mánudagur, október 25, 2004

Dagar 5 kg sælgætis eru taldir........

.......var að stinga upp í mig síðasta bolanum af súkkulaðirúsínunum, já ég hef afrekað það að borða 5 kg af nammi á tveimur vikum. Geri aðrir betur. Það verður spennandi fyrir ykkur frónara að sjá hvernig ég verð útlítandi þegar ég kem heim!

Hins vegar kemur Andri Fannar á morgun og í þetta skipti bað ég ekki um neitt nammi...wonder why!!

A presto
Picco

sunnudagur, október 24, 2004

.....Áðan leið mér eins og Miröndu í SATC þegar hún var að fá sér kínverskan og konan í símanum sagði allt það sem hún vildi án þess að Miranda kæmi upp orði. Ég fór nefnilega að kaupa mér pizzu á pizzastaðnum hérna í götunni og um leið og ég kom að afgreiðsluborðinu sagði gaurinn: "Ah pizza con prosciutto, peperone (sem er nota bene paprika hérna) e aglio". Já mér var brugðið, fæ ég mér virkilega svona oft pizzu hérna, ég sem hélt að ég væri alltaf að elda!

Segjum það gott í bili
Pizzulinan

p.s. Hjalti ég vona að þú takir símtalinu í gær sem hrósi, framburður Finnanna, Svíanna, Þjóðverjans og Ítalans á nafninu þínu slær öll met, hef sjaldan heyrt eitthvað svona fyndið og þetta er allt til á teipi þannig að það er hægt að hlusta á þetta aftur og aftur. Og án gríns þá var ég að kynna þig til sögunnar sem eitt af okkar íslensku hönkum sem eru á lausu! Verð að leyfa þér að heyra upptöku á þessu.

föstudagur, október 22, 2004

Dagar sem innihalda bið og lærdóm......

Á næstu dögum mun ég fjárfesta í personal alarm, allar stelpurnar hérna eru með svoleiðis í veskinu, mjög hentugt fyrir litla ljóshærða stelpu sem er að spóka sig ein á götum Genova borgar!

Í gær var mér boðið að koma með erókbikk kennaranum mínum (simonu) á ráðstefnu sem er svona svipað og workshop hjá les mills nema þetta er ítalsk kerfi sem er með life pump, life combat, life step, hip hop, funk og fleira skemmtilegt. Þetta mun standa alla 10 dalla 17. Þetta verður jytte bra, get bara ekki ímyndað mér annað.

Ég er hins vegar að fara í próf á þriðjudaginn og er límd við bækurnar til þess að skora hátt á þessu prófi. Verð að viðurkenna að einkunnir hafa alltaf skipt mig persónulega miklu máli!

6 tímum eftir prófið lendir síðan prinsinn minn hérna og ég verð mætt í mínu fínasta pússi að sækja hann. Gvöð hvað það verður gaman, er með stillt á fast forward 24/7!

Horfði aftur á myndina Along came Polly.....ég var búin að gleyma hversu svaka góð hún er: "happy as a Hippi" og þegar Stillerinn skellur á sveitta bringuna á feita gaurnum, já það þarf lítið til að skemmta mér.

Síðan var casa de mongo (ég og sambýlingar mínir) að skipuleggja ferð til Milano þann 10. des þar sem verslaðar verða jólagjafir og fleira sem gleður augað. Ég er strax byrjuð að telja niður, hlakka svooooooo til jólanna, ég elska jólin jibbíkóla.

jólakveðjur,
Bellan


miðvikudagur, október 20, 2004

Í nótt dreymdi mig alveg ótrúlega fyndin draum. Ég var mætt í Baðhúsið að kenna body pump og þetta var nú ekkert venjulegt body pump, þetta var pump á ítölsku, hvað annað! Og það fyndna var að í tímann var mætt stórvinkona mín hún Amalía Björnsdóttir og ég fór eitthvað að segja frá því að ég hefði verið erasmus nemi á Ítalíu og þá sagði hún að hún væri sko ekki hrifin af þessu skiptinámi nema hvað að ég væri svo dugleg að ég hefði kannski alveg getað þetta!! (hvað ætli það þýði að Amalía sé að hrósa manni). Ekki nóg með það þá var tíminn alveg að fara að byrja og þá er hún mætt upp á svið með eitthvað íslenskuverkefni og er að biðja mig um að hjálpa sér því hún sé að taka einhvern íslenskuáfanga í Kennó! Já þetta var ansi spes draumur og sá sem getur ráðið hann má koma og búa með mér hérna fram að jólum (alltaf sömu verðlaunin)

Annars er ég með hinn ítalska Meyvant sem stærðfræðikennara, hann heitir reyndar Paolo Boero og nær nú ekki alveg honum Meyva okkar Magga mín en kemst ansi nálægt því.

Hver man eftir þættinum í Friends þegar Ross var að kenna í tveimur byggingum og þurfti að drífa sig á milli og kom alltaf lafmóður í tíma (þátturinn er í 8. seríu). Þetta kom einmitt fyrir ítölsku kennarann minn hann Francesco í dag, minnti mig óneitanlega á Ross og var auðvitað drepfyndið

Til að funkera í hinu ólgandi mannlífi Genova borgar eru nokkur atriði sem maður þarf að breyta í fari í sínu. Ég er því farin að:

láta hundaskítinn sem vind um ,,augun” og ,,nefið” þjóta


tek strætó eins oft á dag og ég get og því mér finnst ótrúlega þægilegt að líða eins og ég sé í sardínudós


taka mér ciestu án þess að hika milli tólf og tvö á daginn (reyndar þekkt fyrir það á Íslandi líka)
hróp og köll eins og ciao bella!! Eru farin að blandast saman við ítölsku útvarpsrásirnar sem ég er með í eyrunum því ég er svo mikið í strætó og verð að hlusta á eitthvað


borða gnocchi á hverjum degi (eða kartöfluhnykla - svona til að geta hnyklað vöðvana múhaaaaaa)
senda sms á ítölsku til þeirra sem eru hérna úti


ganga með orðabók á mér allan daginn því engin talar ensku


tala ítölsku við leigusalann Cutri Cucinotta


taka nýja handritið mitt eins og oft á dag og ég get (já ég er frá Íslandi, já það er kalt þar núna, já ég er erasmus nemi hérna í 4 mesi, nei ég bý ekki ein heldur með 4 öðrum stelpum og þið þekkið framhaldið þið sem þekkið handritið, eða hvað rex, er ég ekki handritsmeistarinn?)

fara í líkamsrækt ef mér leiðist, fór í 4 hóptíma á síðasta miðvikudag og fékk aldeilis að finna fyrir því á fimmtudagsmorguninn


sætta mig við að vera með bilaðan vask og þurfa að vaska upp í bala og hella úr honum í klósettið


hengja þvottinn á snúrur sem hanga á milli glugganna og þvotturinn á það til að sveiflast í skítuga húsveggina.

já svona er nú tilveran hjá mér!

Ég hef ákveðið að setja þessa viku á hraðspólun og þá meina ég hraða hraðspólun því nákvæmlega eftir viku verður Andri kominn hingað til mín og við ætlum að fara til Flórens og Brandur frændi (hans) var svo góður að bjóða okkur að vera í íbúðinni hans sem er víst alveg miðsvæðis. Mi piace Fiorenze!

Segjum þetta gott í bili frá ykkar einlægu Piccolinu.

sunnudagur, október 17, 2004

Í dag er ég mjög ánægð.......

vegna þess að í dag er dagurinn hennar Söru Bjorck í þrifum. Sara Bjorck hefur þann einstaka hæfileika að þrífa afskaplega vel og það er eitthvað sem ég met mikils þegar kemur að því að meta persónuleika fólks. Þess vegna er CASA DE MONGO angandi af góðum sápuilmi og það liggur við að það sé hægt að spegla sig í flísunum. Það þrífa nefnilega ekki allir jafn vel hérna á Via Bianchetti! Til að fagna þessu opnaði ég eitt stykki af íslenskum súkkulaði DRAUM...........

.........einnig tók ég hvíldardaginn mjög heilagan í dag og svaf til að ganga tvö en þar af leiðandi var ég eiginlega orðin of sein til að fara í pic nic upp í fjöllin með öðru casa. Ég ákvað því bara að vera heima og klára stærðfræðiverkefni sem ég á að skila á morgun.

Fyrirmælin voru þessi: valutare la correttezza e l´efficacia didattica della seguente "sppiegazione" delle differenze tra cifre e numeri (da una ripresa video in clesse). Sá sem veit hvað þetta verkefni felur í sér má koma og búa með mér hérna fram að jólum (til að hafa það á hreinu þá gat ég gert þetta verkefni upp á eigin spýtur)

........í dag downloadaði ég líka skype í tölvuna mína þannig að þið sem eruð með skype látið mig vita. Ég heiti Piccolina0610.

A presto

Lindsey Hunt


laugardagur, október 16, 2004

HÆ HÆ

Ég var að setja inn eitthvað af nýjum myndum, frá Cinque Terre, þegar þvottavélin féll fram af og frá heimsókn mömmu og ömmu og afmælinu mínu. Ég er að þessu hérna heima með hægvirkasta net í heiminum, þannig að ég get bara sett nokkrar myndir, reyni að setja fleiri við tækifæri.

Annars ég búin að vera að læra í dag, er að fara í próf í ítölsku eftir rúma viku þannig að það er eins gott að fara að byrja að læra aðeins. Í gær fórum við í appertivo á xo og kíktum síðan aftur á GLAN sem heitir reyndar il CLAN, í þetta skiptið fengum við koju, efri koju og sátum þar í makindum okkar og sötruðum drykki og spjölluðum saman.

Í kvöld er síðan sixties night á stað í gamla bænum. Þar verð ég að sjálfsögðu mætt í banastuði, enda hata ég ekki sixties tónlistina.

Á fimmtudaginn næsta mun sambýlingurinn minn hún Krunka yfirgefa mig í nokkra daga því hún er að fara að heimsækja vinkonu sína í London. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvernig ég spjara mig ein hérna í herberginu okkar.

Hafið það gott um helgina.......farin í ræktina að taka trylling á hlaupabrettinu!
Bellan

föstudagur, október 15, 2004

Í dag sat ég í 6 klukkutíma og hlustaði á ítölsku, fyrst í skólanum og svo á tungumálanámskeiðinu, þetta var aðeins of mikið af því góða fyrir minn litla heila! Annars fjárfesti ég í tveimur skólabókum á ítölsku í dag, það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig mér gengur að lesa þær. Núna er skítkalt hérna í Genova, veðrið breyttist á einum degi fór úr 25 stigum í 17 stig og það er mjög kaldur vindur. Ég hef því alveg endurskoðað hug minn með að senda vetrarflíkurnar heim.
Eftir að mamma og amma fóru er ég búin að vera með ogguponsulitla heimþrá, ekkert samt til að tala um. Það var bara svo ótrúlega gaman að hafa þær, en það styttist í Andrann þannig að ég ætti ekkert að vera að kvarta. Áðan fórum við Krunka út að borða með fjórum Ítölum, þau vildu sýna okkar ekta mat frá Genova. Ég fékk mér Gnocchi (búið til úr kartöflum) með spínati og gorgonzola osti , það var mjög gott en jafnaðist samt ekkert á við hráskinkuna sem Krunka fékk sér, þessi hráskinka ákvað að bregða sér í líki pizzu eina kvöldstund! Var búið að fletja hana út á disk og setja ost og kál ofan á. Síðan kíktum við á stað sem heitir GLAN, þar eru svona kojur til að sitja í, mjög fyndið (set myndirnar inn við tækifæri). Við erum ákveðnar í að mæta snemma næst til að fá koju.

Góða nótt elskurnar mínar, sakna ykkar mikið, það er nú dáldið erfitt fyrir svona Piccolinu að vera eina í útlöndum en sem betur fer hef ég Hrafnhildi annars væri ég komin heim. Knús og kossar.

mánudagur, október 11, 2004


Adam var ekki lengi í Paradís.........

Sælan er búin og la vita normalimente tekið við, sem er skólinn, tungumálanámskeið, ræktin, heimilisstörfin og eldamennskan. Engar búðir, ekkert út að borða. Mamma og amma fóru snemma í morgun út flugvöll og það var ótrúlega gaman að hafa þær og við náðum að afreka þvílíkt mikið á einungis 5 heilum dögum. Á laugardaginn skelltum við okkur til Mónacó (annað skipti hjá mér reyndar) og fórum í lítilli lest um alla borgina, fórum að sjálfsögðu inn í Monte Carlo, gengum um fallegan garð, skoðuðum mollið sem var eins og höll með aðeins of dýrum vörum fyrir mína buddu og sátum við höfnina og sötruðum rauðvín eins og sannir Frakkar. Annars er ég búin að fá þvílíkt af peningum og gjöfum. Eiginlega bara búin að endurnýja hluta af fataskápnum með nýjum buxum, 4 bolum, peysu, skóm, tveimur pilsum, sokkabuxum, nælum og nærum. Enda hatar Piccolinan ekki búðirnar, nú verður hins vegar sagt basta og tekin pása að minnsta kosti þar til Andri kemur (sem er bara eftir tvær vikur húrra húrra húrraaaaaaaaa).

Ég komst hins vegar að ýmsu um hana ömmu mína í þessari ferð. Hún kallar sko ekki hvað sem er ömmu sína! (hressandi brandari). Amma mín hrýtur eins versti búrhvalur, hún er með húmor eins og unglamb og reytir af sér brandarana án þess jafnvel að taka eftir því, til að mynda spurði hún hvort pabbi hennar Hrafnhildar hefði verið með kalli þegar ég sagði að hann hefði ekki verið með neinni konu síðan hann og mamma hennar skildu. Amma náði líka að afreka eitt sem ég held bara fyrir mig og mömmu en það var mjög fyndið og kláraði næstum því að kaupa allar jólagjafirnar á methraða (reyndar með góðri aðstoð frá aðstoðarmanneskjunni, mér). Það er sko greinilega ekki bara afi minn sem er í feiknaformi því hún amma blés ekki úr nös, þrammandi búð úr búð með níðþungan bakpokann fullan af gjöfum. Ég veit sem sagt núna hvaðan ég hef þetta endalausa úthald í búðunum, það er frá henni ömmu, hún mátaði hverja flíkina á fætur annarri ásamt því að finna fleiri föt á mig og mömmu. Síðan talaði hún bara íslensku við alla enda algjör óþarfi að gera annað þar sem allir töluðu ítölsku við hana. Já hún er kjarnakona hún amma mín og hinn skemmtilegasti ferðafélagi að ógleymdri henni móður minni sem er náttúrulega bara eins og stóra systir mín og alltaf jafn skemmtileg og góð. Ég held að það geti nú ekki allir þrír ættliðir skemmt sér eins vel og við gerðum á þessum fimm dögum. Takk fyrir mig elsku mamma og amma mín:)

Nú tekur við niðurtalning í næsta gest sem er enginn annar en uppáhalds strákurinn minn hann Andri Fannar en það eru bara 14 dagar til stefnu. Næsti gestur þar á eftir er síðan engin önnur en hin þýska Margthrute Schneider en hún ætlar að mæta á Via Bianchetti þann 18. nóvember. Ég og Krunka erum síðan að hugsa um að kíkja á hana til Berlín um miðjan desember.

Hafið það nú gott í skammdeginum á Klakanum, heyrði það í dag að hitastigið hérna um jólin er ca 15°, ekki í mínus heldur plús. Ég mun því senda vetraflíkurnar heim með Andra!

Er að hlusta á gamla góða lagið Barbie girl, rifjar upp góðar minningar úr bernsku minni.

Knús
Belinda

föstudagur, október 08, 2004

BUONA SERA

Já það eru þrír þreyttir ættliðir sem leggjast til svefns í kvöld enda var dagurinn tekin með trompi svona búðarlega séð. Að minnsta kosti hjá elsta ættliðnum sem fór hamförum í verslunarmiðstöðinni Fiumara. Við eyddum rúmum sex klukkustundum í að skoða allar búðirnar og amman tók sér góðan tíma í að velja jólagjafirnar og hún vildi sko klára þær allar í dag. Í sumum búðunum setti ég mig í hlutverk afgreiðsludömu og reyndi hvað ég gat að selja henni fötin því mamma var að niðurlotum komin. Að vísu voru teknar góðar matarpásur inni á milli.


Annars er búið að vera frábært að hafa mömmu og ömmu hérna, mér líður næstum bara eins og ég sé heima. Á afmælisdaginn minn fórum við ásamt hússystrum mínum og einum german outsider á frábæran veitingastað þar sem ég fékk mér steik með öllu tilheyrandi ekki seinna vænna eftir ofát af pasta og pizzum. Síðan fylgdum við mömmu og ömmu heim og héldum svo út á lífið á þessa sígildu staði Grigua og MILK. Allir sungu fyrir mig á Grigua og gáfu mér pakka, það hatar nú afmælisstelpan ekki! Í gær fórum við til Portofino og fengum æðislegt veður, þetta var algjör rólyndisferð enda nauðsynlegt sökum dagsins í dag.

Nú koma smá skilaboð til þeirra sem hafa verið að skrifa komment:

Freyr Karlsson, það leið næstum því yfir mig þegar ég fékk þessar hrikalegu fréttir að skyndibitakóngurinn mikli væri kominn í átak. Ef ég væri þú myndi ég velta þessu vel og vandlega fyrir mér áður en þú ferð að strengja einhvera heit!

Fanný og litli stubbur, munið bara að láta einhvern senda mér sms þegar lillinn skríður út – setja + á undan og 393473777001, er það skilið, Einar held að það sé best að þú takir þetta að þér.

Regína, kærar þakkir fyrir emailið, amma og mamma vildu hlusta á þetta aftur og aftur.

Sóley, takk fyrir kveðjuna, ertu viss um að þú sért með rétt símanúmer, það er hérna fyrir ofan.

Magga, ég er ekki að fíla að þú hafir gleymt afmælinu mínu, svona að minnsta kosti ekki á meðan ég kann alla kennitöluna þína!

Ollý, það er allt í lagi að þú sendir kveðju of seint, þú borgar mér þá bara aðeins meira um jólin.

Helga Dögg, innilega til hamingju með íbúðina, ég vil líka svona íbúð....geturðu bjargað því?

Erna ferna, ég fæ bara að hringja í þig ef þetta fer í hart hérna úti, þá mætir þú bara á svæðið og rúllar þessu liði upp.

Undraafi, ég fékk mér buxur, bol, tösku og rósarnælu fyrir peninginn frá þér, ég mun taka mynd af þessu og smella á netið við tækifæri

Takk fyrir mig;)
Linda

miðvikudagur, október 06, 2004

TAKK FYRIR AFMÆLISKVEÐJURNAR ELSKURNAR MÍNAR ÞIÐ ERUÐ ÆÐI - MYNDI VILJA HAFA YKKUR ÖLL HÉRNA MEÐ MÉR EN ÞAÐ ER GEGGJAÐ AÐ HAFA MÖMMU OG ÖMMU:)

Ætlaði einmitt að fara að spyrja þig Helga Dögg hvernig gengi með rpmið, frábært að skórnir eru að virka vel, það er góður andi í þeim og lykt! Andri kemur 26. okt og það er hægt að senda allar gjafir með honum djók!!! hehe

Ciao

Senjorinan sem er agalega ánægð með öll nýju fötin sín:)

mánudagur, október 04, 2004

Um helgina fór ég til Cinque Terre eða bæjanna fimm. Ég ætla leyfa lýsingunni úr bæklingnum að fylgja með:

The first image that comes to mind when one thinks of the Cinque Terre is that of rugged mountain terrain, with its deteriorating dry stone walls, built to hold up vineyards. An impressive and unique landskape which has been included on the UNESCO´s World Heritage List!!

Þetta var geggjað, við gengum allan daginn milli bæjanna, reyndar bara fjögurra í staðinn fyrir fimm og vegurinn heitir Via dell ´amore eða vegur ástarinnar. Hvað er rómantískara en að fara þarna þegar Andri kemur, tja maður spyr sig?

Í dag byrjaði ég svo í skólanum án þess þó að vita nokkuð hvað ég var að fara í. Við áttum bara að mæta út í skóla og tjékka hvort kúrsarnir sem við hefðum áhuga á væru kenndir. Svona er nú æðislegt skipulagið á Ítalíu. Ég mallaði einhverju saman og ákvað svo að skella mér í fyrsta tímann í Didattica della matematica en það er hvernig á að kenna mjög ungum börnum stærðfræði. Professor Paulo Boero var æði og bað strax einhvern um að vera aðstoðarmann minn fyrstu vikurnar. Ég er sem sagt komin í liðveislu hjá einhverri ítalskri stelpu, svo var önnur sem skrifaði allt upp fyrir mig á ítölsku. Voðalega vinalegt allt, kennarinn sagði að ég gæti alveg notað enskuna svona fyrstu vikurnar og ég hugsaði já já eða bara allan veturinn!!! Annars skildi ég ágætlega, var verið að tala um numeri naturali!

Ég er síðan að hugsa um að fara í Psicologia generale, letteratura per
l´infanzia og laboratorio di informatica. Þetta er sem sagt almenn sálfræði, saga ítalskra barnabókmennta og unnið með þær og tölvur (mér finnst spennandi hvað er verið að kenna í tölvum hérna þar sem þeir virðast ekkert vera alltof framarlega í geiranum).

Á morgun koma síðan mamma og amma og verða að sjálfsögðu með fullt af pökkum í farteskinu sökum hátíðarinnar sem verður á miðvikudaginn en þá fagnar Piccolinan sínu 22. aldursári.

Í dag náði ég einnig að plata ítölskukennarann minn til þess að leyfa mér að taka prófið nokkrum dögum á undan hinum því Andri er að koma um leið og prófið á að vera og við erum að fara til Flórens, að sjálfsögðu virkaði það. Litla ljóshærða Lindan virkar jafnvel enn betur á kennarana hérna heldur en heima og þó virkar hún vel heima:)

....eitt enn, ég vil fá slúður frá KSÍ, hvernig er það tók einhver adidas á sunnudaginn?

Ciao
Afmælisstelpan:)

föstudagur, október 01, 2004

Ég rakst á þetta blogg hjá kunningjakonu minni henni Slaugu, ég hreinlega drapst úr hlátri, góð æfing fyrir magavöðvana eftir að hafa étið yfir mig af skumkantareller!!
Ciao
Piccolinan í lífshættu?

Já það má með sanni segja að Piccolinan hafi verið nær dauða en lífi þegar hún var vakin klukkan 7 í morgun af sænsku stelpunum sem gleymdu algjörlega reglu nr. 1 að panica ekki og voru trylltar. Það hafði lekið vatn út um alla íbúðina út frá baðherberginu og stefni á tryllingshraða í átt að herberginu okkar Krunku. Við stukkum á fætur og þurftum að vaða 4 cm hátt vatn sem var út um allt. Þvottavélin hafði greinilega verið að þeytivinda um nóttina og hvolfdist fram af pallinum sem hún er á (heimskulegt af þessum Ítölum að hafa hana þar uppi á án þess að hafa öryggishlíf) og niður á gólfið með þeim afleiðingum að hún kipptist úr sambandi og vatnið spíttist á ógnarhraða út úr veggnum. Við hringdum strax í leigusalann hinn margumtalaða Cutri Cuccinotta og hann þurfti að bruna hingað í leigubíl. Á meðan byrjuðum við að þurrka vatnið upp, sem tók rúma tvo klukkutíma. Það voru tíu fullar fötur af vatni bara í herberginu hjá þeim sænsku og það er alls ekki stórt herbergi. Cutri var að sjálfsögðu ekkert alltof ánægður en þetta var algjört slys en hann kenndi okkur samt um það með því að segja að við hefðum sett of lítið í þvottavélina, getur maður einhvern tímann sett of lítið í vél? Ég bara spyr, hvað segir yfirþvottafólkið? Við vorum nb með 4 handklæði og eina frekar massíva mottu í vélinni. Hann sagði samt að auðvitað að svona gæti alltaf gerst en lét okkur samt líða illa út af því.

Eftir þennan skelfilega morgun leið okkur skandinavíubúunum svo illa að við ákváðum að skella okur IKEA (en þar líður okkur öllum eins og heima) og fá okkur sænskar Köttbollar (borið fram sjöttbollur) og góðan ís. Þarna splæsti maður líka á sig ballerínu kexi, remi, skumkantareller (svona bleikir nammisveppir) og BILAR sem er ótrúlega gott nammi. Eftir þessa yndislegu ferð okkar í IKEA lá leiðin aftur heim á Via Bianchetti. Þar áttum við ekki von á góðu, það hafði lekið niður í íbúðina á neðri hæðinni og margir veggir voru ónýtir út af vatni og rafmagnið hafði farið af. Veronica sem býr fyrir ofan okkur og er systir Cutri var tryllt og öskraði á Lísu og sagði að við værum hræðilegar manneskjur og hvort við gerðum okkur grein fyrir hversu miklum skaða við hefðum valdið og bla bla bla, maður er bara heppinn að skilja ítölskuna ekkert alltof vel þegar kemur að svona aðstæðum. Mig langaði samt svooooo að hella mér yfir hana.
Jæja hvað segja nú lögfræðivinir mínir yfir þessu. Er þetta á okkar ábyrgð eða algjörlega í höndum leigusalann? Mér finnst hann nú bera ansi mikla ábyrgð á því hvað hann setur þvottavélina. Annars veit ég ekki hvernig reglurnar eru hérna úti en við skulum ekki gleyma því að hann er með 400 evrur í tryggingafé frá okkur og ég ætla svo sannarlega að vona að hann taki ekkert af því, annars verða engar jólagjafir í ár!!

Annars til að gera gott úr öllu skellti ég mér í prufutíma í hip hop áðan. Þar tók ég góðan dans í staðinn fyrir KSÍ hófið sem er á morgun og ég ætla svo að vona að þið FRAMkonur standið við loforðin.....og þá sérstaklega adidas búðina því nú er engin Linda til að taka hana!!! Getið bætt pilsinu við til að gera þetta enn skemmtilegra:)

Og Álfrún ég er búin að fatta gaurinn, þú verður eiginlega bara að senda mér meil með díteils!

Piccolina kveður að sinni úr híbýlum flóðanna:)
Buon fine settimana!