föstudagur, nóvember 25, 2005

Fegurðarsamkeppni...

Greyið Þór ,,litli" Ólafsson sem var búinn að æfa í 3 mánuði fyrir keppnina (sem btw heitir keppni) fékk svo ekki möguleika á því að vera valinn því nafnið hans og símanúmer sem átti að hringja í birtist aldrei á skjánum! Og í þokkabót fékk hann bara í andlitið að þetta væri náttúrulega bara leikur, já leikur. Að mínu mati er þetta leiðinlegasti leikur sem hægt er að fara í, grey strákurinn! Held samt að þetta sé bara honum fyrir bestu að komast ekki lengra í þessu. Þetta er hins vegar hið besta efni til að horfa á ef maður vill fá aumingjahroll á hæsta stigi. Ég og doktor lágum í krampa í gærkvöldi. Annars var fulltrúi frá LA, Helgi Már, maður varð náttúrulega að halda með honum er það ekki? Helgi Már eldri fékk nú reyndar boð um að vera með í þessu og hefði sjálfsagt rústað keppninni:)

Hver man samt ekki eftir Þór í Kvennó þegar hann gekk undir nafninu Sólmundur? Ég var alveg búin að steingleyma því en mundi skyndilega eftir því fyrir framan skjáinn í gær. Svona fer aldurinn með mann!

Eigið góða helgi elskurnar, mín fer í námskeið og lærdóm en endar svo í himnaríki með Sigurrós:)

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Ég hef verið kitluð í einum af þessum bráðskemmtilegu leikjum sem fyrirfinnast í bloggheimum, ég hef svo sem ekkert betra að gera en að svara þessu!

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

Búa í útlöndum
Kaupa mér íbúð
Verða kennari á unglingastigi
Vinna í málefnum öryrkja
Eignast beibís
Gifta mig
Læra að teikna

Sjö hlutir sem ég get:

Talað óendanlega lengi
En líka hlustað ótrúlega mikið
Dansað og dansað
Elskað
Eldað (nei væri ljótt að ljúga því en get samt smá)
Unnið og mikið ójá
Sofið og elska það!

Sjö hlutir sem ég get ekki:

Teiknað
Sagt NEI!
Farið í splitt
Sleppt að versla föt þegar ég fer til útlanda
Get eiginlega ekki sungið (kemur reyndar mörgum á óvart!)
Sleppt því að skrifa eitthvað í skipulagsbókina (svarta bókin ávallt með í för)
Staupað hot´n sweet eftir agalegt jólaball í fyrsta bekk menntaskólans

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

Rassinn
Varirnar
Augun
Brosið
Góðmennskan
Fingur
Stóra táin, sérstaklega á fótboltamönnum

Sjö staðir sem mig langar á:

Söguslóðir Gísla Súrssonar
Kúba
París
Heimsækja vinkonur og vini í Köben
Berlín (aftur)
Genova (í heimsókn)
Aftur í heimsókn á Þórsgötuna til Megasar

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:

Já ekki málið, ég redda því
Ég er ógeðslega þreytt
Díses
Ég ætla ekki að hafa svona mikið að gera á næstu önn
Ég get ekki beðið eftir því að hætta að kenna svona snemma á morgnana!
Vá, það er alltof mikið að gera hjá mér
Ég ætla fara snemma að sofa í kvöld (en geri það svo aldrei)....hryllilega hlýt ég að vera pirrandi!

Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:

Síminn minn
Nýjustu kerfin í Body jam og rpm
Endalaust margar bækur og greinar um Einar Ben. og Jónas Hallgrímsson
Ljóðabækur
Svarta dagbókin mín
Tölvan mín
Áherslupenni

Ég ætla því að kitla Álfinn, Regínu, Hjallah og Skalla:)

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Nei því miður ég get að ekki, er upptekin!

Smá æfing fyrir næstu önn...
Annars er ég yfirleitt andvaka til tvö á nóttunni, sef í 4 tíma og verð með magasár fram til 12. des. Veit ekki hvort þetta reddast en ef það gerist þá eru til kraftaverk á jörðu:)

Annars klúðraði ég mjög einföldu máli í dag og það tvisvar, geri aðrir betur!

Kastið nú kveðju á kellinguna á erfiðum tímum;)

laugardagur, nóvember 12, 2005

Í gær var hittingur hjá títtnefndum FRAMskonsum en Steina fósturmóðir mín bauð okkur í dýrindis þriggja rétta veislu. Einnar manneskju var þó sárt saknað en hún var löglega afsökuð vegna baksturs fyrir barnaafmæli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til þess að plata hana til þess að kaupa bara köku í Jóa Fel og skella einhverju nammi á hana. En nei hún vildi ólm baka sjálf kökurnar!

Á borðum var hráskinka og ananas, sjávarrétta súpa í brauði og besta súkkulaðikaka sem ég hef á ævinni smakkað, súkkulaðið gjörsamlega vall út um allt. Ég hef nú aldrei verið hrifin af sjávarréttum en verð nú að viðurkenna að þessir náðu að kitla bragðlaukana mína ójá:) Þessu var öllu skolað ljúflega niður með rauðvíni...ég veit að hvítvín er meira inn þegar kemur að fiskmeti en ég er bara svo rooooosalega mikið fyrir rauðvínið enda leyndi það sér ekki þegar ég skreið fram úr um hádegisbilið með rústrauðar varir og dökkar tennur...sæt!

Ólöf skrifaði undir nýjan samning við FRAMskonsurnar og fleiri endurnýjuðu gamla samninga, farið var yfir öll mál, hvort sem það varðaði barneignir, þvott á æfingafatnaði, hárgreiðslustofur og óhóflegt verð, hrakfallasögur maka, skóla- og leikskólamál, laun og annað slíkt allt var tekið upp á pallborðið.

Næsta FRAMskonsuteiti verður í boði mín og Rögnu en það verður kjammaveisla með meiru og samkvæmt skipulagsplaninu ætti þetta að verða um miðjan janúar.

Í augnablikinu er ég stödd í Skúta og milli þess sem ég skoða bloggsíður og kjafta á msn er ég að reyna að skrifa ritgerð...það gengur svona upp og ofan.

Í kvöld verða rólegheitin alls ráðandi, væntanlega með pizzu í annarri og sælgæti í hinni enda kann ég best við mig svoleiðis.

-Linda-

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Í dag var sýnishornasala hjá adidas...you know what happend?
-Later-

mánudagur, nóvember 07, 2005

Ég hef alltaf verið hrifin af því þegar íþróttafréttir eru með öðru sniði en ekki alltaf sama gamla góða klisjan;)

Annars var ég að pæla, hver skipuleggur fótboltaæfingar á mánudagskvöldum klukkan 21:30, skelfilegur tími alveg:(

Er mostly dead eftir þennan dag en það er svo sem engum öðrum að kenna en sjálfri mér...

Farin í ból bjarnar..

laugardagur, nóvember 05, 2005

Í nótt dreymdi mig...

risavaxin kúk og það skemmtilega var að hann sturtaðist öfuga leið upp úr klósettinu og small beint fyrir neðan fætur mínar, þvílíkt flykki! Þetta getur ekki þýtt annað en að við séum að fara að vinna í lottóinu í kvöld nema þetta hafi verið fyrir gærdeginum en þá fékk Andri óvænt laun, dágóða fúlgu og fer hún auðvitað beint inn á spari svona til að maður geti haldið áfram að kaupa kaup kaupa kaupa...

Annars eru Ruth og Lottó komin í sitt herbergi og bara okkar eftir í húsinu og þá getum við flutt jibbíkóla. Fórum í IKEA áðan að skoða og Lottó að kaupa fataskápa, maður þarf nú þokkalegt pláss eftir NY ferðina. Hvað er samt að gerast með Ikea? Aðal family pleisið um helgar, alveg barist um bögglana jeminn góður!

Í Kolaportinu var líka margt um manninn, Sveppalingurinn og beibíið hans ásamt fleiri góðum, danspör að safna penge fyrir Blackpool og auðvitað styrkti Lindan þau um þúsara enda þekkir hún dansheiminn af eigin raun. Samt mjög þakklát fyrir að hafa hætt á réttum tíma.

Í dag vorum við líka með frænda í liðveislu, hann var bara góður og í kvöld erum við að fara að passa Júlla junior, þokklegt pössunarpar þar á ferðinni!

Á morgun þarf væntanlega að skipuleggja einhverja kennslu og gera verkefni. Annars var ég að fá viðtalsverkefnið til baka, eini þátturinn sem ég var dregin niður fyrir var undirbúningur viðtals sem var sama sem enginn þannig að ég er sátt. Nú verður bara spennandi að sjá hvort maður skori jafn hátt á lokaprófinu en mér sýnist ég hafa viku til að frumlesa allt efnið, húrra fyrir því:)

Góða rest af helginni

föstudagur, nóvember 04, 2005

Vetrarfrí smetrarfrí!

Mitt er ekki að nýtast eins og ég ætlaði mér...argggg, svona er að vera að vinna á mörgum stöðum ef það er frí á einum er maður nappaður frá þeim næsta:(

Síðan bíða verkefnin eftir manni í hrönnum, ritgerðir, rannsóknarverkefni, möppur, próf, lestur...ég verð bara að vera neikvæð í dag og ég get ekki beðið eftir 12. des:) Mikið lifandi skelfingar ósköp verð ég glöð þá:)

Góða helgi félagar
-L-

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Smá frá duddunni:)

Ég var að lesa skrýtna sögu fyrir nokkra krakka á frístundaheimilinu sem ég er að vinna á og í sögunni kom fram að amman var lítil stelpa, ég var náttúrulega svona á heimspekilegum nótum og spurði krakkana hvort að amman gæti verið lítil stelpa?

Ein stelpa: NEI!
Önnur: Jú hún getur það sko ef hún er dvergur!
Þriðja: Já (mjög upp með sér) ef hún er dvergur, svona eins og þú! (og leit á mig himinlifandi með þessa uppgötvun sína)

Hún brosti bara svo sætt að ég ákvað að sleppa því að taka aðeins í hana:)

Annars er maður að rifja upp gömlu taktana í vinaböndunum, ég var alltaf hrikalega góð í svona hnútaböndum sem maður lærði í Vindáshlíð, það kom í ljós í dag að ég hafði ekki gleymt neinu, böndin komu á færibandi frá mér og ALLIR vildu fá band takk fyrir og ekki bara eitt heldur tvö og jafnvel þrjú, enda er ég að pikka með þumalputtunum núna!

Svo lítur bara út fyrir að maður sé að fara að flytja...veit að margir glotta núna en þetta virðist vera að fara að skella á og set ég því smá könnun í gang, verður þetta fyrir jól?

Svo ég komi með smá matarupdeit þá er alveg hrikalega góður kokkur sem eldar í skólanum sem ég er að kenna í og á mánudaginn áttum við að skrá okkur í mat fyrir næsta mánuð. Ég var voða æst yfir þessu og alveg hrikalega spennt yfir þessm girnilega mat og var alveg búin að skrá mig til 27. nóv og hugsaði mér alveg gott til glóðarinnar þá vikuna, fattaði þá ég skyndilega að við hættum að kenna 18. nóv:)

Það var ekki fleira í bili,
njótið vetrarfrísins...