föstudagur, desember 30, 2005

Jólin hafa verið yndisleg í alla staði. Hvað er skemmtilegra en að borða góðan mat, troða sig út af konfekti, ís og öðrum ósóma og sofa svo fram eftir degi:)

Nokkur spilakvöld hafa verið tekin og í gærkvöldi kom LA gengið til mín, að vísu vantaði Hildi og Samíu og var þeirra sárt saknað.

Það fer ótrúlega vel um okkur í sveitinni og lífið gæti varla verið betra:)

Hvert er annars planið á gamlárs?

Lilly

laugardagur, desember 24, 2005

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
Og farsældar á nýju ári.
Risajólaknús Linda!!

fimmtudagur, desember 22, 2005

HÆ hæ hæ...

Ég er að flytja, vildi bara segja ykkur það:) Loksins ha, býð í teiti fljótlega, verður auglýst síðar.
Annars afhentum við peninginn fyrir brunninum í dag. Hugljúf stund sem við áttum með biskup og starfsfólki kirkjuhússins.

Jæja erum að fara að setja saman fataskápinn...og svo er bara að raða, flokka og skipuleggja. Love it!

Heyrumst
Grafarholtsbúinn:)

laugardagur, desember 17, 2005

Ég vildi bara minna á söfnunina sem ég talaði um við einhver ykkar í gær. Hún er í fullum gangi og fer vel af stað ef marka má nýjustu tölur. Þið getið fylgst með hér en þessi maður sér um að halda utan um peninginn með sérútbúnum reikningi:

Reikningsupplýsingar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189

Ég hvet ykkur öll til að taka þátt
Góðar stundir:)

fimmtudagur, desember 15, 2005

Ég sá viðtal við einn sem ég þekki aftan á Allt blaðinu eða innblaðinu í Fréttablaðinu...

Þar kom fram að viðkomandi gengur bara í Armani og Hugo Boss fötum...verst að ég var búin að kaupa Prada frakka í jólagjöf, demit;)

Kíkið á þetta...
-L-

miðvikudagur, desember 14, 2005

Mikið er nú sweeeeet að vera í fríi...

Ég held ég slái þessu bloggi bara upp í kæruleysi í jólafríiinu, annars er ég búin að pakka öllu inn, Lottó sparslar og sparslar og það lítur út fyrir flutninga fyrir jól. Gaman, gaman...

Ég stend vaktina í adidas um helgina, 12-22 á lau og 10-22 á sun. Það verður stuð að rifja aðeins upp jólageðveikina í búðunum, endilega droppiði við og kastið kveðju.

Keypti fyrirfram jólagjöf á Andra í dag, það var frakki nokkur ansi flottur en síðan á ég náttúrulega hina sem ég keypti í NY.

Ætla að leggjast í fleti með ostapopp og pepsí, setja tærnar upp í loft og segja tíu sinnum, mikið er nú geggjað að vera svona í fríi (frá skólanum þá) því þrjár vinnurnar eru nú alveg á sínum stað;)

Har det bra

laugardagur, desember 10, 2005

ÉG ER BÚIN MEÐ HEIMAPRÓFIÐ SEM ÞÝÐIR AÐ ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM...TVEIMUR DÖGUM FYRIR ÁÆTLAÐAN DAG!
Ég ætla hafa það svoooooo gott og frábært hjá Unni Birnu, hún átti þetta svo sannarlega skilið:) Við erum svo falleg þjóð:)
Góða helgi people...

fimmtudagur, desember 08, 2005

Ég fór í dag og hitti fallegasta barn í heimi...

Já skáfrænka mín er guðdómleg, ég gat varla slitið mig frá henni og fékk næstum tár í augun þegar ég tók hana fyrst í fangið. Ótrúlegt hvað svona lítil manneskja getur haft mikil áhrif á mann. Ég get sko ekki beðið eftir að sjá hana aftur:) Hlakka svo til að vita hvað litla manneskjan á að heita...hvernig væri t.d Linda!

Ég kláraði námskeiðsmöppuna í dag, gormur og allur pakkinn kominn. Á morgun fæ ég svo afhent heimaprófið og það er mitt síðasta mission á þessari önn. Ég elska að halda á skipulagsplaninu mínu og strika yfir allt sem ég er búin með. Ég bjó þetta plan nefnilega til þann 10. okt og mér fannst það óyfirstíganlegt en í dag er eitt atriði eftir og guð hvað ég hlakka til að taka blýantinn í hönd og tjékk! Þið vitið hvernig ég er:) Keypti mér líka nýja svarta skipulagsbók fyrir árið 2006, án gríns þá er ég smá spennt að vígja hana hahaha já ég er kreisí;)

Allaveganna, ég er búin að plata doktor upp úr bókunum og nú það spóla og rólegheit, vorum að koma af Vegamótum og stútuðum góðum mat og brownie...

Þetta er sweet...
Lilly

miðvikudagur, desember 07, 2005

Á leið í próf og leið á prófum...

Ég er ekki frá því að ég sé með smá ónot í maganum, æj það stóð samt á upprifjuninni að maður ætti að mæta með hæfilegt magn af stressi í prófið. Ég svaf samt illa enda borðaði ég of mikið af pizzu í gærkvöldi. Skamm skamm Linda, ekki fjórar sneiðar af pizzu daginn fyrir próf:) Það hefur sýnt sig að það er mikil fylgni á milli þess að borða of mikið af pizzu kvöldið fyrir próf og ganga skítsæmilega en gleymum því ekki að það er ekki orsakasamband ónei!

innihald, innri gerð, tengsl við aðrar breytur
stöðugleiki í tíma, innra samræmi, sambærilegar eitthvað æj man ekki hvað og samkomulag....æj bara að tjékka hvort að ég muni ekki atriðin í tengslum við réttmæti og áreiðanleika...allaveganna drulluleiðinlegt blogg varð bara aðeins að slaka á...

cheers
-L-

þriðjudagur, desember 06, 2005

Á morgun verð ég búin í aðferðafræðinni, á fimmtudaginn verð ég búin að skila námskeiðsmöppu og á sunnudagsmorgun verð ég búin með heimaprófið...þá get sko hrópað ferfalt húrra, farið að pakka og undirbúa flutninga og boðið jólin velkomin í öllu sínu veldi:) Kræst hvað ég er ógeðslega spennt:) Ég er algjört jólabarn, hvað með ykkur vinkonur og vinir, hverjir ætla gefa pakka og hverjir ekki, endilega kommentið á þetta, meika ekki einhverja óvænta pakka á aðfangadag;) Annars er ég með ágætt back up plan ef eitthvað kemur upp á.

Hins vegar ætla ég að tilkynna ykkur það að ég mun ekki vera öflug í jólakortunum í ár, kannski fá einhverjir vel útvaldir kort, í fyrra sendi ég nefnilega hátt í 50 kort (þeir 50 ættu að hugsa sig vel um í ár) en fékk 3 sjálf. Það er ekki hressandi fyrir mann:( Maður telur sig eiga marga vini en raunin verður svo önnur...ég mun því ekki leggja mig fram í jólakortunum í ár líkt og í fyrra.

Annars var það ekki fleira í bili
lil

sunnudagur, desember 04, 2005

Ég er með ótrúlega gott skipulag í prófalestrinum...

...það byggist á því að rífa sig upp á morgnana og lesa slatta fram að hádegi, fá sér síðan eitthvað ljúffengt í hádegismat og síðan er það gulrótin...tek seinnipartsblund frá rúmlega fimm fram að kvöldmat:) Ég elska þennan blund. Eins og áður kom fram tók ég mér frídag á föstudaginn til að núllstilla heilann. Hef síðan haldið mér við þetta kríuplan og líkar vel. Mæli með þessu, ein kría á dag í prófum kemur öllu í lag! Áðan gerðist ég meira að segja svo djörf að kveikja á einu kerti og ímynda mér að ég væri komin í jólafrí.

Jæja, þetta var ráð dagsins í boði Lindu. Það hefur sýnt sig að mikil fylgni er á milli kríublunda og árangurs í prófum!

Best að halda áfram með aðferðafræðina...
Ciao a Tutti

fimmtudagur, desember 01, 2005

Já ég veit...er búin að vera aumingjabloggari!

En ég fékk skemmtilega póstsendingu í dag frá Íslandsbanka. Í henni stóð:

Það er alveg óþarfi að vera fölur og fár yfir prófalestrinum. Við óskum þér góðs gengis og sendum þér þennan brúnkuklút til að fríska upp á útlitið.
Með bestu kveðjum
NÁMSVILD

Já það eru ótrúlegustu hlutir sem maður fær frá Íslandsbanka, bókastyrk, brúnkuklúta...hvað verður næst? Plííss íbúð:) Svo ég tali nú ekki um allan jólabónusinn sem maður ef maður vinnur á nokkrum stöðum!

Annars er þetta alveg rétt hjá þeim, algjör óþarfi að taka alltaf ljótuna í prófunum og því hef ég ákveðið að smella þessum klút í smettið á mér. Ég er samt nokkuð klár á því að faðir minn, starfsmaður Íslandsbanka hefur ekki verið að skipuleggja þessa klútasendingu!

Annars er aðeins að róast hjá mér. Í nótt svaf ég í 3 og hálfan og fór svo að kenna rúmlega sex, verð að segja að það var ekkert alltof hressandi. Svimaði og varð hálf óglatt. Ég er búin í einu prófi, skilaði ritgerð og lokaverkefni í heimspeki í dag og á morgun hef ég ákveðið að taka mér heilagt frí frá lærdómi enda skiptir maður ekki svo auðveldlega úr Einari Ben. yfir í aðferðafræði, talandi um aðferðafræði...hressandi námsgrein sem nær að pota sér út um allt.

Sigurrósar meðlimir stóðu sig með eindæmum vel um síðustu helgi og loksins loksins tóku þeir lagið mitt Viðrar vel til loftárása.

Ég óska öllum góðs gengis sem eru í prófastússi og elskurnar mínar fáið ykkur brúnkuklúta:)
-L-