þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Hér er ég...

alveg stálslegin þrátt fyrir það að vera hvorki með lyktar- né bragðskyn! Í kjölfarið af þessari endaleysu pantaði ég mér tíma hjá háls-, nef- og eyrnalækni og á að mæta til hans á fimmtudaginn. Ég vona svo sannarlega að hann geti leyst öll mín hor- og drulluvandamál.

Ferðin til Cambridge var frábær í alla staði og þjappaði mínum frábæra kennarahópi enn betur saman. Núna er vinnan líka hafin á fuuuuuuullu og dáldið brött brekka þegar maður byrjar árið á svona utanlandsferð en allt hefst þetta þó að lokum og alltaf er þetta nú jafngaman.

Ágústa Rut eða Ága eins og hún kallar sjálfa sig er auðvitað alltaf sami æðibitinn og talar orðið út í eitt og skilur bókstaflega allt í heimi eða svona eiginlega. Okkur finnst hún auðvitað klárasta eins og hálfs árs barn sem til er en hún virðist geta sagt orðin með eða án greinis og gerir greinarmun á hvort hún segir hjól-ið eða hjóla, ok allaveganna teljum við okkur trú um þetta og er það ekki bara í góðu lagi að finnast sinn fugl fugla klárastur;) Hún er svo heppin að eiga yndislega ömmu sem hugsar um hana allan daginn meðan foreldrarnir vinna fyrir reikningunum en við krossum þó samt putta um að hún geti byrjað í leikskólanum í lok september.

Jæja ég á víst einhverjar myndir á lager sem ég gef mér vonandi tíma til að setja inn en núna er það koddinn sem kallar enda danskennsla 12 ára barna 8:10 sharp...ég meina hvaða 12 ára barn elskar ekki að dansa???

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Nú er ég komin aftur með streptakokkasýkingu...

og mér finnst það mjög svo leiðinlegt og pirrandi, sér í lagi í ljósi þess að ég er að fara til Cambridge á sunnudaginn en ég er komin á pensilín sem ætti nú að slá fljótt á þetta. Ég sé fyrir mér að þetta endi á því að ég þurfi að fara í hálskirtlatöku en við skulum nú vona ekki.

Við Ára heimsóttum leikskólann í gær og henni fannst mjög skemmtilegt, hljóp út um víðan völl og lék við krakkana, tjékkaði samt alveg á því hvort ég væri ekki alveg á staðnum. Nú vonum við bara að hún geti byrjað sem fyrst en amma Rut ætlar að vera svo góð að hjálpa okkur fyrst um sinn.

Síðan dreymdi mig alveg svakalega mikinn kúk í nótt, alveg fullt klósett og fulla ruslatunnu og með mér í draumnum var engin önnur en marghugan mín þannig að nú spái ég því að önnur hvor okkar sé að fara að detta í sjöfalda pottinn um helgina! Ég mun í það minnsta splæsa í miða.

Væri nú ekki fínt að vinna svona nokkrar millur...

mánudagur, ágúst 11, 2008

Ef þið eruð að reyna að koma barninu ykkar inn á leikskóla...

setjið þá pabbann í málið - það bara svínvirkar! Þessar gellur á þjónustumiðstöðvunum eru sko löngu komnar með upp í kok af tuðandi mæðrum sem hringja í gríð og erg og bölva kerfinu, þær fíla miklu betur hjálparlausa feður;)

við erum í það minnsta komin með grænt á laust pláss, að vísu í forgang út af vinnunni hans Andra en burt séð frá því - einkadóttirin er aaaalveg að komast inn á leikskóla, rétt eins og ég planaði í upphafi:) Eins og hálfs árs skal hún komast inn og hananú...

það var nú ekkert fleira svo sem í bili nema kannski að það var ógeðslega gaman í göngunni á laugardaginn og systir mín stóð sig stórkostlega vel og ég og fleiri fengum tár í augun af gleði:)

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Hæææææææ....
ég er búin að setja yfir 200 vel valdar myndir inn á myndasíðuna
við erum nefnilega búin að bralla svo svakalega mikið í sumar og þessi vika er búin að vera busy - er á afar fróðlegu námskeiði í HR hjá Finnanum Lasse Savola um stærðfræðikennslu og ýmislegt annað
síðan fer ég til Cambridge að kynna mér ýmislegt merkilegt - maður er á tánum í kennarastarfinu, það er nokkuð ljóst
en nú vil ég kvitt og komment þegar þið skoðið myndir en hér er smá preview

Ára á hlaupahjóli á leið í Fjölskyldugarðinn
Klofatjékk 19. - 20. júlí
Mömmumúsin
Sushikvöld
Bölvaður klofaskapur 2008
á myndina vantar sex gesti - Brand og Eygló - Jóa og Ingu og Regínu og Rico
Kíkið nú á myndir gott fólk og skemmtið ykkur og ekki feimin að spyrja um lykilorð
-over and out-