föstudagur, apríl 28, 2006


Valkvíðakastið mikla...


Ég er búin að þjást af miklum valkvíða undanfarna daga en í dag komst ég yfir hann. Ég tók ákvarðanir. Í stað þess að skrifa bók í sumar eins og upphaflega planið kvað á um verð ég að vinna á siglinganámskeiði í Nauthólsvík. Þar verður einnig góðvinur minn hann Borko en það var einmitt hann sem kom valkvíðanum af stað. Ég held að þetta verði afar skemmtilegt sumar:) En kann ég að sigla...syngjandi sæll og glaður til síldveiða nú ég held...sjómannslíf sjómannslíf...ójá!

Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til, hvað er betra en að vera á kajak út á sjó í rjómablíðu og safna brúnku fyrir veturinn!

Á þriðjudaginn fáum við skötuhjúin síðan afhenta íbúðina okkar á Kambsveginum eða Kambó eins og afi kallar hann. Þar munum við dvelja næstu 13-14 mánuðina eða þangað til við flytjum af landi brott. Ég ætla því að leggja bílnum í sumar og hjóla eins og brjálæðingur út um allan bæ, síðan tekur enga stund að labba í nýju vinnuna mína sem hefst þann 15. ágúst...nú vantar mig bara ipod og þá er ég fær í flestan sjó;)

Í dag skilaði ég einnig lokaverkefninu mínu við Kennaraháskóla Íslands en það var unnið með góðvinkonu minni henni Láru Valdísi sem er alveg frábær samstarfsfélagi og á endalausar þakkir skilið fyrir að koma mér í gegnum þetta allt saman og þola allt stússið í mér:)

Ég er því aldeilis á miklum tímamótum í mínu lífi...
Góða helgi!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Hér að neðan má sjá mig með langömmu minni sem býr í Danmörku. Þessi mynd var tekin af okkur síðasta sumar. Hún verður 99 ára núna í sumar. Fyrir neðan eru síðan systkini hennar þau Bjarni og Ingrid, þau eru 95 og 96 ára:) Þau eru þá öll til samans næstum 300 ára, þokkalegt langlífi í fjölskyldunni!

Ég og langamma Edel

Bjarni og Ingrid

(Stal smá frá afa mínum)


mánudagur, apríl 24, 2006

Ég heyrði ótrúlega fyndna sögu í dag um mann sem var í sundi og var að flýtja sér í átt að klósettinu, skyndilega rann hann og datt og kúkaði á gólfið um leið! Þetta vakti að sjálfsögðu mikla athygli en það sem vakti meiri athygli var að hann beygði sig niður til að þrífa þetta upp og var þá auðvitað með fullan rass af skít! Honum hlýtur að hafa verið alveg svakalega mál greyið kallinum...

Ég veit ég er enn með svona húmor:)

laugardagur, apríl 22, 2006

Ég er ógeðslega kvefuð og nenni því ekki...hor hor hor

Ég er að "passa" systur mínar tvær, þær eru 11 og 17 ára:) Veit ekki hvar ég væri án þeirra, í morgun gat ég ekki opnað uppþvottavéladuftið og þá kom sú 17 ára mér til bjargar og áðan fór ég í sund og gat ekki smellt bikiníinu (aldrei verið verkfræðingur með svona smellur) og þá kom sú 11 ára mér til bjargar...

Ég er ósjálfbjarga vælandi krakki með hor í nös:) Eða er ég krakki? 11 ára sys spurði mig hvort maður myndi segja að ég væri kona eða stelpa....hverju svarar maður þá? Ég er allaveganna að verða kennari!

Ég er líka að leita að íbúð til leigu...einhver???

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Áðan kenndi ég minn fyrsta hjólatíma eftir 9 vikna hlé...

Ég er ekki frá því að ég hafi svitnað aðeins eða meira svona "lá við aðsvifi á tímabili" en það reddaðist!

Þetta kemur...

mánudagur, apríl 17, 2006

Það var eitthvað geðveikt vesen með tölvurnar á heimilinu þannig að gaurinn í næsta húsi kom til að hjálpa okkur að tengja netið...

Ég held að ég þjáist af einbeitingarskorti, enda löng skólaganga að baki sem fer senn að ljúka...

Mikið hlakka ég nú til þegar reykingar á skemmtistöðum verða ekki leyfðar. Ég held svei mér þá að ég hafi fengið reykeitrun á Kaffibarnum í gær...

Vaknaði um sjö í morgun eftir aðeins þriggja tíma svefn og var að drepast í maganum og með þannig að bragð uppi í mér eins og ég hefði reykt svona ca þrjá pakka. Þetta var ógeð en það breytir því samt ekki að það var ótrúlega gaman á KB í gær. Ekki oft sem bæjarferð vekur lukku!

En þarna var saman komin ótrúleg grúbba, fyrst var það ég, AFO, Hjallah og Regína sem fórum saman til að hitta tvo lyfjafræðifélaga hans Hjalta, Jóa og Atla. Það kom síðan í ljós að Atli er besti vinur Kobba (Sóleyjarkobba) og bonduðum við þannig. Rex birtist rétt á eftir og féll auðvitað beint inn í hópinn. Síðan kom Tommi Hermanns, Sindri og Hannes sem ég dansaði eitt sinn við, Tommi og Sindri þekkja AFO og Hjallah og Hannes þekkir mig og Atla, nýtt bond komið. Einnig birtist Gylfi litli fyrrverandi hennar Regínu sem þekkir okkur flest öll. Því næst birtust Inga litla og Siggaliggalá sem þekkja eiginlega okkur öll og þarna sannaðist það að Ísland er það allra minnsta sem fyrir finnst...

Takk fyrir kvöldið:)
Þorgrímur Þráins!

sunnudagur, apríl 16, 2006

Fáir þykjast armir í ölteiti
(armur: "vesæll")

Smá preview af því sem ég hef verið að gera um páskana...borða, sofa, drekka rauðvín, borða, sofa, drekka rauðvín, horfa á friends, hitta skemmtilegt fólk og já borða og sofa:)

Hluti af ritstjórninni í útgáfuteiti

Mommsa, systur og litla frænka

Ég og litlu hobbitavinir mínir:)


Og svo auðvitað Sufflé...

fimmtudagur, apríl 13, 2006


Jæja þá er það síðasta kvöldmáltíðin...

Gleðilega páska kæru vinir:)
-Lil-

mánudagur, apríl 10, 2006

Munið þið eftir 19 ára afmælinu mínu á Hjallaveginum...

Það var alveg fullt hús og ég man að einhver spurði af hverju ég væri eiginlega að halda svona stórt afmæli og væri bara 19 ára hvernig yrði eiginlega 20. ára boðið!

Minningar, minningar, minningar...höfum við eitthvað breyst?Allaveganna ekki þeir tveir...

Var að finna þessar snilldarmyndir í tölvunni á Grunninum:)

sunnudagur, apríl 09, 2006

Ragna er farin að efast um vináttu mína í hennar garð...

Þegar ég kom frá Köben keypti ég eyrnalokka handa henni fyrir göt og rétt í þessu bauð ég henni upp á appelsínubrjóstsykur sem fékk hana nánast til að æla...

Þetta er svona svipað og að gefa Álfinum hælaskó og Marghugu líkamsræktarkort!


Við erum samt ávallt sprækar:)

 Posted by Picasa

laugardagur, apríl 08, 2006

Ég er með stór plön fyrir daginn...

sum eru að vísu skemmtilegri en önnur!

1)Klára að fara yfir verkefni og gera viðurkenningaskjöl fyrir krakkana í Íslenskuskólanum
2)Klára heimilisfræðiverkefni og senda allar myndir af réttum sem ég hef gert
3)Fara út að skokka
4)Selja miða og fara á tónleika hjá mommsunni minni og afa wonder
5)Fara út að borða með hópi fólks...

Og samt ætla ég ekki of seint að sofa...
Ætli þetta takist?


Hér er ég hins vegar að verlsa í NY sem er ólíkt skemmtilegra en leiðinlegri hluti plananna!

Góða helgi:)

 Posted by Picasa

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Í dag hefði amma mín orðið 96 ára ef hún væri á lífi...


Hérna erum við saman á jólunum fyrir rosalega mörgum árum


Ég samdi einu sinni ljóð um hana:


Svava amma er best í heimi
henni ég aldrei gleymi
á jólunum kemur hún til okkar
og með henni fylgja oft prjónasokkar

Thats all today folks!

 Posted by Picasa

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Ótrúlegt hvað kóla flöskurnar og hlaupin vega mikið í Stjerne mixinu þegar maður á ekkert eftir...

Þetta eru einmitt þau hlaup sem eru alltaf skilin eftir en eru alveg ótrúlega vanmetin því þau koma að virkilega góðum notum þegar maður hefur ekkert annað:) (nema kannski sufflé hráefni haha)

Annars langar mig að benda fólki á einkar áhugaverð viðtöl við 4 eiginkonur fótboltamanna í Vikunni á morgun...sumar kannski meira svona "einukonur" fótboltamannsins;)

ha er lífið ekki næsti leikur...(kvót frá pabba gamla)

-L-
Hann á afmæli í dag...hann á afmæli í dag...hann á afmæli hann Biking Wonder afi minn...

Þessi mynd er síðan í sumar þegar við hjóluðum saman frá Fjóni yfir á Jótland:)
Hann hafði ekkert í mig kallinn en stóð sig samt vel svona miðað við aldur!

Til hamingju afi minn, þú ert besti og skemmtilegasti afi í heimi:)

 Posted by Picasa

mánudagur, apríl 03, 2006

Ég set hérna eina gamla góða mynd af mér og nýkrýndum Íslandsmeistara í badminton...Til hamingju REX

Í dag sagði ein lítil stelpa á frístundaheimilinu við mig að ég væri bara alveg eins og amma hennar...alveg eins lykt og ruggar mér eins og hún!

Það er ýmist í ökkla eða eyra, annan daginn er maður eins og unglingarnir og hinn eins og gamalt fólk:)

Ég ætla að taka annað námskeið í jóga, ég er orðin algjörlega háð þessu og slökunin í lokin er hreinn unaður!

Og viti menn ég ætla henda í eina sufflé uppskrift í kvöld...hey kommon Hjalti var að koma til landsins og það er bara lágmark að hann byrji dvölina á Íslandi á léttri sufflé bombu;)

Adios amigos

sunnudagur, apríl 02, 2006

Það voru að koma myndir í hús...
úr boðinu þar sem saman komnir voru allir sem Margréti þykir hvað vænst um!


Hérna var gamanið nú bara rétt að byrja

Margrét tók ótrúlegt aprílgabb og þóttist vera svakalega full!

Henni er ekki viðbjargandi stelpunni...
Fallegur svona rauðvínsgómur:)

Takk fyrir mig ladies, þetta var alveg jette bra!

 Posted by Picasa
Skallinn og SS...verða eflaust gott duo í körfuboltanum í sumar:)

 Posted by Picasa