laugardagur, janúar 31, 2004

Jæja snillingur hún litla Linda er búin að fiffa commenta dálkana og þeir eru komnir á sinn stað....á nú ekki alveg allan heiðurinn af þessu og þakka ég því Jóni risa góða aðstoð...heyr heyr.
Gærkvöldið var þrælskemmtilegt og ég HDW og Ragga fórum á Caruso og fengum okkur ljúffenga pizzu og hálfmána.....kjöftuðum og kjöftuðum þangað til okkur var orðið illt í kjaftinum og lá við að við þyrftum að fara í sjúkraþjálfun eins og einu sinni þegar ég talaði svo mikið og tók svo stóra bita að ég þurfti að fara til sjúkraþjálfara í bylgjur!! Nóg um það, við skelltum okkur svo á Vídalín í kveðjupartý til Völu svölu sem var nú alveg 10X ofvirkari en venjulega og í svaka stuði.....við vorum reyndar eins og þrjár litlar kellingar miðað við fólkið þarna....sátum bara með enga drykki og kjöftuðum um barneignir hehe....létum okkur svo bara hverfa og ég skellti mér á Kofann þar sem gengið mitt var......Doktor, Rex, Viðutan og Bjadni.....sátum þar góða stund og spjölluðum um daginn og veginn og fiskibollur því það var svo mikil fiskibollulykt af Bjadna...hann gjörsamlega angaði......spurningin var samt hvort eru betri bollur...litlu lambaspörðin í dósunum sem mar setur karrýsósuna út á eða farsið sem er hnoðað í bollur...við vissum það ekki alveg!!
Eftir kofann lá leið okkar á Ara í Ögri þar sem var rífandi stemning og lifandi tónlist.....við sátum þar í dágóða stund og skoðuðum mannlífið...ekkert spennandi sosum nema kannski konan í kvennahlaupsbolnum og toppnum yfir og gaurinn með franskarnar sem var alltaf að sofna greyið!!!
Við píurnar unnum svo veðmál við drengina svo þeir fóru að ná í bílinn meðan að við biðum í hlýjunni.
Á sunnudaginn er svo skipulögð hópferð hjá okkur í messu í Laugarneskirkju.....hver haldiðið að hafi skipulagt það jú engin annar en andrinn og nýjasta nýtt er síðan að við skellum okkur í eitthvað hjálparstarf.....það vantar ekki hugmyndirnar.....jæja ég er búin að vera marga tíma að drösla mér fram úr rúminu og peppa mig upp í smá læradóm.....í kvöld er svo ammli hjá Sóley....nánar um það síðar...
later

föstudagur, janúar 30, 2004

Blogga gaman gaman!!

jæja mikið skelfing er gaman að skrifa hérna....ég get bara ekki hætt að dunda mér í að reyna að koma þessum helv.....comment dálkum á réttan stað.....plís ef einhver getur kennt mér þetta. Ég skellti mér á Vegamót með kærustunni minni - Rexinu eftir skóla, sátum þar í smástund og slúðruðum, Linda slúður hatar ekki slúðrið hehe. Átti gott spjall við Skallann áðan en sem betur fer er klóran sem hann gaf okkur í jólagjöf fundin, en eins og kannski einhverjir vita þá fannst hún bakvið sjónvarpið okkar!!! Sem þýðir samt ekki það að þeir sem lágu undir grun séu sloppnir.....þar má nefna alla þá sem mættu á Grunninn í spil á annan í jólum......Andy frá Bretlandi, liggur sterklega undir grun þar sem hann var ekki að fíla að menn væru að kynda í honum með þvi að taka tribba á ensku.....Hjallinn, blásaklaus af Kleppsveginum myndi ég segja....hann var bara rauðflekkóttur af rauðvínsdrykkju og hefði ekki getað gert flugu mein...Logberto...eins og flestir vita liggur hann mjög sterklega undir grun.....enda iðinn við hrekkina.....Kæran mín....á svona klóru og myndi aldrei reyna að stela minni........en að lokum Guðmundur hinn lati......ef hann liggur ekki mest undir grun þá veit ég ekki hvað.....maður sem kemur á idol kvöld til manns og er rétt sestur þegar hann rekur aðra höndina í hina og hellir úr fullu rauðvínsglasi ég meina mar spyr sig (og set hendur út í loftið líkt og skallinn) ef svona maður er ekki líklegur til að setja klóruna bakvið sjónvarpið án þess jafnvel að vita að því...ég meina ef ég væri í hans sporum þá myndi ég bara gefa mig fram....ég og doktor munum alveg fyrirgefa honum sko!! Vidda viðutan er ég alveg búin að útiloka því hann var ekkert þetta kvöld sem hún hvarf og þar að auki tekur hann þessum ásökunum svo nærri sér. Málið er því enn í rannsókn!! Nóg um það.
Skemmtileg helgi í vændum, kveðjupartý hjá Völu í kvöld á Vídalín og ég Ragga og Helga D. ætlum að fara að fá okkur eitthvað gómsætt að borða á undan.....umm við hötum ekki matinn!!! Á morgun er svo ammli hjá Sóley vinkonu og Hildu vinkonu hennar og ég og rexið ætlum að mæta í okkar fínasta pússi...ég í rauða uppáhalds og hún í svörtu....ég mun líklegast setja upp Carry greiðsluna mína fyrir kvöldið......svo málum við bæinn rauðan og svartan hohohohoh!!!
Jæja Fannars er búinn að taka af rúminu og ég ætla skella mér niður að ryksuga ojjjj og skipta á rúminu.....mar veit ekki hvort mar leggur í baðherbergið eftir að ég komst að því að áratugagamalt hland var á ofninum...já ojjj...viljiði spá ég var alltaf að pæla akkurru væri svona mikil hlandlykt inn á baði hjá okkur þó ég væri alltaf að þrífa sko....það er ég.....og þeir sem hafa komið á Grunninn vita að veggirnir eru nú ekkert spes svona kornamynstur og hálfgulir einhvern veginn......en skyndilega núna í vikunni datt mér í hug að þefa af ofninu já okkur þefdýrunum finnst gaman að þefa af öllu og viti menn hlandstækjan ojjjj þetta var svona 10 ára gömul lykt......eða kannski nýleg því mér datt í hug hvort Logi hefði getað mígið þarna á því klósettið og ofninn er frekar nálægt....en nei ég trúi því ekki!!! Klóra og hland getur ekki verið.....en ég tók upp Ajaxið og hanskana og hamaðist á ofninu þar lyktin var svona nánast farin en úff pæliði í ógeði og mar búin að leggjast upp við ofninn í löngum ferðum á klóið og svona.......æj ég farin að þrífa
Seeya
Lilly
Ólukkukrákan Andri!!

jæja þá byrjar ballið....BLOGGA....ég er nú ekki svo viss um að ég sé rétta manneskja í þetta...voðalega tímafrekt sko!!! Best að byrja á að segja aðeins frá deginum í gær. Eins og alltaf á fimmtudagsmorgnum klukkan 6 lá leið mín í hið bráðskemmtilega Baðhús til að þræla uppáhaldskonunum mínum áfram. Þær eru svo dúllegar og miklar dúllur!!! Gera allt sem ég segi þeim að gera.....eftir tímann ákvað ég nú að byrja í átaki, matarátaki eins og flesta aðra morgna í vikunni!! Fékk mér undursamlegt myoplex með jarðaberjabragði ummmm......eða hvað??
Þegar ég kom heim ákvað ég að fá mér smá lúr áður skólinn byrjaði...sá lúr var aðeins lengri en átti að vera og stóð til hádegis og ég drösslaðist af stað í skólann. Á leiðinni í skólann kom Andri með enn eina hugmyndina um eitthvað sem við getum gert......ekki það að við höfum alveg nóg að gera heldur er hann alltaf að koma með eitthvað NÝTT OG SPENNANDI!!! Í þetta skiptið voru það sinfóníutónleikar ójá sinfóníutónleikar það er málið. Þetta voru nefnilega einhverjir svakalegir tónleikar með 4. sinfoniu í c-moll op. 43 eftir Shostakovitsj sem er mjög frægt rússneskt tónskáld en þið getið kíkt hingað ef þið viljið skoða meira. Allevejene ég var nú alveg til í þetta og við enduðum með að fá miðana á 50% afslætti nokkuð gott.
Fyrir tónleikana fór ég samt með honum besta afa mínum í Sporthúsið, hann er nefnilega að spá í að fá sér kort þar og hjóla alltaf úr bryggjuhverfinu þangað til að lyfta. Skiljið kannski núna hvaðan ég fæ þessa geðveiki þetta er í ættinni!! Eftir för okkar þangað fannst afa nú komin tími á mat og stakk upp á American Style og þar fór átakið þann daginn!!
Jæja tilhlökkun komin vegna sinfóníunnar og ég beið eftir að doktorinn kæmi að sækja mig en nei hvað haldiði að hafi komið fyrir, hann var að keyra á Langholtsveginum og var að taka beygju með bækur í farþegasætinu og þær runnu eitthvað til og þessi ósjálfráðu viðbrögð hjá manni þegar svona lagað gerist og maður reynir að grípa, stýrir snýst eitthvað og hann upp á kant sem hefði verið í góðu lagi nema hvað að þar er einhver risa steypuhnullungur og andri gerir sér lítið fyrir og rennir sér yfir hann með þeim afleiðingum að stuðarinn og grillið og ljósið beyglast allt!!! Hvernig er hægt að vera svona óheppinn en svona er andrinn, markmiðið að klessa einn bíl á ári!! En við fórum á tónleikana og skemmtum okkur konunglega enda frekar dramatískir tónleika líkt og kvöldið.....
Í dag var ég svo mætt í BH um hálf sjöleytið til að kenna brjálaða brennslu með HDW sem var nú eins gott fyrir hana því hún svaf yfir sig......bara taka Berglindi á þetta!!! Nei segi svona. Þetta var samt svaka stuð og allar gellurnar trylltar í afró fíling en nú er tíminn að byrja gotta go
Later
Jæja þá er maður bara byrjaður að blogga......spurning hversu lengi það varir en njótið vel á meðan það varir!!!