkur og Álfrún man væntanlega vel eftir því þegar við vorum í 8. bekk og staddar í lúðrasveitaferð í Skotlandi og ég gerði 3 árangurslausar tilraunir til að hringja heim til Andra í þeim tilgangi að syngja þetta lag í símann fyrir hann. Það mistókst því miður því Rutlan svarðaði alltaf í símann!

Og af því að þetta kom akkúrat á fóninn þá sagði ég: Ég vissi að þú værir að fara að biðja mín, baðst um þetta lag og allt skipulagt hahahah og svo gengum við niður goðagöturnar en hann bað mín samt ekki en samt fyndið og sætt:)

Smá innanfélagshúmor en skilji þeir sem skilja;)
kv. frá the pizzastomach

laugardagur, október 22, 2005

Á einhver góðar glósur úr Gísla síðan í 10. bekk...

jamm og jú maður er að fara að kenna þetta í næstu viku! Og ef einhver á eitthvað gott stöff um Gunnlaugssögu Ormstungu, það er verið að taka fornsögurnar þokkalega fyrir á unglingastiginu:)

Ég er búin að skipuleggja ferð næsta sumar á slóðir Gísla, doktor er með enda elskar hann svona skrýtnar ferðir:) Hver veit nema maður skelli sér aftur á Njálu slóðir líka svona til upprifunar. Verð að vera kennari sem kennir þetta af ástríðu annars er ekkert gaman að þessu ekki satt?

Síðan verða goðasögurnar líka teknar fyrir ásamt orðflokka- og setningahlutagreiningu.
Já krakkar mínir þetta er ekkert baby dót og leikir á unglingastiginu, þetta er alvara!

Hafið það gott um helgina, það ætla ég að gera og stefnan er tekin á eitt rauðvínsglas með álfinum í kvöld.

Lilly

fimmtudagur, október 20, 2005

Ég er sko búin að afreka mikið í dag...

  • Kenndi tvo tíma í BH
  • Fylgdist með kennslu unglinga og prófaði hvernig mér gengi að skrifa efst á töfluna...það gekk, með rykkjum þó
  • Skellti mér í heildsölu eina, ætlunin var að kaupa rakspýra fyrir Andra en einhvern veginn þá lummuðust nokkrir hlutir (ómissandi hlutir) með handa mér, shampoo og næring, deodorant (maður verður að eiga í stíl við ilmvatnið sem maður notar, augnskuggi og bara einn bursti sem er einhvers konar töfrabursti að sögn sölukonunnar (sem er fósturmóðir mín), maður getur bókstaflega gert allt með þessum bursta, eyeliner, augnskugga, brúnir og fleira og fleira, hann mjókkar nefnilega svona fram á við...aha!
  • Fór í búð og keypti allt sem til þarf þegar á að þrífa baðherbergi lyktardót í klósettið, klósetthreinsi, blautþurrkur og eitthvað fleira drasl, það má segja að það hafi verið kominn tími á það ójá!
  • Fór í tíma á netinu as usual á fimmtudögum, rauk úr mér eftir heimspekilegar pælingar
  • Kláraði verkefni
  • Rúttaði aðeins til í kytrunni okkar
  • Skipti um á rúminu (hver hannaði svona sængurver sem maður setur inn í á hliðinni? sé akkúrat engan tilgang í því nema að efna til pirrings hjá viðkomandi eiganda)

Núna ætla ég í heita sturtu, bera á mig fótakrem og lotion, tjékka á nýja deodorantinu og smella svo sem einum satc í imbann, síðan ætla ég að plata Andra til að hætta að læra...

Ég borðaði þrjú súkkulaðistykki í dag, eitt snickers og tvö HITT! Er það eðlilegt? (Sóley: back me up in this!)

Litla duddan.

miðvikudagur, október 19, 2005

Tekið af isb.is:

Bókakaupastyrkur
Á hverju hausti og vori drögum við út 20 námsmenn sem hljóta 15.000 króna bókakaupastyrk hver. Um miðjan október og febrúar á hverju ári fá þeir heppnu símtal eða póst frá okkur.


Að þessu sinni var Linda litla ein af þessum 20 heppnu. Thank you thank you...

Fer beint í dinner og miða á Sigurrós:)

þriðjudagur, október 18, 2005

Matartroðsla með meiru..

Af hverju var ég að troða í mig tveimur bounty súkkulaðistykkjum þegar ég er nýbúin að fá mér hakkabuff með kartöflum og tilheyrandi niðri í skóla...já og tilheyrandi, tók gott múv á kennarastofunni og hélt að sósukannan væri svona sjálfvirk, náði sem sé að ausa yfir allan diskinn og meira til. Selma afsakaði mig pent með því að segja já hún hélt þetta væri súpa...!

Annars þarf maður þokkalega að taka á honum stóra sínum með þessa unglingagríslinga, já stóra sínum sko, þvílíkt stórir strákar:) Gnæfa yfir höf og lönd. En maður tekur þetta á sálfræðinni ekki satt, tja allaveganna ekki á hæðinni það get ég sagt ykkur:)

Vona að þið eigið lukkulegan dag, ég er farin í kríu

-Robo out-

mánudagur, október 17, 2005

Í dag eða svona eiginlega meira í gær því það er komið fram yfir miðnætti átti ástkær tengdamóðir mín 45 ára afmæli:)

Ég óska henni innilega til hamingju með það, ég ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum fögnuðum áfanganum með henni hérna í Geislanum í dag, við hófum átið um þrjúleytið og skröltum ekki heim á Grunn fyrr en um sjöleytið, núna erum við mætt aftur rétt eftir miðnætti, í afgangana. Á boðstólnum var og haldið ykkur nú:

  1. Brauðtertur
  2. Heitur Mexíkóréttur með nachos og öllu tilheyrandi
  3. Brauð með perstó, túmötum og mozarella
  4. Ostasalat jammí...
  5. Valhnetuterta
  6. Döðluterta
  7. Súkkulaðikaka með bönunum
  8. Gulrótarkaka
  9. Kókosbollubomba (sem btw var líka tekin kvöldinu áður)
  10. Marengsterta með jarðarberjarjóma

Enda þegar fólk sótti að borðinu var algeng spurning ertu í 3. lotu eða...?

Ég tróð náttúrulega í mig eins og ég mögulega gat, ákvað síðan að friða samviskuna og fá mér ristað brauð með osti og túmötum í kvöldsnarl, kamillute og núna held ég barasta að ég skelli mér í smá afganga, þetta er bara of gott til að vera satt:)

Á morgun hefst vera mín sem grunnskólakennari á unglingastigi í 5 vikur og haldiði að maður hafi ekki skipulagt töfluna vel...mæting 10:50 á mánudögum, snilldin ein!

Har det bra

Lil Cake

p.s. 2 bættust við í óléttuhópinn í dag og gær...þetta flýgur um eins og faraldur!

fimmtudagur, október 13, 2005

Síðustu þrír dagar hafa verið magnaðir svona fréttalega séð, bæði sjokkerandi, gleðilegir og umfram allt frábærir:) Eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi!

Farin í hús kennt við bað
ciao:)

miðvikudagur, október 12, 2005

Til hamingju elsku litla fjölskylda:)

Ég var að eignast litla litla skáfrænku í hádeginu í dag. Helga Dögg skáfrænka mín er búin að eignast litlu prinsessuna sína 10 vikum fyrir áætlaðan dag og það sem meira er hún er stödd í Kaupmannahöfn í nokkurra daga heimsókn hjá bróður sínum. Daman er voða dugleg en lítið písl, 42 cm og 1483 gr. Ég er svo himinlifandi að þetta gekk allt eftir, svona geta nú hlutirnir gerst hratt. Hlakka til að fara að taka til öll litlu bleiku fötin sem ég er búin að kaupa:)

RISAKNÚS til ykkar:)
Í gær horfði ég á bíómynd sem ég man alls ekki hvað heitir, ekki að hún hafi verið leiðinleg, hún var alveg þrælskemmtileg með henni vinkonu minni Michelle Plöffa, eins og amma hennar Siggu sagði eitt sinn.

Hún hét eitthvað ....in the night! En málið er að þegar ég horfi á mynd og ég sé klukkuna nálgast tólf þá verð ég þreytt og ég reyni að plata AFO og sný mér á hina hliðina nema tek alltaf nokkrar "merki um að hún sé vakandi hreyfingar" en það endar alltaf með að hann segir nei ertu að sofna og ég lofa að reyna að vaka...

Í gær kom samt besta afsökun hans fyrir að ég ætti að vaka því hann sagði við hvern á ég eiginlega að tala um myndina á morgun! Auðvitað horfi ég þá...og held mér hálfvakandi.

Maðurinn verður nú að fá að tala um myndina á morgun:)

þriðjudagur, október 11, 2005

Í fyrsta skiptið í þrjú ár var ég ekki þreytt þegar klukkan hringdi 05:50. Þetta er kannski bara allt að koma hjá manni, þó það nú væri. Hamingjuóskir til mín með þetta:)

Ég held meira að segja að AFO sé að venjast þessu líka en hann spurði einmitt um daginn hvort ég yrði ekki alltaf að kenna leikfimi líka þó ég væri kannski orðinn grunnskólakennari í fullu starfi...uh jú örugglega sagði ég! Minn kannski með áhyggjur að stelpan myndi bara hætta að hreyfa sig þegar kennaradjobbið tæki við:)

Annars er þetta maðurinn sem sagðist fara á lykilhótel ef ég myndi ekki fara að hætta þessu. Ég get víst verið frekar pirruð nóttina fyrir sex morgnana ef ég er vakin!

Vona að þið eigið ljúfan dag
Linda

mánudagur, október 10, 2005

það sem þyrmir yfir litla stúlku...

þegar hún kemur frá Ameríkunni. Var að setja saman skipulagsplan sem nær fram til 12. desember. ÚFF! Mikið hlakka ég til jólanna:)

Þetta er svona letiönn skólalega séð en málið er að þrauka ef titillinn grunnskólakennari á að verða að veruleika í lok maí!

Vona að þið eigið ljúfan dag:)
Ykkar Lil

laugardagur, október 08, 2005

Komin heim frá borginni sem aldrei sefur...

Ferðin var í alla staði mögnuð, tvær bestu vinkonur saman á hótel Cosmopolitan, allt gekk upp og mig langar ekkert aftur í hversdagsleikann.

Það var af nógu að taka enda tvær búnar að vera að spara sig í kaupunum síðan í maí. Þess vegna byrjuðum við vel og stauluðumst heim seint um kvöldið með ca. 10 kg. af dóti á mann. Haldið ykkur, þetta var bara byrjunin!

Það voru teknir þrír tryllings dagar í búðunum í röð, alltaf hugsaði maður tja ég versla nú örugglega ekki jafn mikið og í gær en nei manni tókst alltaf að toppa daginn á undan.

Auðvitað gerðumst við líka menningarlegar og fórum í Empire State, Ground Zero, fórum í ferju framhjá frelsisstyttunni og hápunkturinn var svo að fara á Blue Note þar sem að uppáhalds jazzleikari pabba hennar Sóleyjar var að spila, þvílík tilviljun.

Skelltum okkur á nokkra góða veitingastaði, Asia de Cuba, Cesca, Bed og Megu(japanskur og ég staðfesti það endanlega að sushi er ekki minn tebolli) og enduðum síðan í lunch á 8. hæð í Saks. Við tvær og fínu kellingarnar með Prada sólgleraugun.

Við vorum síðan stoppaðar úti á götu og boðið að koma á salon stofu á Fifth Avenue og stofnandi hennar var eitt sinn stílisti í satc þáttunum takk fyrir, við mættum því í tveggja tíma snyrtiprósess, hárþvottur og djúpnæring, facial, nudd, manicure og förðun. Ansi hressandi þrátt fyrir að make upið hafi ekki verið að gera mikið fyrir okkur.

Ég keypti allar jólagjafir, fullt af heimkomugjöfum handa fjölskyldunni og svo auðvitað gommu á mig sjálfa. Þegar tekið var upp úr töskunum endaði með því að Andri var sendur í IKEA til að kaupa fataslá því plássið í fataskápnum er í augnablikinu í mínustölu, verður helst alltaf eitthvað að vera skítugt!

Ég var síðan stoppuð í tollinum og hjartað ætlaði að hætta að slá enda ég með 24 brúsa úr Victoriunni og 1000 dollara myndavél í hliðartöskunni en þetta slapp og ég lummaði mér út:)

Hins vegar verður sparnaður settur í gang strax á mánudagsmorgun og bökuðu baunirnar verða á borðum næstu viku.

Var reyndar ansi fegin að vera komin heim í gær þegar ég heyrði af sprengihótun í NY!

hafið það gott og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar:)
-L-