mánudagur, desember 19, 2011

Nokkrar myndir síðan um helgina...


Ekki nema 12 dagar í litla skott


Ára spennt yfir þessu og ofurdugleg að hjálpa til að raða öllum fötunum í fínu kommóðurnar


Ferlíkið í allri sinni mynd!


Allt að smella í Búddhaherberginu


Kommóðuverk AFO hreint út sagt glæsilegt eftir nokkurra kvölda vinnu í grunn, lökkun og samsetningu:)

Og eins og draumurinn var er nú búið að græja þetta herbergi, skrifa öll 77 jólakortin og pakka öllu inn - þannig að það er bara hægt að fara nokkuð slakur inn í vikuna fyrir jól:)

-Jólakúlan-

föstudagur, desember 16, 2011

 Og ég stóðst flakkið í dag enda bíllaus!

Set hérna nokkrar myndir af klónunum mínum að grunna og lakka. Ára er náttúrulega fædd vinnukona og elskar að hjálpa til við nánast hvað sem er. Hún hamaðist alveg við grunninn og var orðin rauð í kinnum þegar við sögðum henni að nú yrði hún að fara að sofa:) AFO eyddi síðan næstu tveimur kvöldum í að lakka endalaust margar einingar eins og IKEA einum er lagið.

Ég hlýddi eiginmanninum í morgun og lagði mig aftur og það var engin smá lagning, vaknaði 13:15! Tók síðan bara rólegan dag heima, tók allt til og gekk frá þvotti og svona almennt stúss en allt í RÓLEGHEITUNUM. Held mér hafi ekki veitt af því enda eru þessir verkir sem voru byrjaðir eiginlega bara alveg hættir sem betur fer.

AFO fór á jólahlaðborð í kvöld í vinnunni sinni og ég bauð Áru og Fransisku með mér í pítsu á Ítalíu og síðan smá jólabæjarrölt sem þeim fannst nú ekki leiðinlegt. Núna taka við smá jólakortaskrif, leggja lokahönd á þann pakka og á morgun er brunch á Vox með Álfi og co. Nammi namm...


Nærfata - grunn - partý


Ára gaf sig alla í verkið


AFO orðinn svona pínu þreyttur á þessu verki:) Enda hefði ég gert þetta undir venjulegum kringum stæðum á meðan hann hefði eldað eitthvað gott fyrir mig á meðan!


Sætar vinkonur á Ítalíu

-Ég er ánægð að kommentakerfið virðist virka, var farin að efast um það en ég ætla að vera dugleg að skrifa hérna í fæðingarorlofinu:)
Klára, klára...

Ég veit að það er töluvert gáfulegra að vera í núinu og ekki að stressa sig á hlutunum en þegar jólin eru annars vegar og barn 5 mín eftir það hugsar maður aðeins lengra fram í tímann, það er bara þannig!

Ég hlakka alveg svakalega til svona ca. á sunnudagskvöldið þegar ég mun sitja á tungunni í sófanum okkar, jafnvel þiggja fótanudd frá eiginmanninum, horfa á allar innpökkuðu gjafirnar og handskrifuðu jólakortin - líta svo inn í Búddaherbergi og tjékka á vel lökkuðu kommóðunum eftir handbragð eiginmannsins vitandi að þær eru fullar af nýþvegnum ungbarnafötum...


Ég er soldið í to do listum þessa dagana, meira svona þeir eru alls staðar en samt þarf ég að slaka á og hvíla mig inn á milli en er ekki nógu dugleg að gera það enda búin að vera með alltof mikla fyrirvaraverki og samdrætti sem mega aðeins fara að slaka á þannig að ég geti haldið jólin áður en daman kemur:)

Besta ráðið hans Andra er að fara á bílnum á morgnana og skilja mig eftir heima í stofufangelsi því annars fer ég á eitthvað flakk - þið þekkið mig, svona er ég bara gerð! Á morgun er því stefnan sett á stofufangelsi og klára að skrifa restina af jólakortunum og pakka inn tveimur síðustu gjöfunum. Don Ruth henti í mig spítalatösku með sjampói, hárnæringu, kremum, tannbursta og tannkremi, vitandi það að þrátt fyrir að vera skipulagða Linda var ekki búið að græja þessa tösku síðast þegar allt fór af stað:)

Ég lagði mig samt alveg tvisvar í dag fyrir og eftir hádegi svo ég er skynsöm þess á milli sem ég ákveð að keyra út jólakort og bruna í Eymundsson rétt fyrir lokun til að græja eina bók!

En þetta eru mjög spennandi tímar hérna í LA og heppilegt að Andri á eitt stykki "bökunardag" inni í næstu viku og hann verður vel nýttur í einhverjar útréttingar og samsetningu á eldhúsborði svo eitthvað sé nefnt:)

laugardagur, desember 10, 2011

Fyrsta óvinnufæra vikan liðin og ég hef svo sem ekki setið auðum höndum eins og við var að búast en rosalegur lúxus að þurfa ekki að rífa sig upp sjö á morgnana og mæta til vinnu klukkan átta.

Heilsan er mjög fín og ljósan mín spáir stærri stelpu en Ágústa Rut var en hún var algjör títla 49 cm og tæplega 13 merkur. Mér finnst ég voða mikið eins bara og þá en þetta verður spennandi því er ekki að neita!

Fékk að heyra það í vikunni að það væri gott að byrja að þvo hvað á hverju svo ég henti í nokkrar vélar og það er af nógu að taka! Mér finnst ég líka megasjóuð í barnafötum þó ég segi sjálf frá enda ekki lítil áhugamanneskja um barnafatnað í öllum stærðum, litum og gerðum:) Núna veit ég alveg upp á hár hvaða samfellur mér finnst gott að nota og sokkabuxur og leggings og svona dótarí. Ég hata það heldur ekkert að flokka og raða og skipuleggja. Nú þarf Andri bara að lakka tvær kommóður svo ég geti farið að koma þessu dóti einhvers staðar fyrir.

Hér er kominn langur to do listi fyrir vikuna því stefnan er sett á megarólega viku fyrir jól þar sem ég get helst bara legið með tærnar upp í l0ft!

Fullt af nýjum myndum á myndasíðunni og kvitt gleður:)

þriðjudagur, desember 06, 2011

"Óvinnufær með öllu"
Stendur á vottorðinu mínu fyrir Laugalæk:) Kannski ekki beint lýsingin sem á við um mig en þetta er víst staðlað ef maður ætlar að hætta að vinna áður en fæðingarorlof hefst formlega. Mér finnst samt nákvæmlega réttti tímapunkturinn núna til þess að verða svona "óvinnufær". Mjög mikilvægt að fá smá hvíld og góða aðventu eftir nokkuð annasamt haust. Ég er reyndar aðeins að kenna smá einkatíma í dansi og stærðfræði en það er bara hressandi í litlu magni.

Ég var að lesa bloggið mitt síðan á sama tíma á síðustu meðgöngu og þá höfðum við akkúrat skellt okkur í bústað og ég hafði verið með einhverja kvefdrullu og hálsbólgu og Andri síðan tekið við. Þetta er svona beisiklí eins og hefur verið undanfarna daga enda meðgöngurnar búnar að vera óskaplega líkar. Fórum í yndislega bústaðaferð með Álfrúnu, Agli og Eldi um helgina og slógum líklega heimsmet í afslöppun og megabrunchum. Þessi tvö börn smella líka alltaf saman eins og flís við rass og sváfu meira að segja saman í rúmi báðar næturnar:) Þarf að setja inn slatta af myndum sem fyrst.

Nú styttist líka heldur betur í næstu dömu en við erum búin að fara upp á Skaga og hitta frábæran lækni sem heitir Konráð og mun sjá um að skera mig og græja. Að öllu óbreyttu verðum mér trillað inn að kvöldi 28. des og skorin þann 29. des. Gummi frændi fær þá litla Gummalínu í afmælisgjöf því hann á einmitt afmæli þarna 29. des. Þetta er bara gott plan annars getur auðvitað alltaf eitthvað gerst áður en ég er voða róleg yfir því, daman búin að skorða sig fyrir langalöngu síðan og alltaf gott að vita af því að þurfa ekki fleygja sér í gólfið einhvers staðar á förnum vegi!

Ára er síðan búin að vera sérlega tillitssöm við móður sína sem er ekki jafn snör í snúingum og gengur og gerist og hjálpar ítrekað við að klæða úr skóm, sækja hluti og hjálpa til við ýmis verk. Vonandi heldur þessi velvilji áfram...
Annars er jólaandinn ríkjandi hér á Laugarnesveginum og gjafainnpökkun og jólakortagerð í fullu gangi:)