mánudagur, apríl 30, 2007


Skírnardagurinn...

heppnaðist alveg ljómandi vel og hefði ekki getað verið betri. Hjalti prestur stóð sig frábærlega í sínu hlutverki, Hjalti guðfaðir og Sóley guðmóðir klikkuðu auðvitað ekki frekar en fyrri daginn-Ágústa Rut í aldeilis góðum höndum þar, Svava og Birta flottar á klarinettinu, Sía og Magga góðar á myndavélunum og við foreldrarnir vorum bara nokkuð slök en Ágústa Rut var náttúrulega bara best í heimi! Fyrir utan allar ömmurnar og langömmurnar sem hjálpuðu til sem og gestirnir sem voru stórskemmtilegir.

Ég fékk smá stresspanik þegar allir voru að koma og mér fannst eins og þetta myndi ekki rúmast en síðan var þetta bara svona rosa passlegt og ég vona að enginn hafi verið í kremju!

Ágústa Rut fékk heilan haug af gjöfum og þarf núna að fara að eignast sinn eigin bankareikning og hún er afar þakklát fyrir þetta allt og skellihlær út í eitt!


Hérna eru nokkrar myndir en það var auðvitað myndað úr öllum áttum...

Athöfnin sjálf...
Við familían-öll að horfa í sitthvora áttina!
Ágústa Rut að taka kríu í kjólnum
Í eftirskírnardressinu...enn í kríu!
Og mommsan með músina sína (flott að vera með gjafahaldarann svona upp úr kjólnum en það víst nýjasta nýtt í bransanum!)


-Milljón kossar til allra frá okkur öllum-




sunnudagur, apríl 29, 2007

-Ágústa Rut Andradóttir-
Hún bað mig að þakka öllum fyrir kveðjurnar og fínu gjafirnar! Myndir koma fljótlega:)

fimmtudagur, apríl 26, 2007


Flottasta stelpan í bransanum...


Fór í skoðun í dag og er búin að þyngjast um tæp 2 kg frá fæðingu og á meter í að ná mömmu sinni! Verður alveg klárlega ekki 1. 56!


Bræddi síðan alla upp úr skónum með brosi og hjali og stóð sig alveg eins og hetja...


Var svo bara að koma inn úr vagninum núna rétt fyrir sjö, gott að taka síðdegiskríuna þar. (sjá mynd)


Ég tók að mér verðugt verkefni í dag þegar ég kenndi tveimur múrurum námsefni heils vetrar í íslensku á tæpum tveimur tímum. Við skulum segja sem svo að markið var nú ekki sett hátt og ansi gróflega var farið yfir nokkra orðflokka. Þeir eru í prófinu núna...og vonandi ná þeir!
Verð síðan á láta fylgja með skondna sögu úr Hagamelsísbúðinni en við förum dáldið oft í kvöldbíltúr þangað. Þetta kvöld fór AFO inn:
Ung stúlka: Ég ætla að fá einn barnaís...og hérna get ég fengið hann í vöfflujárni!
AFO: tók minn húmor á þetta og átti bágt með að hemja sig....hahahahahaha...
-2 dagar í skírn, spennan magnast!-


miðvikudagur, apríl 25, 2007

Nú fer þetta að komast í smá rútínu...

enda mamman mikið fyrir svoleiðis. Svefntíminn er alltaf að færast framar á nóttinni og "hálf fjögur vökur" vonandi á undanhaldi. Fínt ef hún er að sofna um tólf-eitt, þá sefur hún kannski til að verða sex og drekkur og sofnar svo aftur til að verða níu. Þá eru allir nokkuð vel úthvíldir:) Síðan getur hún alveg sofið í vagninum í rúmlega 3 tíma á góðum degi og svo aftur smá lúr seinnipartinn...kvöldin eru síðan happdrætti;) Bara svona aðeins að skrá þetta hjá mér svo það gleymist ekki! Allir virðast gleyma öllu...ég vil ekki meina að ég geri það en sjáum til!

Við heimsóttum Láru vinkonu í gærkvöldi eða svona meira buðum okkur í mat. Þar leyndust auðvitað ýmis ráð enda bókin "Lára og börnin" komin í prent! Takk fyrir okkur Lára...

Í dag tókum við litla okkur hefðbundna kjaftagöngu með Sóley, þær klikka aldrei.

Seinnipartinn í dag fórum við fjölskyldan síðan í góða göngu niður í fiskbúð og keyptum okkur keilu. Nú fer loksins að róast hjá AFO og hann getur farið að taka göngur með okkur.

Skírnin á sunnudaginn og ömmurnar að baka í massavís...ég náði líka í kertið í gær þannig að nafnið er alveg niðurneglt, reyndar búið að vera þannig rosa lengi og verður fínt að geta farið að kalla hana eitthvað annað en "litlu" þó við stelumst alveg til þess að kalla hana nafninu fína þegar við erum heima:)

"Litla" fékk að lúlla í rúminu hans Bjarka Fannars og Dagur Björn var hress að vanda!
Nennti ekkert að æfa sig á þessum magapúða, betra að tjilla bara á honum...
Ótrúlega hress með "Mosa" mörgæs, ég kom með nafnið!
Í stíl við pabba sinn enda best að kúra á pabbabringu...
-Adios amigos-

mánudagur, apríl 23, 2007

Sækjast sér um líkir!
Þið skiljið kannski núna hvað ég meina þegar ég segi að AFO sé með olnbogana út um allt í svefni! Og þar af leiðandi stórhættulegur á nóttinni og ekki ráðlagt að hafa barnið á milli...
Sú stutta á ekki langt að sækja það!

-Breiðir alveg úr sér-

2007 árgangurinn er algjör eðal, bara prinsar og prinsessur sem fæðast á þessu ári! Þessi litla snót ekki heldur komin með nafn frekar en hin prinsessuvinkona hennar:)

föstudagur, apríl 20, 2007

Á fleygiferð...

Við mæðgur erum á fleygiferð þessa dagana og stundum flýtur pabbinn með þegar hann er ekki að skrifa. Í gær fórum við með Örnu að heimsækja Hörpu, Hauk og sætu Kristínu Maríu sem er btw orðin algjör dama og farin að tala rosa mikið en vildi samt ekki segja okkur hvað hún heitir, aðeins að stríða en ég er nokkuð viss um að hún getur sagt nafnið á litlu en það kemur í ljós um næstu helgi;)

Þar sem að alltof langt hefur liðið milli áts hjá okkur kvöldmatarfélögum bættum við úr því í gær og Arna grillmeistari sá um að grilla dýrindis kjöt og sveppi sem fá bragðlaukana til að hlaupa í hringi. Við átum bókstaflega yfir okkur!

Í dag var síðan tveggja tíma kraftganga eins og venjulega og Sóley skellti sér með okkur, skelltum okkur inn í Skeifu og fengum okkur svo bakarísmat. Litla var auðvitað með sýningu fyrir guðmóður sína og tók stútinn, brosið, kúkaði í gegn og vældi pínu!

Á morgun ætlum við mæðgur síðan að skella okkur í sumarbústað með Grunnfamilíunni, leyfa AfO að skrifa óáreyttur enda er skrifað og skrifað fram að skírn og þá ætti þessari törn að vera lokið.

Litla dísin hefur verið eins og ljós eftir höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnunina og hætt að vera með þennan svaka rembing. Greinilegt að þetta er alveg að gera sig...

Ég læt nokkrar myndir fylgja...
Spjalla við pabba sinn...í Tommy Hilfiger kjól af Matthildi Birtu!
Ég orðin ansi góð á "Einari" (samt erfiðast að skera ost)
Arna meistari að kenna Bjarna réttu handtökin...
-Dugleg að halda í dótið sitt-

fimmtudagur, apríl 19, 2007


Miðbæjarrottur!

Undanfarna daga hefur litla daman verið vægast sagt pirrípú. Henni finnst ekkert gaman að sofa lengur, hvort sem það er dagur eða nótt! Nema jú þegar ég geng með vagninn á 10 km hraða eða hossast um íbúðina á jógaboltanum;) Það mun nú aldrei ganga til lengdar þannig að við brugðum á það ráð að fara í bíltúr í gærkvöldi og kaupa okkur ís og keyra aðeins um nýju hverfin á stór-Reykjavíkursvæðinu og það sem kom okkur á óvart! Í fyrsta lagi áttuðum við okkur á því að við erum algjörar miðbæjarrottur, í öðru lagi vissum við á tímabili ekki hvar við værum og í þriðja lagi ætlum við að taka þennan rúnt í björtu við tækifæri!

Við keyrðum um Norðlingaholtið, hvörfin og kórana en slepptum KRI-hverfinu í þetta skipti;) Nöfn sem fönguðu athygli okkar voru til að mynda Móvað (spes), Glæsihvarf (myndum vilja búa þar við vatnið) og svo auðvitað Lindarvað...

Litla músin var mjög glöð með þennan bíltúr og ákvað bara að sofa í alla nótt án þess að vera að vesenast eitthvað...er svo bara að reyna að vakna núna!

Núna er bara að sækja um ökutækjastyrk og rúnta um bæinn öll kvöld!



-Gleðilegt sumar-

laugardagur, apríl 14, 2007

Í gær eignaðist litla prinsessan nýtt rúm, langafi hennar var svo góður að gefa henni það og hún er alveg ótrúlega þakklát. Hún ætlar nefnilega núna að hætta að vaka til hálf þrjú þrjú eins og pabbi hennar gerir og reyna að fara að sofa um miðnætti sem er miklu miklu betra! Samt á hún það til að vera alveg ótrúlega spræk kl. hálf sjö á morgnana en þá tekur hún sig líka til að sefur kannski allan daginn. Já hún er hress þessi stelpa eins og sjá má af myndunum að neðan:)
Klukkan rúmlega sjö, hressleikinn uppmálaður!

Heimsótti "bekkinn sinn" og var ekkert að kippa sér upp við það!
"Þrullaði" yfir ömmu sína í þakklætisskyni fyrir allar gjafirnar frá Ameríkunni...
Ótrúlega glöð í nýja rúminu enda orðin alltof stór í litla vöggu!
Í kvöld ætlum við foreldrarnir að skella okkur út að borða og amma Rut og afi Ottó ætla að passa. Það finnst þeim nú ekki leiðinlegt.
Undanfarna daga hefur heimilið verið endurskipulagt með tilliti til þess að ég bý með barni og bókaormi, þau tvö eru í þann mund búin að leggja undir sig svefnherbergið með bókum og barnadóti og ég "neyddist" til að taka aðeins til í fataskápnum og gefa til Rauða krossins fullan svartan ruslapoka af fötum! Allt föt sem hafa ekki verið snert í ár eða meira og þjóna akkúrat engum tilgangi. Mikið er nú fínt að vera búin að þessu!
-Góða helgi-

fimmtudagur, apríl 12, 2007



Feita barnið á myndinni í færslunni hér á undan er ekki litla snúlla eins og einhver ku hafa haldið...





enda barnið sláandi líkt föður sínum en myndin er tekin á feita feita tímabilinu hans:)

Við fengum góða heimsókn í dag frá stöllunum Möggu og Sigríði og þær komu með gómsætan Jóamat með sér, eitthvað sem ég kann virkilega vel að meta. Finnast ekki betri kókoskúlur en hjá honum. Við lásum saman yfir lokaverkefnið hjá Síu og ég spái 9, 5 fyrir stykkið og tilnefningu til verðlauna! Þá heimta ég að mitt nafni komi einhvers staðar fram sem prófarkalesari!

Síðan fundum við út úr nýju græjunni sem ég var að eignast. Sling nokkuð komið alla leið frá Ameríkunni. Þarna liggur barnið og lætur fara vel um sig á meðan mamman er með báðar hendur lausar. Frekar fyndnar samt alltaf þessar útskýringar sem Kaninn hefur á vörunum sínum:
  • DO NOT allow carrier or blanket to cover infant´s face or restrict air flow-check frequently!

  • DO NOT leave infant unattended in sling.

  • NEVER bend forward from waist with infant in sling. For use by adults while standing or walking-DO NOT run, jog, bike or operate a vehicle while using sling (oh ég sem ætlaði með hana út að hjóla í þessu haha djók...)

  • Og að lokum Never use as a swing!

-læt eina mynd fylgja með af litlu að kúra í slinginu-

miðvikudagur, apríl 11, 2007


Er það ekki draumur hverrar móður að barnið þyngist vel og mikið?


Það er nokkuð ljóst að páskarnir fóru vel í litlu og barnið er búið að þyngjast um tæp 800 gr. á tveimur vikum! Ég veit ekki hvar þetta endar ef hún ætlar að halda áfram að þyngjast um tæpt hálft kg á viku;) Þetta hlýtur að vera einhver eðalrjómategund sem fór af stað í brjóstunum á mér þarna upp á Skaga!


Ætli þetta endi ekki bara eins og A feiti þegar hann var lítill...

þriðjudagur, apríl 10, 2007


12 ár á milli barna?


Ég komst að því í dag að ef ég eignast fleiri börn þá ætla ég pottþétt að hafa svona ca. 12 ár á milli! Svava systir kom og var með okkur mæðgum frá hádegi og vá þvílík þjónusta að vera með svona barnapíu. Ég ryksugaði, gekk frá í eldhúsinu, breytti í stofunni og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan smurði hún ofan í mig flatkökur á meðan ég gaf og færði mér að drekka....


Litla verður því orðin fordekruð þegar hún eignast loks systkini og þá fer hún beint í það að passa og svona hahaha


Síðan löbbuðum við allar saman niður í skóla og kíktum í heimsókn, starfsdagur hjá kennurum og rífandi stemning eins og gengur og gerist á slíkum dögum. Litla gekk manna á milli og var ótrúlega ánægð að hitta loksins allt þetta fólk sem hún var búin að heyra í frekar lengi. Hún vildi síðan aðeins fá að drekka pínu og ropaði síðan eins og versti karlmaður yfir alla kennarastofuna!


Síðan röltum við upp á Grunninn og fengum okkur kaffimat, yndislegt veður alveg og við ótrúlega sáttar með daginn. Orlofið flýgur áfram...


Þetta eru góðir dagar...


Páskalok...

Páskarnir eru búnir að vera yndislegir í alla staði. Ólíkir öllum öðrum sem á undan hafa komið og þá helst hvað varðar súkkulaðiát og svefn. Maður sleppir nefnilega egginu þetta árið svona til að vera ekki að bera súkkulaði í barnið, held það fitni nóg! Plús auðvitað að maður vill ekki vera að koma af stað einhverju mallaproblemi. Síðan er ekki alveg sama heild á svefninum eins og fyrri páska, meira svona í góóóðum skorpum;) En á móti kemur yndislega falleg og góð lítið stelpa sem á hug manns allan. Maður hlær að minnsta prumpi hjá henni, hrekkur við við minnstu breytingu á öndun, finnur til með pílum í mallanum og já leggur gjörsamlega allt í þetta litla skinn sem manni finnst svo óendanlega vænt um...

Áðan var hún í pössun hjá ömmu Ágústu og afa Heiðari og auðvitað frænkum sínum tveimur í 3 klukkutíma á meðan við foreldrarnir brugðum okkur af bæ. Hún var auðvitað eins og ljós allan tímann:) Maður treystir nefnilega mömmu sinni fyrir öllu og stundum eiginlega bara betur en manni sjálfum!

Fór að fletta í gegnum bloggið mitt og rifja upp hvað ég var að gera um páskana í fyrra: Apríl 2006. Sé þar að málshátturinn það árið var Fáir þykjast armir í ölteiti, í ár er það Barn gefur barns svör! Páskakanínan hefur greinilega verið með þetta allt á hreinu;)

Andri situr sveittur við skrif og gengur vel og ég mun síðan aðstoða við yfirlesturinn. Þetta hefst allt á lokasprettinum og miðað við gengi helgarinnar mun hann skokka í mark með þetta!

Á miðvikudaginn kemur síðan hin amman, amma bleika frá Flórída. Við erum orðin nokkuð spennt að sjá 12 kg sem hún sagðist vera búin að versla á litla blómið...

Í næstu viku tekur við skipulagning á skírn og það er ekkert smá skipulag þegar barn á endalaust af langalangaömmum, langömmum, langöfum, ömmum og öfum og svo auðvitað heilan helling af góðum frænkum og frændum svo ekki sé talað um alla vinina;) Við vorum búin að leigja Perluna en ákváðum síðan bara að hafa þetta í Geislanum...haha djók!

En núna er litla mín steinsofandi á þeim tíma sem hún er alltaf vakandi á þannig að eitthvað er hún að rústa skipulagi móður sinnar og því ætti ég að fara að halla mér með henni...

Ciao a Tutti!

sunnudagur, apríl 08, 2007

laugardagur, apríl 07, 2007



Til hamingju Megas!

...með afmælið;)

eins og hann sé fastagestur á síðuna!

föstudagur, apríl 06, 2007

  • Mánaðargömul litla dudda!
  • Hélt upp á daginn með því að fara í hressandi göngu með mommsunni og Hörpu, stoppað í pylsuvagninum og ísbúðinni! Ótrúlega svöng mamma þar á ferð:) Í kvöld er X-factor partý á Grunninum og kjúlli. Agalega fínt að fara svona í mat út um allan bæ! Í gærkvöldi náðum við að elda góðan mat og horfa á heila spólu, eitthvað sem er búið að vera á döfinni ansi lengi. Myndin sem varð fyrir valinu var auðvitað Children of Men (af því að Zizek fannst hún svo góð en reyndar okkur líka)
  • Nýjustu fregnir frá ömmunni á Flórída eru að allar líkur eru á því að þau þurfi að panta gám til að komast með varninginn til landsins og ein kommóða dugar skammt undir fatabunkann sem unga daman á. Og þau fundu sling til að hengja barnið framan á mömmuna og það kostaði bara 30 dollara, hérna kostar það svona ca. 500.000 kr. Svona er verðmunurinn mikill!
Litla blómið
Brosti meira að segja smá til pabba síns!
Þetta er nýjasta snuddutegundin en hún lætur ekkert stjórna sér með þessar duddur, hún ræður hvenær hún vill taka þær og hún ræður hvaða tegund á að nota hverju sinni. Enginn skilur hvaðan þessi ákveðni kemur en sterkar líkur eru á að þetta sé allt komið frá Andra;)
Svaf í tæpa 3 tíma í vagninum en vildi auðvitað helst vera á ferð!

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Litla snót verður mánaðargömul á morgun...tíminn flýgur áfram!

Hún fær síðan loksins nafn þann 29. apríl. Skilst að ýmsir séu ansi spenntir:) Hún hefur aðeins látið finna fyrir sér enda ekki hægt að láta foreldrana fara í gegnum þetta án þess að kynnast smá magaveseni og prufa að vaka til sex á nóttunni:) Við deyjum þó ekki ráðalaus og fjölskylda skellti sér í hnykk hjá Ingó í vikunni og það virtist virka ágætlega. Annars erum við bara í góðum gír og AFO kominn í skrifgírinn og dritar niður BA ritgerð. Ég er síðan auðvitað á þönum allan daginn með litlu milli þess sem ég tek á móti gestum, set í þvottavél, hengi upp þvott, elda mat, skúra gólf, þurrka af og allt það...er bara held ég nokkuð góð í þessu húsmóðurstarfi;)

Pizzapartý hjá afa wonder
Fimm ættliðir í hreinan kvenlegg. Geri aðrir betur!
Líður vel hjá langalangaömmu Ágústu
Pabbinn setti hana í þessa stöðu til að hún myndi ná að kúka pínu og prumpa. Kom eitt hátt og snjallt karlmannsfret!
Sætasta dósin í peysunni frá Auði Öglu. Sem er notuð óspart þessa dagana:)

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Í dag á háaldraður langafi dóttur minnar afmæli...

Og hver annar en hann heldur pizzapartý fyrir stórfjölskylduna. Við erum sumsé á leið heim til hans í pizzaveislu! Stendur alveg undir nafninu Afi Wonder.

Innilega til hamingju með daginn elsku afi minn:)

mánudagur, apríl 02, 2007

Kvöldmatarfélagar...

Ég og Andri erum komin með kvöldmatarfélaga. Þau heita Arna og Bjarni og eru mjög skemmtileg. Alltaf þegar nálgast kvöldmat og við erum í miklu basli að ákveða hvað skal eta (sem er alveg endalaust leiðinlegt að ákveða) hringjum við í þau og viti menn þau eru í sömu stöðu. Þá ákveðum við í sameiningu einhvern afar hollan og góðan skyndibita og gæðum okkur á því saman. Mæli með þessu fyrirkomulagi;) En að öllu gríni slepptu þá tókum við þetta tvisvar um helgina, mjög svo hressandi og litla daman er því búin að fara í heimsókn alla leið vestur í bæ.

Við fórum líka í afmæli um helgina og prufukeyrðum vagninn tvisvar. Það var afar hressandi. Ég set hérna nokkrar myndir fyrir áhugasama...

Daman er ekki spennt fyrir snuði en þessi týpa pussycat að nafni virðist vera að gera ágæta hluti þrátt fyrir að sú litla þykist stundum kúgast þegar hún fær hana!
Horfir á mömmu sína og hugsar örugglega ji hvað hún er skrýtin! (Allaveganna af svipnum að dæma)
Gönguferð í Dalnum góða. Takið eftir hárgreiðslunni, þær finnast ekki betri í bransanum!
Semí bros en er alveg eiginlega farin að skella upp úr enda foreldrarnir með eindæmum fyndnir og skemmtilegir:)

Jæja ég er farin að gera eitthvað af viti. Brjóta saman taubleyjur eða eitthvað...Annars á ég von á nokkrum gestum í dag, hvað annað?