föstudagur, desember 31, 2004

Árið 2004

Þar sem árið er senn á enda finnst mér við hæfi að setja saman stuttan pistil um liðið ár ásamt hápunktum þess enda þessi tími árs einmitt sá tími þar sem allir líta yfir farinn veg og skipuleggja hvað betur mætti fara og hvað stendur upp úr.

Þegar ég lít yfir árið 2004 í fljótu bragði get ég ekki kvartað. Þetta var gott ár, að vísu ansi ólíkt öllum öðrum árum sem ég hef lifað.

Árið fór rólega af stað eða svona miðað við minn mælikvarða í byrjun árs. 3 vinnur og nóg að gera í hópverkefnum í skólanum. Þar stendur nú einna helst upp úr vettvangsnámið með þeim stöllum Krunku og Ingibjörgu. Frábær vinna, frábært verkefni og frábær mórall. Hef samt ekki nokkrar áhyggjur af næsta vettvangsnámi sem verður í Korpuskóla og með yndinu henni Margréti.

Þó svo að álag og streita hafi oft á tíðum verið að buga mig lét ég ekki til leiðast og skellti mér í keppnisferð með Rögnu til Birmingham. Þar hét ég Linda Heimisdóttir og fór sem Team Manager from Iceland. Þetta var sweet og gott að komast burtu úr annríkinu hérna heima.

Prófin gengu sinn vanagang og voru óvenjuskemmtileg þetta árið enda tók ég bara próf síðastliðið vor. Þar eyddi ég öllum mínum tíma uppi í Kennaraháskóla í hópi góðra manna.

Sumarið var gott að því leyti að ég náði að ferðast heilmikið um okkar fallega land Ísland ásamt því að vinna með einni af mínum bestu vinkonum henni Rögnu. Við eyddum góðum tíma í slátt og önnur garðyrkjustörf ásamt því að sendast bæinn á enda. Einnig var ég í Baðhúsinu og adidas búðinni og náði að taka að minnsta kosti þrjár Lindur í adidas búðinni og þá ein þar sem ég var að afgreiða með pilsið girt ofan í að aftan!

Ég og Andri fórum með Möggu og Andra upp á hálendi 17. júní og þó svo að sú ferð hafi verið púum niður af ýmsum þá stóð þessi 17. júní upp úr af öllum 17. júní sem ég hef upplifað. Enda sé ég ekki hvað er að því að fara út á land á þessum degi í stað þess að vera í bænum þar sem ,,rignir hálfétnum pulsum, pappírsfánaræflum og prinspólóumbúðum........” Mikið lifandi skelfingar ósköp sem við eigum fallegt land. Við keyptum okkur líka allar græjur í útileiguna og fórum í tvær frábærar ferðir með þær. Sú fyrri á Laugarás og sú seinni á Hala í Suðursveit.

Toppurinn á sumrinu er samt að FRAMARAR náðu að halda sér uppi 6. árið í röð og nú hlýtur bara að fara að koma að titlinum.

Þegar á sumarið leið hófst eftirvæntingin fyrir Ítalíuförinni. Ekki hafði ég nú hugmynd um hvað ég væri að fara út í en þegar ég horfi til baka þá var frábært þarna úti. Þó svo að heimþráin og söknuðurinn hafi stundum bankað upp á hefði ég aldrei í lífinu viljað sleppa þessari ferð. Þarna kynntist ég endalaust af frábærum krökkum frá fullt af löndum ásamt því að kynnast Hrafnhildi enn betur og komast að því að hún er gull af manneskju. Þú varst mér svo sannarlega allt í þessari dvöl okkar.

Síðan kom ég heim reynslunni ríkari og örugglega nokkrum aukakílóum líka. Fólk talaði um hversu afslöppuð ég væri og rólegri en ég hef nokkru sinni verið. Það sæist bara í andlitinu á mér. Þetta er líka allt rétt. Á Ítalíu lærði ég einmitt að slappa af, lifa í núinu og njóta líðandi stundar. Ég komst að því að á Íslandi snýst lífsgæðakapphlaupið alltof um kaloríur og kolvetni. Allir eru að stressast yfir öllu, allt á haus því jólin eru að koma og fólk er farið að hugsa löngu fyrir jól hvernig það ætli að ná aukakílóunum af sér. Allir eru að velta sér upp úr annarra manna málum og hringsnúast í afskiptaseminni. Enda hefur fyrsta spurningin sem fólk tekur á mig meira og minna verið hva hefurðu breyst eitthvað og svo er tekið skannið á mann frá toppi til táar. Þessu hef ég líka alltaf tekið þátt í en héðan í frá ætla ég ekki að láta þetta stjórna lífi mínu eins og svo margir gera og reyna að lifa eins og ég gerði á Ítalíu, laus við allt stress og áhyggjur. Kannski er þetta óumflýjanlegt í þessu litla sjávarplássi sem við lifum í en það vakna örugglega allir einhvern tímann við þann vonda draum að hafa gleymt að hugsa um sjálfan sig sökum þess að öll athyglin var á náunganum.

Ég átti síðan mín bestu jól í faðmi fjölskyldunnar og naut þess að sofa út, lesa, horfa á dvd, spila og slappa af með Andra og í góðra vina hópi.

Þó svo að margt annað hafi borið á góma þá eru þetta topparnir án þess þó að ég vilji vanmeta litlu hversdagslegu atburðina, þeir voru ekki síður góðir.

Gleðilegt nýtt ár!

Linda

miðvikudagur, desember 29, 2004

Seint skrifa sumir en skrifa þó......

...hef einhvern veginn ekki haft eirð né löngun til að drita inn einhverju hérna á þetta blessaða blogg mitt.

Ég óska ykkur hins vegar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sendi reyndar 28 jólakort sem ég vona að hafi hlýjað einhverjum um hjartarætur. Fékk hins vegar bara 4 kort sjálf, hvar eru hin 24?

Það er hins vegar alveg yndislegt að vera komin heim og ég hefði ekki mátt koma degi seinna því það var stanslaust prógram frá því að ég lenti í Keflavík. Var alveg best í heimi að knúsa alla og kyssa.

Í fyrsta skiptið í 7 ár held ég var ég ekki að vinna fyrir jólin, ég naut þess því að sofa út, tjilla í bænum og pakka inn jólagjöfum. Gerði samt enga svaka jólahreingerningu en mun reyna að standa mig í áramótahreingerningunni.

Á Þorlák kíkti ég í bæinn með Andra, Rögnu, Sigríði, Helenu og Lindu og náðum við rétt að troða okkur inn á Mokka, þvílík var fólksmergðin.

Aðfangadagur rann síðan upp með allri sinni fegurð og enn og aftur var ég ekki að vinna og svaf því út og vaknaði rétt tímanlega í smörrebröd hjá pabbanum mínum en hann stóð vaktina í þeim málum.

Um kvöldin borðuðu svo Andri og Uppáhalds afi með okkur og kláruðum við tæp 3 kg af hamborgarhrygg. Andri fór síðan í Mosarimann að opna pakkana.

Það var mikið hlegið þegar var verið að taka upp gjafirnar og þá sérstaklega af afa mínum sem var aðeins kominn á undan sjálfum sér og skrifaði alltaf jól 2005 á öll kortin. Mommsan mín var heldur ekkert skárri og skrifaði undir eitt kortið jólakveðja, Ágústa, Heiðar, Linda, Harpa, Svava og Harpa, sem átti að sjálfsögðu að vera Andri.

Ég fékk endalaust mikið af flottum gjöfum og að vanda voru flestir pakkar í mínum sófa. Það mætti samt halda að það væri eitthvað vond lykt af mér þar sem ég fékk heil 5 body lotion, baðsalt og bað lotion og mér var nú allri lokið þegar ég fékk svo líka svitalyktaeyði.....

Frá Andra fékk ég síðan fallegan hvítagullshring, þennan hring má ekki kalla trúlofunarhring heldur hefur hann fengið nafngiftina 5 ára hringurinn, ég er bara glöð með það, enda er þessi hringur á miðputtanum eins og Helgi kýs að kalla það.

Eftir að hafa kíkt upp í Mosarima og opnað enn fleiri gjafir enduðum við síðan á því að fara í miðnæturmessu í Fríkirkjuna sem var yndislegt, Páll Óskar og Monika voru að spila eins og reyndar í fyrra og ég varð meyr og fékk tár í augum. Síðan sungum við nóttin var sú ágæt ein og heims um ból. Fullkominn endir á frábæru kvöldi. Helgi kíkti svo til okkar og ein rauðvín var opnuð og ostar lagðir á borð.

Jóladagur rann upp um tvöleytið, þá var ekkert því til fyrirstöðu en að henda sér í sturtu og maka á sig öllum nýju body lotionunum og fara í jólaboð með fjölskyldunni hans Andra. Þar var setið og etið í 5 tíma og endaði með að ég sofnaði í sófanum eftir átuna. Kvöldið var síðan bara rólegt eftir það, lestur góðra bók og meiri matur.

Annar í jólum var náttfatadagurinn mikli, þangað til ég áttaði mig á því að ég yrði að fara út að hlaupa eða svona meira út að renna mér, svo mikil var hálkan. Síðan fórum við í jólaboð til ömmu og átum dýrindis kalkún, ís, konfekt og kaffi. Því miður komst pabbi ekki með því hann var eitthvað að bardúsa í sætunum í bílnum, sem skullu síðan á vörina á honum og endaði með því að vörin bólgnaði upp og blóðið lak stanslaust. Hann sat því bara heima með plástur og ís. Eftir boðið kíktum við Andri til Sóleyjar og Kobba og spiluðum popppunkt með þeim og Rögnu og Vidda. Við stelpurnar fórum á kostum í þessu spili og gáfum sko ekkert eftir. Hver segir að millinafn George Harrison hafi ekki verið FORD!

Á þriðja í jólum var sofið út að vanda og stússast aðeins samkvæmt skipulagsplaninu mínu. Komst að því að ég átti yfir 30000 kall í orlof sem er alltaf óvæntur glaðningur þegar aurinn er að klárast.

Í gær var ég svo að vinna í adidas, fyrsti vinnudagurinn eftir 4 mánaða fjarveru. Get ekki neitað því að blendnar tilfinningar komu upp. Um fimmleytið fann ég síðan að ég var örugglega að fara að fá gubbuna sem er að tröllríða öllu á Íslandi. Kláraði samt vinnudaginn en var svo alveg bakk þegar ég kom heim og ég og Andri þurftum að cancelera leikhúsi sem við ætluðum í. Ég tók síðan tvær góðar gusur og var frekar slöpp í alla nótt. Mætti því ekki í vinnu í dag en er öll að koma til.

Það var ekki meira í bili.....
hvað á annars að gera á gamlárs?

Litla gubbustelpan

miðvikudagur, desember 15, 2004

Í dag (14. des) sagði ég við Hrafnhildi hugsaðu þér ekki á morgun ekki hinn heldur hinn þá förum við heim og þá sagði Hrafnhildur og hugsaðu þér að á morgun segjum við ekki á morgun heldur hinn förum við heim........

Þetta voru góð orð.

Já satt best að segja þá er brjálað að gera hjá Piccolinu í skipulagningu og niðurpökkun. Er búin að senda ein 8 kg heim og stefnir allt í það að ég sendi 2 í viðbót á morgun. Maður er liggur við með gjafir fyrir alla á Íslandi!

Í dag skellti ég mér hins vegar til Mílanó og tjillaði með bréfpoka (Fiorucci) í annarri og pizzu í hinni. Þetta var góður dagur sem endaði í mat hjá prófessor Morra og vinkonu hans Mariu sem er frá Belarus í Hvít-Rússlandi og mánaðarlaunin hennar eru 150 evrur á mánuði og hún er doktor í sálfræði. Ég fékk eiginlega smá móra yfir því að hafa ekki gefið henni gjöf eða eitthvað.......

Ég vil hins vegar hópa öllum FRAMkonum saman þegar ég kem heim enda tími til kominn að sletta úr klaufunum, maður er sko ekki lengur einhver amatör í djamminu eftir dvölina hérna. Hvað segja fósturmamma og jólakötturinn um það (og by the way Gréta þá er ansi ólíklegt að ég fari í jólaköttinn svona miðað við magnið af fötum sem ég hef keypt hérna í mekka tískunnar)

Ætla hins vegar að kasta mér í bælið núna enda langt og strangt prógram fram að heimkomu. Giljagaur var voða næs í gærmorgun og mundi eftir mér og gaf mér nammigott í skóinn enda hafði ég ekki étið alla molana úr dagatalinu eins og hann Unnar vinur minn. Hverslags uppeldi er eiginlega á því barni?

Bið að heilsa í bili,
ci vediamo
a presto

Linda

föstudagur, desember 10, 2004

Eftir allt eru Ítalir bara hið indælasta fólk...

......fyrir utan nokkra fabíóa!

Nei ég komst að því í dag að Ítalir eru afar hjartahlýjar manneskjur. Eftir tölvutímann minn skellti ég mér á Café Dóm eða Hjá Dóra eins og við kjósum að kalla það, varð að dúndra í mig einum expresso eftir aðeins 3 tíma svefn, svona ef ég ætlaði að meika ræktina. Dóri var sprækur að vanda og er ávallt duglegur að kenna mér ítölskuna og blaðrar í gríð og erg og spyr og spyr og auðvitað komu spurningar um heimför mína og ég sagði honum það væri nú bara prossimo venerdi og svo bara basta Italia. Ha! Kemurðu ekkert aftur, nei nei, kannski í heimsókn eða eitthvað því la mia amica verður hérna áfram. Heyriði, Dóri bara góður á því og ætlar að halda la festa fyrir mig og Krunku á mánudagskvöldið. Bara mæting og Café Dóm klukkan 21:00 og festa. Dýrka Dóra:)

Ekki nóg með það heldur smellti ég mér í ræktina og hitti þar Simonu sem er með alla tímana sem ég fer í. Hún fer svona að tjatta eins og allir Ítalir og spyr hvort að sé ekki bara allt í góðu og svona. Jú, jú segi ég og segi henni að svo sé ég bara að fara heim í næstu viku. Ha! já um jólin, nei nei forever. Og viti menn Simona vill efna til veislu, ég og gymmfélagarnir saman eitthvað á næsta miðvikudagskvöld. Maður er því orðin ansi fullbókaður í næstu viku! Gaman að því.

Fór síðan í rassa- og læratímann, pump og endaði á að taka 30 mín teygjur. Hélt það myndi líða yfir mig eftir þetta sökum hungurs og ofþreytu. Náði samt að smella mér í Standa og versla í matinn, náði í myndirnar okkar Möggu í framköllun, fór og græjaði jólagjöfina, hitti dreddagaurinn aftur 2svar, hann stakk upp á barferð, ég þakkaði aftur pent og sagðist vera fullbókuð þar til ég væri heim. Þið megið ekki líta svo á að það séu allir á eftir manni hérna, engan veginn. Þetta er bara eitthvað með þetta ljósa hár, skiptir akkúrat engu máli hvernig þú ert útlítandi, bara ljósa hárið gerir gæfumuninn:)

Síðan sendi ég eitthvað meil í morgun til allra á Alþingi til að mótmæla hækkun skráningargjalda í háskólum, eitthvað sem ég fékk frá stúdentaráði og átti að senda ef ég vildi og setja nafnið mitt undir. Haldiði að maður sé ekki bara búin að fá svör frá Merði Árna (eitthvað hressandi við hann Mörð, skemmtilega smámæltur og svo er hann hálfbróðir hennar Emblu sem er hálfsystir hennar Álfrúnar vinkonu minnar), Sigurjóni Þórðarsyni, Ágústi Ólafi, Helga Hjörvari, Ögmundi Jónassyni og Margréti Sverrisdóttur. Sumir gerðust jafnvel svo kræfir að senda mér eitthvað dótarí í viðhengi til að lesa og buðu mér að skrá mig á einhvern póstlista til að fylgjast með. Ég hef nú aldrei verið neitt agalega pólitískt virk en veit þó fyrir víst hvaða flokk ég kýs ekki, enda fékk ég ekki póst frá neinum í honum;) Mér fannst samt helvíti hressandi brandari (ef þetta var brandari) sem Helgi Hjörvar tók í lokinn í sínu meili: Góða helgi, Helgi. Þetta er einmitt svona húmor sem ég fíla og ég veit ekki oft hversu oft ég er búin að taka þetta á góðvin minn hann Helga:)

Málið er samt, hvað er ég búin að koma mér í? Jæja, gott fólk sem er með mér í Kennó, senduð þið ekki örugglega þetta bréf líka? Er þetta eitthvað sem maður á að fara að blanda sér í?

Vá hvað ég er með mikla munnræpu en það er ekkert skrýtið, hér er engin heima til að tala við nema skottuvinir mínir og það var einmitt ein dauð á gólfinu þegar ég kom heim. Hvað er málið með mig og þessar silfurskottur?

Eitt enn í lokin, mamma var að senda mér Kveðja frá mömmu meilið sem hún sendir alltaf annað slagið og hún var að segja mér að Svava litla systir mín er alltaf að segja henni frá einhverjum góðum draumum sem henni er að dreyma um mig og svo sagði hún upp úr þurru um daginn: oh ég elska hana Lindu svo mikið. Ég er ekki frá því að eitt tár hafi fallið þegar ég las þetta. Vá hvað ég hlakka mikið til að hitta systur mínar Hörpu og Svövu sem eru á efa bestu systur í öllum heiminum:)

Nú eru vinkonur mínar, Carrie, Sam, Charlotte og Miranda hins vegar komnar í heimsókn og ég þarf að sinna þeim 18 þætti í kvöld ásamt því að fara í langt gott bað með nýju baðbombunum mínum, ætla láta mig hafa þetta þrátt fyrir skottur, hef samt örugglega bara fulla lýsingu. Ég ætla líka aðeins að prófa að pakka því mér finnst svo gaman að skipuleggja og nú getur engin verið að setja út á það því ég er ein í heiminum.

Hafið það gott um helgina og góða helgi Helgi minn:)
2. andvokunottin

Spennan fyrir heimkomunni er gjorsamlega ad buga mig. Reyndi ad fara ad sofa um midnaetti en var ekki sofnud fyrr en um 4 og thurfti sidan ad vakna 7 til ad maeta i tolvutimann sem eg er i nuna. Enn og aftur ad vinna i heimsidunni, thad er ad blogga. Og eg tok enga kriu i gaer. Thetta vardur svakalegt ef eg mun halda thessu afram fram ad heimkomu. Veit ekki hvad er til rada?

Eg og Andri brutum lika sunnudagssimtalsregluna og hann i hringdi i mig i gaerkvoldi, thurfti sma pepp svona i profalestrinum. En ma madur ekki allt svona sidustu vikuna.

Dagurinn byrjadi samt ekkert alltof vel, kom inn a bad og thad var daud silfurskotta i sturtubotninum. Hressandi og einmitt thad sem eg vonadist eftir svona i morgunsarid!

Hef samt nog fyrr stafni i dag, aetla reyna ad bomba mer i raektina i hadeginu, fara med pakka a posthusid, thvo thvott og graeja eina jolagjof.

Hafdi samt hugsad mer thvilikt tjill i kvold, heitt bad med kerti, Cohen og badbombu en get ekki hugsad mer thad med skotturar tharna skridandi ut um allt brrrrrrrr:(

Leidinlegt ad kennarinn minn er enn i mutum, iskrar herna ut um alla stofu og ekki nog med thad heldur baud hann mer med ser i aperitivo gegnum msn og sagdi sidan vid hofum thad bara svona a milli okkar. Ja ja blessadur, lattu thig dreyma! Tharf bara ad fa undirskriftina hja ther og okkar samskiptum er lokid.

Jaeja aetla ad fara ad skoda allt a netinu sem eg veit um. Ollum simtolum til min um helgina verdur tekid fagnandi:)

Ykkar skotta


fimmtudagur, desember 09, 2004

Byrjaði í prófum í dag......búin í dag!

Rúllaði prófinu upp, kennarinn spurði spurninga á ítölsku, túlkurinn þýddi yfir á ensku og ég blaðraði og blaðraði. Pís of keik fyrir mitt leyti:) Þá á ég bara eftir að mæta í einn tölvutíma í fyrramálið og einn stærðfræði á mánudaginn and the school is over en ég tók nú lítið sem ekkert eftir því að hann hefði byrjað. Hlakka til að takast á við 19 eininga tryllinginn eftir jól.

Munaði litlu að annað þvottavélaslys hefði átt sér stað í dag en Martina setti vélina af stað án þess að setja frárennslið ofan í baðið en það er eina sem blívar. Vatn spíttist út um allt baðgólf en heppnin var með okkur því ég og Lísa vorum heima og skófluðum þessu upp.

Núna eru bara 8 langir dagar þangað til að ég kem heim en ég var svo spennt í gærkvöldi að ég varð andvaka og rauk á lappir og eldaði mér pítsu ásamt Krunku sem var líka andvaka, síðan mátaði ég öll nýju fötin mín og fann út hvað hentaði best í jólaboðin, horfði á satc og tók ofvirknistrylling, endaði samt að lokum á því að sofna en ég er hins vegar að lognast út af núna sökum þessa og meikaði ekki gymmið.

En 8 dagar eru nú alls ekki mikið þar sem þeir voru nú einu sinni 108!

Er svo löt að ég nennti ekki að finna til mat og tók fröken kornflex á þetta og fékk mér special K með súkkumlaði.

Var að byrja að lesa Hann var kallaður þetta, spólaði alveg í gegnum 72 bls áðan en þetta eru svakalegar lýsingar. Ég gerði samt þau mistök að byrja á síðustu bókinni þannig að ég veit hvernig þetta endar. Er líka með bók 2 en hún verður örugglega lesin um helgina en þá verð ég ein hérna í casa de mongo því allar stelpurnar eru að fara til Rómar.

Segið mér nú eitthvað af ykkur, fíla ekki að kommentadálkarnir hjá Skallanum sé í trylling en mínir í lægð:(

Belinda

miðvikudagur, desember 08, 2004

Prófalestur.....

Verður maður ekki aðeins að taka prófalesturinn fyrir þar sem öll blogg fjalla í augnablikinu um hann. Ég er sem sagt að fara í próf á morgun, mitt eina á önninni, svona til að ítreka það. Er samt búin að skila 3 ritgerðum, reyndar stuttum og laggóðum og gera yfir 30 stærðfræðiverkfni. Það er ekkert eins og maður sé bara í tjillinu hérna sko:)

Ég hins vegar er alls ekki í fílingnum fyrir prófalesturinn. Rétti andinn er ekki yfir mér nema ég sitji inni í svartholinu (Skúta) í Kennó eða inni í stofu í spassakasti með Möggu og öðrum félögum mínum sem taka næturlesturinn á þetta út í Kennó. Ég sakna þess líka að taka spekingaspjall, þau hafa nú verið ófá með útkrotaða töfluna af spekingaupplýsingum. Spekingaspjöll eru undursamleg þegar kemur að prófalestri, aldrei lærir maður meira en akkúrat þegar eitt slíkt á sér stað.

Ég man líka eftir prófalestrinum þegar ég var í sjúkraþjálfuninni og var ákveðin í að hætta en ákvað samt á þrjóskunni að taka prófin (veit ekki alveg af hverju). En þá fórum við Andri á hverjum morgni og keyptum okkur heilsuklatta, kókóskúlu og kók hjá Jóa Fel, fórum á Grunninn (bjuggum á Hjallaveginum þá) og slöfruðum þessu í okkur. Héldum svo niður í kjallarherbergið á vit lestursins en ákváðum alltaf að leggjast niður í svona hálftíma áður en við byrjuðum. Þetta var alltaf undursamleg lagning og við sögðum alltaf við okkur hugsaðu þér þegar við verðum búin í prófum og getum lagst niður án þess að fá samviksu yfir því síðan stóðum við upp og sungum saman það eru jól gengin í garð eins og villtur hundur rífur öll leiðindi sundur. Og þetta kom manni svo sannarlega í gírinn. Þetta eru glansmyndir fortíðarinnar.

Ég hef lokið mér af með umræðu um prófalestur
Gangi ykkur vel

Belinda Postman

þriðjudagur, desember 07, 2004

Berlínarferð í boði og banka og Laugarnesskóla, tja það er spurning sem krefst svara?

mánudagur, desember 06, 2004

Heima er best! (á Íslandi samt)

Komin heim heil á húfi og laus við perra alla leiðina, sat á móti blindum manni en ég taldi það skásta kostinn í sardínudósarlest með illa lyktandi Ítölum.

Einni Berlínarferð, 8 fæðingum og öllum tegundum af partýprumpi ríkari er ég mætt galvösk við prófalesturinn enda mitt eina próf þessa önnina á fimmtudaginn og það er munnlegt próf og kennarinn minn er búinn að redda sér tveimur túlkum því hann sjálfur talar litla sem enga ensku. Lentum í því hérna um daginn að ég var ekki í tíma og Krunka segir við hann Linda is going to read this book, kennarinn í sínu mesta sakleysi setur upp vandræðasvip og kallar á einhvern úr bekknum sem getur talað ensku, ein stelpa kemur upp og kennarinn eins undrandi og hægt er að vera segist ekki skilja orðið LINDA, Krunka í smá hláturskasti nær að æla upp úr Linda is the other erasmus student! OH Lííínnnnnddaaaa! segir kennarinn þá!

Það er nefnilega málið að það skilur engin Linda eins og við segjum það, við þurfum að segja Lííínnnnnda og þá átta fabarnir sig á örskammri stundu:)

Jæja ciao allir saman
Lííínnndaaa
Það er svooo kalt í Berlín.........

Kemst ekki út nema vera í flísaranum, dúnaranum, gammó, vettlingum, húfu og með trebba. Es ist scheisse kalt! Liðamótin mín eru ekki að þola þetta og ég er með verki út um allt, sem segir mér það að ég er búin að vera of lengi í hitanum og kominn sé tími á heimkomu sem er reyndar bara eftir 11 daga. Wunderbar!

Tók túristahringinn í dag og sá helstu byggingar og staðarhætti, þvílíka sagan hérna, þetta er mér alveg ofviða. Liggur við að ég dragi fram gömlu sögubækurnar frá honum Ragga og lesi söguna aftur.

Fórum á Bridget Jones 2 áðan og djö... var hún fyndið, pissaði næstum í mig af hlátri. Gef henni alveg 9 stjörnur af 10 mögulegum. Hún er jafnvel betri en sú fyrri.

Tvíræðni dagsins

Hvítur maður og svartur maður standa fyrir framan hvorn annan:

hvítur maður: Ich sehe schwarz!
svartur maður: Ich weiss!

Tvíræðni í þessu, hver áttar sig á henni, fáránlega skemmtileg þessi þýska.

Á morgun mun ég svo halda aftur á vit fabíóanna í Genova en fyrst ætla ég að taka einn góðan rúnt í H&M og sjoppa nærföt og kannski einhverjar jólagjafir fyrir sjálfa mig enda búin með allar hinar, Magga mun standa vörðinn um að ég bæti ekki við gjafirnar enda þolir yfirvigtin það ekki.

Tjuss
Linda


laugardagur, desember 04, 2004

Guten Abend meine liebe Freunde

Lindthrüde Schneider hat viel Spass (i) gehabt in Berlin. Zum Beispiel:

  • nach Cookies gegangen (einen der berömteste Club Berlins)
  • in deutschkurz gegangen mit Margthrude
  • einen mp drei spieler gekauft drei Mal weil jeden mal ist es kaputt geworden
  • habe bei Italienische Freundin von Margthrude gegesst und Deutsch und Italienisch gesprochen
  • Saxenhausen, eine Natzi Konzentrationslager angeschaut
  • Ein Weissbier getrunken
  • und jetzt drinkt sie einen Breezer

.....og komst að því að ég er ekki svo galin í þýskunni enda ekki með 9 á stúðent fyrir ekki neitt!

Er reyndar orðin fórnarlamb vandræðanna, byrjaði á því að vera rænd í Flórens og í framhaldi af því hófust vandræðin, þeir sem ekki skildu þá þurfti ég að skila mp drei spilara tvisvar sinnum því hann var eitthvað gallaður og tók 50 evrur út í Postbank sem gaf mér ekki peninginn en ákvað samt að taka hann af reikningnum mínum og ekki má gleyma perranum í lestinni. BIÐ UM PÁSU FRÁ ÞESSU.

Annars fann ég 2. seríu í satc í dag á tilboði á 26 evrur sem er ingen ting og splæsti að sjálfsögðu á mig og á því allt safnið núna. Á morgun verður túristahringurinn tekinn á þetta, annað hvort á hjólum eða tveimur jafnfljótum. Í kvöld er Rosis málið, underground staður eins og þeir gerast bestir í Berlín.

Ég vil síðan þakka hönnuðinum mínum honum Einari fyrir þetta nýja lúkk, ég vona að undraafinn minn get lesið! Jólabúningurinn kominn á síðuna og ekki skemmir fyrir að drottningin tróni á toppnum.

Bið að heilsa í bili og mun örugglega koma með fleiri hrakfallasögur af mér á morgun

Liebe Grüsse

Lindthrüde


fimmtudagur, desember 02, 2004

Ferð til Berlínarborgar

Þegar ég settist upp í lestina til Milanó leið mér alveg ótrúlega vel, þvílíkt spennt að vera á leið til Berlínar. Byrjaði að lesa í bók eftir Neil Postman bókinni sem ég er að fara í próf úr í næstu viku, þar vakti sérstaklega athygli mína kafli um Þýskaland þar sem ég var nú á leiðinni þangað. Í makindum mínum við bókalestruinn fæ ég sent sms frá Krunku um það sé komið Bréf til Lindu, bréf frá Andra sem ég er búin að vera að bíða eftir. Þegar ég er á fullu að senda sms eins og mér einni er lagið kemur inn maður um fimmtugt og spyr hvort það sé laust í klefanum , ég sat ein í klefanum og var að njóta þess í botn og vissi að margir aðrir voru lausir þannig að ég hugsaði af hverju í andsk.... þurfti hann að velja minn klefa. Hann byrjaði síðan að sjálfsögðu að tala eitthvað á ítölsku og ég þóttist vera niðursokkinn í bókina og búin að stilla mig inn á þýskuna, ég var samt það kurteis að ég bauð pistasíur sem ég var að maula. Eftir smá tíma fór ég að taka eftir því að það var eitthvað bogið við þennan mann, settist beint á móti mér og það sem hann var að gera var viðbjóður, fer ekki út í nánari lýsingar. Ég þóttist að sjálfsögðu ekki taka eftir honum og aktaði kúl eins og mamma var búin að kenna mér innst inni undirbjó ég öskur og kickbox spörk ef hann myndi gera eitthvað við mig. Að lokum gafst ég þó upp og fór fram á gang og stóð þar síðustu 10 mínúturnar til Mílanó. Ég er búin að fá mig fullsadda af þessum helv... ítölsku fabíóum.

Í Mílanó borgaði ég síðan 70 cent fyrir að pissa og tel mig því hafa verið rænda. Þar fann ég lestina til Bergamo og fann mér sæti þar sem engin gat sest á móti mér, tók upp nestið mitt og gæddi mér á salati, sko að spara mig fyrir Búrger King eins og maður segir á þýskunni. Þarna komst ég síðan í kynni við bóbó mömmu og bóbóbarnið Abu, ég og Abu urðum strax mestu mátar þar sem ég dældi í hann pistasíum og leyfði honum að þvo sér um hendur á blautþurrkunni minni, teikna mynd í stílabókina mína og klóra mig því ég ætlaði að taka pennann minn aftur. Abu er 2 ára og 3 mán og var svo duglegur að geta sagt Linda, benti á mig og sagði Linda! og ég benti á hann og sagði Abu! Þetta bræddi mitt litla hjarta. Abu sofnaði síðan með bros á vör í fanginu á bóbómömmunni sem reyndi að selja mér eitthvað drasl en ég þakkaði pent. Leiðin til Bergamo var því mun betri en til Mílanó. Bóbómamman stökk svo út með Abú á bakinu og varninginn í körfu á höfðinu. Ég komst síðan heil á húfi til Bergamo og veit ekki hvaða engill var með mér, örugglega Svava amma, ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég kæmist á flugvöllinn. Haldiði að ég hitti ekki bara fólk í alveg sömu sporum og ég sem var líka að fara á flugvöllinn og líka til Berlínar og talaði ítölsku, ég hengdi mig því á þau og losaði mig ekki fyrr en ég var búin að tjékka mig inn.

Þegar ég kom inn í flugvélina fékk ég hláturskast, allt í einu allt á þýsku, blöðin, starfsfólkið, útvarpið og það var verið að spila last christmas og white christmas, hversu jólalegt er það og svo tók Magga á móti mér og fór með mig á jólamarkað sem var æði og Berlín er æði æði æði, ich liebe Berlin.

Magga er síðan búin að vera að stjana við mig, búa til samlokur, færa mér popp, vatn og vínber, ja das Leben ist wunderschön!

Schöne Wochenende und viel spass (i)

miðvikudagur, desember 01, 2004

...einhverja hluta vegna lagði einhver tæp 60000 inn á reikninginn minn í dag, skýring:LAUN. Þar sem ég hef ekki unnið síðustu þrjá mánuði (svona í fyrsta skipti á ævinni) þá veit ég ekki hvaðan þetta kemur, ég segi því bara TAKK OG KNÚS og býð mig sjálfa velkomna inn í allar H&M búðirnar í Berlín. Allar vinnurnar mínar kannski svona vanar að borga mér laun að þær geta ekki hætt, spurning sko! Það má ekkert taka svona aftur út af reikningum ef það er búið að leggja ha er það nokkuð?

MILLJÓNERINN
Til hamingju með fullveldisdaginn kæru Íslendingar..........

Ekki margt markvert búið að gerast hjá mér undanfarna daga. Vorum reyndar með smá stelpukvöld í gærkvöldi og horfðum á ýmsar vídó (nýtt orð fyrir video) upptökur sem Sara hefur verið að taka upp undanfarna 3 mánuði, ótrúlegt að ég sé bara skyndilega búin að vera hérna í 3 mánuði. Í kvöld er síðan eitthvað voða húllum hæ hérna á Via Garibaldi, dj, hljómsveitir og ég veit ekki hvað og hvað, við ætlum að skella okkur þangað en samt ekki of lengi því ég er að fara til Berlínar í fyrramálið og eins gott að vera vel vakandi því það er stíft prógram í lestar- og flugferðum allan daginn:

11:19 Tek lest frá Genova P.P til Mílanó
12:50 Ætti að vera komin til Mílanó
13:20 Lest frá Mílanó til Bergamo
14:20 Ætti að vera komin til Bergamo
15:50 Þarf að vera komin í síðasta lagi út á flugvöll þannig að ég hef einn og hálfan tíma til að koma mér frá lestarstöðinni, ætti að bjargast
16:50 Farið í loftið frá Bergamo
18:25 Lent á Tegel flugvelli í Berlín þar sem Margthrude tekur á móti mér og þar hefst tryllingsprógram fram á mánudag.

Hef heyrt að Margthrude sé með stanslausa dagsskrá: Jólamarkaðir, H og M, matarboð, cookies, Saxenhausen , bíóferð, litlu jólin, erasmus partý og fleira og fleira og fleira. Gaman að taka prófatörnina þarna svona til tilbreytingar. Annars er ósköp lítið eftir af skólanum hjá mér, er að verða búin að fá undirskriftir frá öllum kennurunum upp á að ég hafi setið kúrsana þeirra þannig að ég á eftir að mæta svona 5 daga í skólann.

Síðan verður bara haldið heim eftir 16 daga og er formleg niðurtalning hafin. Ég er líka örugglega búin að skipuleggja ferðatöskurnar mínar svona 100 sinnum því ég hata ekki að skipuleggja hlutina (keypti mér nýja dagbók fyrir 2005 í dag og svona um að gera að vera snemma í því, sendi líka pakka heim á mánudaginn með 4 kg því ég þarf aldeilis að blikka einhvern í tjékkinu til að koma öllu draslinu heim!

Gangi ykkur vel í lestrinum lömbin mín og ykkur hinum í jólastússinu heima:)

Ykkar einlæg Belinda