fimmtudagur, mars 24, 2011


Langamma 98 ára!
Í dag fagnaði hún Ágústa langamma mín 98 árum. Ótrúlegur aldur og hún svo spræk að halda veislu fyrir fólkið á deildinni hennar ásamt okkur fjölskyldunni. Allir sungu afmælissönginn fyrir hana og hrópuðu húrra!
Mér fannst samt best þegar hún sagði að þetta væri nú engin veisla, hún væri bara að gera þetta að gamni sínu fyrir gamla fólkið! Hún er aldursforsetinn á deildinni:)

þriðjudagur, mars 22, 2011


Afmælis-Andri í dag!

Síðasta töttögu og eitthvað obbobbobb...

Hér í sumarfíling til að lyfta upp þessum endalausa vetri!

sunnudagur, mars 06, 2011

4 ára Ára!

Litla kraftaverkastelpuskottið okkar er bara ekki svo lítil lengur:)

Nývöknuð og úfin að opna gjöfina frá okkur
Dúkkuhús sem var búið að óska sérstaklega eftir
Sofia Lára vinkona fékk að koma aftur í dag í fjölskylduafmælið en hún kom líka í gær í barnaafmæli þar sem 12 krakkar skemmtu sér konunglega og voru til fyrirmyndar, án gríns þá mátti heyra saumnál detta við matarborðið þau voru svo stillt án foreldra:)!

Fullt af myndum bíða þess að fara inn á myndasíðuna sem ég nenni þó ekki í kvöld en von bráðar!

Einnig bráðskemmtilegt myndband af öllum krökkunum að dansa hókí pókí og waka waka!