Hinar mjög svo árlegu Flórída-ferðir!
Tengdaforeldrar mínir komu frá Flórída í gær, Don Ruth og Lottó, alveg hreint klifjuð af ýmsu skemmtilegu dóti:) Ég var með nokkra hluti á lista fyrir mig, eins og t.d. Garmin hlaupaúr, MAC púður og maskara, PUMA skó og hina áðurnefndu brjóstahaldara. Don Ruth sér sko um sína því allt þetta kom upp úr töskunum ásamt ýmsum öðrum hlutum sem ég kann nú varla við að telja upp, já við erum nú ansi ofdekruð Laugarnesfamilían og þau rausnarleg með meiru, því er ekki neita!
Einkadóttirin hefur eignast fallegasta 17. júní dress sem um getur og nokkur skópör í viðbót ásamt ýmsum fínum sumardressum sem hún getur spókað sig um í sumar á nýja reiðhjólinu sínu en við AFO ákváðum að gefa henni tvíhjól með hjálpardekkjum fyrir sumarið og ég hef sjaldan séð jafn ósvikna hamingju og þegar hún var að prófa hjólið í Markinu.
Og þegar einhver kemur úr svona sólar-verlsunarferð þá fer maður að láta sig dreyma um sól og sumaryl í Svíþjóð með smá viðkomu í H&M:)
Ég er nefnilega að safna seðlum í sérLEYNIveski...þannig ég geti keypt mér eitthvað fallegt eins og t.d. þennan!
Góða danshelgi - mín verður í Laugardalshöll á Íslandsmeistaramótinu í samkvæmisdönsum og ég veit ekki af hverju en við það að vera á búningaæfingunni í kvöld þá fékk ég svona flashback þegar ég var alltaf að keppa og ég skellti bara á mig einni umferð af brúnkukremi áðan, bara svona for the fun of it - engin skinka samt eins og ungarnir mínir segja:) Svo það sé nú alveg hreinu!