þriðjudagur, janúar 31, 2006

Besti dagur ársins...?

Ég held að dagurinn í dag sé án efa besti dagur ársins enda er að birta til, snjórinn er farinn, maður finnur hvernig vorið nálgast og grámyglan er að leka úr manni...

Janúar er búinn í dag:) Heldurðu að þunglyndið sé ekki farið úr manni núna Sóley?

Nú getur maður byrjað af krafti í öllu enda kominn tími til. Ég held að það ætti ekki að byrja neina starfsemi fyrr en um mánaðamótin jan/feb, þá eru allir búnir að jafna sig eftir jólin.
Einhverjir sammála?

Hafið það gott í dag...það ætla ég sko að gera!
Lil JO

föstudagur, janúar 27, 2006

Ég hef dulda listræna hæfileika sem eru að brjóta sér leið út úr skurninni....

Ég er ekki frá því að ég hafi fengið snert af sjálfstrausti hvað varðar myndlist þegar ég gekk út úr Listaseli Kennaraháskólans í dag.

Eftir að hafa lært pappírsþrykkingu og ákveðið að hafa jurta og blómaþema, teiknað eftir bergfléttu og grunnað strigann minn fyrir mitt fyrsta málverk sem mun hafa hringaþema þá hugsaði ég með mér að ég get þetta nú bara alveg. Meiri hræðslan sem er búin að hrjá mann í rúmlega 23 ár. Þannig að búið ykkur undir mjög svo listrænar gjafir frá mér í ár;)

Nú er bara að kaupa skissubók, möppu og svo aukadótarí sem hver og einn listamaður þarf að eiga og það sem gerir þetta enn betra er að mér finnst þetta hafa ótrúlega róandi áhrif á mig, ekki það að janúar hefur að vísu gert það líka!

Í kvöld hefst Idolið sem er líklegast eini sjónvarpsþátturinn sem ég hef markvisst fylgst með síðastliðin tvö ár. Kannski er það bara vegna veðmálsins sem er alltaf í adidas búðinni. Ég get aldrei fylgst með einhverjum þætti, ég gleymi nefnilega alltaf að horfa...spes

Á morgun á ég tíma í litun og plokkun sem er ekki seinna vænna áður en ég fer að líta úr eins og geimvera...seinnipartinum og kvöldinu ætla ég að eyða með Matthildi Birtu:


Sjáiði hvað við erum sætar saman:)

Auðvitað ætla ég alveg spjalla aðeins við mömmuna líka, getum nú alveg örugglega slúðrað eitthvað smá.

Einhvers staðar inni í helginni þarf ég líka að finna tíma til að klára bókina Upp við fossa og undirbúa fyrirlestur...það er sumsé engin lognmolla þrátt fyrir mikla mollu á þessu blessaða bloggi mínu!

Góða helgi allir saman, ég er farin í kríu...Hey...það er einhver föstudagsfílingur í mér, kem með uppfærslu seinna í dag;)

Farin í Grafík, málun og teiknun! Trúið mér...ég er að byrja á myndmenntarnámskeiði, Bára hlýtur að vera hoppandi ánægð með mig;)

mánudagur, janúar 16, 2006

Ég er rosa mikill aumingjabloggari, spurning um að hætta þessu áður en þetta deyr alveg út...nje þetta hlýtur að koma

En hey snjór, þú mátt fara núna, máttir koma á milli jóla og nýárs en þetta er komið gott takk. Það er ekkert grín að búa lengst upp í sveit og lenda í öngþveitinu á morgnana þegar er svona mikill snjór og hananú!

Rosa eru samt allir duglegir í ræktinni, vá það er bara troðið í BH. Elsku fólk haldið nú svona áfram fram á vorið...já eða sumar það væri ekki verra;)

Æj ég ætla fara að sofa enda þreytt mjög
Góða nótt elskurnar.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Ég sef ekkert á nóttinni, fór með allar bænir sem ég kann í gær og endaði á því að telja kindur og svo get heldur ekki vaknað á morgnana, hins finnst mér rosa gott að liggja flöt milli 14 og 17 á daginn. Þá get sko sofið ójá....þetta er hins vegar hrikalega pirrandi. Tara gerir mér líka lífið leitt á nóttunni með endalausu rápi inn og út úr herberginu, hún vill alltaf vera í rassgatinu á mér og tekur sér ekkert pásu yfir blánóttina.

Núna er ég að undirbúa áætlun sem ætti að breyta þessu, var að enda við að sötra eitthvað svæfingarte, ætla að setja hreint á rúmið, taka 100 armbeygjur og skokka nokkrar ferðir upp og niður tröppurnar og þá hlýt ég að sofna fyrir þrjú! (þetta síðasta var kannski ekki alveg í alvörunni)

Ég fór í tíma í dag í málfræðirannsóknum, eflaust ágætt, enn einn greinaböggullinn sem maður les alltaf svo vel! Í vor verð ég síðan orðinn grunnskólakennari. Það verður spes...ég ætla samt ekkert að drífa mig neitt alltof mikið út á vinnumarkaðinn og er svona að reyna að gera upp við mig hvað ég get eiginlega farið...

Já svona er nú tilveran lítilfjörleg þessa dagana

Hlakka til þegar febrúar kemur, þá fer allt í fastar skorður.

mánudagur, janúar 09, 2006

The game is over...

Þetta er bara orðið full time job hjá mér að svara fólki en ég minni á lið 9 í þessu og þeir sem eru ekki með blogg geta tekið Láru vinkonu til fyrirmyndar!

Annars rúllar árið af stað í öllu sínu veldi;)
Lil

föstudagur, janúar 06, 2006

Best að ég dembi mér í þetta frá Álfinum...

Þú settur nafnið þitt í comment og ég.......

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/lykt minnir mig á þig
4. Ég segi þér hvaða litur minnir mig á þig
5. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
6. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
7. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
8. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
9. Ef þú tekur þátt í leiknum, verðu ÞÚ að setja þetta á bloggið þitt..!!

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Tara er búin að taka ástfóstri við mágkonu sína, hún hreinlega eltir hana á röndum og vill helst ekki gera annað en að liggja nálægt Lindunni sinni. Svona er maður nú mikill dýravinur ha?

Ég er í letikasti þessa dagana enda var takmarkið að tjilla aðeins á þessu ári. Hafa minna að gera og njóta þess að slappa af í sveitinni.

Ég sakna þess þó sárt að hafa ekki systur mínar tvær hjá mér en þær ætla að vera duglegar að heimsækja mig og ég þær ekki satt?

AFO var að leigja Batman begins...þannig að þangað til næst hvenær sem bloggandinn kemur yfir mann....seeya
Linda