þriðjudagur, júlí 28, 2009

Jæja gott fólk núna eru allar myndirnar úr sumarfríinu komnar inn, plús nokkrar fyrir frí. Þetta eru tæplega 300 myndir og ég er líka búin að skrifa undir flestar fyrir þá sem vilja fylgja ferðasögunni. Þetta þýðir einungis eitt: "Ég heimta kvitt fyrir innlit". Veit ekki hvað það er en eitthvað svo notalegt að vita hverjir eru að skoða:)

Ég þarf síðan endilega að setja inn nokkrar af meistarastykkinu mínu í lökkun - rúminu góða sem heimasætan sefur núna vært í:)

Annars er mjög mikill hressleiki hér á bæ - allir í fríi og nóg að gera í hittingum og tjilli. Klofi annan um næstu helgi og við höfum ekki við að taka við skráningum en minnum þó á mottóið - engum boðið en allir velkomnir.

laugardagur, júlí 25, 2009

Smá myndir sem Haffitas tóku...komum heim á eftir!

Ís til að kæla sig niður

Stolist til að smella af í Duomo

Skylda að vera með sundhettu í lauginni

Sætasta sem er búin að vera ofurstillt í allri ferðinni:)


Minnum síðan á KlOFA ANNAN 2009 sem verður um næstu helgi. Skipulagning er komin á fullt - Engum boðið, allir velkomnir!


miðvikudagur, júlí 22, 2009

Í dag skelltum við Svava okkur til Genova, ég rifjaði upp gamlar minningar og Svava kynntist því umhverfi sem ég bjó í 4 mánuði! Þeir sem vilja rifja Genova upp, geta valið 2004 og frá sept. - des. hérna á blogginu. Ára hins vegar eyddi deginum með pabba sínum, Haffa frænda og Kari frænku í Mílanó og fékk að fara í öll þau tæki sem hún vildi og prófaði lest, slökkvibíl, flugvél, mótorhjól, sportbíl, prinsessuvagn og bolla. Myndinar hér að neðan lýsa stemningunni...